Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.2007, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.2007, Blaðsíða 13
Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is Þegar Bob Marley sneri aftur heim til Ja-maica frá Bandaríkjunum, þar sem hannhafði unnið við að setja saman Plymo-uth-bíla, kallaði hann saman félaga sína Peter Tosh og Bunny Livingston og endurreisti The Wailers. Þá var liðið ár frá því fyrsta gerð hennar hafði gefist upp á baslinu og í millitíðinni hafði Marley, og þeir félagar reyndar allir, tekið rastafaritrú sem sá snemma stað í textum og tón- list. Á þessum árum, frá um 1966 til 1969, breyttist ska í rocksteady og síðan í reggí og The Wailers voru snemma með helstu reggísveitum, meðal annars fyrir samstarf við þann mikla meistara Lee Perry, en sveitin starfaði talsvert með honum á þessum árum með góðum árangri. Chris Blackwell, eigandi Island-útgáfunnar bresku, þekkti til Wailers og laganna sem sveitin tók upp með Perry og ákvað að gera við sveitina útgáfusamning þegar Wailers voru á ferð í Eng- landi í árslok 1971. Hann lét þá félaga fá fjárfúlgu og þeir hurfu heim til Jamaica að taka upp plötu. Blackwell hefur látið þau orð falla að hann hafi allt eins átt von á að sjá þá félaga aldrei meir, en þeir skiluð sér með upptökurnar af Catch a Fire í far- teskinu haustið 1972. Mörg laganna á Catch a Fire höfðu þeir félagar tekið upp áður, til að mynda Stop The Train og 400 Years sem komið höfðu út á smáskífum í ýmsum útgáfum. Þau voru þó að mestu óþekkt utan Jamaica utan að skálkurinn Lee Perry seldi Trojan-útgáfunni bresku útgáfu- rétt að því sem hann tók upp með Wailers að sveit- inni forspurðri og nokkur laganna á Catch a Fire, og fleiri lög sem sveitin tók síðar upp fyrir Island, kom út á vegum Trojan á árunum 1970 til 1973. Blackwell sannfærði þá síðan um að leyfa hon- um að fara höndum um upptökurnar, rokka plöt- una aðeins upp til að gera hana sölulega, bæta á hana rafgítar og orgeli meðal annars. Þessi útgáfa af Catch a Fire kom út 1973 og var vel tekið, komst á lista víða um heim og seldist bráðvel þó ekki hafi Marley og félagar náð að slá almennilega í gegn fyrr en Eric Clapton tók Mar- ley-lagið I Shot the Sheriff á sólóskífu sinni 461 Ocean Boulevard. Fyrstu 20.000 eintök af Catch a Fire voru í sér- kennilegu umslagi, því það var eins og Zippo- kveikjari. Ekki þótti svara kostnaði að framleiða meira í þeim búningi, enda bæði seinlegt og kostn- aðarsamt. Á því umslagi mátti lesa að platan væri með The Wailers en þegar skipt var um umslag var platan skrifuð á Bob Marley and The Wailers. Getur nærri að þetta skapaði togstreitu innan sveitarinnar og þegar við bættist að Bunny Li- vingston vildi helst ekki fara frá Jamaica var ljóst að The Wailers myndi ekki endast mikið lengur eins og kom á daginn. Reyndar eru þeir félagar allir með á næstu plötu, Burnin’, sem kom út 1974, en eftir það var Bob Marley einráður. Catch a Fire kom fyrst út 1973. Fyrir stuttu kom út sérstök útgáfa hennar verulega aukin, því til viðbótar við upprunalega rokkútgáfu eru upp- tökurnar sem Wailers skiluðu til Island á sínum tíma, ellefu lög alls, en eins og menn muna voru níu lög á Island-útgáfunni. Rokkað reggí POPPKLASSÍK MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2007 13 Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@gmail.com Allmargar sveitir hyggjast nýtaCoachella-tónlistarhátíðina, sem fram fer í Kaliforníu í apríl, sem vett- vang til að koma saman á nýjan leik og grafa jafnvel nokkrar stríðsaxir í leiðinni. Hugur margra fór á yf- irsnúning er frétt- ist af því að þungarokks- goðsagnirnar í Rage Aaginst the Machine væru að koma saman aft- ur, og enn aðrir urðu hreint og beint hissa er fréttist af því að skosku gaddavírs- rokkararnir í Jesus and Mary Chain ætluðu að leika þar. Þar sem ¾ hlutar Rage … skipa nú Audioslave eru svo- sem hæg heimatökin að vippa upp gömlu sveitinni en annað er með Jes- us and Mary Chain þar sem ýmislegt hefur gengið á í gegnum tíðina. Kjarni JAMC er samsettur af bræðr- unum Jim og William Reid, en þeir hafa ekki ræðst við í níu ár, og hafa verið nálægt því að drepa hvor annan í heiftarlegustu rifrildunum. Síðasta plata sveitarinnar er Munki, frá 1998, en ekkert hefur verið gefið upp um hvort nýtt efni mun líta dagsins ljós. Þriðja sveitin sem kemur saman aft- ur á hátíðinni er svo Crowded House, sem leidd er af Neil Finn. Hann mun hins vegar ekki taka bróður sinn, Tim, með í þetta skiptið. Það er samt allt í góðu á milli þeirra bræðra (hafa meira að segja gefið út tvær plötur saman sem Finn Brothers). Crowded House hefur ekki komið saman í yfir tíu ár, en ný hljóðversplata er vænt- anleg í ár, plata sem átti að verða sólóplata Neils.    Enn af endurkomum, sem virðastætla að einkenna þetta nýja ár (eru ekki allir búnir að kaupa miða á Genesis í sumar?). Dinosaur Jr., ein svakalegasta neð- anjarðarrokksveit Bandaríkjanna fyrr og síðar, kom saman á nýjan leik í upp- runalegri mynd fyrir um tveimur árum og hefur verið að spila á tónleikum út um hvippinn og hvappinn síðan. Nú ligg- ur ný hljóðversplata fyrir, og mun hún heita Beyond. Útgáfudagur er 1. maí, og á henni koma fram þeir J. Mascis, Lou Barlow og Murph. Plat- an var tekin upp í hljóðveri Mascis í Amherst, en síðasta plata Dinosaur Jr. með þessari liðskipan er meist- araverkið Bug, frá 1988.    Eins og greint hefur verið frá áðurer Kristin Hersh, leiðtogi Throwing Muses, væntanleg hingað til lands í apríl. Mun hún leika sem sólólistamaður, en með í för er New York-sveitin Blonde Redhead, sem kemur nú hingað í þriðja skipti. Throwing Muses héldu tónleika hér á landi á liðnum Inni- púka og „slógu“ í gegn með kraft- miklu setti, og var nánast ótrúlegt að heyra orkuna í þeirri písl sem uppi á sviðinu stóð. Blonde Redhead verður með nýja plötu í farteskinu, en hún kemur út í sama mánuði og hún verður á Íslandi. Hersh verður einnig með glóðvolga skífu eða svo gott sem, en í þessari viku kom út spánný sólóplata frá henni er nefnist Learn to Sing like a Star. Stuttskífa með laginu In Shock kemur út á sama tíma með þremur lögum aukreitis sem ekki verða á plötunni. Það er allt að gerast hjá Hersh um þessar mundir, því í farvatninu er einnig ný Throwing Muses-plata, ný 50 Foot Wave-plata (hliðarverkefni stofnað 2003) og plata með þjóðlagatónlist frá Appalasíufjöllum. TÓNLIST Crowded House Dinosaur Jr. Kristin Hersh Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is N ýjasta útspil Damons Albarn; hljómsveitin og platan The Go- od, The Bad and The Queen, var fyrsta „stóra“ plata ársins, en hún kom út síðasta mánudag. Lítið var um að vera í erlendri útgáfu fyrstu tvær vikur ársins en þessi plata Shins sem hér er til umfjöllunar kom hins vegar út daginn eftir að Albarn og félagar snöruðu sinni út. Í kjölfarið fóru markverðar plötur svo að hrúgast inn, slen hátíðanna greinilega runnið af útgef- endum sem tónlistarmönnum. Eftir helgi er það t.d. Norah Jones, Bloc Party, Madonna (tónleika- plata), Nick Cave (tónleikaplata) og Clap Your Hands Say Yeah og einnig eru komnar út áhuga- verðar og „heitar“ plötur með Klaxons, Field Mu- sic, Deerhoof, Clinic o.fl. Nóg að skrifa um a.m.k., og maður þarf ekki lengur að fínkemba fréttamiðl- ana eftir efni. The Shins varð að vonarneista nýbylgjurokks- ins er önnur plata hennar, Chutes Too Narrow, kom út árið 2003. Síðan eru liðin mörg ár eins og segir í laginu og spurning hvort sveitin hreinlega standist þær gríðarlegu væntingar sem hafa byggst upp á þessu tímabili. Ekki bætir úr skák að fyrsta plata Shins, Oh Inverted World, er líkt og önnur platan, frábær. Shins hafa því ekki mis- stigið sig til þessa og þurfa því að þola allmikla pressu. Breytingar Það er eitthvað einkennilegt við „Phantom Limb“ lagið sem farið er í spilun af plötunni. Það byggist upp hægt og rólega, maður kannast við þessar snotru Shins-melódíur, en það er eins og viðlagið ætli aldrei að koma. Lagið siglir upp og niður, mel- ódíunni stýrt af frábærri söngrödd James Mercer, og það er svona ýjað að því að viðlagið sé að koma, en menn eru að halda aftur af sér. Svo loksins kemur það, seint og um síðir. Furðulegt. Og þetta er ekki það eina skrítna við plötuna. Menn hafa séð (og heyrt) að það yrði að breyta ei- lítið til, og fjarlægast hljóðheim hinna platnanna. Annað hefði hreinlega verið endurtekning, sá hljómur var kominn að leiðarlokum á síðustu plötu. Þetta er undirstrikað strax í fyrsta lagi, sem einkennist af rafhljóðum, hljóðgervlum og fjar- lægri rödd Mercer, sem hljómar eins og hann sé að syngja í gegnum þröngt rör. Einhvern veginn þurfti semsagt að bregðast við, einhvern veginn þurfti að halda sér gangandi sköpunarlega (sjá t.d. Bítlanna, sem breyttust stöðugt út ferilinn) og Shins eru auðheyranlega að gera sér grein fyrir þeirri staðreynd. Sumir segja að Shins hafi á tíma verið orðin of stór fyrir eigið ágæti. Viðvörunarbjöllur hófu að klingja er sveitin fór með lög sín alla leið inn í kvikmyndina Garden State eftir Zach Braff sem leysti hana þar með úr haldi (okkar) indílúðanna sem höfðu hingað til fengið að norpa með hana í friði. Það sem best fer á að kalla „O.C.“-væðingu hófst þegar í kjölfarið, Shins lög tóku að hljóma í þáttum á borð við Buffy the Vampire Slayer, One Tree Hill og já … O.C. náttúrlega. Þetta er orðin vel þekkt markaðstækni, og er beitt til að laða að vissan markhóp og gefa tilteknum þætti aukna „dýpt“ um leið; svona „við erum með á nótunum“- inneign. Shins hafa spilað með þessu alla tíð og þetta hefur valdið því að nafnið er orðið býsna þekkt, og nær út fyrir hinn dæmigerða neyt- endahóp. Dómar Í umræðum um neðanjarðarrokk er þetta alltaf spurning um heilindi. Hversu langt eru aðdáendur tilbúnir að leyfa hljómsveitunum sínum að ganga í þessari markaðssetningu. Þegar hlustað er á Wincing the Night Away er auðheyranlegt að Shins eru ekki að breytast í húsband einhverra miður ágætra sjónvarpsþátta í Bandaríkjunum, fólk getur verið alveg rólegt með það. Þeir halda sínu, um leið og þeir stíga í vænginn við djöfullinn. Þetta er eins og með Noam Chomsky, sem er einn helsti gagnrýnandi stríðsbrölts Bandaríkjamanna, um leið og hann er á launaskrá hjá hernum. Dómar hafa verið að birtast um plötuna að und- anförnu, og á heildina litið stóðst sveitin prófið, álagsþolið í góðu lagi. Einstaka miðlum finnst nóg um tilraunastarfsemina á plötunni, finnst eins og dregið sé af hinum „raunverulegu“ Shins, hvað sem það á nú að þýða. Aðrir kalla þetta bestu plötu þeirra til þessa, Shins hafi nú markað sér ákveðinn stað þaðan sem allt er mögulegt, og einn miðillinn spáir yfirtöku í líkingu við þá er R.E.M. stóð að á níunda áratugnum. Lítið nýbylgjurokkband sem hægt og bítandi varð að einni vinsælustu og þekkt- ustu hljómveit í heimi. Sjáum hvað setur … Ný næturljóð frá The Shins Þrýstingurinn er upp úr öllu valdi vegna þriðju plötu bandarísku nýrokksveitarinnar The Shins, gripur sem margir hafa beðið eftir með mikilli eftirvæntingu. Kallast hann Wincing the Night Away, og vísar í þær lamandi svefnraskanir (in- somnia) sem aðallagahöfundurinn, James Mer- cer, stríðir við. Shins Einstaka miðlum finnst nóg um tilraunastarfssemina á nýju plötunni. Aðrir kalla þetta bestu plötu þeirra til þessa.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.