Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.2007, Qupperneq 6
Eftir Björn Þór Vilhjálmsson
vilhjalmsson@wisc.edu
Íathyglisverðri grein sem birtist nýverið íStúdentablaðinu og er eftir Odd BjörnTryggvason er fjallað um stöðu kvikmynda-náms hérlendis. Í raun er verið að skoða
hvers konar vettvangur í menntakerfinu sé fyrir
hendi fyrir þá sem áhuga hafa á störfum í kvik-
myndaiðnaði í framtíðinni. Slíkur mennta-
vettvangur er vitanlega einn af grunnþáttunum í
langtímaafkomu fagsins, og á það við bæði hér-
lendis og annars staðar. Það sem hér liggur undir
er sú staðreynd að kvikmyndagerð, ef eitthvað á að
henni að kveða, treystir á framboð af hæfu fagfólki
sem reiðubúið er að ganga inn í hinar fjölbreyttu
stöður sem tengjast iðnaðinum. Hvað þetta varðar
finnst mér grein Odds bregða birtu á ýmsa þætti
sem gefa tilefni til ákveðinnar bjartsýni.
Kvikmyndaskóli Íslands undir stjórn Böðvars
Bjarka Péturssonar hefur starfað sem samfelldur
skóli síðan árið 2000 og Listaháskóli Íslands leitast
um þessar mundir við að koma á laggirnar kvik-
myndadeild sem myndi starfa á svipuðum grund-
velli og fyrrnefndi skólinn en á hærra skólastigi.
Það hefði væntanlega í för með sér ákveðinn
áherslumun hvað námsskrá og kröfur varðar þar
sem Listaháskólinn myndi starfa á háskólastigi en
Kvikmyndaskóli Íslands á framhaldsskólastigi.
Þeirri hugmynd er jafnvel varpað fram í grein
Odds að eins konar samstarf mætti hugsa sér þar
sem fólk sem útskrifaðist úr Kvikmyndaskóla Ís-
lands gæti sótt frekara nám í faginu í Listaháskól-
anum.
Slíkar vangaveltur tilheyra vitanlega framtíðinni
þar sem nokkuð virðist vanta upp á það að Listahá-
skólinn komist að samkomulagi við mennta-
málaráðuneytið um rekstur kvikmyndadeildar. Þar
til það mál er í höfn er of snemmt að tala um nokkra
samþættingu þessara tveggja stofnana, en því
verður ekki neitað að áðurnefnd mynd af línulegu
framhaldi og samstarfi milli skólanna tveggja virð-
ist mun eftirsóknarverðari en sú sem sýnir tvo
skóla keppast um sömu nemendur og reyna að skila
af sér sams konar vinnu.
Í grein Odds er vitnað til Hjálmars H. Ragn-
arssonar, rektors Listaháskólans, þar sem hann
lýsir yfir eindregnum vilja skólans til að koma á fót
kvikmyndanámi og því til stuðnings er m.a. vísað til
þess fjölbreytta starfs sem þegar er unnið innan
skólans og það gefið í skyn að fjarvera þeirrar einu
listgreinar sem 20. öldin skapaði, kvikmyndarinnar,
sé nokkuð sár. Undir þetta er auðvelt að taka. Ef
nútíminn á sér tiltekið birtingarform þá er það
kvikmyndin og því skiljanlegt að metnaðarfull
stofnun á borð við Listaháskólann vilji taka þátt í
þróun og uppgangi hennar hér á landi.
Það er hins vegar tvennt ólíkt að skapa mennt-
unargrundvöll sem nýtist íslenskum kvikmynda- og
sjónvarpsiðnaði og að skapa umhverfi þar sem fag-
fólk sem ákveður að leggja starf þetta fyrir sig get-
ur þrifist. En eins og Oddur segir í grein sinni þá
hefur „ekki öllum gengið vel að fá fasta stöðu“ í
þessum erfiða bransa. Enda þótt hugtakið „föst
staða“ sé kannski ekki alveg við hæfi í þessu sam-
hengi er auðvelt að sjá hvað Oddur er að fara, það
kann að vera erfiðleikum háð að tryggja sér sam-
fellt lífsviðurværi í iðnaði sem hér á landi virðist
öðru fremur háður veðri og vindum. En hvernig
mætti betrumbæta umhverfið og tryggja frekari
stöðugleika í íslenskum kvikmyndaiðnaði?
Eitt svar væri að auka framlög ríkisins til Kvik-
myndamiðstöðvar og innlendrar kvikmyndafram-
leiðslu almennt, auk uppbyggingar á kvikmynda-
menningu þjóðarinnar, þ.e. bókaútgáfu,
ráðstefnuhaldi, kvikmyndahátíðum o.s.frv. en nauð-
syn þess myndi ég telja brýna og í raun er heilmikla
skömm af því að hafa hversu óþægilega og ein-
feldningslega mörkin hafa fram til þessa verið
dregin milli kvikmyndagerðar og kvikmyndamenn-
ingar, líkt og annað geti þrifist án hins. Þannig
mætti benda á það að kvikmyndagerð hér á landi,
eða íslenskt þjóðarbíó sem einhverju máli skiptir,
verður náttúrlega ekki til í einhverjum hálfkæringi.
Þá verður slíkt þjóðarbíó ekki búið til af ofurhugum
sem eiga á hættu að fara á hausinn eftir hverja
mynd. Ágæt leið til að skapa starfsumhverfi fyrir
fagfólk í kvikmyndagerð á Íslandi er að á Íslandi
séu búnar til kvikmyndir af fagfólki sem fá dreif-
ingu annars staðar en á Íslandi. Og þar er hlutverk
kvikmyndaskóla skýrt eins og auðséð má vera hjá
nágrönnum okkar á Norðurlöndunum þar sem há-
gæða kvikmyndaskólar hafa gegnt lykilhlutverki í
sköpun kraftmikils iðnaðar sem ekki einvörðungu
nær vinsældum heima fyrir heldur hefur átt erindi
langt út fyrir eigin strendur. Góðir kvikmynda-
skólar sýna vissulega menningarstyrk og sömuleið-
is vitna þeir um að kvikmyndamenning þjóðar hef-
ur náð tilteknu marki en að sama skapi er tilvist
þeirra forsenda fyrir þvi að kvikmyndamenningin
þróist og blómstri.
SJÓNARHORN » Þannig mætti benda á það
að kvikmyndagerð hér á
landi, eða íslenskt þjóðarbíó
sem einhverju máli skiptir,
verður ekki til í einhverjum
hálfkæringi.
Kvikmyndaskólar
og kvikmyndamenning
6 LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
lesbók
Eftir Birtu Björnsdóttur
birta@mbl.is
Suður-kóreska leikkonan JeonDo-Yeon var verðlaunuð fyrir
leik sinn í kvikmyndinni Secret
Sunshine á nýafstaðinni kvik-
myndahátíð í Cannes.
Jeon sagði í viðtali fyrr í vikunni
að hún hefði upphaflega hafnað hlut-
verkinu þegar það bauðst því henni
fannst hún ekki skilja persónuna
nógu vel.
Í myndinni fer
Jeon með hlut-
verk einstæðrar
móður sem flytur
í heimabæ fyrr-
um eiginmanns
síns ásamt ung-
um syni sínum.
Hörmulegir at-
burðir í smábæn-
um verða til þess
að konan leitar á náðir kristinnar
trúar í leit að hugarró.
„Mér fannst ég ekki skilja konuna
við það eitt að lesa handritið,“ sagði
Jeon í umræddu viðtali. „Lee
Chang-Dong (leikstjóri mynd-
arinnar) útskýrði stöðu hennar í líf-
inu og hann sannfærði mig um að
taka hlutverkið að mér.“
Suður-Kóreubúar samglöddust
Jeon innilega og var hún á forsíðum
allra dagblaða þar í landi í kjölfar
verðlaunanna. Forseti landsins, Roh
Moo-Hyun, var meðal þeirra sem
sendu henni heillaóskir sínar.
Nú bendir allt til að það verðisænskt undirfatamódel sem
taki við hlutverki Tortímandans úr
höndum ríkisstjórans Arnolds
Schwarzeneggers.
Sænska fyr-
irsætan og leik-
arinn Marcus
Schenkenberg
var staddur á
kvikmyndahátíð-
inni í Cannes á
dögunum í leit að
fýsilegum hlut-
verkum fyrir
framtíðarferil
sinn. Í samtali í
hollenskum spjallþætti staðfesti
Schenkenberg að hann hefði fengið
fjögur hlutverk í kvikmyndum á há-
tíðinni, þar af eitt sem Tortímandinn
sjálfur í fjórðu myndinni sem á að
gera um vélmennið.
Schwarzenegger verður þó ekki
alveg fjarri góðu gamni við gerð
myndarinnar en honum mun að sögn
bregða fyrir í litlu aukahlutverki.
Þó svo að Cameron Diaz lýsti þvíyfir á dögunum að hún væri til í
að taka þátt í gerð Shrek 87 er hæp-
ið að til þess komi. Allavega sagði
Jeffrey Katzenberg, yfirmaður hjá
DreamWorks
Animation, að
áform væru um
að gera tvær
myndir um
tröllið græna í
viðbót, ekki
meira.
„Þetta er
saga sem tekur
enda, það stóð
til alveg frá
upphafi,“ sagði
Katzenberg.
„Öll sagan
var tilbúin þeg-
ar við réðumst í gerð fyrstu mynd-
arinnar. Ég held að það sé styrkur
myndanna. Þær byggja á traustum
grunni og það er ekki verið að
spinna söguþráðinn upp jafnóðum.“
Meðal þess sem fram mun koma í
Shrek 4 og 5 er forsaga Skrekks
sjálfs og hvernig hann endaði í fen-
inu sínu góða.
Samkvæmt The Times Online re-ports hefur Helen Mirren tekið
að sér hlutverk móður af gyð-
ingaættum í kvikmyndinni Gaza.
Myndin segir frá móðurinni sem bú-
sett er á Gaza-ströndinni ásamt
dóttur sinni sem á palestínskan unn-
usta.
Kvikmyndir
Jeon Do-Yeon
Marcus
Schenkenberg
Shrek og Stígvélaði
kötturinn.
Eftir Heiðu Jóhannsdóttur
heida@mbl.is
N
ýjasta kvikmynd breska leik-
stjórans Shane Meadows,
Þetta er England (This is Eng-
land), hefur vakið mikla athygli
en þar er tekist á við tímabil í
nálægri fortíð bresku þjóð-
arinnar í gegnum sögu ungs drengs sem er á
miklu umbrotaskeiði í lífi sínu. Myndin gerist
snemma á níunda áratugnum þegar atvinnuleysi,
útlendingahatur og nýafstaðið Falklands-
eyjastríð setur mark sitt á þjóðarsálina. Að-
alpersóna myndarinnar, Shaun, er 12 ára og
glímir við sorg eftir að hafa misst föður sinn í
Falklandseyjastríðinu. Eftir fráfallið flytur
Shaun með móður sinni í sjávarbæ nálægt Nott-
ingham á Mið-Englandi en gengur illa að aðlag-
ast lífinu þar. Þegar Shaun eignast vini sem raka
á sér hausinn, klæðast uppbrettum gallabuxum,
axlaböndum og Dr. Martens skóm, hlusta á ska-
tónlist og gefa skít í kerfið, upplifir hann við-
urkenningu sem hann áður skorti. Hann er nú
orðinn hluti af klíku sem tekur honum opnum
örmum, ekki síst foringinn í hópnum, hinn yf-
irvegaði og sjarmerandi Woody. Klofningur kem-
ur hins vegar upp í klíkunni þegar Combo, fyrr-
um meðlimur vinahópsins, kemur aftur til
bæjarins eftir að hafa setið í fangelsi og tekur að
boða klíkufélögum sínum þjóðernishyggju og út-
lendingahatur í anda breska Þjóðarflokksins
(British National Front) sem var þá að leita að
nýjum fylgisgrunni meðal reiðra ungra manna.
Sannfæringarkraftur Combos og gagnrýni hans
á stríðsrekstur og stefnumál ríkisstjórnarinnar
hefur djúpstæð áhrif á hinn leitandi og viðkvæma
Shaun, sem leitar enn útrásar fyrir heiftina sem
býr í honum eftir föðurmissinn.
Þetta er England hefur verið lofuð fyrir að
sameina vandaða og kraftmikla frásögn og til-
finningalega dýpt en gagnrýnandi Times sagði
myndina þá bestu sem komið hefði frá breskum
leikstjóra síðan Trainspotting gerði allt vitlaust
um árið. Þá hefur hinn barnungi Thomas Tur-
goose hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína í
hlutverki Shauns.
Saga fyrrum snoðinkolls
Shane Meadows er sjálflærður kvikmyndagerð-
armaður sem hefur gert nokkrar kvikmyndir en
sú þekktasta er líklega spennumyndin Once Upon
a Time in the Midlands, mynd sem Meadows hef-
ur reyndar sjálfur sagt vera eina af sínum ómerki-
legustu verkum. Í myndum sínum tekst Meadows
gjarnan á við líf fólks af verkamannastétt og sam-
spil karlmennskuhugmynda og ofbeldis en Þetta
er England er nýjast viðbótin við svokallaðar
Nottingham-sögur hans. Í nýlegu viðtali, sem
birtist við Meadows í Time Out, segir hann Þetta
er England vera sína sjálfsævisögulegustu kvik-
mynd hingað til. Í myndinni, sem hann skrifar
sjálfur handritið að, hverfur hann til æskuslóða
sinna á Mið-Englandi, en á unglingsárunum bjó
hann í Nottingham þar sem hann varð hluti af
menningarkima snoðinkolla sem bölvuðu von-
leysinu sem blasti við ungu fólki af verka-
mannastétt. Sjálfur segist Meadows hafa fylgst
með því hvernig þessi æskumenningarkimi, sem
spratt af pönkbylgjunni bresku og hlustaði af
ástríðu á tónlist frá Jamaíka, varð áróðri þjóðern-
issinnaðra öfgaafla að bráð, og klofnaði m.a. í hóp
nýnasista sem flestir tengja nú snoðinkollana við.
Í myndinni dregur Meadows upp sterka mynd
af tísku og tíðaranda fyrri hluta níunda áratug-
arins og verður vonleysi og ömurleiki staða á borð
við bæinn sem Shaun býr í allt að því áþreifanlegt.
Hárgreiðsla og klæðnaður er útfært af mikilli ná-
kvæmni niður í smæstu smáatriði, en myndin
hefst á nokkurs konar inngangi þar sem tíðarand-
inn er bókstaflega seiddur fram með fréttamynd-
um úr Falklandseyjastríðinu, brúðkaupi Díönu og
Karls, fundum Reagans og Thatcher og mannlífs-
myndum úr atvinnuleysishrjáðum borgum Bret-
lands sem römbuðu á barmi óeirða og upplausnar.
Fjallað er um hugmyndafræðileg átök sem
hrærðust með ungu fólki í Bretlandi á þessum
tíma í gegnum sögu Shaun og vina hans, og eru
hugleiðingar um orsakir ofbeldis og ofbeld-
ishyggju áberandi þáttur í frásögninni. Meadow
segir í áðurnefndu viðtali að skelfilegur ofbeld-
isverknaður hafi bundið enda á samvistir hans við
snoðinkollana og foringja hópsins sem var honum
föðurleg fyrirmynd. Ekki er erfitt að sjá ævi-
sögulegu tengslin í sögunni af Shaun í Þetta er
England og þessum atburði í lífi leikstjórans
Shane.
England árið 1982
Þetta er England Myndin þykir sameina vandaða og kraftmikla frásögn og tilfinningalega dýpt
Menningarkimi snoðinkolla, útlendingahatur og
átakatími Thatcher-áranna er meðal þess sem
Shane Meadows fjallar um í mynd sinni, Þetta er
England, en myndin er um leið nokkurs konar
sjálfsævisaga.