Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.2007, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2007 9
myndina sem sköpuð hefur verið
m í erlendum tónlistarfjölmiðlum.
yndinni yfir í krúttbangsa eða
oðsaga um hið krúttlega, skrítna,
ennur saman við ímyndina af
ið verður gremlin, skrímsli eftir
g með erótískum undirtónum.
táknfræði í eigin hendur, leika
r þannig viðbragð við eigin hlut-
tnilegt útkjálkafyrirbæri. Auð-
myndinni en með því festist mað-
orgaralega og fágaða í andstöðu
m hefur lítið fram að leggja í
s og er einungis áhugavert að
arverkefni sem felur í sér að 50
pum á 8 mismunandi stöðum á
Áhersla er á samvinnu lista-
ð. Aðgengi íslenskra listamanna
arðar samgöngur og athygli hef-
g með tilheyrandi sókn í þá átt.
gnið, athyglin og vöxturinn sem
tkjálkans er eftirsóknarverður
elja í útkjálkaþorpinu 101
ð en markaðssetningu. Hið gagn-
ð þátttöku hennar í samfélaginu.
n í Reykjavík virðast halda á sér
kileg sköpun á öðrum út-
SÍA sem verkefni er hugsað til að
og skapa tengslanet til framtíðar
Eftir Guðmund Odd Magnússon
Frá aldamótum í það minnsta hafa nýrómantískir vindar blásið ávíðtækan hátt um samtímann. Þetta gerist á tímum nánast al-tækrar alheimsvæðingar þar sem allt líkist hvað öðru, það tap-
ast auðkenni og sérkenni. Viðspyrnan verður leitin að hinu ekta og
hinu sérkennilega en ekki endilega hinu þjóðlega. Ekki er eins gaman
eða merkilegt að ferðast til stórra borga og maður ímyndar sér alla-
vega að hljóti að hafa verið hér áður fyrr. Jaðarsvæðin og smábæirnir
verða mun eftirsóknarverðari fyrir vikið. Virðing fyrir útkjálka-
mennsku og því heimatilbúna, upplifun fegurðarinnar í því sem flestum
fannst annars ómerkilegt kom mjög hægt til mín persónulega. Ég varð
samt fyrir gríðarsterkum áhrifum þegar ég flutti af landsbyggðinni til
höfuðborgarinnar – nánast sleginn á sínum tíma þegar mér varð ljóst
að allt sem mig dreymdi um sem fegurð var með öfugum formerkjum.
Þessi upplifun mín hangir saman við vakninguna fyrir þeirri fegurð
sem breska ljóðskáldið Keats orðaði eitthvað á þá leið að fegurðin væri
sannleikur og sannleikurinn fegurð. Sannleikurinn getur verið í huga
okkar flestra bæði ljótur og beiskur og upphafinn draumurinn sleginn
töfraljósi, baðaður sykurhjúpi yfirborðsins mun fegurri.
Ástæðan fyrir flutningnum frá landsbyggðinni var að ég varð nem-
andi við Myndlista- og handíðaskólann haustið 1976. Ég dróst á tveim
árum að þeirri deild sem ég var varaður mest við af kennurum forskól-
ans og annarra deilda skólans sem fullyrtu að þessi snerist ekki um
myndlist heldur eitthvað allt annað. Þeim til mikillar skelfingar gekk
ég í hóp þeirra sem voru nánast uppnefndir nýlistamenn á sínum tíma.
Þetta voru flúxus- og konsept-listamenn. Margir þeirra notuðu efni
sem aðrir höfðu kastað – þeir voru á móti upphafningu efnisins sem var
ansi fyrirferðarmikil í samfélaginu á þeim tíma. Algengasta spurningin
sem listamenn svöruðu í fjölmiðlum var: „Í hvaða efni vinnur þú“? og
svarið var kannski. „Jú, ég vinn mest með gifs en fer aðeins út í kopar“
eða „ég er nú mest í aquarellunni en vinn aðeins með blek“. Einn
áhrifamesti kennarinn í forskólanum sýndi okkur hróðugur fulla tunnu
af rauðu litarefni (pigmenti) sem hann hafði búið til sjálfur. Ekki fór
mörgum orðum af myndlistariðkun hans meðan kennarar og nem-
endur nýlistardeildar iðkuðu umræðuna um inntak og tilgang list-
arinnar. Sem dæmi spurði nemandi eitt sinn einn kennara við nýlista-
deildina. „Er ekki örugglega rétt hjá mér að málverkið sé dautt?“
Kennarinn svaraði: „Nei, aldeilis ekki. Málverkið er ekki dautt – mál-
verk er bara ein aðferð til að tjá sig eða að koma hugmynd á framfæri.
Það skiptir ekki svo miklu máli hvaða aðferð þú notar til að tjá þig svo
framarlega sem þú ert að því og hefur eitthvað að segja og þá skiptir
miklu máli að segja satt!
Mér sjálfum til mikillar furðu þá voru þessir flúxus-listamenn mjög
hrifnir af hinu heimatilbúna. Á þessum árum var nýútkomin bók sem
hét „Án titils“. Við nemendur deildarinnar lásum hana allir. Hún er
ágætt dæmi um þessa fagurfræði. Hún var í dagbókarformi, frásaga af
daglegu lífi bóhemsins vafin skyndimyndum, bömmerum og brönd-
urum þynnkunnar, skreytt póstkortum og sendibréfum frá sama tíma-
skeiði. Annar kennari benti okkur á þetta væri heil hefð hér á landi
sem Þórbergur Þórðarson náði meistaratökum á. Hann nefndi einnig
fjölmargar ævisögur og sjálfsævisögur sem hefðu þessi heimatilbúnu
einkenni þar sem ekkert réð ferðinni nema brjóstvitið – ekki væri um
að ræða fágaðan og menntaðan smekk. Til þess að útskýra betur
nefndi hann nóbelsskáldið sem dæmi um andstæðuna. Þar væri á ferð-
inni listamaður upphafningar og fágunar sem meðvitað vildi sýna
heiminum að við gætum líka skrifað lærðar heimsbókmenntir. Að Þór-
bergur sýndi sannleikanum virðingu en nóbelsskáldið næði því ekki á
sama hátt. Í verk hans væri ofin of mikil tilgerð og upphafning til þess
að hægt væri að kalla þau sönn í þessum skilningi.
Þetta á ekki bara við um íslenskar bókmenntir. Það sama gildir um
íslenska tónlist, karlakórana og lúðrasveitirnar. Það sama gildir um ís-
lenskan fatnað, frá upphlutnum að gúmmískónum, Íslandsúlpunni og
lopapeysunni. Það sama gildir um íslenskan arkítektúr. Líklega er
kjarni málsins falinn í íslenskum tuttugustu aldar arkítektúr. Þar eru
augljósar allar meginhugmyndir hinna vestrænu menningarhreyfinga
þess tíma. Þær berast að utan eins og hver annar rekaviður. Þar er
þjóðernis-rómantíkin, þar er art deco, þar er fúnksjónalisminn. Þar er
módernismi alþjóðastílsins frá sjötta áratugnum. Þar er póst-
módernisminn. Allir eru sammála um að þar finnist engin Corbusier
eða Frank Loyd Wright en sama hugmynd finnist samt. Hugmyndir
ferðast en hjartað ferðast ekki. Það er staðbundið eins og úrlausnir eru
staðbundnar. Verksvit okkar, tækni og efni eru staðbundin – þar koma
auðkennin í ljós. Útkjálkinn eru auðkenni okkar því þar er heimili okk-
ar og hjarta.
Nesjamennska og
sveitarómantík
Höfundur er grafískur hönnuður og prófessor við LHÍ.
Eftir Allison Peters
Útkjálkamennska er hugar-ástand. Hugmyndin um út-kjálkamennsku gefur til
kynna bæði landfræðilega staðsetn-
ingu sem og vitsmunalega einfeldni
einstaklings, staðar eða hlutar sem
hugtakið vísar til. Frekari rannsókn á
þessum tveimur algengu eiginleikum
útkjálkamennsku gefur til kynna að
skilgreiningarnar tvær eru óháðar
hvor annarri. Nú til dags takmarkar
það ekki þekkingu eða sýnileika að
vera staðsettur á jaðarsvæðum, þökk
sé samskiptahraða eins og Netinu,
fjarskiptatækni og miðlun yfirleitt.
Það er seinni skilgreiningin, um vits-
munalega einfeldni, sem vekur gagn-
rýnar spurningar. Menning verður
ekki til í tómarúmi; þvert á móti er
menning afleiðing sameiginlegrar
meðvitundar. Augnablik samtímans
setur fram marga raunveruleika – alla
jafn réttháa – sem hafa áhrif hvor á
annan á ýmsa vegu, burtséð frá land-
fræðilegri staðsetningu.
Menningarfræðingurinn Frederic
Jameson setti fram hugtakið hugræn
kortlagning (e. cognitive mapping) til
að lýsa póstmódernískri menning-
arfagurfræði. Hugtakið byggir á
skilningi á rými (staðsetningu) og
tíma (sögu), og lýsir því hvernig ein-
staklingurinn öðlast tilfinningu fyrir
stað (tilfinningalegri nærveru) þegar
hann hefur sagt skilið við stórborg-
armiðjuna. Hugtak Jameson um korta-
gerð réð ríkjum í listfræði 10. áratug-
arins þegar sjálfsmyndir (hvort heldur
byggðar á þjóðerni eða landfræðilegu)
urðu að umfjöllunarefni í samtímalist.
Í þessu erindi verður þetta hugtak
Jamesons endurlífgað í þeim tilgangi
að setja fram beinskeytta staðhæfingu
um það hvernig list og menning, fram-
leidd í borgum, bæjum og þorpum
hvaðanæva úr heiminum, burtséð frá
íbúafjölda og auði, getur af sér spenn-
andi og mikilsverð verk sem setja
samtímaaugnablikið í samhengi, óháð
þeirri menningarframleiðslu sem fer
fram í hinni miklu listamaskínu stór-
borganna. Á þessum stöðum verður
ósvikin, persónuleg listtjáning til sem
nærist á tiltekinni staðsetningu, sem á
sér tiltekna sögu, hefð og fagurfræði.
Umræðan um áhrif landfræðilegu á
samtímalist er nú í fullum gangi á
vígstöðvum menningarframleiðsl-
unnar, eins og sjá mátti á málþingi í
New Museum undir yfirskriftinni
Location, Location, Location, Is Pro-
vincialism a Bad Word? sem haldið
var í New York 10. janúar síðastlið-
inn. Ég legg til að á málþingi Reykja-
víkurAkademíunnar í dag verði reynt
að yfirstíga neikvæð hugrenn-
ingatengsl við hugtakið „útkjálka-
mennska“, og í staðinn verði byggt á
kenningum Jamesons um kortagerð
með því að deila hvert með öðru
heimildum okkar, tengslaneti og hug-
myndum sem kunna að koma upp
meðan á málþinginu stendur. Þannig
getur útkjálkamennska orðið að ein-
stöku verkfæri sem nota má á marga
vegu.
Hugmyndin um að hugsa staðbund-
ið, ekki hnattrænt, gæti virst aft-
urhaldssöm, en segja má að við lifum
nú á tímum eftir-hnattrænunnar (e.
post-global). Al Gore hefur sýnt okkur
hvernig gríðarmikið magn af elds-
neyti til flugferðalaga hefur átt stór-
an þátt í eyðileggingu umhverfisins á
ógnarstuttum tíma. Ef til vill er kom-
inn tími til að búa staðbundið og
heimsækja hvert annað í sýndarveru-
leika Netsins, meðan við einbeitum
okkur að reynslu, hugmyndum og
óháðum framleiðsluháttum sem
sprottið er úr okkar nánasta um-
hverfi, til að örva samtímalist og
menningu.
Að hugsa staðbundið,
ekki hnattrænt
Allison Peters er sýningarstjóri Hyde
Park Art Center í Chicago. (Þýðing: Ólöf
Gerður Sigfúsdóttir)
Eftir Örnu Mathiesen
Að alast upp á bæjarmörkunum hafði mikil áhrif á áhuga-mál, skoðanir og fordóma mína. Nýtt hverfi var að rísa,nýr veruleiki búinn til. Við krakkarnir fylgdumst með af
frauðplastbátunum úr grunnum þar sem allt var á floti og frá yf-
irgefnum holræsarörum þar sem við hreiðruðum um okkur, eða
allt þar til þau voru lögð neðanjarðar og fylltust af skólpi. Á sama
tíma var náttúran alltumlykjandi. Við vorum í nánu sambandi við
hunda, kindur, hesta, hænur og pöddur og klifruðum á fjöll og
syntum í ískaldri Köldukvísl. Dásamleg minning um að hálf-
drukkna í skurðum og vera drullug upp fyrir haus!
Þessi ævintýri leiddu til gegndarlausrar vorkunnar gagnvart
krökkunum í miðbænum. Ekki að Reykjavík væri nein stórborg í
þá daga, en þetta var þó höfuðborgin og hvað væri agalegra en að
alast upp í Þingholtunum? Mér þótti borgin ekki bara leiðinleg, al-
gjörlega án allra dásamlegu byggingarefnanna liggjandi út um
allt, heldur hlaut öllum að stafa ógn af umferð, glæpamönnum og
rónum. Krakkagreyin! Einhvern veginn duttu mér þó aldrei í hug
sparkandi hestar og drukknun þegar hugsað var um hættur og
ógnir.
Loks, þegar ég hitti krakkana úr Þingholtunum sönnuðust
hleypidómarnir engan veginn; Þinghyltingarnir höfðu mér til
undrunar (og vonbrigða?) sín eigin ævintýri sem ég gat bara látið
mig dreyma um. Dýrðlegir staðir eins og verslunargötur, torg,
söfn og höfnin þar sem maður sýndi sig og sá aðra.
Þetta vakti forvitni mína fyrir borg og menningu og – þrátt fyr-
ir mótbárur spákonu sem sá fyrir sér glæsta framtíð mína í Nor-
egi – flutti ég til Parísar. Fordómar mínir hindruðu mig að leita
örlaga minna í Noregi, „þjóðgarði Evrópu“, eins og hollenskur
arkitekt kallaði hann um árið (Winy Maas á Arkitektatríenalnum í
Ósló árið 2000), það krummaskuð myndi ég ekki heimsækja, hvað
þá flytja þangað.
Það sem heillaði mig í París og öðrum borgum sem ég var svo
heppin að gista voru ekki aðeins hin opinberu rými sem höfðu
þann dásamlega eiginleika að svolgra í sig fólk í öllum stærðum
og gerðum í mörg samfélagslög. Þessar borgir höfðu líka náttúru.
Gjörsamlega manngerða og hamda en samtímis gerða úr vatni,
mold og plöntum, alveg eins og í túninu heima. Græn lungu sem
næra borgina með súrefni og losa út mengun; staðir fyrir end-
urnýjun og útivist.
Nú bý ég í mínum frábæra Noregi og hérna, líkt og á Íslandi,
eru hugmyndir fólks um borgina tengdar hugmyndum um náttúr-
una. Þegar valið stendur á milli þess að ala upp börnin „í nátt-
úrunni“ og „á malbikinu“ virðist valið vera upplagt. Þráin eftir
einingu við náttúruna hefur oft tekið ýkta mynd í okkar heims-
hluta, t.a.m. ótal glæfralegar pólferðir. Þegar kemur að því að
byggja heimili og draumurinn um gott líf úti í náttúrunni blandast
öllu amstrinu og kröfum nútímaþjóðfélags, er útkoman sjaldnast
neitt aðlaðandi. Hvorki endalaus úthverfi þar sem nágrannar hafa
lítið hverjir með aðra að gera né „sumarbústaður“ með 17 bað-
herbergjum (eins og þekktur milljónamæringur í Noregi hefur
reist sér) eiga margt sameiginlegt með fjallakofa milli jökla, jafn-
vel þótt það sé torfþak. Oft eru lausnirnar á kostnað náttúrunnar
fremur en til þess fallnar að tengja fólk náttúrunni. Æ stærri og
fleiri brautir flytja fólk til og frá vinnu, skóla og verslun. Gatna-
kerfið fer að lifa sínu eigin lífi og leikur aðalhlutverkið í borginni.
Gaman er að spranga um óbyggðir (þótt þær reynist ekki eins
óspilltar og við héldum), en er ekki jafn mikilvægt að skerpa sam-
band okkar við náttúruna í hversdagönnunum þar sem við lifum
og hrærumst í borgum og bæjum á mörkum óbyggðanna? Hér
hafa listamenn útnárans verk að vinna; að endurmeta samskipti
við náttúruna og draga upp myndir sem birta auðlindirnar í okk-
ar nánasta umhverfi í nýju ljósi.
Út í heim og heim aftur
Höfundur er arkitekt og búsett í Noregi.
ka
málþingi um hugtakið
ýningaropnunar lista-
a dag í Gerðarsafni kl. 15.
hljóðfæraleikurum.
ð útkjálkamennsku. Fyr-
órnun, munu ræða hug-
ið almennt. Málþingið
.provincialists.com