Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.2007, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.2007, Blaðsíða 8
Afkomandi svartfóta Afkomandi þeirra Indjána sem íslensk skáld vestra lýstu meðal annars svo: „En indíáninn rauði/er snauður og snoðinn,/og heldur Eftir Eystein Þorvaldsson eyth@internet.is M argir íslensku land- nemanna í Ameríku bjuggu í námunda við indjána og hlutu að eiga við þá nokkur samskipti. Í Sögu Ís- lendinga í Vest- urheimi segir að fátt finnist ritað um samskipti þessara þjóðflokka. Það er ekki allskostar rétt. Skýrustu heimildirnar er að finna í skáldskap Vestur-Íslendinga og þar má líka kynnast viðhorfum landnemanna til ind- jánanna, sem búið höfðu þarna frá alda öðli, og þau eru ekki síður umhugsunarverð. Þegar rýnt er í þessar heimildir kemur margt athyglisvert í ljós. Þetta hefur að mestu leyti orðið útundan í þeim mörgu ágætu ræðum og ritum um Vestur- Íslendinga sem birst hafa að undanförnu. Af því tilefni er þessi pistill skrifaður Skylt er að geta þess að sjaldan kemur fram heiftrækin andúð í garð indjána í kvæðum ís- lensku skáldanna. Miklu fremur gætir þar skeyt- ingarleysis um örlög þeirra en sumstaðar blasa fordómar við, þeir eru kallaðir „villimenn“, „skrælingjar“, „flökkulýður“, „hyski“ og fleiri slíkum nöfnum. Jón Ólafsson minnist á frum- byggjana í kvæðinu „Ameríka“ sem sungið var á Íslendingadeginum 1896.1 Annað erindið af fjór- um er þetta: Þeir sem byggja þetta land þættir víða spunnir – allra þjóða eru bland enn ei saman runnir. Við þig ættar batt ei band börnin hvítra manna; enn ertu’ að eins, unga land, ættjörð skrælingjanna. Síðasta orð vísunnar er stjörnumerkt í Heims- kringlu og skýrt neðanmáls með orðinu „rauð- skinnanna“. Hversvegna skyldi einmitt það orð ekki vera notað í kvæðinu? Flestir landnemanna voru ánægðir með nýju heimkynnin. Meðal Vestur-Íslendinga virðist snemma hafa þróast einhverskonar Am- eríkudýrkun, hliðstæð þjóðernishyggju, sem þá er heimfærð á öll evrópsku þjóðabrotin sem fluttu vestur. Í kvæðum er þeirri hugsjón haldið á lofti að allir landnemar búi í sátt og samlyndi og njóti gæða hinnar auðugu álfu, þ.e.a.s. allir nema þeir sem áttu álfuna fyrir. Á fyrstu Íslend- ingadags-hátíðinni árið 1890 flutti Einar Hjör- leifsson (Kvaran) kvæði sitt „Minni Ameríku“.2 Það er dýrðaróður um, „land hins þróttmikla og nýja“ sem ekki þurfi að skreyta sig með fornri frægð. Hér búi íbúarnir við öruggt frelsi. Hann yrkir eins og þetta land eigi sér enga sögu og frumbyggjarnir séu alls ekki til. Á Íslendingadegi, sennilega í Seattle, árið 1940 flutti Jakobína Johnson kvæðið „Sem frækorn“3 en það er „Minni Bandaríkjanna“. Fyrsta erindið er þetta: Sem frækorn af fjarlægum ströndum er fljóta með straumi um höf, barst vesturheims víðfeðmu löndum hinn voldugi kynstofn að gjöf. Þessi náðargjöf, sem Ameríku féll í skaut, eru auðvitað hinir evrópsku landnemar. Það er engu líkara en að þessi „voldugi kynstofn“ marki upp- haf Vesturheims eins og fram kemur í næsta er- indi: Frá þjóðunum eldri hann þáði hið þróttmikla frumbyggja lið. Það samhuga gróðurlönd sáði og setti hér háleitust mið. Samkvæmt þessu eru það landnemarnir frá gömlu þjóðunum sem eru frumbyggjar Ameríku, en hinir raunverulegu frumbyggjar virðast ekki vera til fremur en í áðurnefndu kvæði Einars Hjörleifssonar og kvæðum fleiri skálda, eða kannski teljast indjánar ekki menn með mönnum. Svo mikið er víst að þeir eru réttdræpir svo að þeir þvælist ekki fyrir hinum „björtu drengjum“, brúðgumunum sem Ameríka hafði alltaf beðið eftir með óþreyju. Í kvæðinu „Minni Winnipeg“ miklast Þor- steinn Þ. Þorsteinsson yfir þætti Vestur- Íslendinga í uppbyggingu borgarinnar: „Með kjark og þor og þrek og dygð / kom þjóð vor hér og reisti byggð.“ Og mikil er upphefð landnemans að fá að taka þátt í að leysa land indjánanna úr álögum með blóðugum brandi:4 Sem yngismær í æskudraum, sem ekki þekkir lífsins draum, svo beið hér Sléttan brúðgumans í blundórum síns meginlands. Hann kom. – Hins rauða bróður blóð á bjarta drengsins eggjum stóð. Þá glumdi tímans Gjallarhorn, – í grafdjúp steyptist þögnin forn. Það breytti draumi í starf og stríð og stefndi hingað öllum lýð. Í miðju ríki Rauðskinnans reis rammefld borg hins hvíta manns. Þessi óspjallaða yngismær birtist einnig í kvæðinu „Canada“ eftir Guttorm J. Guttormsson. Hinum raunverulegu frumbyggjum þótti víst ekkert vænt um hana og hún hafði því beðið eftir hvíta manninum frá ómuna tíð:5 Sem gjafvaxta mær, engum manni kær, hún mændi fram á leið. Með villimannsskart og metfé margt hún mannsins hvíta beið. Með augum blá um síðir sá, að siglandi komu hans skip. Og það var sem glans upp af höfði hans og hátignarblær á hans svip. Og þarna verður lostafullur ástafundur með meynni og glanshöfðanum: Og hæversk og stillt hún var, en villt, í vináttu föst og heil. Að var hennar ást svo einlæg sást, en aldrei hálf né veil. Hún faðmaði hann, sinn hvíta mann, fann hjörtun saman slá. Hún opnaði barm og hug og hvarm og heiminn allan sá. Það kemur á daginn að þessi hjú eru kóngs- dóttir og kóngssonur og hæfa því hvort öðru. Síð- an er þarna kóngsríki og „Þau framleiða auð og blóm og brauð“. Þótt jöfnuður og mannúð séu gildir þættir í kvæðum og viðhorfum Stefáns G. er afstaða hans til indjána ekki skilningsríkari eða samúðarfyllri en hinna. Í kvæðinu „Indíanar“, sem hann orti um það sem fyrir augu bar er hann fluttist til Al- berta 1889, er ófögur lýsing á frumbyggjunum. Á hrjóstrugum auðnum hafast indjánarnir við og hafa verið hraktir frá óðulum sínum og mega ekki láta sjá sig þar. Þeir þyrpast að lestinni á áning- arstöðum hennar og reyna að selja farþegum nautshorn. Í kvæðinu eru m.a. þessi erindi með niðrandi ummælum um þennan hrakta og nið- urlægða lýð: Öll járnbrautarskemman er skríðandi haf af skrælingjadyrgjum og hyski. Og mannaþef leggur þeim ilmandi af sem úldnum og hálfreyktum fiski, þeim ræflunum, rauðum og bláum og röndóttum, bröndóttum, gráum. Með þverúðar ísglott um inndreginn munn, með íbygginn svip, er ei hýrnar, með hörundslit sama og hangikrof þunn, með hrafnsvarta kollinn og brýrnar, með hártog í fléttum og flókum, í flakandi voðum og brókum. Hvað eftir annað hæðist Stefán að indjánum; hann ber þá saman við sinn eigin kynflokk sem líka er fátækur og undirokaður en virðist skyn- samari, fallegri og hagari á öllum sviðum að mati skáldsins. Í skýringum sínum við kvæðið, löngu síðar, viðhefur skáldið ummæli sem vart geta tal- ist mannúðleg: „Annars aumka ég Indíana, þó ég geri það glottandi.“6 Í öðru löngu en ófullgerðu kvæði eftir Stefán segir ljóðmælandi frá ferð sinni og ferðafélaga inn á ókannað svæði þar sem indjánar hafast við.7 Mælandinn fjallar um þá með fordómum og niðr- andi orðum. Indjáni heitir „Rauður“ í hans munni og indjánakona „Rauðka“ og þegar hann lýsir kurteisisvenjum þeirra heitir það: „rauðskræl- ings heilsun er við mann að kumra“. Í þessum indjánahópi dvelst prestur, einhverskonar kristniboði, sem í kvæðinu mælir af nokkrum skilningi og samúð þegar hann ræðir um indjána. Í máli hans birtist væntanlega einhver vottur af skilningi sem vaknað hefur með skáldinu um þá miskunnarlausu útrýmingu sem er hlutskipti frumbyggjanna. Klerkurinn mælir: En stutt er orðin eftirbiðin, uns indíáninn hinsti er liðinn. Þeir voru fólk af feigum lýði. Við felldum þá, en ekki í stríði. Við unnum þá, við útlendingar, með eitri vorrar þjóðmenningar, sem höfðum eflt í hundrað liðum allt heilsuleysi í blóði og siðum. – Þeim umsjá vor og eftirdæmi varð útbreitt heltaks sóttarnæmi. Stefán víkur víðar í kvæðum sínum að indján- um og örlögum þeirra. Í kvæðaflokknum „Á ferð og flugi“ er í 5. kvæðinu fjallað um vinnuflokk manna af ýmsu þjóðerni. Þetta eru „viðburðir, sem fyrir mig hafa komið á flakki mínu við ýmsa vinnu í óbyggðum“ segir Stefán.8 Í hópnum voru þrír menn mishvítir en málfróðir (Íslendingur, Íri og Frakki), en tveir voru „móskotnir“ (kynbland- aðir indjánar) og mæltu á tungu Cree-indjána sem hinir hvítu skildu ekki en gáfu henni samt einkunn: „niður í kynblendingskokunum djúpt / gekk Cree-tungan hjáróma, flá.“ Hinir hvítu í hópnum ala líka á fordómum og hroka sín á milli. Í bálkinum „Ferðaföggum“ frá árinu 1913 fléttar Stefán í 4. kvæðið nokkurri samúð og trega vegna meðferðarinnar á indjánum en hvergi er hún gagnrýnd. Og furðuleg og kaldr- Íslenskir landnema frumbyggjar Amer Hvaða skoðun höfðu Vestur-Íslendingar á ind- jánum? Voru þeir fordómafullir? Kveðskapur Vestur-Íslendinga sem og sjálf þátttaka þeirra í aðför að indjánum ásamt dekri við hernað er dapurlegur vitnisburður um hlut Vestur- Íslendinga í yfirganginum gegn frumbyggjum Ameríku, segir í þessari grein. 8 LAUGARDAGUR 31. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.