Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.2007, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.2007, Blaðsíða 4
Eftir Tinnu Gunnarsdóttur greip@simnet.is H jalti Geir Kristjánsson, hús- gagna- og innanhússarkitekt varð áttræður á síðasta ári. Af því tilefni ákvað fjölskylda hans að nú væri kominn tími til að líta yfir farinn veg. Sýn- ing á verkum hans verður opnuð fimmtudaginn 5. apríl í 101 galleríi á Hverfisgötu 18b. Undirrituð vill þakka það framtak af heilum hug. Gerir sýningin það að verkum að brot af sögunni verður okkur aðgengilegt bæði á með- an á sýningu stendur og svo í sýningarskrá og viðtali sem Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir tók við föður sinn. Sá hluti menningararfsins sem tengist hönn- un er samtímafólki afar óaðgengilegur þar sem lítið hefur verið um hann fjallað. Þannig er erf- itt fyrir áhugasama að kynna sér söguna, þó ekki væri nema til að vita hver hefði hannað og framleitt stólinn sem hefur tilheyrt fjölskyld- unni í hálfa öld. Það er líklega þess vegna sem maður heyrir því slegið fram í tíma og ótíma að ekkert hafi verið gert í hönnun á Íslandi, að við eigum enga hönnunarsögu ólíkt t.d. hinum Norðurlönd- unum. Sannleikurinn er sá að við eigum okkur mikla og merkilega sögu sem ekki hefur verið skráð ennþá. Sýningin „Stólar HGK“ mun varpa nokkru ljósi á hana. Hjalti Geir var lengi á leiðinni heim Hjalti Geir Kristjánsson fæddist í Reykjavík árið 1926. Að loknu verslunarskólaprófi fór hann í Iðnskólann í Reykjavík og útskrifaðist sem húsgagnasmiður árið 1948. Þaðan lá leiðin til Zürich í Sviss þar sem hann nam húsgagna- og innanhússarkitektúr á árunum 1948–1950. Á leiðinni heim til Íslands hafði hann viðkomu í Stokkhólmi og New York. Í Stokkhólmi var hann gestanemi við Konstfack-listakademíuna en í New York við Columbia-háskólann. Hann var því vel sigldur þegar hann kom aftur heim 4 árum síðar. Við heimkomuna hóf Hjalti Geir störf við fyr- irtæki föður síns Kristjáns Siggeirssonar en hann rak húsgagnaverslun og vinnustofu með sama nafni. „Það voru forréttindi fyrir mig að geta komið að fyrirtækinu, sett upp teiknistofu þar og farið að teikna húsgögn sem síðar voru framleidd á húsgagnavinnustofunni,“ segir Hjalti Geir. Skömmu eftir heimkomuna var haldin stór iðnsýning í nýbyggingu Iðnskólans á Skóla- vörðuholt í tilefni af 200 ára afmæli Innréttinga Skúla Magnússonar. „Við ákváðum að sjálfsögðu að taka þátt í iðnsýningunni um haustið. Við það byrjaði ég á því að hanna húsgögn sem fyrirtækið myndi sýna, allskonar heimilishúsgögn, skápa, stóla, borð, allt fyrir heimilið. Þetta voru allt ný hönn- uð húsgögn, sem framleidd voru á vinnustof- unni og áttu eftir að verða uppistaðan í fram- leiðslunni á næstu árum.“ Hjalti Geir bendir á að á þessum tíma hafi orðið „hönnun“ verið óþekkt. Það var ekki fyrr en árið 1955 sem orðið sást fyrst notað í rituðu máli en það var dr. Alexander Jóhannesson þá- verandi rektor Háskóla Íslands sem fyrstur notaði orðið í þeirri merkingu sem við nú þekkjum. „Ástandið þegar hér var komið sögu má segja að hafi verið allsérstakt. Hönnuðir sem lært höfðu erlendis húsgagna- og innrétt- ingahönnun gátu varla starfrækt sjálfstæðar teiknistofur, nema hafa annað sér til framfæris og þá einkum kennslu. Það var lítt þekkt að framleiðendur fjöldaframleiddu húsgögn eftir hönnuði. Það voru að miklu leyti kópíur að er- lendri fyrirmynd. Innflutningur húsgagna var mjög af skornum skammti þar sem erfitt var að fá innflutningsleyfi, en allur innflutningur var háður slíkum leyfum. Þar að auki voru innflutn- ingstollar á slíkum innflutningi þá mjög háir eða 90%.“ FHI varð til á sama ári og orðið hönnun Árið 1955 stofnuðu Hjalti Geir og kollegar hans Félag húsgagna- og innanhússarkitekta FHI og var Hjalti Geir formaður þess fyrstu 9 árin. „Við það fórum við að þjappast meira saman og vinna að hagsmunamálum okkar, svo og að vekja athygli á þeirri þjónustu sem við gátum veitt.“ Félagið stóð meðal annars fyrir hús- gagnasýningu á verkum félagsmanna árið 1960 sem Skarphéðinn Jóhannsson arkitekt hannaði útlitið á. „Sjálfstraustið óx hjá okkur, og í kjölfarið ákváðum við að efna til annarrar sýningar árið eftir, eða „Húsgögn 1961“, allt með hönnun fé- laga FHI, sem 4.000 manns sóttu.“ Sama ár tók félagið jafnframt þátt í stórri iðnsýningu í München í Þýskalandi. „Það skemmtilega sem kom út úr þessari sýningu m.a. var að stóll hannaður af Gunnari 1953 Fundarstóll fyrir Vinnuveitenda- samband Íslands. Hjalti Geir Það er athyglisvert að enginn stólanna sem hann hefur hannað er í framleiðslu í dag en margir í notkun. Það leiðir hugann að því hvort ekki liggi hjá okkur ónýttur fjársjóður í þeirri hönnun sem samkvæmt dæmunum stenst tímans tönn hvort sem litið er til forms, notagildis eða styrkleika, segir greinarhöfundur. „Góð hönnun verður Hjalti Geir Kristjánsson er einn af frum- kvöðlum íslenskrar húsgagnahönnunar. Sýn- ing á verkum hans verður opnuð í 101 galleríi á fimmtudaginn kemur en þar verða stólar Hjalta Geirs í forgrunni. Hann ræðir hér við blaðamann um feril sinn og hönnun. 1963 Borðstofustóll.1958 Armstóll ST114. 4 LAUGARDAGUR 31. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.