Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.2007, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.2007, Blaðsíða 7
Regional-bjór, Pizza Hut í Venesúela og íþróttafélög eins og Los Leone-hafnabolta- félagið í Caracas og einnig Miss Venesúela fyr- irtækið. Þessar sjónvarpsstöðvar senda út til meira en 4 milljóna sjónvarpsskjáa í Venesúela og ná þannig til meginþorra íbúa landsins. Rík- issjónvarpið og Vive TV sem er hliðhollt rík- isstjórninni hafa mjög veika stöðu. Dagblöðin eru einnig í höndum örfárra auð- ugra fjölskyldna. Sex stærstu blöðin til dæmis en alls eru um það bil tvö hundruð tímarit og fimmtíu dagblöð gefin út í Venesúela. Stærst þeirra eru El Nacional og El Universal. Sam- þjöppun eignarhalds á fjölmiðlum því gríð- arlega mikil, líkt og í Bandaríkjunum. Og líkt og í Bandaríkjunum og á Íslandi höfðu flestir sem ég talaði við áhyggjur af þessu. Alveg frá upphafi hafa Hugo Chaves og hreyfing hans átt hatramman óvin í fjölmiðl- unum. Þeir hafa meðal annars sakað Chavez um hrokafulla misnotkun valdsins og kallað hann „harðstjóra“, „ruglaðan einvald“, „óvin lýðræðisins“, „fávita“ – gegn honum standi „al- menningur“ á bakvið hann „lýðurinn“ sem hittist ekki í „herbergjum“ heldur „grenjum“. Þessar staðalímyndir hafa verið vandlega út- breiddar á Vesturlöndum. En fáviti er Chavez ekki. Hann er vel lesinn maður og húmoristi mikill einsog vel kom fram í ræðu hans hjá Sameinuðu þjóðunum lesi maður þá ræðu í heild sinni en ekki í þeim útdrætti sem valinn hefur verið fyrir okkur. Hann er líka málgef- inn og kjaftfor. Orðfæri hans kannski skylt orðfæri Sverris Hermannssonar eða Jónasar Kristjánssonar skemmtilega litríkt og laust við allan tepruskap og krókaleiðir. En hann virðist líka örgeðja úr hófi og nánast ofvirkur sem er alltaf hættulegur eiginleiki hjá þjóðarleiðtog- um. Þótt enginn geti láð honum að vilja taka til hendi í þessu landi þar sem misskipting auðs- ins og óréttlætið sem því fylgir hrópar á mann. Stríðið milli fjölmiðla og Chavez Eitt fyrsta verk Hugo Chaves þegar hann kom til valda 1998 var að láta kjósa sérstakt stjórn- lagaþing sem samdi nýja stjórnarskrá sem lögð var fyrir kjósendur sem samþykktu hana með yfirgnæfandi atkvæðamagni eða 70%. Í þeirri stjórnarskrá eru fest í sessi í fyrsta skipti í Rómönsku Ameríku réttindi frum- byggja og minnihlutahópa, rétturinn til menntunar, rétturinn til heilsugæslu, vinnu- löggjöf og launalöggjöf, réttur til stjórn- málaafskipta og ýmis önnur félagsleg réttindi sem gera reyndar stjórnarskrá Venesúela eina framsæknustu stjórnarskrá í heimi, hvað mannréttindi varðar. Grein 57 og 58 eiga að tryggja réttinn til að fá sannar og hlutlægar upplýsingar, í samræmi við alþjóðlega staðla um tjáningarfrelsi og aðgang að fjölbreyttum, lýðræðislegum fjölmiðlum og hnykkt er á að ritskoðun sé bönnuð. Það er nauðsynlegt að opna rými fyrir raddir al- mennings í fjölmiðlum. Skapa fjölmiðla sem þjóna almenningi og sem hafa markmið lýðræðislegs þjóðfélags að leiðarljósi, að því sé stýrt af lýðnum og fyrir lýðinn. Hver sagði þetta. Ég segi það ekki. En þremur árum síðar, árið 2002, var tilraunin til valdaráns gerð. Sem tengist einnig ýmsu í nýju stjórnarskránni en þar er til dæmis einnig sagt fyrir um skipulagsbreytingu á olíuiðnaði Vene- súela í þeim tilgangi að dreifa betur auðlindum og auði til venesúelsku þjóðarinnar. (Olíu- iðnaðurinn er sá fjórði stærsti í heimi og ónýtt- ar olíuauðlindir taldar vera af svipaðri stærð- argráðu og auðlindir Saudi-Arabíu.) Þetta kom aldeilis við kaunin á Cisnereo- fjölskyldunni og stærstu sjónvarpsstöðvarnar þrjár Venevision, Globovision, og RCTV not- uðu markaðsríkjandi stöðu sína alveg opið til að æsa til mótmælaaðgerða gegn ríkisstjórn Chavezar og styðja svo valdaránið. Fyrsti fundur herstjórnar valdaránsmannanna var á ritstjórnarskrifstofum Venevision í Caracas. Þegar Chavez hafði aftur verið settur í for- setastólinn svaraði hann með „Lögunum um félagslega ábyrgð hljóðvarps og sjónvarps“ sem hann segir vera „ frelsisaðgerð frá fjöl- miðlaeinræði og upphafið að „ lýðræðisvæð- ingu fjölmiðlanna“. Lögin eru í 35 greinum og leggja aðaláherslu á barnavernd. Eftirleiðis skal sólarhringnum skipt í tvo hluta: Milli klukkan sjö á morgnana og ellefu á kvöldin verður dagskráin að uppfylla skilyrði um barnavernd og milli klukkan ellefu að kvöldi til sjö að morgni má eingöngu senda út efni fyrir fullorðna. Og á þeim tíma aðeins eru leyfðar sígarettu og áfengisauglýsingar að viðlögðum fésektum. Auk þess er einkastöðvum upp á lagt að senda út í minnst þrjár klukkustundir á dag fræðslu-, upplýsingar- eða menningar- dagskrá. Svo og fregnir frá ríkisvaldinu í klukkustund á dag. Í lögunum er einnig bann- að að mismuna minnihlutahópum og að lof- syngja ofbeldi. Það síðasttalda bein afleiðing af því að í ákveðinni dagskrá „Por estas Calles“ var sýnt í beinni útsendingu morð á opinberum embættismanni. (Lögin er hægt að finna á Int- ernetinu.) Auk þess er þess krafist að 60% dagskrárinnar sé innlend sem hefur verið tek- ið fagnandi af listamönnum og dagskrárgerð- armönnum í Venesúela. Brot gegn lögunum hafa í för með sér fjársektir sem geta náð 1% af brúttóhagnaði stöðvarinnar. Og endurtekið brot getur leitt til þess að sendingarleyfi verði innkallað um ákveðinn tíma. Að einkafjölmiðlarnir hafi farið hamförum vegna þessara takmarkana leiðir af sjálfu sér. Takmarkanir á auglýsingum eru að sjálfsögðu alvarlegasta málið fyrir þær sem eru reknar að hluta fyrir auglýsingafé. Gagnrýnt hefur verið einnig að lögin séu of loðin, hægt sé jafnvel að sekta vegna pólitískra ummæla í fjölmiðlum. Auk þess sem himinháu sektirnar geti leitt til sjálfsritskoðunar. Ritskoðun er bönnuð sam- kvæmt stjórnarskrá og hingað til hefur enginn blaðamaður verið fangelsaður eða nokkurt blað gert upptækt. Og eftirtektarvert er að ekkert mál hefur verið höfðað gegn þeim fjöl- miðlum sem kölluðu á uppreisnina gegn forset- anum 2002 eða hafa sannarlega með ummæl- um sínum um hann oftar en ekki gefið ástæðu til meiðyrðamála. Chavez hefur einungis svar- að með því að húðskamma andstæðinga sína í opinberum ræðum og sjónvarpsþætti sínum. Það er þess vegna sem útvarpið, dagblöð, vefsíður , múrveggir borganna eru mikilvæg tæki sem við not- um til að reyna að umbylta gömlu stjórnmálunum, gömlu menningunni og opna leið fyrir það nýja. Við erum að reyna að hjálpa þessum nýjum hug- myndum að fljúga svo þau geti hleypt lífi í nýja ferl- ið. (Hugo Chavez.) Nú þegar þetta er ritað hafa borist fregnir af því að Hugo Chavez hafi krafist þess að leyfi RCTV til útsendinga verði ekki endurnýjað þegar það rennur út á þessu ári. En RCTV er hluti af „gulu pressunni“ og fer út fyrir öll þau mörk er til dæmis evrópskir fjölmiðlar setja sér. Það ásamt fregnum af því að hann vilji nú fá átján mánaða tímabil þar sem hann geti ein- hliða gefið út stjórnsýslutilskipanir og orðróm- ur um að hann vilji breyta lögum í þá átt að hann geti setið lengur en þau sex ár sem hann er kjörinn til fær jafnvel þá sem sjá að grund- vallarbreytingar á venesúelsku þjóðfélagi eru nauðsynlegar til að íhuga hvert hofmóður valds sem hefur fest sig í sessi geti leitt. „Horfir fólk á leikinn eða er það þátttakendur í leiknum? Ef lýðræðið er raunverulegt, ætti þá lýð- urinn ekki að vera á vellinum? Er lýðræðið aðeins virkt á fjögurra og fimm ára fresti þegar maður greiðir atkvæði? Eða er það iðkað hvern einasta dag hvert einasta ár?“ (Eduardo Galeano, skáld frá Úrúgvæ.) Misiones Hugo Chavez og Bolivar hreyfing hans eiga ekki aðeins við fjölmiðla að stríða og menn- ina á bak við þá. Landeigendur, sem hafa kverkatak á leiguliðum og smábændum, hafa löngum verið voldugasta aflið í Venesúela. Þeir hafa reynst Bolivar-hreyfingunni erfiðir svo og ríkisbáknið sjálft. Ekki hefur verið hreyft við 1, 5 milljóna ríkisstarfsmanna sem unnið hafa fyrir fyrri ríkisstjórnir, sumir í áratugi, og stór hluti þeirra er ekki hlynntur ríkisstjórninni eða vinnur beinlínis gegn henni. Ýmsir héraðsstjórar eru andstæðingar stjórnarinnar, meðal annars var borgarstjór- inn í Caracas til skamms tíma stjórnarand- stæðingur. Spilling í opinberri stjórnsýslu og innan lögreglunnar hefur líka verið landlæg. Til hliðar og nánast utan við ríkisbáknið hef- ur því verið komið á fót svokölluðum Misiones, til að m.a. efla heilsugæslu, menntun og upp- lýsingar. Misión Zamora, uppskiptingin á landi. Breyta á hlutfalli eignarhalds á landi þar sem 5% auðugustu landeigendanna áttu 75% alls lands en 75 % af smábændum aðeins 6%. Næstum tvær miljónir hektara lands hefur verið skipt upp á milli 1.500.000 fjölskyldna. Og markmiðið er ekki bara að berjast við fá- tæktina og skapa fólki sómasamlegt líf heldur einnig að auka innlenda matvöruframleiðslu. Reyna að draga úr innflutningi, spara miljónir, auka gæði vörunnar. Þetta segir Isabella Val- divia systir Símons og Anitu, sú sem kom með ostinn og ávextina af bóndabýlinu sínu. En hún situr í opinberri nefnd sem deilir út jarðnæði til bænda og landlausra. Ég segi henni frá sögunni sem ég frétti hjá kunningjum hennar vinstrisinnuðum mennta- mönnum á Isla Margarita: Isabella er í nefndinni sem deilir út jarðnæði til bænda og landlausra: allir fengu í upphafi 5 kva- dratkílómetra, eina hænu, eitt svín og útsæði til að rækta jörðina. Og hvað gerðu þeir jarðnæðislausu – þeir héldu veislu, slátruðu hænunni og svíninu og átu allt – líka útsæðið! Isabella hlær. – Þetta er flökkusaga. En erf- iðleikarnir hafa verið miklir. Fáfræðin er fjöt- ur um fót. Nú er verið að leggja áherslu á að mynda samtök þeirra sem hafa fengið útdeilt landi svo menn geti stutt hver annan og haft eftirlit með því að rétt sé staðið að hlutum. Og þó einungis það land sé tekið eignarnámi sem er óræktað og ekki nytjað hafa orðið mikil átök og við höfum þurft að setja á laggirnar örygg- issveitir á stærstu bújörðunum sem hafa verið teknar eignarnámi í ríkjunum Barinas, Apure og Tachina. En þau liggja að Kólumbíu og auð- velt fyrir landeigendur að leigja sér menn úr „dauðasveitunum“ þar. Og hún hlær meir og lofar að taka okkur með sér eftir nokkra daga til indíánaættbálks sem úthlutað hefur verið jarðnæði. hæst eða fegurst í heimi Ljósmyndir/María Kristjánsdóttir »Ritskoðun er bönnuð sam- kvæmt stjórnarskrá [í Vene- súela] og hingað til hefur enginn blaðamaður verið fangelsaður eða nokkurt blað gert upptækt. Og eftirtektarvert er að ekkert mál hefur verið höfðað gegn þeim fjöl- miðlum sem kölluðu á uppreisn- ina gegn forsetanum 2002 eða hafa sannarlega með ummælum sínum um hann oftar en ekki gef- ið ástæðu til meiðyrðamála. Cha- vez hefur einungis svarað með því að húðskamma andstæðinga sína í opinberum ræðum og sjónvarpsþætti sínum. Höfundur er leikstjóri og leiklistargagnrýnandi við Morgunblaðið. Kókland Amerískar neysluvörur flæða. Luzmarin og Simon Hann er verkfræð- ingur og hún ræður ríkjum í húsinu. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2007 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.