Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.2007, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.2007, Blaðsíða 16
Eftir Björn Ingiberg Jónsson Á undanförnum vikum hafa mál- efni óperunnar verið rædd á síð- um Lesbókarinnar. Þeir Árni Tómas Ragnarsson læknir og Gunnar Guðbjörnsson söngvari hafa þar skýrt afstöðu sína til óperuflutnings á Íslandi. Fljótt á litið gæti virst að himinn og haf aðskildu sjónarmið þeirra en þegar nánar er að gáð stefna báðir að sama marki, að efla óperuna á Íslandi. Eitt markmið, tvær leiðir? Sá ágreiningur á milli gildis og áhrifa sem krist- allast í skrifum Árna Tómasar og Gunnars er engan veginn nýr af nálinni, í hnotskurn er hægt að segja að þarna takist á vinsældir gegn list. Hagræn gildi og listræn gildi. Þessi sjón- armið einskorðast ekki við óperuheiminn. Þau er að finna innan allra listgreina. Stjórnendur óperuhúsa verða í verkefnavali sínu að leitast við að finna jafnvægi á milli ýmissa þátta. Þar takast meðal annars á viðskiptaleg, listræn, sið- ferðileg og samfélagsleg sjónarmið. Listrænar óperur þurfa ekki að vera óvinsælar og þaðan af síður þurfa vinsælar óperur að vera ólistrænar. Flestar stjórnir óperuhúsa reyna að finna ein- hverja blöndu af óperuverkum sem fullnægir því samfélagi sem óperan tilheyrir. Tíminn leið- ir í ljós hvort ákvarðanir stjórnenda hafa borið þann árangur sem til var ætlast eða ekki. Fyrir hverja eru óperur? Óperan er ekki aðeins fyrir söngvara, hún er ekki afmörkuð eining í tómarúmi. Ópera er ekki sett á svið fyrir stjórnendur, söngvara, leik- stjóra eða hljómsveit. Viðmið óperunnar er ekki hún sjálf. Óperan er hluti samfélagsins og markmið hennar því samfélagslegt. Á þeim stöðum þar sem forysta óperuhúsa hefur haft samfélagið sem útgangspunkt, skoðað ákvarð- anir um óperusýningar reglubundið aftur í tím- ann til þess að finna út hvort og þá hvaða mistök voru gerð í vali á óperum, þá hefur árangurinn verið góður hvort sem litið er á viðskiptalegu eða listrænu hliðina í rekstri óperuhússins. Óp- erur eru settar upp fyrir áheyrendur. Öll samfélög breytast, óperuheimurinn fer ekki varhluta af tískustraumum frekar en aðrar listgreinar. Á fyrri hluta 18. aldar var Reinhard Keiser mesta óperutónskáld veraldarinnar. Keiser valdi óperum sínum oft grípandi nöfn: „Hof Janusar sem lokað var af hinum mikla Ágústusi í hinum almenna heimsfriði.“ Fáir kannast aftur á móti við Keiser í dag. Hann hafði sjálfan Händel í hljómsveit sinni við Ham- borgaróperuna. Händel var á sínum tíma ást- sæll óperuhöfundur. Hann datt úr tísku og ekki er t.d. minnst á Händel í ritinu Staðalóperurnar eftir Upton frá 1897, sem fjallar um helstu óp- erur þess tíma. Núna er á hinn bóginn varla til það óperuhús sem ekki sýnir óperur Händels. Annað dæmi er Fást eftir Gounod, sem var á sínum tíma mjög vinsæl ópera. „Ef uppfærsla bregst setjið þá Fást á dagskrána og hættið að sýna aðrar óperur, það bjargar óperuhúsinu.“ var stundum sagt. Georg Bernard Shaw kvart- aði jafnvel opinberlega yfir því hvað hún var sýnd oft. En breytingar á samfélaginu í kjölfar tveggja heimsstyrjalda urðu til þess að Fást náði ekki fyrri vinsældum eftir stríð. Vinsældir ópera Það er mikilsvert að þeir sem sitja við stjórnvöl- inn nái að meta tíðarandann rétt. Það kann að vera rétt að það séu 20 til 30 óperur sem njóta alþjóðavinsælda á hverjum tíma. Það eru hins vegar ekki alltaf sömu 20 til 30 óperurnar. Vinsældalistar hafa marga kosti. Stjórnendur geta haft þá til hliðsjónar við skipulagningu dagskrár, en vinsældalistar koma ekki í staðinn fyrir þekkingu á óperu, og þeir koma ekki í stað- inn fyrir þekkingu á samfélaginu sem óperan er í. Án staðgóðrar þekkingar á óperu og samfélagi verða listrænar ákvarðanir ónákvæmar. Mik- ilvægt er að í óperuhúsi sé greint á milli meg- inmarkmiðs og aukamarkmiða. Langtímaáætl- anir í fyrirtækjum eru yfirleitt 2–3 ára áætlanir, einstaka fyrirtæki og stofnanir gera fimm ára áætlanir. Áætlanir til lengri tíma, til dæmis 10– 15 ára eru óraunsæjar þar sem samfélagið og forsendur allar breytast. Ýmsar tölur eru til um vinsældir ópera. Í viðamikilli óperukönnun frá 10. áratugnum fyrir franska óperuunnendur kom í ljós að ítalskar óperur nutu almennt mestra vinsælda á heims- vísu, þýskar óperur voru vinsælastar í Þýska- landi og ítalskar óperur vinsælastar á Ítalíu. 66% allra uppfærslna byggðust á 50 óperum. Þrír fjórðu hlutar allra sýndra ópera voru samdir á tímanum 1835–1910. Ofan á þjóðlega vinsældaþáttinn bætist svo sagnfræðilegi þátt- urinn, til dæmis „fyrsta óperan“, eða afmæl- isvinsældir, til dæmis: „100 ára ártíð tónskálds.“ Í rannsókn undirritaðs á óperugeiranum voru uppsetningar á 235 stöðum í Þýskalandi, Aust- urríki, Frakklandi, Belgíu, Hollandi og Sviss skoðaðar með tilliti til leikársins 2002–2003. Á dagskrá voru 1.637 uppsetningar eftir 299 tón- skáld. Mozart, Wagner og Verdi stóðu upp úr. Næstir komu Puccini, R. Strauss og Händel. 20% tónskálda voru með 75% uppsetninga. At- hyglisvert er að samvinna óperuhúsa um upp- setningar reyndist miklu meiri í Frakklandi og Belgíu en í Þýskalandi. Um 30% uppfærslna í Þýskalandi voru endurupptökur. Samkvæmt rannsókn á óperuverkum á Ítalíu (Mariani 2006) á leikárinu 2002–03 voru 46 óp- eruuppfærslur byggðar á 18 óperum. 12,5% voru samvinnuverkefni og 4,2% voru endur- upptökur. Rekstur óperu Það er munur á rekstri óperuhúsa í heiminum. Í fyrsta lagi er það meginlandshugsunin sem leggur áherslu á „verkið“ sem er öðruvísi en hin ensk-ameríska markaðshugsun. Í öðru lagi er það vertíðarskipulagið „stagione“ á Ítalíu gegn hinu norður-evrópska dagskrárskipulagi „re- pertoire“. Öll þessi kerfi hafa bæði kosti og galla. Þau hafa þróast hvert í sínu samfélagi. Til þess að rekstur óperu á Íslandi gangi sem best þarf að nýta sér bestu eiginleika þessara leiða og stuðla að samvinnu bæði heima fyrir og er- lendis. Á undanförnum áratugum hafa listastofnanir leitast við að bæta reksturinn og leitað lausna í smiðju hagfræðinnar. Niðurstöðurnar vekja nokkra undrun. Hagfræðingar horfa á listræna þáttinn en listafólk á hagræna þáttinn. Heillegri mynd fæst ef horft er á málin saman; hver eru hagræn og listræn áhrif óperu? Vissulega eru óperuuppfærslur ekki rétt- lættar með aðsókn einni saman. Aðsóknartölur skipta máli á sama hátt og sölutölur skipta bóka- og tónlistarútgefendur máli. Ef slakar að- sóknartölur óperu eru réttlættar með auknu framboði skemmtana og afþreyingar, þá er um leið verið að staðsetja óperuna á þeim markaði. Að takast á við áskoranir, veðja á óþekktar stærðir og geta ekki spáð fyrir um aðsókn, eru ekki afsakanir fyrir óperu sem enginn kemur að sjá, heldur eru allar þessar óþekktu stærðir vandamálið sem þarf að greina fyrirfram. Það á ekki að vera áskorun að setja upp óp- eru. Heldur krafa um fagleg vinnubrögð. Mynd- um við vilja heyra frá lækni sem ætlar að skera okkur upp við botnlangabólgu að skurðaðgerðin sé honum persónuleg áskorun? Við ætlumst til að hann skeri okkur upp faglega, vel og án mis- taka. Í rekstri reyna menn alltaf að spá fyrir um afkomu og forðast í lengstu lög að veðja á óþekktar stærðir. Forysta óperunnar skapar umgjörðina og tekur ábyrgð á rekstri, verkefnavali og vali listamanna. Listamennirnir sjá um listræna þáttinn. Þeir þurfa til þess pláss, tíma, fé og fyr- irhöfn. Á forystunni hvíla þannig ýmsar skyld- ur, meðal annars rekstrarskyldur, listrænar skyldur, siðferðilegar- og samfélagslegar skyld- ur. Þegar menn kaupa aðgang að listskemmtun bera þeir ákveðnar hugmyndir í brjósti um hvernig upplifunin muni verða. Ef þessi upp- lifun er mjög ólík þeirri upplifun sem menn gerðu sér í hugarlund og það á verri veg er hætt við því að það fólk verji tíma sínum og peningum annars staðar í framtíðinni. Flestir geta nýtt æskureynslu sína á marg- víslegan hátt og tekið meðvitaða og þroskaða ákvörðun á fullorðinsárum um hvernig þeir verja tíma sínum. Mín skoðun er að öll reynsla móti einstaklinginn, jafnt og hegðun og venjur foreldra sem hafa einnig mótandi áhrif. Það að pabbi og mamma, afi og amma, sæki óperur getur einnig mótað hugmyndir komandi kyn- slóða um hvað sé vert að gera. Margar stofnanir á Íslandi sinna því að fræða komandi kynslóðir og byggja upp áhuga þeirra á listum. Allir vilja ná til unga fólksins, tolla í tískunni. Skemmtunar- og hegðunarmynstur fólks breytist með aldri, auknum þroska, meiri tekjum og rýmri frítíma. Margvíslegar sam- félagslegar ástæður liggja til þess að eldra fólk velur sér öðruvísi dægradvöl en yngra fólk. Margt fólk yfir fimmtugt kýs að fara á óp- erusýningar. Er nokkuð að því að setja upp óp- erur fyrir þetta fólk svo sem eins og tvisvar á ári? Ég er ekki viss um að fólk yfir fimmtugu hafi mikinn áhuga á að láta kenna sér listneyslu. Það er alveg fullfært um það sjálft að kynna sér málin. Samkvæmt könnunum eru konur virkari list- neytendur en karlar. Fyrir utan alla þá vinnu sem konur inna af hendi á vinnustað og heimili þá halda þær uppi listalífi á Vesturlöndum. Þær eru til dæmis duglegri að sækja myndlistasýn- ingar, leikhús, sinfóníu, ballett og óperu. Eftir því sem konur eru betur settar, hafa hærri laun og meiri menntun, þeim mun betra fyrir list- irnar. Stærsti hópur þeirra sem sækja óperu eru vel menntaðar og vel launaðar konur á milli 50 og 70 ára. Það eru margir þræðir sem tengja saman konur og óperu og meðal vinsælustu ópera heims má nefna Tosca, Madam Butterfly, Manon, Aida og La Traviata, sem fjalla allar um ástir og örlög kvenna. Einhverra hluta vegna reyndust vinsælar óperur oft fjalla um sterkar konur sem höfðu samúð áheyrenda þó að þær hegðuðu sér ekki samkvæmt forskriftinni eins og í La Traviata og konur sem hvítir yfirstétt- armenn tældu og sviku eins og í Rigoletto. Kannski ópera hafi stuðlað að breyttu viðhorfi til kvenna og auknum kvenréttindum? Óperan var flutt inn til Bandaríkjanna á ár- unum 1815–60 sem skemmtun við hæfi kvenna. Hún átti að bæta samfélagið og hlúa að góðum siðum. Það að sungið var á ítölsku, töldu menn að væri hið besta mál því að þá myndu konurnar ekki skilja þegar rætt væri um viðkvæm mál. Á þessum tíma var staðalímyndin sú, að konur gætu alls ekki lifað nema í skjóli karla en vin- sælustu óperurnar fjölluðu um sterkar, sjálf- stæðar konur. Það er tilviljun að stofnun Íslensku óp- erunnar um 1980 bar upp á sama tíma og konur á Íslandi fóru að huga að meiri stjórnmálaþátt- töku. Frá upphafi Íslensku óperunnar tóku kon- ur jafnt sem karlar virkan þátt í leikstjórn, bún- ingagerð, sviðstjórn, óperustjórn, einsöng, kór, styrktarfélagi og ekki síst úti í sal sem áheyr- endur. Þáttur kvenna í rekstri listastofnana sem óperunnar er ómetanlegur. Breiðari hópur áheyrenda Í hinum vestræna heimi er meirihluti óp- erugesta í eldri kantinum. Samkvæmt rannsókn (Montgomery/Robinson, 2004) var meðalaldur óperugesta tæp 47 ár í Bandaríkjunum. Fólksfjöldaspár eru áhugaverðar um margt. Þær eru nánast einu spárnar sem af nokkurri nákvæmni segja okkur til um hvernig framtíð- arsamfélag okkar mun líta út. Samkvæmt mannfjöldaspám SÞ fjölgar á Íslandi á næstu 40 árum um ríflega 50 þúsund manns í þeim hópi sem flestir gestir óperunnar koma úr. Þetta er umhugsunarvert. Meðalaldur Íslendinga fer hækkandi. Fleiri ná háum aldri en áður og fleiri eiga þess kost að njóta lengra lífs betur. Kynslóðin sem ólst upp við eina rás á Rík- isútvarpinu man vel eftir og átti jafnvel að vin- um La Bohem og Rigoletto. Þegar Guðmundur Jónsson óperusöngvari rakti söguþráð óper- anna á milli þátta var eins og væri verið að segja þeim sögur. Þetta fólk sem fætt er á milli 1930 og 1960 eldist óðfluga. Þó það sé duglegt við að sækja óperur þá verður að ná til yngri kynslóða, það verður að vera endurnýjun í áheyr- endahópnum. Björt framtíð Þrátt fyrir allt á óperuflutningur hér á landi sér glæsilega sögu. Vonandi tekst að halda í horfinu og gera enn betur. Vonandi tekst að sameina þau helstu sjón- armið sem rakin hafa verið hér að framan. Varðveita og efla um leið listgildi starfseminnar í heilbrigðum rekstri og bera gæfu til að fyr- irbyggja að gap myndist á milli óperu og sam- félags. Allt bendir til þess að bjart sé framundan í ís- lensku óperulífi. Frábært tónlistarfólk kemur reglulega fram á sjónarsviðið og glæsileg tón- listarhöll í sjónmáli. Góð ópera á erindi við marga Konur sækja óperur mest „Það eru margir þræðir sem tengja saman konur og óperu og meðal vinsælustu óperum heims má nefna Tosca, Ma- dam Butterfly, Manon, Aida og La Traviata, sem fjalla allar um ástir og örlög kvenna,“ segir Björn. Konur eru í meirihluta ópperugesta. Menn hefur greint talsvert á um listræna stefnu Íslensku óperunnar í ritdeilu hér í Les- bókinni á undanförnum vikum. Greinarhöf- undur er hins vegar á því að deilendur eigi það þó sameiginlegt að stefna að sama marki, eflingu óperunnar. Höfundur er áhugamaður um óperu. 16 LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.