Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.2007, Síða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.2007, Síða 12
12 LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Jakob Björnsson jakobbj@simnet.is Í Lesbók Morgunblaðsins 10. mars á þessu ári birt- ist grein eftir Jón Kal- mansson undir heitinu „Er hnattræn skylda að virkja?“. Greinin er um- ræða um virkjanir á Ís- landi almennt og sér- staklega um grein eftir mig sem birtist í Kirkjuritinu, 2. hefti 66. ár- gangs, í nóvember 1999 og nefndist „Um samskipti manns og náttúru“. Þessi grein Jóns er málefnaleg og að því leyti ólík mörgu því sem birst hefur í blöðum um sömu eða hliðstæð mál að undanförnu. Ég þakka honum fyrir málefnaleg efnistök enda þótt ég sé honum ósammála um margt. Minnka virkjanir á Íslandi mengun í heiminum? Framarlega í greininni segir höf- undur: „Ég ætla ekki að ræða þá spurningu hvort sú fullyrðing stenst að það minnki mengun í heiminum ef Íslendingar virkja orkulindir sínar í þágu stóriðju – þótt mér virðist það ekki jafn sjálfgefið og Jakobi.“ Það má færa gild rök að því að nýt- ing á íslensku orkulindunum dragi úr mengun í heiminum. Til þess er ekki rúm að sinni. Nytjahyggja Höfundur segir: „Að þessu sinni hef ég áhuga á að ræða þann siðferð- isskilning sem liggur röksemdafærslu Jakobs til grundvallar. Þessi tiltekni skilningur á siðferði og skyldu okkar við náungann er býsna algengur nú um stundir. Siðferðisskilningur Jak- obs byggist á nytjahyggju; því við- horfi að frumskylda okkar sé að gera það sem samkvæmt útreikningum okkar stuðlar að sem bestu ástandi í öllum heiminum. Við eigum að reyna að hámarka góðar afleiðingar breytni okkar fyrir heildina og lágmarka hin- ar slæmu. Þessi afstaða til siðferðis er á hinn bóginn fremur ný af nálinni í sögunni og hún er sannarlega ekki hafin yfir allan vafa. Að mínu mati höfum við góðar og gildar ástæður til að hafna henni.“ Það er rétt að sú hnattræna hugsun er ný að allt mannkyn eigi sameig- inlegra hagsmuna að gæta. Það er ekki síst gróðurhúsavandinn sem hef- ur ýtt undir hana. Hann spyr ekki að landamærum en ógnar öllu mannkyni jafnt. Höfundur víkur í framhaldinu að því að ég vísi aðeins í hluta af æðsta boðorði kristinna manna en sleppi upphafi þess þar sem segir: „Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og öllum huga þínum.“ „Þetta er hið fremsta og æðsta boðorð. Guð setti mann- kynið yfir sköpunina og ætlaði því jörðina til afnota. Mannkynið er aftur á móti á jörðinni til að þjóna og til- biðja Guð. Notkun þess á jörðinni á að þjóna þessu markmiði,“ segir hann. Hvað er að þjóna Guði og tilbiðja Guð? Að hlýða boðum hans og gjöra vilja hans. Framkvæma boð hans um að elska náungann eins og sjálfan sig? Sá sem það gerir í raun og sannleika elskar um leið Drottin Guð sinn af öllu hjarta sínu, allri sálu sinni og öll- um huga sínum. Ekki er unnt að sýna Guði meiri þjónustu og meiri til- beiðslu en þá, sem felst í að elska náungann eins og sjálfan sig. Guð er kærleikur. Sá sem ekki sýnir náunga sínum kærleika elskar ekki Guð. Ég valdi orðalag sem mér fannst komast næst kjarna málsins. Ég held að mér hafi ekki skjátlast. Sólundun af heimsku og kunnáttuleysi Höfundur hefur réttilega eftir mér að við sólundum efnahag okkar. En hann segir mig ekki sjá „hvernig það efnahagskerfi sem við höfum búið okkur til beinlínis hampar og þrífst á þessum brestum okkar né heldur hvernig hugarfar mitt og okkar flestra felur í sér skurðgoðadýrkun sem skapar vandann fremur en að leysa hann“. Og hann segir: „Ekki er gert ráð fyrir þeim möguleika að skynsamt og siðferðilega ábyrgt fólk geti með réttu neitað að láta heims- eftirspurn eftir áli ákvarða hvað rétt sé eða rangt og hvert beri að stefna.“ Og enn síðar: „Við getum haft að leið- arljósi annars konar lögmál en hið manngerða lögmál framboðs og eft- irspurnar. Þetta lögmál gæti verið kærleiksboðorðið sem minnst var á áðan, sem hvetur menn til að elska hinn sanna Guð, Guð sem ekki þykist vera annar en hann er, sem ekki er hjáguð er skrýðist búningi náunga- kærleika og hreinleika en er í raun manngerð eftirspurn.“ Þetta eru athyglisverðar hugleið- ingar. Lítum nánar á þær. Geymum aðeins að fjalla um sól- undunina. Hitt finnst mér minna svo- lítið á umræðuna um ræðarann og árina. Tilhneiginguna til að kenna öðru, eða öðrum, en sjálfum sér, um. Það er ýjað að „vondu“ efnahagskerfi sem „þrífist á brestum“, „feli í sér skurðgoðadýrkun“ og „skapi vanda fremur en að leysa hann“. Þessi hugsanagangur held ég að leiði í blindgötu. Efnahagskerfi eru hvorki vond né góð. Menn geta verið vondir eða góðir. Þessi kerfi hafa það eitt hlutverk að miðla því sem menn sækjast eftir, nema framboð á því sé beinlínis bannað með lögum. Í lýð- ræðisríkjum eru slík bönn því aðeins sett að sæmilega almenn sátt sé um að hvað skuli bannað, eins og t.d. vændi. Að slíkum tilvikum frátöldum er það framboð og eftirspurn sem ræður gangi markaðskerfis. Erf- iðleikarnir við að stýra slíku kerfi eft- ir því hvað er gott eða illt eru þeir, að flest er hægt að nota bæði til góðs og ills, gagns og ógagns. Aðeins fólk get- ur greint þarna á milli. Það gerir fólk á markaðinum. Markaður án fólks er óhugsandi. „Heimseftirspurn eftir áli“ er ákveðin af fólki í milljónatali um allan heim og hún er af þeim sök- um „manngerð eftirspurn“ og getur ekkert annað verið. Tölum ekki í lít- ilsvirðingartón um slíka eftirspurn þótt fólk sé ófullkomið. Að elska hinn sanna Guð er að elska náungann, ófullkomið fólk, eins og sjálfan sig. Sá sem ekki gerir það elskar ekki Guð. Þá er það sólundunin. Sólundun er að eyða efnhagslegum verðmætum án þess að fá meiri lífshamingju af því. Eyðsla á efnahagslegum verð- mætum með lágri nýtni, lítilli skil- virkni. Slíkt hátterni stafar langoftast af reynsluleysi vegna langvarandi fá- tæktar. Ég hef stundum bent á hliðstæð- una milli slíkrar lágrar efnahags- legrar skilvirkni og lágrar nýtni varmaaflvéla. Nýtnin í gufuvél James Watts, sem markaði upphaf iðnbylt- ingarinnar, var í kringum 1%, þ.e. um 1% af orku kolanna sem hann lét moka undir ketilinn skilaði sér út á ás vélarinnar til að gera gagn. Það má því með sanni segja að James Watt hafi sólundað kolum. Algeng nýtni varmaflsvéla nú á dögum er milli 30 og 40%. Besta nýtni er 55% og nær líklega 60% áður en langt um líður. Á hliðstæðan hátt getum við stórbætt skilvirkni efnahagsins í sköpun lífs- hamingju. Þá hverfur sólundunin. Að sökkva íslenskum dölum til að bræða heiminum ál Höfundur segir: „Ég efast ekki eitt andartak um að við höfum góðar og gildar ástæður til að andæfa nytja- hyggju Jakobs og leggjast gegn því að íslenskum dölum sé sökkt í nafni þess að systkini okkar annars staðar á hnettinum geti fengið sitt daglega ál.“ Eitt sinn sáu menn á Íslandi „eftir sauðunum sem að komu af fjöllunum og étnir voru í útlöndum“. Nú sjá sumir eftir íslensku landi undir lón rafstöðva til að bræða heiminum ál. Skyldu Brasilíumenn ekki sjá eftir náttúrulegu gróðurlendi undir kaffi- ekrur til að rækta heiminum kaffi? Meðal annars ofan í kaffiþyrsta Ís- lendinga sem eru duglegir kaffineyt- endur en slakir kaffiræktendur. Eða Sádi-Arabar, Alsírbúar, Túnisbúar og fleiri eftir ósnertum eyðimörkum undir borpalla fyrir olíu- og gasbor- anir og olíu- og gasleiðslur? Eða Rússar eftir óbyggðum Síberíu undir olíu- og gasvinnslusvæði og leiðslur? Eða Reykvíkingar eftir grasi, kjarri og melum í nágrenni sínu undir göt- ur og húsgrunna og fjörum undir bryggjur og akbrautir? Söknuður nútímamannsins er á margan hátt skiljanlegur. En hann verður að meta í samhengi við það sem vinnst með breytingunum. Ég sé ekki betur en Reykvíkingar séu sæmilega sáttir við þær breytingar sem að ofan eru taldar og snerta þá. Í langan tíma hafa umræður um áhrif virkjana á náttúruna á Íslandi verið nánast fáránlegar. Áhrifin á náttúruna hafa verið skrumskæld og ýkt út yfir öll skynsemismörk. Því hefur verið haldið fram að naumast yrði nokkur ósnert náttúra eftir á Ís- landi ef við nýtum orkulindir okkar eins og efnahagsleg rök eru til. Ég hef haldið til haga ummælum úr blaðaskrifum frá 10-12 síðustu árum um þetta. Hér eru fáein dæmi: „Hálendi Íslands. Uppistöðulón eða þjóðgarður?“ „Þessu landi má ekki breyta í eitt stórt uppistöðulón.“ „Er stóriðjan okkur virkilega svo nauðsynleg að við þurfum að eyði- leggja það sem eftir er af öræfum landsins til að gera hana að veru- leika?“ „En það sem líklega er erfiðast er það sem hér fer á eftir: Það er að sumir af þessum mönnum eru svo grunnhyggnir að þeir halda að þjóðin græði á að gera landið að einu alls- herjar vatna- og virkjunarsvæði þar sem síðustu uppúrstandandi hálend- is- og öræfaperlurnar verða þaktar rafmagnsflytjandi staurav- íravirkjum.“ Hálendi Íslands eitt stórt uppi- stöðulón! Það sem eftir er af öræfum landsins eyðilagt! Landið gert að einu allsherjar vatna- og virkj- unarsvæði! Er unnt að kalla svona endaleysur vitrænar umræður? Nei. Er að furða að margir hafa brengl- aðar hugmyndir um áhrif virkjana á náttúru landsins þegar umræðan er á slíkum fáránlegum nótum? Orðalag höfundar um að „sökkva íslenskum dölum“ dregur aug- ljóslega dám af þessum „umræðum“. Menning í blindgötu ósjálf- bærra mengandi framleiðslu- hátta og neyslu? Þetta segir höfundur um menningu jarðarbúa. Samt búa þrír fjórðu þeirra við fátækt. „Maðurinn hefur gert sig að þræli langana sinna,“ seg- ir hann eins og það eigi við um alla jarðarbúa. Að vísu nefnir hann líka „neyð hinna fátæku í heiminum“ sem hann segir tengjast „nær alfarið óréttlátum leikreglum í alþjóða- viðskiptum, misskiptingu auðs og spillingu“. Var hagur fólks í núver- andi fátækum löndum betri áður en Vesturlönd, Japan og Ástralía náðu sér efnahagslega á strik en versnuðu svo vegna arðráns hinna síð- arnefndu? Stafar aum staða þriggja fjórðu jarðarbúa að langmestu leyti af arðráni fjórða hlutans, Vest- urlandabúa? Svona umræða leysir engan vanda. Jarðarbúar í heild sinni eru vissulega í vanda. Einmitt þess vegna eru svona ummæli vel menntaðs og hugsandi manns von- brigði. Vesturlandabúar eru vissulega ekki syndlausir. Þeir hafa bæði arð- rænt hverjir aðra og íbúa þriðja heimsins svokallaða. En núverandi efnahag sinn eiga þeir þó fyrst og fremst að þakka tækniþróun sem átti upphaf sitt hjá þeim. Núverandi aum staða þriðja heimsins á að miklu stærri hluta rót sína í tæknilegri vanþróun en arðráni Vesturlanda- búa. Þriðji heimurinn hefur ekki ein- vörðungu sætt arðráni frá Vest- urlandabúum heldur líka þegið frá þeim tækniþekkingu sem íbúar hans eru smám saman að tileinka sér og að verða þátttakendur í að þróa áfram. Það er sú þátttaka sem fram- ar öllu öðru gefur þeim von um bjart- ari framtíð. Framtíð mannsins á jörðinni Þótt íbúar þriðja heimsins séu farnir að taka þátt í sókn alls mannkyns til betra lífs er ekki þar með sagt að greið braut sé framundan. Það er nokkuð til í því sem sagt hefur verið að til að allir jarðarbúar geti búið við jafngóð kjör og Bandaríkjamenn og Evrópubúar, við núverandi háttsemi þeirra, þurfi fjóra hnetti á við jörð- ina. Nú höfum við aðeins einn hnött til umráða. Hvað gerum við þá? Svarið er: Hættum að sólunda efnahagslegum verðmætum! Bætum skilvirkni efnahagsins í sköpun lífs- hamingju. Förum betur með auð- lindir jarðar. Fetum svipaða leið og við gerðum frá gufuvél James Watts til varmaflsvéla nútímans. Frá 1% til 30-40% nýtni. Takist okkur það dug- ar einn hnöttur, móðir Jörð, auðveld- lega til að allir íbúar hennar geti lifað góðu og hamingjusömu lífi. Með þessu reynum við líka minna á um- hverfið. Þetta verður ekki endilega einfalt. Samt er engin ástæða til svartsýni. Manninum er gefin meiri skynsemi en nokkurri annarri lífveru. Hann hefur sýnt sig að vera snjall þegar hann leggur sig fram. Með mann- legri snilli og Guðs hjálp mun það takast. Hnattræn skylda að virkja á Íslandi? Jón Kalmann spyr í grein sinni í Les- bókinni 10. mars sl. „Er hnattræn Já! Það er hnattræn skylda að vir Er það hnattræn skylda Íslendinga að virkja þá orku sem til þess þarf? Ég svara spurningunni játandi, seg- ir greinarhöfundur. Hann segir það hnattræna skyldu okkar að nýta þessar orkulindir. „Það er skylda okkar að virkja á Íslandi sem mest við megum í þágu alls mannkyns. Það getum við gert án þess að verða „náttúrulaus“.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.