Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.2007, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.2007, Blaðsíða 8
Eftir Úlfhildi Dagsdóttur varulfur@centrum.is Á þaki Ghibli-safnsins í Mi- taka, Tókýó, stendur stytta af róbótinum úr Laputa: fljúgandi kast- alinn (Tenkuu no Shiro Rapyuta 1986). Japanskir ferðamenn bíða þol- inmóðir og glaðir í röð til að láta mynda sig fyrir framan hann. Lítill hópur bandarískra ferðamanna gefst hins vegar upp, gengur lengra inn í þakgarðinn og sest þar á stein, og réttir mér, sem óvart álp- ast á eftir þeim, myndavél. Vinsamlega taka mynd af okkur. Þegar við snúum til baka hef- ur röðin við róbótinn enn lengst og Jap- anarnir pósa. Ghibli-safnið er hannað eins og það gæti verið einn af ævintýraköstulum Hayao Miya- zakis, þekktasta anime-leikstjóra Japans og einum stofnanda Ghibli-safnsins og Ghibli- stúdíósins. Miyazaki er talinn meðal þeirra leikstjóra sem endurnýjuðu japanska kvik- myndagerð á níunda áratugnum, en hún hafði þá verið í nokkurri lægð. Teiknimyndir eins og Navsíka úr dal vindsins (Kaze no Tani no Naushika 1984) og fyrrnefnd Laputa náðu nokkrum vinsældum, en það var þó ekki fyrr en með Prinsessu Mononoke (Mononoke Hime 1997) sem Miyazaki sló verulega í gegn en sú mynd var vinsælasta myndin það ár í Japan – þar til Titanic kom og sökkti henni. Miyazaki hefur gert tvær myndir síðan, Chih- iro og álögin (Sen to Chihiro no Kamikakushi 2001) og Hinn kviki kastali Howls (Hauru no Ugoku Shiro 2004) og sló sú fyrri öll met í Japan. Hennar vegna er nú svo komið að til að komast inn í Ghibli-safnið þarf að panta miða fyrirfram, með nokkrum fyrirvara, en vin- sældirnar eru orðnar svo miklar að gripið var til þessa ráðs til að safnið yfirfylltist ekki. Ég festi samviskusamlega kaup á miða gegnum breska ferðaskrifstofu og var mætt þarna einn sólheitan morguninn til að skoða dýrð- ina. Kvikar myndir Teiknimyndir, eða anime, eins og þær heita upp á japnesku, eru mikilvægur þáttur í menningarframleiðslu landsins. Í sjónvarpi eru sýndar anime-sjónvarpssyrpur sem yf- irleitt standa í beinu sambandi við myndasög- ur eða manga, og sumar þeirra verða svo að kvikmyndum. Að auki eru svo gerðar sjálf- stæðar anime-myndir, eins og til dæmis þær sem framleiddar eru af Ghibli-stúdíóinu. Þessar japönsku teiknimyndir eru þó nokkuð ólíkar þeim teiknimyndum sem þekktastar eru á Vesturlöndum, en það eru bandarískar Disney-myndir og nú nýlegar frá fyrirtækjum eins og Pixar og Dreamworks. Þó er slóð þeirra einmitt rakin til Disneys, því Osamu Tezuka, mikilvægasti höfundur japönsku myndasögunnar, sótti sín helstu áhrif til Disneys, en hann gerði einnig anime og var meðal þeirra sem mótuðu hinn sérstaka jap- anska stíl, en anime-syrpa hans, byggð á litla róbótanum Astro-stráknum, naut gífurlegra vinsælda. Sá hafði upphaflega birst sem myndasaga og þannig hófst hið nána sam- band myndasögunnar og teiknimynda í Jap- an. Sem dæmi um hversu náið þetta samband er má nefna að Miyazaki ætlaði sér aldrei að gera myndasögu um Navsíku, heldur bara teiknimynd, en framleiðendur neituðu að fjár- magna anime sem væri ekki byggt á mynda- sögu. Enda stofnaði Miyazaki Ghibli í kjölfar Navsíku-myndarinnar og hefur getað gert sínar teiknimyndir í friði eftir það (og reynd- ar myndasögur líka, en ekki endilega þær sömu). Fyrsta myndin sem Miyazaki gerði undir merkjum Ghibli var Laputa, en henni fylgdi Nágranni minn Totoro (Tonari no To- toro 1988), en ímynd bumbumikilla fígúra þeirrar myndar, með sín oddmjóu eyru, eru á einkennismerki Ghibli. Reyndar minna þessar verur dálítið á múmínálfana, en þeir hafa not- ið feikilegra vinsælda í Japan. Fyrsti salurinn í Ghibli-safninu er tileink- aður sögu teiknimyndarinnar og þar má sjá ýmsar tegundir hreyfimyndagerðar frá upp- hafi hennar til nútímans. Salurinn er myrkur og það sem einkennir sýninguna er ekki að- eins sýningargripirnir sjálfir heldur öll um- gjörð þeirra og hönnun, en annar sonur Miyazaki kemur að henni, hinn sonurinn er sjálfur orðinn leikstjóri anime-mynda, hann leikstýrði nýjustu mynd Ghibli-stúdíósins, Sögur frá Earthsea (Gedo Senki 2006) sem byggð er á Earthsea-sögum Ursulu Le Guin. Í öðrum sölum er lögð áhersla á að end- urskapa vinnuherbergjastemningu, þar eru skrifborð og áhöld, tebollar og inniskór – og bókahillur, en í einni þeirra sá ég ljós- myndabók um Ísland. Lifandi náttúra Bakgrunnur og umgjörð skiptir gífurlegu máli fyrir myndir Miyazaki og spilar náttúran þar stórt hlutverk. Myndir hans eru enda með heilmiklum náttúruverndarboðskap, allt frá Navsíku og Mononoke til Chihiro og To- toro. Navsíka er umhverfisvænt framtíðaræv- intýri sem segir frá prinsessunni Navsíku og baráttu hennar við að vernda jörðina sem hefur að meira eða minna leyti verið lögð í eyði eða gerð óbyggileg vegna langvarandi misnotkunar mannanna. Navsíka er nátt- úrubarn sem er í tengslum við jörðina og þau skrímsli sem hana byggja í kjölfar eyðing- arinnar. Á sama hátt er Prinsessa Mononoke ævintýri með umhverfisverndar-boðskap, nema hún gerist í forsögulegri fortíð Japans, á miklum umhleypingatímum. Náttúran er miskunnarlaust rányrkt og hinn ungi Ashi- taka kallar óvart yfir sig bölvun þegar hann drepur verndarvætt skógarins. Hann leggur í leiðangur í leit að uppruna bölvunarinnar og hittir fyrir leiðtoga rányrkjaranna Lady Eboshi og fulltrúa náttúrunnar Mononoke prinsessu, sem er fósturdóttir úlfa, og er tilbúin að deyja í baráttunni gegn græðgi mannanna. Totoro sýndist mér einna ástsælasta mynd Miyazaki, en fígúrurnar úr henni skipuðu heiðursess í safninu og dótabúðinni. Þetta er lítið ævintýri um tvær litlar stelpur, Satsuki og Mei, sem flytja með pabba sínum í nýtt hús úti í skógi. Mamman er á spítala og stelpurnar sakna hennar ákaft. Mei litla er sí- forvitin og rambar inn í rjóður eins konar risastórs bangsa, Totoro, sem pabbi hennar segir að sé sjálfsagt konungur skógarins. Með stelpunum og Totoro tekst svo vin- skapur. Myndin sækir efnivið sinn í nátt- úruvættatrú Japana, svokallaða Shinto-hefð, en hún er eins konar blanda forfeðra- og náttúrudýrkunar. Við hliðina á nýja (sem þó er svo gamalt að það er að hruni komið) hús- inu er Shinto-skrín og eftir að Mei hittir To- toro fer pabbinn með stelpurnar þangað til að votta anda skógarins (sem einnig tekur á sig mynd risastórs trés) virðingu sína. Sagan um Chihiro og álögin sem lögð eru á foreldra hennar er einnig byggð á nátt- úruvættatrú Shinto, líkt og reyndar bæði Navsíka og Mononoke. Chihiro er á ferð með foreldrum sínum og þau villast og eru skyndi- lega stödd við hlið sem virðist opnast inn í yf- irgefinn skemmtigarð. Eitthvert lífsmark er þó að finna því í einu veitingahúsanna er mik- ill matur á borðum (matarfórnir eru hluti af Shinto). Foreldrar Chihiro setjast strax að réttunum og raða í sig með þeim afleiðingum að þau breytast í svín. Og í ljós kemur að þetta er heimur andanna, foreldrarnir eru fangar þeirra og það kemur í hlut Chihiro að bjarga málunum. Hún ræður sig til vinnu í höll illrar nornar, sem þarna ræður öllu, og kemst í kynni við strák sem reynir að hjálpa henni, en hann er undir álögum nornarinnar eins og fleiri í höllinni. Kvikir kastalar Allar einkennast þessar myndir af ofur- fallegu myndmáli náttúru og umhverfis, bæði í sjálfum myndunum og svo í samskiptum fólks við umhverfið. Náttúra Miyazaki er yf- irleitt voldug, jafnvel ógnvekjandi, sem kem- ur ekki í veg fyrir að hann bjóði upp á kyrr- látar senur þar sem gefst færi til að skoða hið smáa og fínlega. Shinto-hugmyndaheim- urinn (sem er ávallt nokkuð blandaður heim- speki Búdda) birtist í því að allt er lifandi, gróður og dýr hafa sál eða anda og þetta vita hinar ungu kvenhetjur mynda Miyazaki. Þær bera virðingu fyrir náttúrunni, skilja dýr hennar og vætti og því gengur þeim vel að umgangast hana. Chihiro er líklega jap- anskasta mynd Miyazaki en hann hikar ekki við að sækja sér vestræn áhrif og stef. Sagan um hinn kvika kastala Howls er beinlínis að- lögun á þekktri sögu Diönnu Wynne Jones, en bæði Navsíka og Laputa sækja sér hug- myndir í þekktar bókmenntir og goðsögur, Navsíka er hugrakka prinsessan í Ódysseifs- kviðu sem kemur Ódysseifi til hjálpar þegar hann rekur allslausan á land undir lok æv- intýra sinna. Laputa er hins vegar eitt af Kastalar á ferð og f Úlfhildur Dagsdóttir gerði sér reisu til Japans, þar sem hún skoðaði meðal annars ævintýralega Ghibli safnið. Einn af stofnendum þess var Hayao Miyazaki, þekktasti anime-leikstjóri Japans og höfundur fjölda teiknimynda í þessum sérstæða japanska stíl. Miyazaki er talinn meðal þeirra leikstjóra sem endurnýjuðu japanska kvikmyndagerð á níunda áratugnum. Teiknimyndir eins og Navsíka úr dal vindsins og Laputa náðu nokkrum vinsældum, en það var þó ekki fyrr en með Prinsessu Mononoke árið 1997, sem Miyazaki sló verulega í gegn. Vinnustofa Í öðrum sölum er lögð áhersla á að endurskapa vinnuherbergjastemningu, þar eru skrif 8 LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.