Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.2007, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.2007, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2007 5 því hafa haft mjög skýran ramma fyrir fram- an sig. Sail to the Moon var hins vegar „djömmuð“ saman eins og hann orðar það. „Áður fyrr var þetta svo mikið hljóðvers- dútl,“ segir Birgir. „Við vorum að setja sam- an lögin í marga mánuði, sum lögin kannski unnin í fjórgang. En við erum auðvitað orðnir miklu reynslumeiri núna, í upphafi var maður að þreifa sig dálítið áfram.“ Kjartan segir ástæðu þess að þeir ákváðu að bæta „lifandi“ trommara í bandið í stað þess að halda sig við trommuheila liggja í lögunum sem þeir voru farnir að semja. Þau beinlínis öskruðu á það. „Við vorum farnir að semja lögin á gítar og píanó, þetta var orðið allt öðruvísi vinnsluferli en þegar við vorum að taka upp þessar raf- tónlistarplötur.“ Endurfæðing Þeir félagar eiga ekki von á því að það komi ný plata á þessu ári „Okkur langar að kynna þessar tvær síð- ustu plötur vel á næstu misserum en maður kemst auðvitað ekki undan því að semja áfram tónlist,“ segir Birgir. „Ég efast ekki um að við verðum komnir með vísi að nýrri plötu í enda þessa árs, en við ætlum ekkert að flýta okkur við þetta.“ Kjartan segir tvær síðustu plötur ákveðið par. Bæði nálægt í tíma og nálægt hvor ann- arri hugmyndalega. Þannig rötuðu nokkur lög sem áttu að vera á af My Delusions yfir á Sail to the Moon. „En mig langar til að gera eitthvað allt annað næst,“ segir hann. „Þó að ég viti ekki hvað það verður. Það er búið að vera rosaleg fart á okkur undanfarið og maður er svona að hugsa sig um.“ Blaðamaður veltir því fyrir sér ef einhver mógúll stykki á þessar tvær plötur og vildi gefa út hvort það myndi ekki setja óhjá- kvæmilega pressu á sveitina að gera þriðju plötuna í svipuðum stíl. „Ef maður er að fást við sköpun er ekki hægt að setja sér einhvern ramma,“ svarar Kjartan. „Það má ekki og er hrikalega haml- andi. Það myndi ekki ganga upp. Ampop hef- ur t.d. alltaf gert popp í grunninn, án þess að við höfum verið að velta því eitthvað sér- staklega fyrir okkur. Það hefur aldrei verið neitt stórkostlegt plan í gangi.“ Birgir segir að platan nýja hafi opnað mik- ið fyrir sveitina. Og honum finnst skrítið hvernig sveitin hefur verið að ná eyrum al- mennra útvarpshlustenda. Þeir hafi t.a.m. fengið boð um að spila á böllum, eitthvað sem þeir vita ekki alveg hvernig eigi að bregðast við. „Þegar maður fer í svona ferðir finnur maður nánast fyrir svona pressu eins og handboltaliðið,“ segir Kjartan og hlær. „Mað- ur verður að standa sig. Undarleg tilfinning því að tónlist á þannig séð ekki að þurfa ein- hvers konar utanaðkomandi samþykki.“ Birgir segir að lokum að þó að hann og Kjartan séu búnir að vera að gera tónlist saman síðan 1998 þá hafi ýmislegt breyst á einu og hálfu ári, Ampop hafi að einhverju leyti endurfæðst. „Þannig að þessar nýliðatilnefningar eiga alveg rétt á sér þannig séð,“ segir hann og kímir. „Við erum í ákveðnum skilningi mjög „ferskir“ akkúrat núna.“ Morgunblaðið/ÞÖK Morgunblaðið/Eggert Svipmyndir frá ferlinum Ampop hefur notið mikillar velgengni og nýjasta platan, Sail to the Moon, orðið til þess að sveitin hefur náð eyrum almennra útvarpshlust- endar meir en áður. Hún hefur til dæmis fengið boð um að spila á böllum en meðlim- irnir þrír segjast ekki vita hvernig þeir eigi að bregðast við því.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.