Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.2007, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2007 11
Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur
annaei@mbl.is
Sigmundur Guðbjarnason prófess-or í efnafræði og fyrrverandi
rektor Háskóla Íslands er einn af
frumkvöðlum háskólakennslu í efna-
fræði og rann-
sókna í líf-
efnafræði á
Íslandi. Hann
varð 75 ára á síð-
asta ári og af því
tilefni var ákveðið
að gefa út afmæl-
isritið Vísindin
heilla, honum til
heiðurs.
Bókin skiptist í
þrjá hluta og er
fyrsti hlutinn persónulega tengdur
Sigmundi, annar hlutinn geymir svo
fjölda greina eftir bæði samstarfs-
menn Sigmundar og nemendur og sá
þriðji samanstendur af tveimur rit-
rýndum vísindagreinum tveggja
fyrrum samstarfskvenna Sigmundar.
Alls prýða Vísindin heilla 30 greinar
eftir íslenska vísindamenn, en það er
Háskólaútgáfan sem gefur bókina út.
Rannsóknargreinar er einnig aðfinna í nýútkomnu riti Sögu-
félags Árnesinga, Árnesings VIII,
sem líkt og nafnið gefur til kynna er
helgaður sögu Árnessýslu í sem víð-
ustum skilningi. Árnesingur VIII
geymir þannig bæði fræðilegar rann-
sóknargreinar, frásagnir stað-
kunnugra og svo reynslusögur þeirra
sem lifað hafa tímana tvenna. Rit-
stjórn skipuðu þeir Gunnar Marel
Hinriksson, Már Ingólfur Másson,
Skúli Sæland og Þorsteinn Tryggvi
Másson.
Fiskur hefur reynst okkur Íslend-ingum mikilvæg fæða í gegnum
aldirnar þótt hann njóti ekki alltaf
nógra vinsælda hjá yngri kynslóð-
inni, a.m.k. ekki hin síðari ár. Bókin
Ég vil fisk eftir Áslaugu Jónsdóttur,
sem kemur út hjá Eddu útgáfu, segir
frá lítilli stelpu sem veit hvað hún vill.
Hún vill fisk! En það er sama hvað
hún segir foreldrum sínum það oft
því þau virðast ekki skilja hana rétt.
Þau færa henni ýmislegt tengt fisk-
um – fiskabangsa, fiskabúning og
púsluspil með fiski – en aldrei fisk í
kvöldmatinn.
Þó að lítið fari fyrir fiskisögum íbókum sænska rithöfundarins
Astridar Lindgren hafa þær þó notið
mikilla vinsælda hjá mörgum kyn-
slóðum barna.
Edda útgáfa hefur
nú gefið út að nýju
Líf og fjör í
Ólátagarði, bók
sem prýdd er
myndskreyt-
ingum Ilon Wikl-
and og geymir
sögurnar Barna-
dagur í Óláta-
garði, Vor í Óláta-
garði og Jól í
Ólátagarði í þýðingu Sigrúnar Árna-
dóttur.
Barnæska Ishmael Beah var fjarriþví að líkjast á nokkurn hátt
þeirri sælumynd sem dregin er upp í
bókum Astridar
Lindgren, en
Beah var tekinn
höndum af víga-
sveitum RUF í
Sierra Leone og
gerður að barna-
hermanni er hann
var aðeins 12 ára.
Beah hefur nú
skrifað sögu sína
en bók hans A
Long Way Gone: Memoirs of a Boy
Soldier er fyrsta ævisaga slíks barna-
hermanns sem gefin er út og þykir
hún bæði hrífandi og erfið lesning í
senn. Beah var hermaður í tvö ár, en
var þá sendur í endurhæfing-
armiðstöð fyrir barnahermenn í höf-
uðborg landsins, Freetown. Hann
býr nú í New York.
BÆKUR
Sigmundur
Guðbjarnason
Ishmael Beah
Astrid
Lindgren
Eftir Birnu Önnu Björnsdóttur
bab@mbl.is
V
inkona mín hér í New York er í
ákveðnu millibilsástandi þessa
dagana. Hún var að ljúka handriti
að sinni fyrstu skáldsögu og
stendur nú í því flókna og tíma-
freka ferli sem virðist óhjá-
kvæmilegt fyrir nýgræðinga sem vilja fá efni sitt
útgefið hjá góðu forlagi. Það skal tekið fram að
hún er með alvöru fullbúið handrit í farteskinu
sem hún vann að í nokkur ár meðfram vinnu
sinni sem kennari í fangelsi í Kaliforníu, og frá
því að hún flutti til New York fyrir ári hefur
hún helgað nær allan tíma sinn skriftum og unn-
ið við hunda- og barnagæslu til að borga reikn-
ingana.
Og nú þegar bókin hennar er loksins tilbúin
hefst næsti kafli. Fyrsta skrefið er að finna sér
umboðsmann. Slíkt hljómar nógu sakleysislega
þar til í ljós kemur að í þessum bransa er mik-
ilvægara en nokkuð annað (þar með talið að
vera með gott handrit) að vera með „réttan“
umboðsmann og að það að finna réttan umboðs-
mann mun vera talsvert erfiðara en að finna sér
réttan lífsförunaut hér í borg (og það vita allir
sem eiga sjónvarp hvað það á að vera erfitt).
Undanfarnar vikur hefur vinkona mín lagt sig
fram við þetta fyrsta skref og beitt til þess tals-
verðri útsjónarsemi. „Ég er að lesa allt sem lík-
ist minni bók,“ útskýrir hún fyrir mér. „Ég tek
alla höfunda sem eru sirka á mínum aldri og ég
held að séu að gera svipaða hluti, les smá, og ef
þetta er sami tónn og stemning og hjá mér þá
google-a ég þá og finn hvaða umboðsmann þeir
eru með og svo herja ég á viðkomandi. Þetta er
svaka fjör! En líka ógeðslega þreytandi.“ Skilj-
anlega. Hún er búin að skrifa heila bók (og það
frekar góða bók) en sér fram á gríðarlega mikla
viðbótarvinnu sem krefur hana um annars kon-
ar, en ekki síður mikilvæga, rökhugsun og
þrautseigju en sjálfar skriftirnar. Hún er til
dæmis búin að láta vel valda vini og kunningja
lesa handritið með það í huga að bera það sam-
an við nýlegar bækur og benda henni síðan á
viðkomandi höfunda til að hún geti fundið út
hverjir eru umboðsmenn þeirra. Hún er svo með
aðra kunningja í því að tékka á sögusögnum og
slúðri um tiltekna umboðsmenn. Hvort það sé til
dæmis satt að þessi, sem hljómar að öðru leyti
eins og sniðin fyrir hana, sé erfið í umgengni.
Lenti hún ekki upp á kant við þennan höfund?
Hver þekkir hann? Er hægt að senda honum
póst og spyrja hvað gerðist? Hvað með þennan,
er hann eins snobbaður og fólk segir, eða er
hann bara feiminn? En þessi, er hún í alvörunni
svona manísk, hatar hún konur?
Svo er það að finna liðið. Margir umboðsmenn
eru með leynitölvupóst, -heimilisföng og -síma-
númer. Það þarf að fara út í meiriháttar aðgerð-
ir til að finna þá og má vera að það sé hluti af
leiknum. „Það les enginn alvöru útgefandi hand-
ritið mitt nema það komi frá alvöru umboðs-
manni!“ dæsir hún og við spáum í allt þetta fólk
sem hefur helgað starfsævi sína því að gerast
„alvöru“ og „mikilvægt“ og svo þegar því tak-
marki hefur verið náð er næsta skref að gerast
ósýnilegt.
Og áfram les hún bækur sem eiga að vera
eins og hennar. Sem er ekki endilega allt of auð-
velt eða þægilegt lestrarverkefni fyrir ungan rit-
höfund sem er óhjákvæmilega nógu komplex-
eraður fyrir. Hún fór alveg í mínus þegar kona
sem hún ber mikla virðingu fyrir sagði henni,
eftir að hafa lesið handritið hennar, að hún
minnti sig á höfund sem skrifar vinsælar „chick-
lit“-bækur: „Bókin mín er ekki chick-lit, er það
nokkuð, er það nokkuð?“ Ég hughreysti hana og
segi henni að þó að bókin hennar gerist í nútím-
anum, í stórborg, og fjalli um unga konu, þá sé
hún alls ekki chick-lit. „Það er enginn drauma-
prins sem bjargar söguhetjunni. Og svo deyr
hún líka fjandakornið í lokin, þannig að þú getur
alveg verið róleg.“ „Jú jú, það er satt.
Kannski …“
Og áfram heldur hún hugsi, sennilega alltof
hugsi yfir eigin verki. En þannig verður hún víst
að vera um ókomna tíð, þangað til blessaður um-
binn kemur (á hvítum hesti) og bjargar henni.
Hvar er umbinn minn?
ERINDI »Margir umboðsmenn eru með
leynitölvupóst, -heimilisföng
og -símanúmer. Það þarf að fara
út í meiriháttar aðgerðir til að
finna þá og má vera að það sé
hluti af leiknum. „Það les enginn
alvöru útgefandi handritið mitt
nema það komi frá alvöru um-
boðsmanni!“
Eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur
sith@mbl.is
H
inn 38 ára gamli Hari Kunzru
er merkilegur höfundur að því
leyti að frami hans hefur verið
afar skjótur. Frumraun hans,
skáldsagan The Impressionist
(2002), fór strax mikinn í
heimalandinu Bretlandi og víðar – innan við ári
síðar taldi tímaritið Granta hann einn af „tutt-
ugu bestu“, ungu skáldsagnahöfundum Bret-
lands. Raunar hafði þvílík eftirvænting verið
keyrð upp áður en sagan kom út að það stapp-
ar kraftaverki næst að hún hafi í raun staðið
undir öllum væntingunum. Fyrirframgreiðsla
bandaríska útgefandans hljóp á tugum milljóna
og var með þeim hæstu í sögunni til aðkomu-
manns. Fyrir peninginn keypti Kunzru m.a.
eigið hús í austurhluta London og það eitt – í
augum margra – er ótvírætt merki um vel-
gengni í þessu lífi. The Impressionist kom ný-
verið út í sextánda landinu, Króatíu, en í milli-
tíðinni hefur Kunzru sent frá sér aðra
skáldsögu og nýlokið hinni þriðju.
„Gettó“ litaðra höfunda
Við útkomu króatísku þýðingarinnar í Zagreb,
þar sem Kunzru mætti, var fróðlegt að lesa út
úr frásögn hans hvernig velgengni virðist alltaf
bera í sér skuggann af sjálfri sér.
Kunzru er hálfur Indverji (uppalinn í Essex,
faðir frá Kasmír, móðir ensk) og umfjöllun um
verk hans litast oftar en ekki af því. Hann þarf
sífellt að svara spurningum um Salman Rus-
hdie, um Indland, múltíkúltúralisma og tvöfalt
sjónarhorn hins innfædda gests. Kunzru svarar
þessum spurningum af yfirvegun og dýpt, en
svo er eins og umfjöllunin strandi þar. Það er
engu líkara – eins og einn spyrillinn í Zagreb
orðaði það – en hálfasískum höfundum í Bret-
landi sé neitað um nálgun þar sem verk þeirra
eru skoðuð í ljósi allra breskra höfunda.
„Áhrifin sem Salman Rushdie hefur haft á
unga, hvíta breska höfunda eru hunsuð og fáir
hafa skoðað hvernig Rushdie vinnur sjálfur
með Laurence Sterne og Charles Dickens,“
sagði fræðingurinn. „Já,“ samsinnti Kunzru,
„það er viðvarandi tilhneiging að lesa mig, Za-
die Smith, Hanif Kureishi og Salman Rushdie
einungis í samhengi við hvert annað. Eins og
við séum úthverfi í breska bókmenntalandslag-
inu. Það hlýtur að vitna um undirliggjandi ras-
isma og er auðvitað absúrd, en mun fljótlega
hverfa.“
Sjálfur hefur hann látið til sín taka í póli-
tískri umræðu um fjölmenningu í Bretlandi;
jafnan beinskeyttur og rökfastur. Oxford-
menntunin og uppruninn eru þá á víxl hans
sterkustu vopn.
Nei, takk
The Impressionist hefur aflað Kunzru marg-
víslegra verðlauna, en ein þeirra afþakkaði
hann. Þetta voru bókmenntaverðlaun kennd við
John Llewellyn Rhys, en meðal bakhjarla var
blaðið Mail on Sunday. „Það blað hefur frá því
ég man eftir mér boðað viðhorf á borð við
„Svartir eru slæmir“, „Samkynhneigðir eru öf-
uguggar…“ Að standa á sviði og taka í höndina
á ritstjóranum var í mínum huga fráleitt og
raunar viðbjóðslegt – ég hefði aldrei haft sam-
visku í það.“ Kunzru hafnaði því verðlaununum
og mæltist til þess að dómnefndin gæfi verð-
launaféð til Refugee Council, sjálfstæðra sam-
taka sem aðstoða hælisleitendur í Bretlandi.
Varð Mail on Sunday þar með óvart stærsti
stuðningsaðili samtakanna það árið – stað-
reynd sem gladdi Kunzru ósegjanlega.
Með gjörningnum fékk Kunzru hins vegar
útgáfufélag Mail on Sunday, sem einnig gefur
út The Daily Mail, upp á móti sér – og reyna
bæði blöð nú hvað þau geta til að sverta ímynd
hans. „Allt frá áburði um eiturlyfjaneyslu til
vinskapar við dýraníðinga,“ sagði Kunzru
kankvís og yppti öxlum.
Sem fyrr segir hefur The Impressionist ver-
ið þýdd víða, en aftur fylgir böggull skammrifi:
Titillinn kemst nánast hvergi óskaddaður til
lesenda, að mati höfundarins. Í flestum til-
vikum heitir bókin Impressjónistinn (Impre-
sionist á króatísku, O Impressionista á portú-
gölsku…) sem vekur strax hugrenningartengsl
við impressjónisma. Sagan er hins vegar ekki
um listmálara, heldur um náunga sem mátar
sig í ólíka samfélagskima; hún er um það
hvernig persónan Pran Nath orkar á aðra (e.
to impress) og gerir sér að leik að herma eftir
öðrum (e. to do an impression). Einungis í
ensku hefur orðið „impressionist“ þessi áhrif
og því þykir Kunzru sem hann hafi gert sjálf-
um sér talsverðan óleik með því að velja bók-
inni þennan titil. „Hann þýðist einfaldlega ekki
vel,“ sagði Kunzru.
Tjekov kemur til bjargar
Hvaða mínusar fleiri geta fylgt hinni meintu
frægðarsól? Jú, hættan á því að skrifa ekki nóg
af nýju efni. Kunzru fannst að sögn gaman í
Zagreb, hitti gott fólk og fékk hlýjar viðtökur,
en á sama tíma hugsaði hann: „Ef ég hefði set-
ið heima, hefði ég náð að skrifa heila smásögu.
Velgengnin krefst þess að höfundur mæti á
bókamessur, upplestra og í útgáfuteiti en þeg-
ar viðkomandi kemur út í tug landa þarf hann
að halda á spöðunum til þess að vernda vinnu-
tíma sinn.“
Hari Kunzru vinnur nú að smásagnasafni,
sem hann kveðst þó ekki viss hvar endar.
„Kannski tekur ein sagan forystu og breytist í
skáldsögu,“ sagði hann. „Ég hef ákveðið að
eyða næstu sex mánuðum í að skrifa smásögur,
en ég skil samt ekki ennþá gangverkið í góðri
smásögu. Þannig að ég er að lesa Tjekov.“
Það er dæmigert að Kunzru líti á sjálfan sig
sem „lærling“ því þótt hér sé til umfjöllunar
velgengni, ber þess að geta að hann virðist
ekki upptekinn af henni sjálfur. Kannski er
einmitt leitun að höfundi sem mitt í allri út-
breiðslunni og öfundinni tekst að vera jafn af-
slappaður og Hari Kunzru.
Nýja skáldsagan, sú hin þriðja, mun heita
My Revolutions og kemur út hjá Penguin í
sumar.
Hvenær gengur höfundi vel?
Hvenær gengur höfundi vel og hvenær gengur
honum ekki vel? Einfaldasta svarið er að vel-
gengni hljóti að byggjast á gæðum, en það er
ekki nóg að skrifa góða bók – einhver verður að
lesa hana. Andstæð dæmi eru líka til, höfundur
getur notið umtalsverðrar velgengni á nútíma-
vísu fyrir miðlungsverk, jafnvel vond. Hér er
fjallað um breska höfundinn Hari Kunzru, sem
segist vera „heppinn“.
Hari Kunzru Lítur á sjálfan sig sem „lærling“.