Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.2007, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.2007, Blaðsíða 2
Með fyrirvara um hagsmuni fjölmiðilsins Eftir Sigtrygg Magnason naiv@internet.is Á undanförnum mánuðum hefur verið flett ofan af nokkrum hræðilegum málum. Hræði- legum. Næst okkur í tíma eru Breiðavíkurmálið, Byrgismálið og Heyrnleysingjaskólamálið. Öll snúast þessi mál um skelfilega misbeit- ingu valds sem hefur haft hræðilegar afleið- ingar fyrir sálarlíf þeirra sem fyrir ofbeldinu hafa orðið. Hlutverk fjölmiðla í þessum málum hefur verið stórt. Hægt er að líta svo á að fjöl- miðlar hafi haft gríðarleg áhrif í því að opna umræðuna um það sem hingað til hefur legið í þagnargildi. Og það er auðvitað mikils virði að samfélag horfist í augu við eigin skugga- hliðar. Mikilvægast er auðvitað að læra eitt- hvað af því. Að breyta rétt er mikilvægara en að hengja mann. Í kjölfar Breiðavíkurmálsins hefur einnig borið á annars konar umræðu sem kann að þykja barnaleg, sérstaklega í svo alvarlegu máli: hvaða fjölmiðill átti málið? hver byrj- aði? Breiðavíkurmálið er ekki nýtt. Það er áratuga gamalt. Sama má segja um Heyrn- leysingjaskólamálið. Um Breiðavík og það sem gerðist þar hefur verið fjallað áður, til dæmis í bók Sævars Ciesielski. Það er því heldur ankannalegt að tveir fjölmiðlar, DV og Kastljós RÚV, séu að þrasa um hvor hafi verið á undan. Auðvitað er það einhver sem byrjar um- ræðuna nú. Og í því tilliti er áhugavert að líta á það sem Sigmar Guðmundsson, hinn ágæti drengur og fjölmiðlamaður, hefur að segja á bloggsíðu sinni þegar hann lýsir að- komu Kastljóssins að málinu á sinn hófsama hátt: „Við [Kastljósfólk] höfum reyndar verið að vinna að umfjöllun um Breiðavík frá því snemma í desember. Þá hóf Þóra [Tóm- asdóttir] að viða að sér upplýsingum um heimilið, vistmenn þess og starfsfólk. Sú um- fjöllun átti að fara í loftið um svipað leyti og heimildarmynd um Breiðavík sem sýnd verð- ur á RÚV á næstunni.“ Þessi orð Sigmars eru áhugaverð, ekki síst fyrir það að þau varpa ljósi á það fyrir venjulegt fólk að fjölmiðlar eru einfaldlega markaðsvara. Kastljósið hafði þá hagsmuni fyrir hönd RÚV að fjalla ekki um Breiðavík- urmálið fyrr en kæmi að sýningu heimild- armyndarinnar. Með öðrum orðum þá var umfjöllun Kastljóss í raun hugsuð sem kynn- ing fyrir heimildarmyndina, þá líklega með það að markmiði að fá fleiri áhorfendur. Hið mikla upplýsingahlutverk fjölmiðla þar sem sannleikurinn skiptir öllu máli vék því fyrir heildarhagsmunum fjölmiðilsins, áhorf- endafjölda, auglýsingatekjum. Að vera örugglega fyrstur með fréttirnar var ekki að- almálið. Með þessu er ég á engan hátt að gera lítið úr umfjölluninni sem slíkri og það má Kastljósið eiga að umfjöllun þess er jafn- an til fyrirmyndar og einnig í þessu máli. Á það sérstaklega við Sigmar Guðmundsson sem hefur sýnt að hann tekur á málum af nærgætni og smekkvísi. Því fer fjarri að ég sé að halda því fram að annarlegar hvatir liggi að baki í umfjöllun Kastljóssins. Það er hins vegar augljóst að markaðshagsmunir réðu tímasetningunni. Þetta minnir á að fjölmiðlar eru markaðs- vara, meira að segja sjálft Ríkissjónvarpið. Fjölmiðlar gera það sem fjölmiðlunum sjálf- um er fyrir bestu, það sem stjórnendur fjöl- miðilsins telja að muni selja. Sem er fínt en setur aftur á móti þá pressu á notendur fjöl- miðlanna að muna eftir þessum annmörkum. Þetta minnir einnig á að það eru ekki endilega fjölmiðlar sem hafa opnað um- ræðuna um kynferðislegt ofbeldi heldur þjóð- in sjálf, fólkið. Ástæðan fyrir því að á skömmum tíma hafa að minnsta kosti þrjú alvarleg ofbeldismál verið dregin fram í dagsljósið, Breiðavíkurmálið, Heyrnleys- ingjaskólamálið og saga Thelmu, er sú að þjóðin er tilbúin að heyra af þessum málum. Það voru til fjölmiðlar á Íslandi fyrir þrjátíu árum. Þeir fjölluðu ekki um Breiðavík- urmálið. Þjóðin var ekki tilbúin fyrir slíkt. Það er því í raun frjáls fjölmiðlun, frjálst markaðshagkerfi og opnara og heilbrigðara þjóðfélag sem opnaði umræðuna um kyn- ferðisofbeldi. Vonandi verðum við enn heil- brigðari. En munum bara þegar við lesum, horfum, hlustum á fjölmiðla að það eru hagsmunir fjölmiðlanna sem ráða í umfjöllun þeirra. Tímasetningin og efnistökin skipta máli ekki síður en sannleikurinn. Breiðavík „Í kjölfar Breiðavíkurmálsins hefur einnig borið á annars konar umræðu sem kann að þykja barnaleg, sérstaklega í svo alvarlegu máli: hvaða fjölmiðill átti málið? hver byrjaði?“ segir greinarhöfundur sem finnst þetta ankannalegt þras. FJÖLMIÐLAR »Þetta minnir á að fjölmiðlar eru markaðsvara, meira að segja sjálft Ríkissjónvarpið. Fjölmiðlar gera það sem fjöl- miðlunum sjálfum er fyrir bestu, það sem stjórnendur fjöl- miðilsins telja að muni selja. Morgunblaðið/Ómar 2 LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók ! Ég hef búið í miðbæ Reykjavík- ur síðan ég var strákur en hafði aldrei hugsað út í dúfurnar fyrr en ég flutti heim eftir ársdvöl í Amsterdam. Þar eru dúfur úti um allt, líkt og í mörgum stór- borgum – „fljúgandi rottur“, eins og sumir kjósa að kalla þær. Ég tengdi aldrei dúfur við Reykja- vík fyrr en ég rakst nýlega á eina þeirra á vappi við Austurvöll að leita sér matar og fór að íhuga málið betur. Ég hef séð hana á sama stað af og til eftir það. Líklega er hreiður þarna nálægt, eitt af fáum sem enn finnast í miðborginni. Þá kviknaði á fjarlægu ljósi í hausnum og ég mundi óljóst eftir nokkru sem ég átti að vita vel. Ég las mér til um dúfnaherferðir síðustu áratuga og rifjaði upp hvernig dúfurnar höfðu hrellt borgarbúa af slíkum krafti að þær kölluðu yfir sig skipulagða útrým- ingu. Árið 2003 voru þær loksins friðaðar og teknar af lista yfir meindýr, einfald- lega vegna þess að það var búið að drepa þær reglubundið í næstum hálfa öld og stofninn hafði minnkað eftir því. Þannig leystum við dúfnavandamálið mikla. Þetta eru svo sem ekki nýjar fréttir, en ágætt að minna á það af og til hvernig heil fuglategund getur verið kúguð og of- sótt til þess eins að friða borgarbúa. Hvernig fara aðrar þjóðir eiginlega að því að lifa með öllum þessum dúfum? En dúfurnar eru ekki eina fuglateg- undin sem hefur fengið dauðarefsinguna fyrir að valda Reykvíkingum ónæði. Máv- arnir hafa löngum orðið fyrir aðkasti. Skemmst er að minnast fordómafullra stríðsyfirlýsinga á síðasta ári, þar sem mávar voru sagðir vera með læti við Tjörnina og éta allt frá öndunum. Það er ekkert leyndarmál að fuglavarp við Tjörnina í fyrra gekk mjög illa – aðeins grágæsirnar komu upp ungum sínum áfallalítið, samkvæmt nýlegri skýrslu um fuglalíf Tjarnarinnar eftir Ólaf K. Niel- sen og Jóhann Óla Hilmarsson. Það er heldur ekkert leyndarmál að sílamávar drápu unga. En í stað þess að reyna að komast að rót vandamálsins og leita að framtíðarlausn var sílamávurinn gerður að sökudólgi – nánast að harðsvíruðum morðingja – og ákveðið að gefa út skot- leyfi á tegundina, þrátt fyrir að í vopna- lögum komi skýrt fram að bannað sé að hleypa af skotvopni innan borgarmarka nema nauðsyn krefji. Þetta var því ekk- ert minna en neyðartilfelli. Það var bráð- nauðsynlegt að bjarga öllum ungunum með því að drepa aðra fugla í staðinn. Andarungar eru nefnilega miklu sætari en mávar. Þeir eiga því meiri rétt til lífs. Fegurð og glæsileiki eru stóratriði þegar kemur að lífi og dauða. Alveg eins og margir neita að borða hesta, hvali og hreindýr en háma í sig kýr, svín og lömb. Mávarnir eru háværir og fara gjarnan í taugarnar á fólki. Þess vegna var auðvelt að kenna þeim um ástandið á Tjörninni og þess vegna er allt í lagi að skjóta þá. Ef það væru endurnar sem ætti að skjóta myndu hávær mótmæli fuglavina loksins fá að óma í borginni. Sagt var að mávarnir væru komnir of langt inn á svæði manna, en hvort kom mannfólk eða fuglar fyrst til landsins? Og hvers vegna eru þeir að sækja á ný mið? Þar liggur rót vandans. Mávarnir svelta, rétt eins og endurnar. Þess vegna hafa þeir orðið sífellt ágengari. Þeir sem kom- ast ekki lengur í mat við höfnina neyðast til að færa út kvíarnar. Hvers vegna ekki að lokka mávinn burt með matargjöfum? Við sem hendum ógrynni af mat í ruslið daglega ættum að geta safnað saman í hauga fyrir fugla að éta. Mávarnir gætu sótt þangað í leifar frá öllum fínustu veit- ingahúsum borgarinnar! Matargjafir, samúð, ást og hjálp er það sem þarf – ekki tilgangslaus útrýming – því byssu- kúlur seðja ekki hungrið. Máva- grátur UPPHRÓPUN Eftir Gunnar Theodór Eggertsson gunnaregg@gmail.com I Heiða Jóhannsdóttir kvikmyndagagnrýn-andi Morgunblaðsins virtist ekkert sér- staklega hrifin af Notes on a Scandal sem nú er sýnd á vegum Græna ljóssins í kvikmynda- húsum borgarinnar. Heiða segir að myndin fari vel af stað en hún fjallar um samband tveggja kvenna, Barböru og Shebu sem Judi Dench og Cate Blanchett leika. Bar- bara hefur verið kennari í skóla í London fyrir lágstéttarbörn í áraraðir en finnst hún bæði yfir starfið hafin og nemendur sína. Hún býr ein í kjallaraíbúð, er einmana, beisk og köld en telur sig njóta virðingar. Sheba er nýbyrjuð að kenna myndlist í skólanum eftir að hafa sinnt barnauppeldi um árabil, hún er hlý, björt og full af áhuga um starfið en skortir sjálfstraust. Á milli þeirra tekst vinskapur strax á fyrstu dögum kennslunnar en augljóst er frá upphafi að undir niðri ríkir mikið ójafnvægi í sambandi þeirra. Spennan leysist úr læðingi þegar Barbara kemst að því að Sheba á í ást- arsambandi við einn nemenda sinna. II Þegar líða tekur á myndina þykir Heiðusem leikstjóranum fatist flugið: „Þá dettur persóna Barböru niður í skrípamynd biturrar laumulesbíu, og jafnvel Judi Dench nær ekki að bjarga persónunni upp úr því feni. Þá verður óræð persóna Shebu sömuleiðis mótsagna- kenndari eftir því sem á líður. Kostir mynd- arinnar liggja í þeirri hlið hennar sem lýtur að innra tilfinningalífi og daglegu lífi persónanna, en tilraunir til þess að snúa öllu saman upp í nokkurs konar sálfræðitrylli takast ekki nógu vel.“ Heiða varð fyrir vonbrigðum en neð- anmálsritari upplifði myndina ekki með þessum hætti. Einhvern veginn lá það í augum uppi alla myndina að Barbara væri alveg á jaðri þess að fara yfir um, eina manneskjan sem ekki sá það – og gat ekki séð það – var Sheba. Leikur Judi Dench er frábær alveg frá byrjun myndar þeg- ar hún gefur ástand Barböru til kynna með svo- litlum svipbrigðum. Barböru tekst lengi að halda aftur af sér og sýna hinni nýju vinkonu sinni bestu hliðar sínar, en svo allt í einu brestur eitthvað og skrímslið brýst út og þá er eins og Dench opni vopnabúrið, dragi út stóru kanón- una og hleypi af. Eftir það leikur auðvitað allt á reiðiskjálfi á tjaldinu. Því fylgdu alls engin von- brigði hjá Neðanmálsritara. III Önnur frábær mynd er í bíó þessa dag-ana, Little Children eftir Todd Field. Kate Winslet og Patrick Wilson fara þar á kostum í frábærlega vel skrifaðri mynd um bandarískt úthverfafólk í miðaldurskrísu. Þegar Neð- anmálsritari fór á þessar tvær myndir voru í bæði skiptin sjö áhorfendur í salnum. Loksins þegar sýndar eru verulega góðar myndir þá kemur enginn. Skrýtið! NEÐANMÁLS Lesbók Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Ritstjórnarfulltrúi Þröstur Helgason, throstur@mbl.is Auglýs- ingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.