Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.2007, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.2007, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2007 3 LABAN MASTERS PROGRAMMES + POSTGRADUATE DIPLOMAS Fast track, one year specialist training available for aspiring Dancers, Teachers, Notators, Choreographers and Community Artists. Diploma in Dance Studies Postgraduate Certificate: Dance in Community Independent Study Programme Specialist Diploma in Dance Notation Study Year Abroad PROGRAMME LEADER Alysoun Tomkins a.tomkins@laban.org Study at Laban, Europe’s leading dance conservatoire. Develop your skills as a versatile artist supported by our renowned teaching faculty in our unique award-winning building in London UK. MA Choreography MA European Dance-Theatre Practice MA Dance Performance MA Scenography [Dance] MSc Dance Science PROGRAMME LEADERS Tony Thatcher t.thatcher@laban.org Martin Hargreaves m.hargreaves@laban.org David Waring d.waring@laban.org Ross Cameron r.cameron@laban.org Emma Redding e.redding@laban.org Scholarships and Bursaries available CREEKSIDE LONDON SE8 3DZ UK T +44 (0)20 8691 8600 E INFO@LABAN.ORG WWW.LABAN.ORG Programmes offered at Laban compliant with the national framework for higher education qualifications are validated by City University, London. Laban is committed to equality of opportunity. Laban is incorporated by Trinity Laban. Registered Charity 309998. Supported by Arts Council England with National Lottery funds. Photos Michelle Turruani, Martin Jordan and Merlin Hendy. WWW.LABAN.ORG Eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur sith@mbl.is N ei, ég verð ekki viðstödd Ósk- arsverðlaunaafhendinguna. Ég er að fara í hnéaðgerð og mun fylgjast með úr rúminu mínu,“ segir Dame Judi Dench við frumsýningu myndarinnar á Kvikmyndahátíðinni í Berlín, spurð hvort hún eigi heillagrip sem hún tekur með sér á Óskarinn. „Orðtækið ‘break a leg’ [gangi þér vel] á vel við, þeir ætla nefnilega að hluta fótleggina á mér í sundur og setja þá saman aftur. Ég verð töluvert hávaxnari í kjöl- farið,“ segir hún og hlær. Þær eru báðar eftirlæti blaðamanna og ljós- myndara, Dench er hampað fyrir mikla reynslu sína á sviði og tjaldi og Blanchett er á forsíðum allra Berlinale-tímarita í marg- víslegum kjólum. Og vinnugleði hennar vekur athygli – hún birtist nú samtímis í Notes on a Scandal, Babel og The Good German. „Já, þetta hefur verið ótrúlegt ár,“ staðfestir hún. Á Óskarskvöldi segist hún hafa komið sér upp þeirri venju að fá sér vodka í tónik, ásamt eig- inmanni sínum, og hyggst halda því. Hvorug gerir ráð fyrir að vinna, en báðar veðja á handritshöfundinn, Patrick Marber. Breytni fólks er ferðalag Kvikmyndin fjallar um einmana kennara, Bar- böru Covett (Dench), sem þráir nánd og vin- áttu og telur sig hafa fundið hana í nýjum sam- kennara, Shebu Hart (Blanchett). Sú er hins vegar fjölskyldumanneskja og þarf minna á fé- lagsskap Barböru að halda, en þegar Barbara kemst að hneykslanlegu leyndarmáli um Shebu þykist hún vera með tromp á hendi til að þröngva henni til vinskapar við sig. Þarna virðist í byrjun vera lýst ham- ingjuríku fjölskyldulífi, en svo kemur í ljós töluvert rof. Hvers konar fjölskylda er þarna á ferðinni? „Ég held að harmleikur Shebu felist í því að útávið virðist líf hennar, einmitt, sérlega ham- ingjuríkt,“ segir Blanchett. „Hún á tvö börn, er með traustan bakgrunn, gift góðum manni. En á okkar tímum er ekki nóg að vera móðir og eiginkona. Shebu finnst eitthvað vanta og hluti af því er tilfinningaleg einangrun – eins og gerist í mörgum hjónaböndum. Hún er ekki ein, en hefur samt engan til að deila með trún- aði og tilfinningum sínum.“ „Og tragík Barböru,“ bætir Dench við, „er að hún hefur alls ekki neinn. Sár þrá hennar eftir að tengjast einhverjum verður henni að falli.“ Þær eru spurðar um móral sögunnar, eða skilaboð. „Ég veit ekki hvort það er endilega boð- skapur í þessari sögu,“ svarar Dench að bragði. „Þegar maður tekur að sér hlutverk reynir maður einfaldlega að koma því til skila að manneskjur eru flóknar. Ekkert er svart og hvítt, við erum öll gráu tónarnir þar á milli,“ útskýrir hún. „Leikarinn reynir að sýna hvers vegna persónan tekur ákvarðanir sínar. Að það er alltaf eitthvert ferðalag, þróun.“ Hún kímir: „Kannski eru skilaboðin bara: passið ykkur á fólki sem er hrikalega einmana. Ekki bjóða því inn í te!“ Þá er hlegið. Nánar spurð út í hegðun Barböru, hvort öll meðul séu réttlætanleg í leitinni að ást og ham- ingju, neitar Dench. „Nei, aldeilis ekki, Bar- bara sýnir að mínu mati vítaverða hegðun. Eins og ég segi, ég myndi ekki vilja hana inn á gafl. En þetta eru hennar aðferðir. Ekkert af okkur hér, vonandi, myndi beita þessum brögðum.“ Cate Blanchett tekur við: „Það fer líka eftir því hvernig við skilgreinum ást. Ef Sheba hefði ekki hafið samband við 15 ára nemanda, sem er í sjálfu sér djöfullegt og ómögulegt, þá hefði hún bara fundið aðra leið til skemmdarverka á sjálfri sér. Það er sjálfseyðingarhvötin sem er að mínu mati lykillinn að persónusköpun henn- ar, ekki endilega hugmyndir hennar um ást.“ Handritshöfundurinn Marber kemur hér til skjala, hann vill meina að konurnar séu báðar, að vissu leyti, einfaldar í ást sinni: „Barbara hefur aldrei verið í nánu sambandi, hún er „til- finningaleg jómfrú“ og kann ekki að hegða sér í slíkum samskiptum. Og Sheba kemur sér í aðstæður sem hún veit að munu leiða hana í glötun, en er of þróttlaus til að rífa sig úr þeim. Hvorug þeirra hegðar sér vel, í siðferðislegu tilliti, en báðar eru að einhverju leyti sakleys- ingjar.“ Blanchett veik fyrir Dench Þegar Dench og Blanchett var boðið að leika í myndinni höfðu þær hvor um sig lesið skáld- sögu Zoe Heller, sem myndin er byggð á, og báðum þóttu hlutverkin „ómótstæðileg“. „Ég var heima hjá Patrick, í heimsókn hjá konu hans, Debru. Ég sá bókina liggja á borði og spurði hvort hún væri að lesa hana. Nei, sagði þá Patrick, ég er að skrifa kvikmynda- handritið,“ rifjar Blanchett upp. „Og hann lét að því liggja að kannski væri hlutverk í því handa mér.“ Hún hringdi strax í umboðsmann sinn og vonaðist um leið eftir því að Judi Dench yrði boðið móthlutverkið. „Þetta var að þessu leyti lífrænt ferli og féll fljótt í réttan farveg.“ Þær höfðu áður leikið saman í Skipafréttum (The Shipping News), Blanchett kveðst að auki hafa verið haldin „þráhyggjukenndri hrifningu“ í garð leikkonunnar Judi Dench um langt skeið. „Ég var ekki hræddur við að hafa persón- urnar flóknar,“ bætir Marber við. „Þær per- sónur sem ég hef sjálfur áhuga á, þegar ég horfi á kvikmyndir, eru ekki endilega góða fólkið, heldur fólk sem glímir við innri þver- sagnir og sýnir okkur eins og við erum öll – margbrotnar manneskjur.“ Hann tók söguna eigin tökum, t.a.m. er bókin sögð frá sjónarhóli Barböru, en hann vildi gera karakter Shebu meiri og dýpri skil og tvöfaldar því sjón- arhornið þegar á líður. Þá breytir hann end- inum – myndin skyggnist lengra inn í framtíð- ina en bókin. „Við filmuðum upphaflega endinn og horfðum á hann, en vorum sammála um að við vildum vita meira,“ segir hann og tekur fram að Zoe Heller sé sátt við kvikmyndaend- inn. „Henni finnist hann réttur fyrir myndina þótt hann hefði ekki endilega passað bókinni.“ Arkitektúr textans Leikkonurnar eru spurðar á hverju sterkur samleikur þeirra byggist helst. „Ja, við æfðum í tvær vikur áður en tökur hófust, og svo höfð- um við Richard Eyre [leikstjóra] til að vísa okkur rétta leið,“ segir Dench einfaldlega. „Ef upp komu vafamál, þá spurði maður Richard. Eða Patrick. Eða jafnvel Andrew,“ segir hún, en hinn 18 ára gamli Andrew Simpson leikur nemandann sem Sheba tengist. Blanchett segir að oft þurfi að hnika texta í kvikmyndahandritum til þess að hann virki. „En þetta handrit var svo skothelt að það var meira spurning um að þenja sig út í arkitektúr textans. Þetta var eins og leikrit.“ Þess ber hér að geta að Patrick Marber er einnig leikskáld; skrifaði m.a. leikritið Komdu nær, sem og handrit samnefndrar kvikmyndar (Closer). Dench: „Það er auðvitað hægt að leika senur á ýmsa vegu. Þess vegna er oft erfitt að horfa á sjálfan sig á tjaldinu, maður hugsar: Af hverju valdi ég þessa leið, af hverju togaði ég í þennan streng? Þetta er alltaf val,“ segir hún: „Mín allra, allra bestu andartök á leikferlinum hafa náðst í baðherberginu heima hjá mér, en það er náttúrlega skökk tímasetning …“ Judi Dench segist áður hafa leikið óskemmtilegar konur, nefnir t.d. Lady Mac- beth, og því komi þetta hlutverk ekki jafn mik- ið á óvart á ferli hennar og margir vilji vera láta. „Það sem ég hugsa helst um, ef ég er svo heppin að geta valið, er að gera eitthvað allt öðruvísi en síðast. Í kjölfar rullu streyma svo oft til manns svipuð hlutverk – öll handrit sem ég er að lesa núna eru tilbrigði við Barböru. En það síðasta sem mig langar er að leika svo- leiðis konu strax aftur. Ég myndi heldur vilja leika sirkuslistamann, eða hvað veit ég. Eitt- hvað nýtt sem gefur mér færi á að læra, rann- saka og uppgötva. Aðeins þannig verður vinn- an spennandi – ef hún er ófyrirsjáanleg.“ Vinkonur mínar Írinn ungi, Andrew Simpson, var að eigin sögn hálfskelkaður þegar honum var boðið hlutverk hins 15 ára Stevens í myndinni. „Þetta eru toppkonur og svo átti ég að vera þarna, nánast í mínu fyrsta hlutverki. En síðan var þetta frá- bært, ég var strax tekinn inn í hópinn og í lokin voru þær ekki lengur Judi Dench og Cate Blanchett, tvær af bestu leikkonum bransans, heldur bara Judi og Cate, vinkonur mínar.“ Spurður hvað foreldrunum hafi fundist um „miður siðsamlegar senur“ sem handritið krafðist af Andrew og Cate Blanchett svarar hann: „Umm, ég held að pabbi hafi verið ánægðari með þær en mamma. En þau sýndu mér fullan stuðning – ég held þau hefðu heldur aldrei leyft mér að hafna hlutverki með þessari áhöfn.“ Ég myndi ekki bjóða henni í te Leikkonurnar Judi Dench og Cate Blanchett hafa hlotið lof og prís fyrir frammistöðu í myndinni Hugleiðingar um hneyksli (Notes on a Scandal), en þær túlka ólíkar kennslu- konur sem tengjast undir sérstæðum, sið- ferðilegum kringumstæðum. Báðar eru til- nefndar til Óskarsverðlauna, sem veitt verða á morgun. Átök Sheba (Cate Blanchett) og Barbara (Judi Dench) í Hugleiðingum um hneyksli.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.