Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.2007, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.2007, Blaðsíða 5
raun og veru, eins og að fara þessa alvöru landkönnunarferð til Suðurskautslandsins, en ekki bara fá mér far með skipi fyrir ferða- menn. Að gróðursetja hátíðahöld RS: Geturðu sagt mér eitthvað um tilurð verksins í Streamside-hverfinu í Bandaríkj- unum, Streamside-hátíðin? PH: Ég átti leið um og sá þetta nýja hverfi og fékk þá hugmynd að skapa þarna nýja hefð, hátíðahöld sem haldin yrðu árlega. Ég fór og talaði við borgarstjórann og bygging- arverktakann, um þá hugmynd að skapa Streamside-dag. Hefðin átti að byggjast á því sem íbúarnir ættu sameiginlegt, annars væri enginn tilgangur með henni. Ég ákvað að nota tvo sameiginlega þætti; allir þarna eru að- fluttir og allir vilja einhver tengsl við náttúr- una, en hverfið er byggt upp sem svæði með tengingu við náttúru. RS: Talaðir þú við íbúana í hverfinu? PH: Já ég gerði það, en ég vinn ekki eins og félagsráðgjafi, ég hef ekki áhuga á því. Ég vildi skapa goðsögn, sögu, og skáldskap, tíma- tengt listaverk. Ég byrjaði á því að kvik- mynda sögu um náttúru staðarins, myndin hefst á endurgerð fyrstu tíu sekúndna mynd- arinnar um Bamba, með raunverulegum dýr- um. Í bakgrunninum þarna hjá mér eru t.d. útópískar hugmyndir Fourier, í dag er þetta umhverfi sannkölluð dystópía, andstæða út- ópíunnar. Hverfið er allt mjög gervilegt, en með þeim formerkjum að vera upprunalegt, ekta og í tengslum við náttúruna. Myndin sýn- ir síðan fólkið sem flytur og hátíðahöldin sem haldin voru í bænum. Dæmigerð amerísk há- tíðahöld, fagurfræðin er amerísk. Það er skrúðganga, borgarstjórinn heldur ræðu, það er tónlist og matur. Með þessu verki vildi ég skapa eitthvað sem lifir áfram og valdi því að hafa ákveðinn dag ársins helgaðan hátíðahöldunum, því dagarnir koma jú alltaf aftur. Það má segja að viðburð- urinn sé lífrænn. Eins og að gróðursetja fræ, sem síðan er vökvað dálítið á hverju ári. RS: Hvernig hefur svo gengið að halda há- tíðina síðan, hefur hún lifað? PH: Þetta var 2003. Ég held að árið eftir hafi líka verið smáhátíð, en síðan er þetta að hverfa. Þú veist hvernig það er, það þarf að hlúa að, vökva, og ég held það hafi ekki verið gert nægilega. Þetta verk snerist um að vinna með fyr- irframgefnar aðstæður, og leitast við að virkja kraft ímyndunarinnar sem býr í hversdagleik- anum. Ég vil hjálpa einhverju sem þegar er til staðar í ákveðnum aðstæðum, hjálpa því að vaxa, verða sýnilegt. Ég vil sýna samhengið, búa til sýningu úr því. Alveg eins og ég er að gera hér á Íslandi, að vinna með safneignina og íslenskt samhengi. Ég vil ekki vera hluti af sögu sem ég skrifa ekki sjálfur RS: Frásögn er áberandi þáttur í verkum þín- um og þú virðist hafa sterk tengsl við bók- menntir? Þú gerðir t.d. bók með Douglas Co- upland. PH: Bókmenntir eru eitt af því sem hefur áhrif á mig, eins og arkitektúr, tónlist, kvik- myndir, hvað sem er. Ég finn samleið með Douglas Coupland meðal annars því við erum af sömu kynslóð. Hann skrifar um yfirborð persóna, aðstæður sem þær eru í, á pólitískan og tæran máta og af ákveðnum léttleika. Ég er hrifinn af þessari blöndu af pólitískri ádeilu og ljóðrænum hversdagsleika sem finna má hjá honum, auk ákveðinnar kaldhæðni. Hann er mjög fær í að skrifa á myndrænan hátt. RS: Myndirðu segja að þú værir á einhvern hátt pólitískur listamaður? PH: Ekki beint, ég er ekki pólitískur í gerð- um, en mér stendur ekki á sama um umheim- inn. Í gær var ég að lesa viðtöl við David Lynch, hann var að tala um að þegar hann var lítill lifði hann og hrærðist í afar litlum heimi, hann vissi varla hvað var handan næstu götu. Hann var bara heima í garði að fylgjast með maurunum, hann einbeitti sér að smáatrið- unum. Æska mín var svipuð, garðurinn var heill heimur eins og hjá Jorge Louis Borges. Eins og landslag með sínum eigin tíma. Þegar Borges lýsir smáatriði er hann að segja frá heiminum. RS: En hefur þú þörf fyrir að vinna utan veggja listasafna eða gallería? PH: Já, mjög sterka þörf. Ég hef mikla þörf fyrir að finna aðra framsetningu á listrænum verkefnum en safnasamhengið. Hvort sem það væri kvikmynd í fullri lengd, ópera, að byggja nýjan bæ, hvað sem er. Það gæti líka snúist um að vinna með heilt listasafn, en ekki að gera sýningu inn í safnið. Ég vil ekki fest- ast í viðjum listheimsins. Ég vil ekki vera hluti af sögu sem ég skrifa ekki sjálfur. Ég vil halda leiknum áfram, ég trúi á leikinn. Ég trúi á Dada, ég trúi á Filliou, Picabia, Broodtha- ers, þeir eru allir þarna. Þeir eru þarna, leik- endur hins mikla leiks. Höfundur er myndlistargagnrýnandi við Morgunblaðið. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2007 5 Aquitaníu, sem síðan hljóp beint í fangið á Hinriki 2. Englakóngi og hafði með sér heilu land- svæðin úr föðurgarði. Og jók við þau lönd sem Hinrik átti fyrir í Normandí (12. öld). Og ekki geta Frakkar (eins og við) bent á tiltekið ártal þegar þeir hófu búsetu í landi sínu, einhvers staðar í blámóðu for- sögunnar. Það er ekki fyrr en með herleiðöngrum Júlíusar Sesars sem ljós sögunnar fellur á þá fáum árum fyrir Krist. Þús- und árum síðar hefst þeirra mikla ritöld á móðurmáli, um líkt leyti og ritæðið rennur á Íslend- inga. *** En það er bara á skömmu skeiði sem þessar tvær þjóðir eru samferða, fljótlega dregur í sundur með þeim og það sem skilur á milli er lægðin djúpa sem Íslendingar sigla inn í og ráfa um í næstu sex aldir á meðan sól Frakka hækkar á himninum og skín skærast með sjálfum sólkonunginum á 17. öld. Þegar auður og völd höfðu endanlega flust frá Íslandi þurftu hinir ríku og stríðandi ekki að verða sér úti um ?menning- arlegt auðmagn?, svo gripið sé til hugtaks úr smiðju franska þjóðfélagsfræðingsins Pierre Bourdieu. Þessi þörf er hins veg- ar yfrin í Frakklandi þar sem að- all og kirkja heyja harðvítuga baráttu um völdin og aðall og kirkja innbyrðis og kóngurinn við alla. Í slíku ástandi er enginn hörgull á lánasjóðum og starfs- launum sem bjóðast listamönn- um. Fyrir vikið er menning Frakka aristókratísk í grunninn, gegnumsýrð af sjónarmiðum að- alsins, þ.e. stétt sem Guð hafði undanþegið öllum búksorgum og átti aðeins að gæta heiðurs síns og sóma, en þess utan að njóta lífsins. Einkennalaus bænda- Vínnámskeið Frakkar miðla af frægri vín- þekkingu sinni á Hótel Reykjavík Centrum 6., 7., 8. og 13. mars og 3., 8., 9. og 10. apríl. Raymond Depardon Kvik- myndaklúbburinn Fjalakött- urinn sýnir myndir eftir einn helsta heimildagerðarmann Frakka, Raymond Depardon, í Tjarnarbíói í apríl og maí. L507768 List Pierre Huyghe (f. 1962 í París) er í takt við tímann en um leið afsprengi listasögu síðustu alda. Í verkum hans má finna leik með rómantískar hugmyndir nítjándu aldar, vísanir í landslags- málverk og hugmyndir um landkönnun og útópíu. Andi dadaísks leiks svífur yfir vötnum og áhersla á ljóðræna möguleika hversdagsins og sköpun aðstæðna minnir á athafnir situationistanna í París á sjö- unda áratugnum. Leikur hans að veruleikanum vísar til heimsmyndar samtímans, sem er löngu gegnsýrð af birtingarmyndum veru- leikans gegnum túlkun fjölmiðla. Tími listaverksins og upplifun áhorfandans eru mikilvægir þættir en mörg verka Hu- yghe byggjast á tímatengdri upplifun. Hann notar kvikmyndir sem skrásetn- ingarmiðil, en tími og staður verka hans liggur í lausu lofti, hvar og hvenær á verkið eða sýning þess sér stað ? er það þegar kvikmyndin er tekin, eða þegar hún er sýnd? Allnokkur verka hans fást við uppbyggingu kvikmynda og flókin tengsl þeirra við raunveruleikann. Pierre Huyghe skapar nýjan raun- veruleika, í tengslum við margvísleg menningarfyrirbæri á borð við brúðu- leikhús, heimildarmyndir, bókmenntir, tónlist, siði og venjur samfélagsins. Hann leitast við að skapa aðstæður sem verða til þess að skáldskapur geti orðið til og rannsakar tengsl ímynda og samfélags og undirmeðvitund samfélagsins. Fram- setning verka hans er oftast í formi kvik- myndainnsetninga í tengslum við arki- tektóníska þætti, auk tónlistar og texta. Huyghe vinnur gjarnan verk sín í sam- vinnu við aðra, bæði tónskáld, arkitekta, listfræðinga og rithöfunda svo eitthvað sé nefnt. Huyghe útskrifaðist frá École Nation- ale Supérieure des Arts Décoratifs árið 1985. Hann hefur haldið fjölmargar einkasýningar í flestum helstu söfnum og sýningarstöðum heims, þ.á m. Sol- omon R. Guggenheim-safninu í New York og 2006 í Tate Modern-safninu í London. Pierre Huyghe Morgunblaðið/Kristinn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.