Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.2007, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.2007, Blaðsíða 12
*** „París var þar sem 20. öldin var“, skrifaði bandaríska lista- spíran, Gertrude Stein, um ákvörðun sína að setjast að í París á þriðja áratug síðustu ald- ar. Og landi hennar Hemingway líkti París við „hreyfanlega há- tíð“. Og satt er það: fáar borgir eru jafn örlátar á tíma sinn. Ótölulegur fjöldi kaffihúsa býður gestinum sæti, glæsilegir parkar standa honum opnir, ótæmandi söfn bjóðast til að hafa ofan af fyrir honum að deginum og alltaf má finna ódýra hótelholu til að sofa af blánóttina. París er leiksvið. Sviðsmyndin götur og hallir og garðar. Og þú ert frjáls að búa þig til í þessu götuleikhúsi. Það kemur engum við hvernig aðstæður þínar eru heima fyrir, um leið og þú lokar á eftir þér útidyrahurðinni ertu óskrifað blað. Nokkur skref og þú getur gefið þig út fyrir að vera hvað sem er, það er að segja þú sjálfur. Þá er ótalin nautnin að lesa franskt dagblað. Af því Frökkum er svo tamt að láta sig allan heiminn varða. Íslenskt dagblað getur á einum vetri birt 23 grein- ar um bakflæði og næsta vetur álíka margar um ágreining tann- lækna og tannsmiða varðandi hvað þeir síðarnefndu megi gera í munnholi. Frakkar aftur á móti hreyfa tunguna, rökræða. Halldór Lax- ness orðaði rökfælni Íslendinga eitthvað á þá lund: að þá setji hljóða hvenær sem komið er að kjarna máls. Rökræðan er yndi og eftirlæti Frakka. Ekki samt einhver Morfís, heldur búa þeir að hefð sem á rætur aftur á sautjándu öld í heimspekingnum Descartes og lýtur að því að smætta og þætta öll viðfangs- efni niður í ljósa og sundurgrein- andi ræðu uns sannleikurinn gef- ur sig fram. Pourquoi pas? Franskt vor á Íslandi! 22.2.–12.5. 2007 Afrísk list Sýning á ljós- myndum og munum frá Afríku í Þjóðminjasafninu 17.03. - 21.04. Ígræðsla Jean-Michel Dubernard tókst fyrstum manna að heppnast ósamgena ígræðsla á nýrilberki. Hann átti heiðurinn af fyrstu ósamgena ágræðslu handar 1998, tveggja handa 2000 og fyrstu ósamgena ágræðslu andlits 2005. Dubernard heldur fyrirlestur við Háskóla Íslands 05.03. Nýbylgja Forystusveit frönsku hljómsveitarinnar Nouvelle Vague. Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is É g man vel eftir því þeg- ar ég kom fyrst í franska plötubúð fyrir um þrjátíu árum og áttaði mig á því að ég þekkti eiginlega enga plötu, engan listamann. Það var ekki fyrr en eftir smáleit að maður rakst á breska og bandaríska tónlistarmenn sem maður kann- aðist við – allt annað var eins og ónumið land, draumur tónlistaráhugamannsins. Menn gera títt grín að Frökkum fyrir það hve fast þeir halda í sína menningu, hve mikla áherslu þeir leggja á franska tungu og berjast gegn áhrifum enskunnar. Hvað sem mönnum annars finnst um það verður því seint á móti mælt að um leið og frönsk tón- list sker sig úr í evrópsku poppi, þá er hún í senn alþjóðlegri en til að mynda það sem gefur að heyra í Bretlandi eða Þýskalandi eða hér á landi. Það er til dæmis algengt að fremstu og vinsælustu tónlistarmenn Frakk- lands eru bornir og barnfæddir í þriðja heiminum, oft frá fyrrverandi nýlendu franskri, en eins og menn muna þá litu Frakkar á nýlendur sínar sem hluta af Frakklandi, ekki sem nýlendur. Afstaðan til íbúanna er því frábrugðin í ýmsu, t.d. góð- látlegri kynþáttahyggju breska heimsveld- isins. Allt annað en músíkin Að þessu sögðu þá hefur frönsk poppmúsík nánast verið óþekkt hér á landi, eða svo var löngum, að minnsta kosti. Þegar frönsk lög slógu í gegn þá var það ýmist í enskri út- gáfu, til dæmis Seasons In The Sun og If You Go Away, lög eftir Jacques Brel sem Terry Jacks gerði fræg í Bretlandi, eða þá þau slógu í gegn út á eitthvað allt annað en músíkina eins og Je T’Aime Moi Non Plus sem gerði allt vitlaust 1969 í flutningi þeirra Jane Birkin og Serge Gainsbourg. Gainsbourg er reyndar risinn í frönsku poppi og allt lék í höndum hans. Hann var leikari og leikstjóri, skáld og lagasmiður og þó ekki hafi hann verið með fallega rödd var hann magnaður söngvari á sinn hátt. Þó hann hafi ekki náð viðlíka vinsældum og Jo- hnny Halliday, vinsælasti tónlistarmaður Frakka fyrr og síðar, þá hafa áhrif Gainsbo- urg verið margföld á við vinsældir hans og sér þess m.a.greinilega stað í þeirri hljóm- sveit Frakka sem vinsælust er utan Frakk- lands, Air. Franskur og um leið alþjóðlegur Eins og fyrr er getið er franskur tónlistar- heimur í senn mjög franskur og um leið al- þjóðlegur. Þannig er okkur tamt að telja MC Solaar franskan, þó hann sé fæddur og upp- alinn í Senegal. Annar Senegali, Youssou N’Dour, hefur mikið unnið í Frakklandi og eins Malímaðurinn Salif Keita, en báðir hafa þeir leikið hér á landi. Vinsælasta lag Keita er einmitt á frönsku, Nou Pas Bouger. Als- írski söngvarinn Khaled gerir líka út frá París og Cesaria Evora dvelur þar lang- dvölum, þó hún sé frá Grænhöfðaeyjum. Franco, einn helsti gítarsnillingur Afríku, starfaði lengi í Frakklandi, Zouk-sveitin Kassav’, sem er frá frönsku Antilleseyjum, alsírska söngkonan Souad Massi og svo má telja. Þessir listamenn allir, og óteljandi til, hafa kryddað sína þjóðlegu poppmúsík með frönsku kryddi en franskir listamenn hafa líka sótt innblástur út fyrir landsteinana, svo sem Mano Negra, sem var meðal annars með Manu Chao innan sinna vébanda, en hún blandaði öllu saman. Sama má segja um frönsku æringjana í Les Negresses Vertes sem léku hér á landi á Listahátíð 1990 og eins frönsku söngkonuna Amina sem söng hér ári síðar. Svo er það Gotan Project sem hrært hefur saman tangó og danstónlist með góðum árangri. Íslensk tónlist vinsæl í Frakklandi Íslensk tónlist hefur verið mun vinsælli í Frakklandi en frönsk músík hér á landi og t.d. er Björk hvergi vinsælli en í Frakklandi – hún selur jafnan mest af plötum þar í landi og það var líka fyrsta landið sem féll fyrir Trúbadúr Franska söngkonan Françoiz Breut. Franskt tónlistarvor Íslendingum stendur til boða hlaðborð franskrar tónlistar á þessu vori; hingað eru væntanlegar franskar hljómsveitir og fransk- ir tónlistarmenn á næstu mánuðum. Að sögn greinarhöfundar er frönsk popptónlist í senn afskaplega frönsk og alþjóðleg. Hámenntuð Söngkonan Emilie Simon heldur sig helst við rafeindapopp. 12 LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.