Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.2007, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.2007, Blaðsíða 1
Vatnasafn/Library of water Vatnasafn „Vatnasafnið felur því í sér ákveðin endalok; þetta lífsnauðsynlega efni hefur verið tekið úr sínu eðli- lega umhverfi og um leið eru tengsl þess við restina af heiminum rofin; það mun aldrei sameinast hafinu umhverf- is landið, Gangesfljóti í Indlandi eða Thamesánni í London,“ segir Roni Horn um Vatnasafnið opnar í dag. » 4-5 Laugardagur 5. 5. 2007 81. árg. lesbók LÍF ANNARRA ÓSKARSVERÐLAUNAMYND FLORIANS HENCKELS VON DONNERS- MARCKS UM LÍFIÐ Í FYRRVERANDI AUSTUR-ÞÝSKALANDI » 3 Hér er þó um að ræða glæpasögu sem teygir á forminu » 11 Á sumrin finnst mér alltaf gaman þegar jörðin er að gróa og græni liturinn er að koma í tún og úthaga. Mér finnst það skipta bændur mestu og best að fá gott veð- ur á sauðburðinum og um sláttinn. Bændur þurfa góða tíð á sauðburðinum þegar kindurnar koma út með litlu lömbin, að það sé góð tíð þá, að það sé ekki kalsi, og svo á slættinum þegar maður er að reyna að ná góðum heyjum. Því betra tíðarfar og þurrveð- ursamara á slættinum, því betra fóður fyrir skepnurnar. - Hólmfríður Hauksdóttir Þetta er brot úr viðtali sem var tekið fyrir bókina Weather Reports You / Veðrið vitnar um þig fyrir Roni Horn (Útgefandi: Artangel/Steidl) og VATNA- SAFN / LIBRARY OF WATER. Veðrið vitnar um þig er safn veðurfrásagna frá Íslandi. Vilt þú senda inn frásögn? Farðu á www.vatnasafn.is/vedur V E Ð R IÐ V IT N A R U M Þ IG Eftir Þröst Helgason vitinn.blog.is Hvað er fólk að lesa?Er það að lesa bráðgott smáritSmekkleysu, Það er að hefjastgleðskapur, sem kom út í vikunni með smáprósum eftir Ivor Cutler eða for- vitnilega ljóðabók Eiríks Arnar Norðdahl og Ingólfs Gíslasonar, Handsprengja í morguns- árið, sem kom líka út í vikunni? Líklega. En sennilega eru þó fleiri að lesa bloggsíðu Ellýjar Ármannsdóttur þulu í Ríkissjónvarp- inu (ellyarmanns.blog.is) en hún fær 10.- 12.000 heimsóknir á dag eða um 80.000 á viku, hvorki fleiri né færri! Bloggsíða Ellýjar er sú vinsælasta á Moggablogginu en næstvinsælust er síða Sig- mars Guðmundssonar, fréttamanns í Kast- ljósinu, en hann fær þó helmingi færri heim- sóknir. Kannski er ein ástæðan fyrir vinsældum bloggs þeirra Ellýjar og Sigmars sú að þau eru þekkt andlit úr sjónvarpinu en muninn á þeim má að öllum líkindum skýra með því að Ellý bloggar um erótík. Og það var reyndar ekki fyrr en Ellý fór að segja stuttar erótísk- ar sögur á bloggi sínu fyrir skömmu að hún þaut fram úr samstarfsmanni sínum í vin- sældum. Tvær augljósar ályktanir virðist mega draga af þessu: Að smásagan hafi gengið í endurnýjun lífdaga á blogginu og að Ellý sé mest lesni smásagnahöf- undur landsins. Um erótíkina sem að- göngumiða að lesendum þarf ekki að fjölyrða en önnur ástæða fyrir miklum lestri þessara skrifa er kannski sú að sögurnar eru á óljósum mörk- um skáldskapar og veruleika sem þýðir í raun að lesandanum er látið eftir að trúa sög- unum eða ekki. Ellý bloggar auðvitað í fyrstu persónu og vísar í sífellu til vinkvenna sinna sem trúa henni fyrir einkamálum sínum. Það mætti raunar halda því fram að ein af meginástæðunum fyrir vinsældum bloggs yf- irleitt sé sú hvað mörkin á milli skáldskapar og veruleika og einnig á milli einkarýmis og almennings eru óljós þar. Sumum gengur illa að fóta sig á þessum óljósu mörkum. Fólk er sífellt að missa jafnvægið í bloggi sínu og fara yfir mörkin, bæði með því að opinbera sig með einhverjum hætti og með því að ganga of langt í ummælum um annað fólk. Ástæðan er sú að allar reglurnar og skorðurnar sem prentið setti okkur – og hafa gilt í 500 ár og að stórum hluta færst yfir á aðra miðla – eru nú farnar á flot á Netinu. Þar er engin rit- stjórn og þar eru engar aðgangstakmarkanir nema tæknilegar. Svo að segja allir sem vilja geta. Það er mikil breyting; allir þeir sem vildu skrifa eða tala í opinberum miðlum gátu það ekki endilega. Við vitum ekkert hvað gerist næst. Mest lesni smásagnahöfundur landsins MENNINGARVITINN Ellý Ármannsdóttir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.