Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.2007, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.2007, Blaðsíða 11
Fjölradda og spennandi þýskur krimmi Eftir Ólaf Guðstein Kristjánsson olafurgudsteinn@googlemail.com S káldsögur skandinavískra krimma- höfunda eru ætíð með söluhæstu bókum Þýskalands. Inn í þann pakka flokkast einnig íslenskir glæpasagnahöfundar og bækur þeirra. Líkt og margir vita hefir vegferð Arnalds Indriðasonar í Þýskalandi verið mikil og hafa átta af tíu skáldsögum hans verið þýddar á þýska tungu. Einnig hafa fleiri íslenskir glæpasagnahöfundar haslað sér völl á þýskum bókmenntamarkaði og gert það gott. Til að mynda höfundar líkt og Yrsa Sigurðardóttir, með Þriðja táknið (Das letzte Ritual), og Viktor Arnar Ingólfsson, með Flateyjargátu (Das Rätsel von Flatey). En íslenskir krimmar koma þessari grein ekki mikið við. Málið er nefnilega að Þjóðverjar eiga það líka til að setja saman frambærilegar glæpa- sögur. Ein nýjasta viðbótin við flóru þýskra glæpasagnahöfunda er Andrea Maria Schenkel (1962), sem fyrir skömmu vann þýsku glæpa- sagnaverðlaunin (Deutscher Krimipreis) með frumraun sinni Tannöd. Hvað þýsku glæpasagnaverðlaunin varðar eru það elstu og þekktustu glæpasagnaverðlaunin og hafa þau verið veitt síðan 1985. Er það kviðdóm- ur bókmenntafræðinga, gagnrýnenda og bókaút- gefanda sem velur sigurbókina hverju sinni. Án þess að hafa lesið margar þýskar glæpa- sögur er vart hægt að ímynda sér annað en Tan- nöd sé vel að verðlaununum komin. Alltént hafa umsagnir verið á eina leið jákvæðar. Bókin er líka fremur nýstárleg, eða allavega öðruvísi en gengur og gerist á krimmamarkaðnum. Hún seg- ir frá morði á hinni fimm manna Danner- fjölskyldu auk vinnukonunnar. Fjölskyldan sam- anstendur af gömlum hjónum, dóttur þeirra og tveimur börnum hennar. Atburðurinn á sér stað á einangruðum bæ fyrir utan ónefnt þorp í Bay- ern. Fjölskylda þessi er frekar illa þokkuð og hafa margir horn í síðu hennar. Eru því margir hugsanlegir morðkandídatar. Hið nýstárlega við söguna er frásagnarformið. Þar er ekki að finna einn yfirlykjandi sögumann, sem greinir frá atburðum úr fjarlægð, eða ná- læga fyrstu persónu frásögn, heldur er frásögnin fjölhliða og ókrónólógísk. Lesandinn fær að kynnast mismunandi sjónarhornum þorpsbúa (prestsins, kaupmannskonunnar, póstberans og svo framvegis) á atburðina og myrtu fjölskylduna í gegnum frásagnir þeirra í eins konar viðtali við sögumann, sem kynnir sig í byrjun bókarinnar. Þannig er lesandanum leitt fyrir sjónir það orð- spor sem fer af fjölskyldunni innan þorps- samfélagsins; ofbeldi, yfirgangur og grunur um sifjaspell. Gera verður því skóna að höfuð fjöl- skyldunnar, sem kallaður er gamli Danner, sé faðir barna dóttur sinnar, en að í báðum þeim til- fellum hafi verið fundinn hentugur aðili til að feðra börnin. Fyrir vikið verður sagan, að segja má, dramatískari. Einnig er morðingjanum fylgt eftir skref fyrir skref við sína daglegu iðju í þriðju persónu án þess að upplýst sé hver hann er. Fylgst er með fórnarlömbunum á svipaðan hátt. Að vísu eru svona fjölradda form svo sem ekkert nýmæli. Það hafa mætir rithöfundar, líkt og William Faulkner í As I Lay Dying (1930) og Einar Kára- son í Stormur (2003), notast við. En alltént er þetta form ekki svo algengt er kemur að glæpa- sögum. Bókin er ekki ýkja löng eða 128 síður. Engu að síður er margt sem rúmast á þessum síðum. Fyrst má benda á að bókin er eins konar blanda af glæpasögu og „Heimatroman“, sem allajafna felur í sér sögur úr sveitinni og þorpum litaðar rómantík. Hér þó engri sveitarómantík fyrir að fara, þótt ekki sé raunin heldur að sveitin sé dregin niður. En það var lenska um hríð að lýsa sveitalífinu sem skítugu og fordómafullu. Er leik- ritið Jagdszenen aus Niederbayern (1966), eftir Martin Sperr, um margt samnefnari fyrir það. Sagan, sem byggist reyndar á raunverulegum atburðum er áttu sér stað í kringum 1920, er lát- in gerast upp úr 1950, eða stuttu eftir stríðslok. Er því fjallað um eftirstríðsárin og þorps- samfélagi þeirra ára lýst ásamt því að vísa til stríðsáranna með því, til dæmis, að fjalla um fólk sem vann nauðungarvinnu í þorpinu. Þannig verður gátan sem slík ekki endilega aðalmál sög- unnar, heldur umhverfið og hin fjölradda frásögn sem smátt og smátt fyllir upp í eyðurnar, þannig að lesandinn fræðist æ meira um aðstæður og umhverfi. Til dæmis er til að byrja með ýjað að því að bókin gerist ekki í nútímanum með orða- fari og umhverfislýsingum, en tímabil sögunnar er ekki gefið upp fyrr en á síðu fjörutíu. Þannig er byggð upp stigvaxandi spenna, bæði hvað varðar morðgátuna sem og að fá að vita meira um umhverfið, sem er gert einkar ógnvekjandi og spennandi með, til að mynda, veðurfarslýs- ingum. Gerir það og lesandann áfjáðan í að lesa áfram uns púslin raðast saman í enda sögunnar, þótt glöggir lesendur hafi líkast til áttað sig á lausninni einhverju áður. Þessi bók sýnir svo ekki verður um villst að það er margt sem býr í glæpasögunni, líkt og skandinavíska glæpasagan hefir reyndar fyrir löngu sannað með samtímaspeglunum sínum. Er hún og afar vel skrifuð á knappan og stílhreinan hátt, þar sem hver hluti fellur vel að þeim næsta. Það er svo reyndar ekki svo að maður eigi alltaf að vera fastur í förum dilkadráttar því bók- menntir ættu auðvitað fyrst og fremst að vera metnar út frá gæðum þeirra, en hér er þó um að ræða glæpasögu sem teygir á forminu og tekst að vera fjölradda og spennandi og er bara ansi hreint góð. Tannöd er frumraun þýska glæpasagnahöfund- arins Andreu Mariu Schenkel en fyrir hana fékk hún nýverið þýsku glæpasagnaverðlaunin. Tannöd „Þessi bók sýnir svo ekki verður um villst að það er margt sem býr í glæpasögunni.“ TENGLAR ............................................................... http://www.deutscher-krimipreis.de http://www.krimilexikon.de MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2007 11 Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is Hún er fallega skrifuð, full af róog dýpt þrátt fyrir að vera tímasett í heimstyrjöldinni síðari, bók Peter Ho Davis, The Welsh Girl. Sögusviðið er velskt þorp og aðalsöguhetjurnar þrjár eru þýskur fangi, velsk stúlka sem er ólétt eft- ir að henni var nauðgað af breskum hermanni sem staðsettur var í ná- grenni þorpsins, og breskur her- maður sem sér um yfirheyrslur fyr- ir herinn. Nær Davis að flétta sögu þremeninganna einkar vel saman þrátt fyrir að þau virðist eiga lítið sameiginlegt í fyrstu.    Æskuár Rubens Gallego eruátakamikil – sama hver mælistikan er – en í bók sinni Hvítt á svörtu, sem JPV útgáfa sendi nýlega frá sér, rekur Gallego sögu sína. Hann fæddist með heilahrörn- unarsjúkdóm og afi hans skamm- aðist sín svo fyr- ir drenginn að hann sendi hann burt aðeins ársgamlan og taldi móður hans trú um að hann væri dáinn. Uppvaxtarárum sínum eyddi Gallego í kjölfarið á sovéskum stofnunum og lét aldrei bugast þrátt fyrir andlega og líkamlega vanrækslu. Bókin kemur hér á landi beint út í kiljuformi og var þýdd af Helga Brekkan, en Hvítt á svörtu hlaut rússnesku Booker- verðlaunin árið 2003    Íslendingasögur eru líklega nokk-uð sem flestir tengja fornbók- menntum. Svo þarf þó alls ekki að vera því bókaútgáfan Sögur ehf. gaf nýlega út nútíma Íslend- ingasögur eftir T. Thorvaldsen. Tvær bækur, Kosningar og París, eru komnar út í þessum bókaflokk sem nefnist Íslendingar og er rit- aður í kringum íslenskan samtíma. Það er því ekki ólíklegt að ein- hverjar sögupersónanna komi les- endum kunnuglega fyrir sjónir. Um er að ræða sjálfstæðar sögur innan framhaldsseríu þar sem að- alpersónan er blaðamaðurinn Ásdís sem reynir eftir áralanga fjarveru að aðlagast íslensku þjóðfélagi á ný.    Blaðakona er líka í aðalhlutverkií bók Gillian Flynn Beitt áhöld, sem Jentas útgáfan sendi nýlega frá sér í kilju. Bókin segir frá ungri blaða- konu, veikri á geði, sem send er til æskustöðv- anna til að skrifa um röð morða sem þar hafa verið framin. En Beitt áhöld var í hópi þeirra spennusagna sem tilnefndar voru til sérstakra spennusagnaverðlauna – Edgar verðlaunanna fyrir árið 2007.    Winterton Blue, nýjasta skáld-saga Trezza Azzopardi, hefst á tveimur stöðum samtímis. Í Car- diff þar sem Lewis hefur orð- ið vitni að at- burðum sem hann vildi helst ekki hafa séð og í London þar sem Anna heyrir nokkuð sem hún hefði helst ekki viljað vita. Bæði halda í kjölfar þessa til strandlínunnar við Norfolk þar sem Azzopardi leiðir þessa brothættu einstaklinga saman í til- finningalega flókinni sögu sem er einkar vel skrifuð. BÆKUR Ruben Gallego Tezza Azzopard Gillian Flynn Eftir Þormóð Dagsson thorri@mbl.is Það er óhætt að segja að sá hluti íslenskrarbókmenntasögu sem snýr að þýðingumúr erlendum textum hafi ávallt verið svo-lítið útundan í bókmenntaumræðunni hér á landi. Þó hafa orðið einhverjar breytingar á því, einkum síðastliðinn áratug og hálfan, en nokkrir ís- lenskir fræðimenn hafa hugað sérstaklega að þýð- ingasögunni og þýðingafræðinni. Matthías Viðar Sæmundsson gerir grein fyrir útgáfu þýddra fag- urbókmennta á fyrsta áratug 20. aldar í Íslenskri bókmenntasögu III sem kom út árið 1996. Þá hefur Ástráður Eysteinsson sömuleiðis lagt mikla stund á þessi fræði og fjallar nokkuð ítarlega um íslenska þýðingasögu á 19. og 20. öld í bók sinni Tvímæli sem einnig kom út árið 1996. Hin Íslensku þýð- ingaverðlaun sem veitt hafa verið íslenskum þýð- endum síðustu þrjú árin hafa sömuleiðis vakið at- hygli á þessum þætti bókmenntanna. Í MA ritgerð Svanfríðar Larsen í almennri bók- menntafræði, Af erlendri rót, sem Háskólaútgáfan gaf út í fyrra er íslenska þýðingasagan skoðuð enn fremur en þar einblínir höfundur á tímabilið 1874- 1910. Á þessu tímabili var mikill vöxtur í útgáfu prentmiðla á Íslandi og á vegum Íslendinga vest- anhafs og því fylgdi stóraukin þýðingastarfsemi sem naut sín einkum í tímaritum og blöðum. Um- ræddar þýðingar voru yfirleitt í formi neðanmáls- sagna, smásagna og ljóða eftir heimsþekkta og lítt þekkta höfunda víða að úr heiminum og einnig ým- iss konar hagnýtur texti um hvað sem er. Markmið Svanfríðar með ritgerðinni var einna fremst að skrásetja þessar þýðingar og flokka þær og það hefur hún gert með afar ítarlegri þýð- ingaskrá sem telur hátt í 4200 þýðingar frá um- ræddu tímabili; vandlega skráðar og flokkaðar eftir gerð hvers texta fyrir sig. Hún skoðar jafnframt hvaðan textarnir komu sem þýddir voru og hverjir það voru sem tóku að sér að þýða. Þá gerir höf- undur könnun á ráðandi menningarstefnu hjá við- komandi miðlum sem birtu þýðingarnar og á við- tökum þeirra og loks kannaði hún hlut þeirra í bókmenntakerfi landsins á umræddu tímabili. Augljóslega hefur heilmikil vinna farið í þessa skráningu en samkvæmt inngangsorðum Svan- fríðar er verkið afrakstur grunnrannsóknar sem fram fór á árunum 1998-2003. Við flokkunina hefur hún gróflega skipt þýðingunum í tvo flokka, annars vegar skáldskapartexta og hinsvegar „aðra texta“ en þeir síðarnefndu ná yfir til dæmis upplýsinga- texta og svokallaða nytjatexta. Skáldskapartextar eru flokkaðir enn fremur eftir bókmenntategund, þ.e.a.s. skáldsaga, smásaga, ljóð, leikrit, ævintýri og þjóðsaga. Svanfríður segir að á þessu tímabili, 1875-1910, hafi skapast í senn réttindalegur, tæknilegur og menningarlegur grundvöllur fyrir nútímalega blaða- og bókaútgáfur Íslandi. Framfarastraumar þessa tíma höfðu mikil áhrif á útgáfuna en blöðunum var ætlað mikið fræðslu- og menningarlegt hlutverk og voru þau ekki síst opin fyrir erlendum áhrifum. Hún færir einnig rök fyrir því að sjálfstæðisbaráttan hafi hvatt frekar en latt til alþjóðlegra samskipta og voru sambönd við erlend skáld og erlendar samtímabók- menntir efld á þessum tíma. Svo virðist sem þýð- ingar hafi fengið tvenns konar hlutverk; annars veg- ar afþreyingar, menningar- og fræðsluhlutverk og hins vegar það hlutverk að selja blöðin á ört vaxandi blaðamarkaði. Eins og gefur að skilja myndaðist gjarnan togstreita á milli þessara tveggja hlutverka, einkum hjá þeim blöðum sem voru hvað pólitískust. Svanfríður áréttar að verkið og þýðingaskráin sé fyrst og fremst hugsað sem hjálpartæki til að kynn- ast þeim ritsmíðum sem rötuðu til landsins í kring- um aldamótin 1900 og eins til að kynnast nánar höf- undum textanna og þeim sem „sömdu“ þá á íslensku. Það er að minnsta kosti ljóst að hér hefur verið unnið afar gagnlegt verk sem á eflaust eftir að nýtast í og geta af sér frekari rannsóknir á ýmsum sviðum. »Á þessu tímabili var mikill vöxtur í útgáfu prentmiðla á Ís- landi og á vegum Íslendinga vest- anhafs og því fylgdi stóraukin þýðingastarfsemi sem naut sín einkum í tímaritum og blöðum. ERINDI Hlutverk þýðinga á Íslandi í kringum 1900

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.