Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.2007, Side 3

Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.2007, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2007 3 Eftir Helgu Kristínu Einarsdóttur helgakristin@gmail.com L istahátíð í Reykjavík hefur verið haldin árlega frá 2004 og er ekki að merkja að forvitni lands- manna hafi verið svalað, hvað þá að kosningar og frönsk vorhátíð hafi sett strik í reikninginn því nýliðin hátíð sló að- sóknarmet. Um 180.000 manns sáu viðburði Listahátíðar og munar þar ekki síst um risessuna sem vakti ýmsa af værum blundi tvo daga í röð og lifir enn í minningu fjöl- margra. Áætlað er að allt að 150.000 manns hafi séð til ferða ris- essunnar og föður hennar risans, en sýning götuleikhússins Royale de Luxe markaði upphaf Listahá- tíðar og lok Pourquoi Pas? – hins franska vors á Íslandi árið 2007. Þórunn Sigurðardóttir, stjórn- andi Listahátíðar í Reykjavík, seg- ir meðal annars mega þakka góðan árangur því, að skipuleggjendur hátíðarinnar hafi þegar lært að raða viðburðum í kringum borg- arstjórnarkosningar og að jafn- framt sé skipulagning dagskrár auðveldari á árlegri hátíð. Stórstjörnurnar tímabærar „Þessi listahátíð var líka frekar klassísk og mikið af sígildum og glæsilegum atriðum, San Franc- isco-ballettinn og breska leikhúsið Cheek by Jowl eru dæmi. Baritón- arnir tveir, Dimitri Hvorostovsky og Bryn Terfel, voru líka mjög vin- sælir og að okkar mati var kominn tími á hátíð með stórstjörnum. Fólk hér er fljótt að verða þreytt ef hátíðin er alltaf með sama sniði,“ segir hún. Ríflega 3.500 manns sáu sýn- ingar San Francisco-ballettsins, 3.000 manns sóttu tónleika Gorans Bregovic og um 2.000 manns hlustuðu á barítónsöngvarana Bryn Terfel og Dimitri Hvorostovsky. Einnig sóttu yfir 5.000 manns hönnunarsýninguna Magma/Kviku yfir opnunarhelgina og ýmis inn- lend verkefni nutu vinsælda. Seld- ust aðgöngumiðar fyrir 44 millj- ónir, sem er það mesta í sögu Listahátíðar. Þórunn segir að íslenskar leik- sýningar og tónleikar hafi yfirleitt verið vel sóttir, einnig voru ýmis atriði Listahátíðar á dagskrá úti á landi líka. Sem dæmi um það má nefna röð tónleika í Laugarborg og trúðleikarana í Kunz-fjölskyldunni sem sýndu líka á Akureyri og Eg- ilsstöðum. „Það er nýtt að færa sýningar út á land og talsvert flókið mál og þótt aðsókn sé ekki jafnmikil og í höfuðborginni dugir ekki að gefast upp. Þetta er bæði upplifun fyrir listafólkið og heimamenn sem taka á móti því og hugsunin nær lengra en bara fyrir daginn í dag, enda er markmiðið líka að sinna listahátíð- aruppeldi þeirra sem búa í fjar- lægð frá höfuðborginni. Listahátíð á líka að styðja við bakið á starf- semi ýmissa stofnana og menning- arhúsa úti á landi,“ segir hún. Flottasta götuleikhús heims Koma franska götuleikhússins Ro- yale de Luxe, sem Þórunn kallar flottasta götuleikhús veraldar, var í undirbúningi í ein fjögur ár og dvaldi stór hópur fólks hér um tíma til þess að saga í sundur stræt- isvagna og fremja önnur stórvirki, en 200 manns komu nálægt sýning- unni sjálfri. „Það vakti líka athygli að við þyrðum að bjóða tveimur mjög uppteknum baritónsöngv- urum, sem jafnframt eru í mikilli samkeppni hvor við annan, á sömu hátíðina en þeim þótti sjálfum ákaflega gaman að taka þátt og lögðu sig fram við að búa til sér- staka efnisskrá sem mótuð var fyr- ir Listahátíð. Stóru viðburðirnir draga hins vegar ekki úr vægi lít- illa atriða.“ Undirbúningur næstu listahátíð- ar er hafinn fyrir löngu og segir Þórunn að síðustu að hátíðin sem nú er nýafstaðin hefði aldrei getað orðið að veruleika ef ekki væri fyr- ir reynslu hins sterka og öfluga hóps starfsmanna sem orðið hefur til á liðnum árum. „Við hefðum aldrei getað skipulagt þessa hátíð, ef við værum allar að byrja.“ Alger veisla Pétur Gautur myndlistarmaður minnist óðar á risessuna þegar hann er spurður hvaða viðburði Listahátíðar hann hafi sótt. „Ég er með vinnustofu við Snorrabraut og heyrði lætin þegar hún fór hjá og kíkti því út og var mjög hrifinn. Það var ótrúlegt að horfa á hana ganga. Ég sá líka San Francisco- ballettinn sem kom mér skemmti- lega á óvart. Ég hafði búist við dansandi ballerínum í langri röð og klassísku yfirbragði, en sýningin var bæði flott og sterk upplifun. Þá fór ég að hlusta á barítónsöngv- arana báða og fannst það ekkert of mikið. Ég hef haldið lengi upp á Bryn Terfel og hann kom ekki á óvart með sinni stóru og miklu rödd. Dmitri Hvorostovsky þekkti ég minna, en það var ótrúlegt að finna og upplifa nærveru hans og vera á tónleikunum, enda hefur hann geysilega mikla rödd. Tón- leikar Gorans Bregovic voru líka einstaklega skemmtilegir. Nú er ég búinn að kaupa mér plötu með Bregovic og ljóðaplötu með Hvoro- stovsky og er því enn að upplifa listahátíð. Hún var alger veisla og langbesta hátíð sem ég man eftir. Það verður erfitt að toppa hana,“ segir Pétur Gautur. Fallegur barítón Katrín Fjeldsted læknir var úti í Kaupmannahöfn og naut flutnings Konunglegu dönsku óperunnar á Leðurblökunni þegar Listahátíð hófst. „En ég sá Goran Bregovic á dúndurtónleikum og mikil stemn- ing í salnum. Það var gaman að taka þátt í þeim, gæði laganna voru reyndar misjöfn en þau bestu mjög skemmtileg. Dmitri Hvorostovsky heyrði ég flytja rússnesk sönglög og hefði að ósekju þolað meiri fjöl- breytni, þótt hann syngi reyndar aríu Jagós úr Ótelló. Ég keypti miða seint og sat því ekki á mjög góðum stað og hefði jafnvel þurft að vera með leikhúskíki, því Hvoro- stovsky er mjög fallegur á að líta. Píanóleikarinn, Ivar Ilja, lék líka mjög fallega. Ég hafði keypt miða á tónleika Bryns Terfels en komst ekki, svo það endaði með því að sonur minn, 26 ára, fór og naut flutningsins í staðinn. Einnig fór ég að sjá Cymbeline. Ég hefði gjarnan viljað sjá sýningu San Francisco- ballettsins, en komst því miður ekki þar sem ég var í burtu. Listahátíð var fjölbreytt og metn- aðarfull og fær fyllsta hrós frá mér. Augljóslega var mikil vinna lögð í dagskrána og uppskeran eins og sáð var til,“ segir Katrín Fjeld- sted. Stórkostlegustu tónleikar lífs míns Elsa María Jakobsdóttir, umsjón- armaður í Kastljósi, segir að ris- essan hafi vakið sig, tvo morgna í röð, þar sem hún býr rétt við Hljómskálagarðinn. Það hafi verið nokkur upplifun. „Svo fór ég að sjá Kongóbandið Konono N°1. Fyrst stóð ég fyrir utan þvöguna og naut tónleikanna ekkert sérstaklega mikið, en þegar ég fór til vina minna þar sem þeir voru dansandi einhvers staðar inni í henni miðri fannst mér óskaplega skemmtilegt. Ég fór líka að sjá og heyra Goran Bregovic, það var ótrúleg upplifun. Þvílíkt sjarmatröll. Þetta eru stór- kostlegustu tónleikar sem ég hef farið á í lífinu. Hann lék á allan til- finningaskalann, allt frá dýpstu sorg til mestu gleði, og ég hef varla talað um nokkuð annað síðan. Ég fór líka að hlusta á Dmitri Hvoro- stovsky, sem var gaman, enda er hann yndislegur söngvari, en lík- lega hefði ég notið þess betur ef ég hefði ekki verið svona eftir mig eft- ir Bregovic. Ég missti af ótalmörg- um viðburðum sem ég hefði viljað sjá, en náði samt að sjá hönn- unarsýninguna Kviku á Kjarvals- stöðum, sem var mjög áhugavert og ég væri gjarnan til í að skoða betur. Einnig átti ég mjög notalega stund á tónleikum með djasstríóinu EST. Líklega hef ég aldrei verið jafn dugleg að fara á Listahátíð, enda hefur mér aldrei þótt dag- skráin jafn áhugaverð og nú og ekkert sem ég varð fyrir von- brigðum með. Ég er virkilega ánægð með hátíðina og finnst hafa verið vel að verki staðið. Svo tók ég líka frönsku menningarhátíðina með trompi,“ segir Elsa María Jakobsdóttir. Listin á götum borgarinnar Viðar Eggertsson, leikstjóri og út- varpsmaður, kveðst ekki hafa náð að sjá eins mikið af glæsilegri dag- skrá Listahátíðar og hann hefði viljað. „En mér fannst ánægjuleg- ast hvernig tókst, eins og oft áður og er við hæfi, að höfða til stórs hóps af fólki sem gat notið hátíð- arinnar án þess að þurfa að kaupa miða. Listin færðist út á götur borgarinnar og þannig má segja að hápunktinum hafi verið náð, í tvennum skilningi, þar sem ég á við sýningu risessunnar og risans sem bæði ná hátt upp í loftið. Ég ein- beitti mér helst að leikhúsinu og sá sýningu Cheek by Jowl, Cymbel- ine, sem var sérstaklega falleg og fagleg og ánægjuleg upplifun. Ekki naut ég þess síður að sjá sýningu Sigtryggs Magnasonar heima hjá honum, leikverkið Yfirvofandi. Það var bæði falleg og vönduð leiksýn- ing sem kom mér mikið á óvart. Margir tónleikar listahátíðar voru hljóðritaðir og myndlistarsýningar halda áfram og hugsa ég mér gott til glóðarinnar að njóta þeirra seinna, til dæmis Kviku og Cobra Reykjavík í Listasafni Íslands. Listahátíð í dag og listahátíðir fyrri tíma eru ekki það sama, Ísland er hætt að vera einangrað og fjarri heimsmenningunni og því vanda- samara en áður að finna það sem er sérstakt og einstakt. Það hefur að mörgu leyti tekist og smæsti viðburðurinn að umfangi getur orð- ið stærstur, þótt um sé að ræða sýningu að viðstöddum 20 manns heima í stofu. Hún var eins og lítil perla í skel í fjöru, sem maður finn- ur og opnar fyrir tilviljun, stefnu- mót við hið óvænta þar sem stund- um gerist eitthvað ólýsanlegt,“ segir Viðar Eggertsson. Morgunblaðið/Sverrir Katrín Fjeldsted Morgunblaðið/Ásdís Pétur Gautur Morgunblaðið/G.Rúnar Viðar Eggertsson Morgunblaðið/Sverrir Þórunn Sigurðardóttir Stefnumót við hið óvænta Hvernig tókst til við Listahátíð í Reykjavík? Aðstandendur segja að aðsóknarmet hafi verið slegið. Stjórnandi hátíðarinnar, Þórunn Sigurðardóttir, segir hana vel heppnaða og álitsgjafar eru á sama máli. Morgunblaðið/Golli Elsa María Jakobsdóttir Morgunblaðið/G.Rúnar Risessan Um 180.000 manns sáu viðburði Listahátíðar og munar þar ekki síst um risessuna sem vakti ýmsa af værum blundi tvo daga í röð og lifir enn í minningu fjölmargra. Aðgöngumiðar fyrir 44 millj. seldust á hátíðina.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.