Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.2007, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.2007, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Stefán Hermannsson Í Lesbók Morgunblaðsins hinn 13. janúar síðastliðinn heldur Ólafur Hjálmarsson verkfræðingur áfram að gagnrýna byggingu Tónlistar- húss og ráðstefnumiðstöðvar (TR) við Austurhöfnina í Reykjavík. Þrátt fyrir að athugasemdum sem hann setti fram í Morgunblaðsgrein í byrjun desember hafi verið svarað á sama vett- vangi kýs Ólafur að halda stríði sínu gegn bygg- ingunni áfram. Ásökunum um að Austurhöfn hafi ekki staðið vel að verki við að undirbúa bygg- inguna og rekstur hennar vísa ég á bug. Fullyrð- ingum um að stærð tónlistarsalarins hafi ráðist af öðru en faglegum sjónarmiðum vísa ég einnig á bug sem og staðhæfingum um að í rekstri húss- ins verði aðaláhersla lögð á ráðstefnuhaldið. Undirritaður sér hins vegar ekki ástæður til að svara öðrum atriðum í grein Ólafs. Aðdragandi að byggingu tónlistarhúss Hartnær öld er liðin frá því farið var að tala um nauðsyn tónlistarhúss í Reykjavík en fyrsta tón- listarhúsið á Íslandi, Hljómskálinn í Reykjavík, var reist árið 1923 og leysti þá úr brýnni þörf. Á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar gerði Páll Ís- ólfsson tónskáld tillögu um að ráðist yrði í bygg- ingu menningarhallar sem hýsti a.m.k. tvo tón- leikasali, þjóðminjasafn og listaskóla. Efnt var til tónleika til styrktar verkefninu en ekki varð af framkvæmdum. Árið 1958 tilkynnti Tónlistarfélagið í Reykja- vík að það hygðist ráðast í byggingu tónlist- arhallar og fékk úthlutað lóð undir hana en ekk- ert varð af framkvæmdum. Áratug síðar, eða árið 1970, kynnti Tónlistarfélagið á ný áform um byggingu tónlistarhallar. Gerðar voru teikningar og líkan að byggingunni en ekki varð af fram- kvæmdum. Árið 1983 voru Samtök um byggingu tónlistarhúss stofnuð og fengu úthlutað lóð í Laugardal. Efnt var til arkitektasamkeppni um hönnun hússins árið 1986 og tveimur árum síðar lágu drög að aðaluppdráttum fyrir. Árið 1991 var efnt til fjáröflunar vegna byggingar hússins og boðað að fyrsta skóflustunga yrði tekin um sum- arið. Ári síðar óskuðu samtökin eftir viðræðum við borgaryfirvöld um nýja lóð fyrir tónlistar- húsið, nú við Reykjavíkurhöfn, og jafnframt komu fram hugmyndir um að tengja byggingu tónlistarhúss við fyrirhugaða byggingu ráð- stefnumiðstöðvar við höfnina. Nokkur skriður komst á áform um byggingu tónlistarhúss á árunum 1993–1996 þegar málið komst á dagskrá stjórnmálaafla. Landsfundur Sjálfstæðisflokks ályktar um málið 1993 og Reykjavíkurlistinn er með málið á stefnuskrá fyrir kosningar 1994. Boðað var í verkefnaáætlun menntamálaráðuneytis árið 1996 að ákvörðun um byggingu tónlistarhúss yrði tekin á kjör- tímabilinu og árið 1997 mælti nefnd skipuð af ráðherra með byggingu tónlistarhúss í Reykja- vík og nefndi þrjá staðsetningarkosti, þar af tvo í tengslum við ráðstefnumiðstöð. Sama ár skilaði breskur sérfræðingur Reykjavíkurborg tillögum um staðsetningu tónlistarhúss við Reykjavík- urhöfn. Nefnd samgönguráðherra um byggingu ráðstefnumiðstöðvar skilaði einnig sínum nið- urstöðum árið 1998 og lagði til að hún yrði reist í tengslum við tónlistarhús í miðborginni. Í ársbyrjun 1999 tilkynna ríki og borg að þau muni í sameiningu beita sér fyrir byggingu tón- listarhúss og ráðstefnumiðstöðvar í miðborg Reykjavíkur en nánari staðsetning lá þá ekki fyr- ir. Hafði þá verið skipuð nefnd á vegum ríkis og borgar undir forsæti Ólafs B. Thors sem hafði það meginverkefni að undirbúa samkomulag að- ila um fjármögnun og framkvæmdatilhögun. Ári seinna var samþykkt tillaga um afmörkun lóðar fyrir byggingu tónlistar- og ráðstefnuhúss og hótels (TRH) við Austurbakka Reykjavík- urhafnar. Í framhaldinu var efnt til hugmynda- samkeppni um skipulag lóðarinnar og næsta ná- grennis og voru úrslit kynnt í ársbyrjun 2002. Undirbúningur Samningur ríkis og borgar um byggingu tónlist- arhúss og ráðstefnumiðstöðvar var síðan und- irritaður formlega í apríl árið 2002 við athöfn í Háskólabíói af Geir H. Haarde, þáverandi fjár- málaráðherra, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, þáverandi borgarstjóra, Sturlu Böðvarssyni samgönguráðherra og Tómasi Inga Olrich, þá- verandi menntamálaráðherra. Í samningnum var m.a. kveðið á um að um einkaframkvæmd væri að ræða, en í því felst að einkaaðili annast jafnt hönnun, byggingu, fjármögnun og rekstur mann- virkjanna. Einnig var þar kveðið á um byggingu alþjóðlegs hótels sem reist yrði og rekið af sama aðila. Í framhaldinu stofnuðu ríki og borg einkahluta- félagið Austurhöfn-TR, til að hrinda þessu um- fangsmikla verkefni í framkvæmd. Í stjórn voru valin Ólafur B. Thors formaður, Helga Jónsdóttir, fulltrúi borgarinnar, Svanhildur Konráðsdóttir, fulltrúi borgarinnar, Pétur J. Eiríksson, fulltrúi borgarinnar, Þórhallur Arason, fulltrúi ríkisins, Pétur Ásgeirsson, fulltrúi ríkisins, og Þór Sigfús- son, fulltrúi ríkisins. Jafnframt var undirritaður ráðinn framkvæmdastjóri Austurhafnar-TR. Það fyrsta sem kom opinberlega fram frá Austurhöfn var upplýsandi kynningarrit, In- formation Memorandum, sem var hugsað til að vekja athygli á verkefninu og vekja áhuga bæði fjárfesta, hótelrekstraraðila og verktaka. Þar var gerð grein fyrir helstu forsendum verkefnisins, bæði fjárhagslegum og tæknilegum. Á árinu 2003 var jafnframt leitað eftir til- boðum í sérfræðiráðgjöf varðandi hljómburð og sértækan búnað: Ríkiskaup önnuðust útboðið og sérstök matsnefnd mat tilboðin. Í henni sátu: Hjörleifur B. Kvaran lögmaður, Dagbjartur H. Guðmundsson, þá verkfræðingur hjá Fram- kvæmdasýslu ríkisins, og Stefán Hermannsson, framkvæmdastjóri Austurhafnar. Niðurstaða þeirra var að ganga að tilboði frá Artec, en það fyrirtæki hafði áður komið að greiningu á áætl- unum fyrir verkið í umsjá nefndar á vegum ríkis og borgar sem Ólafur B. Thors var formaður í. Að þessu loknu hófst undirbúningur samn- ingskaupaferilsins með gerð samningskaupalýs- inga og er því ferli lýst í rammagrein á opnunni. Húsið og aðstaðan í því Tónlistarhúsið og ráðstefnumiðstöðin verður áberandi kennileiti í ásýnd borgarinnar en hinn þekkti listamaður og hönnuður Ólafur Elíasson hannaði ytri glerhjúp byggingarinnar. Aðalhönn- uður hússins er hins vegar Teiknistofa Hennings Larsens í Kaupmannahöfn sem þekkt er fyrir frábæran arkitektúr, þar á meðal Óperuna í Kaupmannahöfn, og naut hún aðstoðar Batter- ísins við verkið. Teiknistofan útfærði einnig teng- ingu byggingarinnar við nánasta umhverfi henn- ar, þar á meðal hið fyrirhugaða vatnstorg sunnan við húsið og nýju göngugötuna sem mun liggja undir Geirsgötu að Lækjartorgi. Um hönnunina er náið samstarf milli Portusar, Austurhafnar og Íslenskra aðalverktaka. Verkfræðiráðgjöf er í höndum dönsku verkfræðistofunnar Rambøll og nýtur hún aðstoðar verkfræðistofunnar VGK- Hönnunar. Eftirlit með hönnun og fram- kvæmdum er á vegum íslenskra verkfræðinga og arkitekta Áhersla hefur verið lögð á sýnileika hússins og verður það vel afmarkað frá miðbænum þar sem glæsileg framhliðin og þakið gegnir stóru hlut- verki í allri ásýnd byggingarinnar. Við hönnun hússins var lögð áhersla á að það gæti hvort sem er nýst allt til stærri viðburða eða að hægt verði að skilja ráðstefnurými algerlega frá öðrum rým- um, þannig að mismunandi starfsemi geti farið fram á sama tíma í húsinu, án innbyrðis trufl- unar. Til að einfalda allt flæði innanhúss eru að- alsalirnir þrír, tónleikasalurinn, ráðstefnusal- urinn og æfingasalurinn, hafðir hlið við hlið og er gengið inn í þá á 2. hæð, en fjórði salurinn, sá minnsti, er undir æfingasalnum og er gengið inn í hann á jarðhæð. Stórar þaksvalir verða á milli tónlistarsalarins annars vegar og æfingar- og ráðstefnusalarins hins vegar. Svalirnar geta nýst fyrir ýmsar uppákomur, svo sem listasýningar og tónlistarviðburði, og þar verður hægt að njóta heillandi útsýnis yfir flóann og borgina. Stærsti salurinn, tónleikasalurinn, mun geta tekið allt að 1.800 manns í sæti en þar af eru um Ólafur Hjálmarsson hefur skrifað tvær greinar í Lesbók þar sem hann hefur lýst efasemdum um að hljómburður verði eins og best verður á kosið í nýju tónlistarhúsi í Reykjavík. Hann hefur einnig sett fram ásakanir um að ekki hafi verið staðið vel að verki við að undirbúa bygginguna og rekstur hennar. Hér er þessum ásökunum vísað á bug og því haldið fram að hljómburður verði með því besta sem völ er á í húsinu. 1800 manna salur Tónleikasalurinn tekur 1800 manns í sæti þegar allt er fullnýtt. Þrennar svalir verða í salnum og á bakvið þær verða ómrými sem gera mögulegt að auka rýmd salarins og breyta ómt » Þeir sem fylgst hafa með hönnuninni vita að tónlist- arflutningur gerir fleiri og meiri kröfur til hússins en önnur starfsemi og að ásakanir um að annarri af meginstoðum starf- seminnar verði gert hærra und- ir höfði en hinni eru með öllu til- hæfulausar. Tónlistarhús og ráðstefnum                              !"# # $  $ # $%&$'# &(   %&$'# &(    ) !%  $( *+ ,   ) !%  $( * - , .  !)&  %&$'# &  /  $' !. 0 "   # !%  12   !     (  ) # ! +  (  34 !  (  5  !6  )     5  !/ 7 #  89   2: ! ! ! ! ! ! ! !              

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.