Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.2007, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.2007, Blaðsíða 11
Þ að verður að teljast til tíðinda þeg- ar skáldsaga sem rituð var 18. öld – og legið hefur nánast óhreyfð í rúmar tvær aldir í handriti – er endurlífguð og færð nútímales- endum í prentuðu máli. Útgáfa Þorsteins Antonssonar og Maríu Önnu Þor- steinsdóttur á Ólandssögu eftir Eirík Laxdal heyrir til slíkra tíðinda en bókin kom út seint á síðasta ári. Það er óhætt að segja að það vita yfirhöfuð ekki margir um tilvist þessarar sögu en hún hefur varðveist til þessa í einu handriti – hans Þorsteins Þorsteinssonar á Heiði (d. 1864) – þó aðeins tveir þriðju hlutar sögunnar. Þessir tveir hlutar rötuðu á prent í útgáfu Þor- steins og Maríu og þó það sé vissulega missir af þriðja hlutanum þá mynda hinir tveir í raun- inni mjög heildrænt bókmenntaverk. Þetta bókmenntaverk er ekkert smávirki; rúmar fimm hundruð síður (reyndar með ít- arlegum formála Þorsteins) og hefur yfir sér ansi epískt yfirbragð. Það er alls ekki fjarri lagi að kalla verkið epískt enda hefur höfundi Ólandssögu, Eiríki Laxdal ( 1743-1816), verið líkt við J.R.R. Tolkien í kjölfar útgáfu Sögu Ólafs Þórhallssonar eftir Eirík en hún kom út árið 1987. Sigldur sögumaður Eiríkur Laxdal átti mjög svo viðburðarríka ævi. Hann var duglegur námsmaður við Hólaskóla og hélt síðar til Kaupmannahafnarháskóla þar sem hann stundaði raungreinar en lauk þó ekki prófi. Eiríkur gekk til liðs við danska sjóherinn skömmu eftir námið og í nokkur ár sigldi hann um heimsins höf og kom til margra landa. Að þeirri reynslu lokinni var hann um hríð í Kaup- mannahöfn en hélt svo að lokum aftur heim til Íslands. Á árunum eftir heimkomuna er talið að Eiríkur hafi ritað Ólandssögu eða í kringum 1777. Eiríkur kvæntist seint og á sextugsaldri hóf hann búskap sem hann stundaði í fáein ár. Eitt harðindaárið flosnaði hann upp út búskap og hóf þá að flakka um byggðir Norðurlands sem hann gerði til dauðadags árið 1816. Eiríkur hafði alla tíð það orð á sér að vera mikill sögumaður og fór hann gjarnan með sög- ur fyrir gestgjafa og aðra þar sem hann kom við á flakki sínu og ferðalögum. Eflaust hafa siglingar hans með danska sjóhernum og kynni Eiríks af ólíkum heimum auðgað anda hans og skáldskapargáfu. Óland Saga Ólafs Þórhallssonar er íburðarmikið og þéttofið ævintýri sem fjallar um samskipti álfa og manna. Í Ólandssögu er Eiríkur á svipuðum slóðum þar sem mikið fer fyrir kunnuglegum stefum þjóðsagna og ævintýra. Sagan gerist á víkingaöld, í kringum 1000, og er sögusviðið allt mjög goðsögulegt. Nafnið „Óland“, sem titill sögunnar vísar til, gæti þýtt einhvers konar „ekki-land“ eða hugsanlega „draumóraland“. Þó er ekki hægt að flokka söguna eingöngu sem ævintýri eða þjóðsögu því þetta er júfyrst og fremst skáldsaga, þar sem manneskjan sjáf er viðfangsefnið, en þó sækir sagan vissulega heilmikið í þjóðsagnahefðina. Það mætti því segja að sagan staðsetji sig á mörkum þjóðsögu og skáldsögu. Óland er í rauninni Evrópa, eða stór hluti hennar; allt frá Norðurlöndum suður til Spán- ar. Þá gerist fyrri hluti Ólandssögu víða um álf- una en sá síðari heldur sig meira við norður- hlutann, á hinum raunverulegu heimaslóðum víkinga. Þjóðleg stef Í grófum dráttum fjallar Ólandssaga um átök konungsætta og kynjavera á umræddu svæði á víkingaöld. Fyrri hlutinn skiptist í níu þætti og þættirnir er svo samansettir af kapítulum. Margar persónur koma við sögu, ýmist hreinar og góðar eða siðspilltar og djöfullega vondar. Í flestum þáttum er síðan falin einhvers konar táknsaga, oft með mannbætandi boðskap. Fyrsti þátturinn ber heitið „Þáttur af Helgu hinni vænu“ og hefst á kynningu á foreldrum hennar eins og maður kannast við í Íslendinga- sögunum. Helga flýr gerræði föður síns eftir fráfall móðurinnar, kynnist kóngssyni og verð- ur síðar meir drottning. Faðir hennar fréttir af hinni nýju stöðu dóttur sinnar, dulbýr sig og með lymskulegum ráðum nær hann til konungs og gerist hans helsti ráðgjafi. Faðirinn er stað- ráðinn í að refsa dóttur sinni og rægir hana við konung. Hann lýgur ekki aðeins lauslæti upp á saklausa stúlkuna heldur einnig að hún leggist með dýrum. Helga er á endanum gerð brott- ræk úr konungshöllinni og hittir hún þá álf- konu sem í krafti síns fjölkyngis refsar föður Helgu fyrir allar sínar syndir og bjargar um leið hjónabandi Helgu og kóngsins. Eins og sjá má eru þjóðsöguleg stef ansi fyr- irferðamikil í sögunni af Helgu hinni vænu en á sama tíma gætir mikils innsæis í mannlegt sál- arlíf en hin andlegu átök eru ekki lítil í sög- unni. Allt í allt er þetta afar ríkuleg lesning og jafnframt prýðilegasta afþreying í besta skiln- ingi þess orðs. Það er kannski einkum því að þakka hversu aðgengilegur textinn er en þar hafa þau Þorsteinn og María bersýnilega unnið gott starf. En umfram allt er best unna starfið endurlífgun Ólandssögu. Ólandssaga endurlífguð Eiríkur Laxdal ritaði Ólandssögu árið 1777 á Skagaströnd en þar fjallar hann um flest það sem mannlíf áhrærir í bland við galdra forneskj- unnar og vísindi upplýsingatímans. Í rúmar tvær aldir hafa fáir vitað um tilvist þessarar sögu en hún hefur aðeins verið til á illa læsilegu handriti; þar til nú. Forneskja og vísindi Ólandssaga fjallar um átök konungsætta og kynjavera á víkingaöld. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2007 11 Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is Hún er eiginlega óhugnanlegahreinskilnisleg en þó um leið heillandi, myndin sem Miranda Seymour dregur upp af föður sínum í bókinni In My Father’s House. Um er að ræða fjöl- skylduminningar þar sem stétt- arstaða, eign- arhald, landslag, peningar, manna- siðir og fatnaður setja sinn svip á heildarmyndina. Miðpunktur bók- arinnar er þó sag- an af George FitzRoy Seymo- ur, föður rithöfundarins, og áráttu- kenndri og allt að því kæfandi ást hans á fjölskylduheimilinu – ást sem raunar reynist mun sterkari en þær tilfinningar sem hann ber til konu sinnar og barna.    Ævisaga Ayaan Hirsi Ali ervissulega ólík ævisögu Seymour en þó engu átakaminni. Hirsi Ali vakti fyrst fyrir alvöru at- hygli almennings á Vesturlöndum í kjölfar morðsins á hollenska kvik- myndagerð- armanninum Theo van Gogh 2004, en morðingi hans festi bréf til Hirsi Ali við brjóst hans þar sem hann kallaði á heilagt stríð gegn Vest- urlöndum og dauða hennar. Í bókinni sinni Infidel rekur Hirsi Ali, sem kemur frá Sóm- alíu, ævi sína allt frá æskuárunum í Sómalíu, ofbeldið og skipulagða hjónabandið sem leiddi til þess að hún flýði til Hollands þar sem hún sat um tíma á þingi. Hirsi Ali hefur áður sent frá sér bókina The Caged Virgin: A Muslim Woman’s Cry for Reason sem varð að alþjóðlegri met- sölubók og olli mikilli reiði í sam- félögum múslíma, að þessu sinni eru skrifin enn persónulegri og fjalla m.a. um för hennar úr heimi trúar og yfir í heim rökhyggju.    Það eru vissulega líka átök í bókAnne Siemens, Für die RAF war er das System, für mich der Vater. En þar fá aðstandendur fórn- arlambs árása hryðjuverkasamtak- anna Rauðu herdeildarinnar (RAF) árið 1977 tækifæri til að tjá sig. Það var laugardaginn 30. júlí 1977 sem þrír meðlimir RAF myrtu Jürgen Ponto, bankastjóra Dresner Bank, eftir að hann sýndi mótþróa þegar átti að ræna honum. Nokkrum dög- um síðar sprakk sprengja í sum- arhúsi í eigu Pontos og nokkrum dögum síðar flutti ekkja hans með dætur þeirra til Bandaríkjanna þar sem þeim fannst þær ekki öruggar í Þýskalandi. Frá þeim hefur síðan ekkert heyrst fyrr en nú að til stend- ur að láta Brigitte Mohnhaupt, morðingja Pontos, lausa úr fangelsi og rætt er um náðun annars sam- starfsmanna hennar, Christian Klar.    Henry Shukman er líkt við ekkiómerkari rithöfund en Thomas Hardy fyrir nýj- ustu skáldsögu sína The Lost City, en þar segir frá Jackson Small hermanni sem orðið hefur fyrir áfalli og dvelur nú í auðnum Norður-Perú í leit að týndri inkaborg. Er saga Shukman sögð vera grípandi og ævintýraleg lesning, um svikráð og leynimakk ásamt hægfara end- urlausn glataðrar sálar sem er bjargað úr óbyggðunum sem hann hefur villst inn í af hinum ólíklegustu björgunarmönnum. Bækur Miranda Seymour Henry Shukman Ayaan Hirsi Ali Eftir Hávar Sigurjónsson havars@simnet.is SAMSTARF Norðurlandanna á menning- arsviði á sér orðið um 50 ára gamla sögu. Norðurlandaráð var stofnað á sjötta áratugn- um og Norræna ráðherranefndin var sett á laggirnar í byrjun þess áttunda. Í upphafi og lengi framan af dró enginn í efa réttmæti þess að Norðurlöndin hefðu með sér samstarf og ef- laust má telja að framsýni þeirra er lögðu grunninn að samstarfinu í upphafi hafi mótað líf almennings meira en margan grunar; réttur einstaklinga til atvinnu og almannatrygginga á milli þjóðanna hefur ýtt undir samskiptin á marga vegu og menningarsamstarfið hefur vaxið og dafnað í áranna rás og smám saman komist í fastar skorður með ráðum, nefndum og stofnunum, að Norrænu húsunum á Íslandi, Færeyjum og Grænlandi ógleymdum. Sam- starfið í dag byggir á þjóðunum fimm, Íslandi, Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi ásamt sjálfstjórnarlöndunum þremur, Álandseyjum, Færeyjum og Grænlandi. Því er þetta rifjað upp hér að á árinu 2005 tók Norræna ráðherranefndin þá róttæku ákvörðun að leggja niður styrkjakerfið til menningar- og listasamstarfs og vakti sú ráð- stöfun mikla óánægju og óöryggi meðal nor- rænna listamanna sem töldu að með þessu væri verið að leggja niður mjög faglegt kerfi sem hefði smám saman öðlast sjálfstæði frá af- skiptasamri hönd ráðherranna; nú yrði blaðinu snúið við og hinir pólitísku herrar/frúr myndu sjálfir ætla að baða sig í ljóma þeirra listsköp- unar sem af styrkjakerfinu stafaði. Í raun á eftir að koma í ljós hvort fyrrnefnt óöryggi á við rök að styðjast þar sem ekki er enn búið að gangsetja hið nýja kerfi sem taka á við af því gamla. Verður það væntanlega gert nú í vor. Allt síðasta ár fór í að endurskoða gamla kerfið og finna út hvernig mætti ein- falda það og setja annað kerfi upp í staðinn sem þjónaði sama tilgangi en með minni til- kostnaði við rekstur og utanumhald og má því gera ráð fyrir að meira af peningunum sem til umráða eru renni til listamannanna sjálfra. Hið gamla kerfi var þannig byggt upp að fjórar stofnanir sinntu samstarfi norrænna listamanna í helstu listgreinunum. Nomus sinnti tónlistinni, Nordscen sá um dans og leik- list, Nifca sá um myndlistina og Nordbok sá um bókmenntirnar. Þessar fjórar stofnanir voru á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar en til að gera málið ögn flóknara þá sinnti Norðurlandaráð einnig menningunni og list- unum með Norræna menningarsjóðnum (Nord- iska Kulturfonden) sem ekki hefur verið lagður niður og mun starfa áfram samhliða hinu nýja kerfi ráðherranefndarinnar en í nánara sam- starfi en fyrr og er talað um a þess verði gætt betur en áður að úthlutanir skarist ekki. En í stað hinna fjögurra stofnana sem í rauninni voru litlar skrifstofur með 3–4 starfsmenn hver og ráðstöfunarfé upp á ca 50 íslenskar millj- ónir hver, hafa verið settar á laggirnar tvær nefndir sem eiga að skipta með sér verkum og úthluta þeim fjármunum sem ráðherranefndin leggur í lista- og menningarsamstarf á árinu 2007. Hlutverk nefndanna er skýrt. Önnur þeirra sér um ferða- og dvalarstyrki fyrir lista- menn og hin sér um að styrkja samnorræn verkefni á sviði lista- og menningar. Í hvorri þessara nefnda sitja 8 einstaklingar úr lista- geiranum, skipaðir til þriggja ára og verður nefndinni skipt algerlega út eftir þrjú ár. Full- trúarnir átta eru einn frá hverju Norður- landanna og sjálfstjórnarsvæðunum þremur og hefur nefndin algerlega frjálsar hendur um út- hlutun, þó innan eins konar stefnumótandi ramma sem ráðherranefndin hefur sett fram. Nú á bara eftir að koma í ljós hvort þetta nýja kerfi verður til þess að blása nýju lífi í norrænt menningarsamstarf og þá hvort breyttar for- sendur verða til þess að kveikja nýjar hug- myndir og ný verk. Norrænt menningarsamstarf »Hlutverk nefndanna er skýrt. Önnur þeirra sér um ferða- og dval- arstyrki fyrir listamenn og hin sér um að styrkja samnorræn verkefni á sviði lista- og menningar. Í hvorri þessara nefnda sitja 8 einstaklingar úr listageiranum, skipaðir til þriggja ára og verður nefndinni skipt algerlega út eftir þrjú ár. Fulltrúarnir átta eru einn frá hverju Norðurlandanna og sjálfstjórnarsvæðunum þremur. ERINDI

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.