Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.2007, Blaðsíða 15
Í grein sem birtist í Lesbók 17. febrúar og fjallar um merka útgáfu nokkurra
stofnana á átta bókum um friðaðar kirkjur á Íslandi, urðu þau meinlegu mistök
að alls ekki var getið aðalljósmyndarans, Ívars Brynjólfssonar, ljósmyndara á
Þjóðminjasafni, sem tekið hefur 632 myndir í bókunum. Hinsvegar var getið
hins ljósmyndarans, sem þarna er í minna hlutverki, með 224 myndir. Í þessari
bókaröð um friðaðar kirkjur á Íslandi gegna ljósmyndir einmitt mjög veiga-
miklu hlutverki og því ber að harma þetta og Ívar, sem blaðið hefur margoft átt
góð samskipti við, er hér með beðinn afsökunar um leið og þetta leiðréttist.
Gísli Sigurðsson
Ívar Brynjólfsson er aðal-
ljósmyndari Friðaðra kirkna
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2007 15
Morgunblaðið/Ómar
Ólafur Jónsson Ólafur segir
að saxófónleikarinn Michael
Brecker hafi kveikt endanlega
í þeirri saxófón bakteríu sem
hafnn hefur verið haldinn und-
anfarin 25 ár.
Hlustarinn
Það má segja að það sé hálf-gerð nostalgía sem stjórnar
því hvaða diska ég hef verið að
hlusta á undanfarið. Saxófónleik-
arinn Michael Brecker lést í upp-
hafi árs aðeins 57 ára gamall eftir
erfið veikindi. Hann er einn
áhrifamesti saxófónleikari sinnar
kynslóðar, þekktastur fyrir af-
burða tækni og persónulegan
tón. Einnig þann fágæta eig-
inleika að geta passað inn í nán-
ast hvaða tónlistarstíl sem er, allt
frá avant garde og rokkskotins
bræðings til sinfónískra verka og
hefðbundins djass. Hann kveikti
endanlega í þeirri saxófónbakt-
eríu sem ég hef verið haldinn
undanfarin 25 ár. Ásamt þeim
fjölda platna sem hann kom fram
á þá komu út átta diskar í hans
nafni, einn af þeim sem hafa
staldrað oftast við undir geisl-
anum er diskur frá árinu 2001,
The Nearness Of You, The Bal-
lad Book. Eins og titillinn gefur
til kynna er hér um að ræða disk í
rólegri kantinum. Við fyrstu
hlustun lætur hann lítið yfir sér
en við nánari athugun fer maður
að taka eftir litlu hlutunum sem
gera diskinn áhugaverðan, m.a.
sniðugum útsetningum ásamt
frábærum leik, enda stóru strák-
arnir með í för; Herbie Hancock,
Pat Metheny, Charlie Haden og
Jack DeJohnette. Gestur í tveim-
ur lögum er síðan söngvarinn
James Taylor. Hann syngur m.a.
titillagið svo fallega en á svo til-
gerðarlausan hátt að maður læt-
ur sig dreyma um að geta sungið
svona fyrir konuna á róm-
antískum stundum.
Ólafur Jónsson, tónlistarmaður
Lesarinn
Þessa dagana fylgir mér nokkuð merkilegskrudda, Saga Fjalla-Eyvindar, eftir
Guðmund Guðna Guðmundsson. Teikningar
eru eftir Bjarna Jónsson listmálara. Það er hið
magnaða Vestfirska forlag sem gefur bókina
út en hún kom fyrst út árið 1970. Þarna er
saga Eyvindar Jónssonar frá Hlíð í Hruna-
mannahreppi rakin á fremur raunsannan hátt.
Slegið er á þjóðsögurnar og reynt að fylgja
slóð Eyvindar og rekja hana samkvæmt
kirkjubókum, manntali og heimildum þessa
tíma. Höfundur reynir að leita sannleikans, ýt-
ir ævintýrinu til hliðar og dregur upp nokkuð
heillega mynd af ævi þessa dularfulla útlaga.
Eyvindur og Halla hafa verið yrkisefni skálda
í gegnum tíðina, s.s. Jóhanns Sigurjónssonar
og Matthíasar Jochumssonar. Jón Helgason
vísar líka til Eyvindar í sínu áhrifamikla kvæði
Áföngum. Það er eitthvað hættulegt og ögr-
andi við Eyvind. Hann er öræfahetja, sveip-
aður fjallaljóma, á meðan sagan hefur málað
dekkri mynd af Höllu spúsu hans og gert hana
að óforbetranlegu glæpakvendi. Sennilega
vaknaði áhugi minn á Eyvindi fyrst þegar ég
sem barn sá körfur á Þjóðminjasafninu sem
taldar eru hnýttar af honum. Þær voru sagðar
svo þétt ofnar að þær héldu vatni enda var Ey-
vindur mikill handverksmaður. Einhvern tím-
ann var mér sagt að ég væri afkomandi Ey-
vindar sem fyllti mann auðvitað stolti, en mér
er lífsins ómögulegt hvernig sem ég reyni að
rekja okkur Eyvind saman svo það er senni-
lega þjóðsaga eins og svo margt annað. Guð-
mundur Guðni fer með lesendur í ferðalag aft-
ur til átjándu aldar í sögu Fjalla-Eyvindar og
varpar ljósi á íslenskt samfélag þess tíma –
samfélag fátæktar, einangrunar, sóttfaraldra
og harðræðis. Íslandssagan geymir mikinn
fjársjóð sagna sem byggjast á sönnum atburð-
um. Eitthvað held ég að vanti þó á að við náum
að skila þessum arfi áfram til nýrra kynslóða
og þar eru ærin verkefni fyrir okkur rithöf-
unda.
Kristín Helga Gunnarsdóttir, rithöfundur
Morgunblaðið/Einar Falur
Kristín Helga Henni var sagt að hún væri afkomandi Fjalla-Eyvindar sem fyllti hana auðvit-
að stolti, en henni er lífsins ómögulegt hvernig sem hún reynir að rekja hana Eyvind saman.
Bókaskápur Ingunnar Snædal
Morgunblaðið/Einar Falur
Ingunn „1999 kom ég heim frá Mið-Ameríku með 40 bækur í bakpokanum, skildi föt og svefnpoka eftir. Ég bar
þær á bakinu frá Costa Rica til Mexíkó, lá á ströndinni með bækur undir höfðinu og taldi stjörnur. Þær eru hjartað
í bókaeign minni sem hefur alltof lítið aukist síðan, hvort sem um er að kenna því að forgangsröðin hafi breyst – til
hins verra – eða svo er auðvitað sígilt að kenna lágum kennaralaunum um...“
Vegfarandinn
sem var að skoða leiðina til
sannleikans
varð furðulostinn.
Hún var þéttvaxin illgresi.
„Aha!“ sagði hann,
„ég sé að enginn hefur farið
hér um langalengi.“
Seinna sá hann að hvert blað
var sérkennilegur hnífur.
„Jæja,“ muldraði hann að lokum,
„það eru áreiðanlega aðrar leiðir.“
Stephen Crane | Vilhjálmur Guðmundsson þýddi
Vegfarandinn
Stephen Crane (1871–1900) var bandarískt ljóðskáld.