Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.2007, Page 11

Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.2007, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2007 11 Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is Mér er stórlega létt að heyra aðþað sé nú loksins hægt að út- skýra alheiminn. Ég var farinn að halda að það væri eitthvað að mér.“ Þetta segir Woody Allen í nýju greinasafni sem kom út fyrr í mánuðinum og heitir Mere An- archy (Helbert stjórnleysi). Þetta er fjórða greinasafnið sem Allen gefur út en þau fyrri heita Getting Even, Without Feathers og Side Effects en þær hafa síðan allar komið út á einni bók, The Complete Prose of Woody Allen. Bókin hefur verið kynnt með mjög viðeigandi hætti: „Í þessu fyrsta greinasafni frá því að hin klassísku þrjú komu út hefur Allen tekist að skrifa bók sem svarar ekki aðeins knýjandi spurningum um mannlega tilveru heldur er líka af nákvæmlega þeirri þykkt sem hent- ar best til þess að skjóta undir fót á völtu borði.“ Allen hefur einstakt lag á að út- skýra flókna hluti með einföldum hætti: „Ég vaknaði á föstudaginn og þar sem alheimurinn er að þenjast út var ég lengur en vanalega að finna sloppinn minn,“ segir hann í grein um eðlisfræði. Hann kynnir líka til sögunnar persónur sem myndu ekki eiga heima í bók eftir nokkurn annan höfund eins og Ja- sper Nutmeat, Flanders Mealworm og sjálfstæða kvikmyndaframleið- andann E. Coli Biggs. Allen er auðvitað drepfyndinn í þessari bók. Tilvalin sumarlesning.    Út er komin hjá Bjarti barnabók-in Tales Of The Elves – Ice- landic Folktales for Children. Hér eru sagðar sjö álfasögur, sem Anna Kristín Ásbjörnsdóttir endursegir úr þjóðsögum Jóns Árnasonar, og þær myndskreyttar af Florence Helgu Thibault. Bókin Álfasögur úr þjóðsögum Jóns Árnasonar kom út á íslensku síðasta haust og er þetta ensk þýðing hennar. Victoria Cribb þýddi.    Ný staða Íslands í utanrík-ismálum: Tengsl við önnur Evrópulönd nefnist bók sem komin er út hjá Alþjóðamálastofnun og Rannsóknarsetri um smáríki í rit- stjórn Silju Báru Úlfarsdóttur. Í nóvember 2006 stóð Alþjóða- málastofnun Há- skóla Íslands fyrir ráðstefnu um breytta stöðu í ut- anríkismálum Ís- lands með áherslu á tengsl við önnur Evrópulönd. Markmiðið var að vekja athygli á þeim víðfeðmu rannsóknum sem fara fram á sviði Evrópufræða í íslensku háskóla- samfélagi og var því fræðimönnum af ýmsum sviðum boðið að kynna verk sín. Afrakstur ráðstefnunnar er hér settur fram í fimm meg- inhlutum. Í þeim fyrsta eru inn- gangserindi, í öðrum eru ýmis sjón- armið hagfræðinnar sett fram, í þeim þriðja ræða stjórnmála- og sagnfræðingar málefni þeim tengd, í þeim fjórða kynna norrænir fræði- menn reynslu sinna landa af fullri aðild að Evrópusambandinu og að lokum eru skráðar pallborðs- umræður sem fulltrúar vinnumark- aðarins tóku þátt í. Silja Bára Ómarsdóttir er for- stöðumaður Alþjóðamálastofnunar og Rannsóknaseturs um smáríki við Háskóla Íslands og aðjúnkt við stjórnmálafræðiskor Háskóla Ís- lands. BÆKUR Woody Allen Eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur sith@mbl.is Hvers vegna kveikir klósettið þörf fyrirað skrifa? Flestir höfundanna þarfinna aldrei annars staðar hjá sérslíka þörf. Ég er viss um að þeir hafa aldrei skrifað staka línu á pappír. Klósettvegg- urinn, hins vegar, er miðill alveg sérstakrar nátt- úru. Það veitir annars konar ánægju að birta verk þar. Getur verið að einsemdin hrindi af stað sér- stöku gangvirki, frumstæðri hvöt til þess að skrifa, skilja eftir merki? Það kæmi mér ekki á óvart þótt allar fornu hellateikningarnar hefðu verið skrapaðar á veggina meðan frummaðurinn sat á hækjum sínum yfir heitum kúk.“ Þetta er lauslega snaraður kafli úr skáldsög- unni Estestven roman (Náttúruskáldsaga) eftir Búlgarann Georgi Gospodinov. Þar er, ásamt ýmsu öðru, að finna kostulegar pælingar um kló- sett og skriftir, klósett og kvikmyndir, klósett og líðan þeirra sem þar dvelja um lengri hríð eða skemmri. Nefna má pælingar eins kaffi- húsaheimspekingsins um hvernig klósettið er eini prívat-staðurinn sem eftir er í nútímasamfélagi. Allt annað almannarými er vaktað af eftirlits- vélum sem murra allan sólarhringinn, einungis í klefa sínum á almenningsklósettinu getur mað- urinn verið viss um að enginn sé að horfa. Hvergi nema í líkkistunni og á klósettinu er að finna slík- an fullkominn frið og vel þegna einveru. Og – skemmtileg tilviljun – rýmið er í báðum tilfellum svo að segja jafnstórt. Hvernig skyldi standa á því? Georgi Gospodinov er sem fyrr segir Búlgari, hann er 39 ára gamall, og bók hans um samnefndu söguhetjuna Georgi Gospodinov, sem tekur upp á því að reyna að skrifa „náttúrulega“ skáldsögu þegar hann uppgötvar að eiginkonan á von á barni með öðrum manni, hefur hlotið ágætar viðtökur. „Vinsamlegast kaupið og lesið þessa bók,“ er yf- irskrift eins grísks gagnrýnanda, til dæmis. Þar segir ennfremur að póstmóderníska formið leiki í höndum Gospodinovs (hann stelur t.d. upphafs- línum frægra bóka og reynir að skrifa sig áfram, endurvinnslan er hér á háu stigi, auk þess sem smíði skáldsögu er öðrum þræði inntak bók- arinnar) og að honum hafi tekist að skrifa fyndna bók sem um leið sé mannleg. Hún kanni í raun „mannlegan missi “og „hyldýpið handan við skiln- að“. Natural Novel, eins og bókin nefnist í enskri þýðingu, hefur verið þýdd úr búlgörsku á ein sjö tungumál, hún er fyrsta skáldsaga höfundar, sem er ljóðskáld að upplagi, doktor í textafræði og einnig höfundur glænýs smásagnasafns. Hann býr og starfar í Sofia. En hvenær berast annars búlgarskar bækur til Íslands? Í svipinn man ég varla eftir neinni á síð- ustu árum. Að hluta er um að kenna skorti á þýð- endum, væntanlega. Og að sjálfsögðu eiga ekki allar búlgarskar bækur erindi við okkur hér norð- urfrá – fremur en þeir í Búlgaríu myndu nenna að lesa allar okkar bækur. Markaðurinn hér er líka lítill, mikið rétt. En samt, það kemur út svo mikið af áhugaverðum bókum á hinum margvíslegu mál- svæðum álfunnar – já, og á heimsvísu – að fjöl- breyttara úrval ætti með réttu að rata til okkar, ekki satt? Flest er samt þýtt úr giska aðgengilegri ensku, sem er sífellt umhugsunarefni, og bla, bla, bla … afsakið, til hvers að vera að fjargviðrast yf- ir þessu einu sinni enn – of gömul tugga, setjumst heldur bara á klósettið og krotum á vegginn fyndnara nöldur, lævísari heimspeki, ástar- og saknaðarkveðjur … Við erum í djúpum skít hvort sem er, eins og Gospodinov myndi segja. Akkúrat. Ef þetta var í verunni pistill um kló- sett, þýðingar, aðra heima – og þýðingu alls þess á okkar tímum – kjarnast hann kannski best í þess- ari línu úr bók Gospodinovs: „Hápunktur 10. ára- tugarins er og verður dýfan ofan í skítugasta kló- sett Skotlands í Trainspotting.“ Natural Novel er til á Amazon, hún kom út í enskri þýðingu Zornitsu Hristovu hjá Dalkey Arc- hive Press. ERINDI » „Hápunktur 10. áratug- arins er og verður dýfan of- an í skítugasta klósett Skot- lands í Trainspotting.“ Klósettið og líkkistan Eftir Þormóð Dagsson thorri@mbl.is E fnistök Rafskinnu eru sjónrænar listir í víðum skilningi og úr mis- munandi listgreinum og má þar nefna tónlistarmyndbönd, stutt- myndir, heimildamyndir, teikni- myndir, myndlistarverk, tónleika- upptökur og viðtöl við listamenn. Rafskinna fjallar ekki eingöngu um sjónlistir í formi texta, eins og á við önnur íslensk list- og menningartímarit, heldur hefur hún að geyma verkin sjálf. Umfjöllun Raf- skinnu er meðal annars í formi viðtala við lista- mennina sem að verkunum standa, stuttra heimild- armynda og prentaðra greina sem fylgja með diskinum. Það er óhætt að segja að Rafskinna sé nýjung í tímaritaútgáfu landsins og jafnvel er villandi að kalla umrætt fyrirbæri „tímarit“: „Við fundum fyr- ir því að mörgum fannst erfitt að skilja hvað Raf- skinna væri, héldu jafnvel að það væri tímarit þar sem maður læsi texta af sjónvarpsskjá. Við bjugg- um því til orðið sjónrit. Þetta er náttúrlega alveg nýtt fyrirbæri á Íslandi og þarf þess vegna tíma til að finna sig í tungumálinu – fólk þarf að tengja og skilja,“ segir Pétur Már Gunnarsson sem situr ásamt Þórunni Hafstað og Sigurði Magnúsi Finns- syni, en saman ritstýra þau Rafskinnu ásamt Ragnheiði Gestsdóttur sem er stödd erlendis. Vettvangur sem þörf er á Mikið og lengi hefur verið kvartað undan skorti á vettvangi til sýningar á ýmsum sjónrænum listum. Listasenan á Íslandi blómstrar og ekkert vantar upp á sköpunarkraftinn hjá listamönnum en aðeins brot af því sem gert er kemst nokkurn tíma fyrir augu almennings. Þessi skortur var drifkrafturinn á bak við það að ráðist var í útgáfu á Rafskinnu. „Maður hefur fundið fyrir ákveðinni þörf – á þess- um sjónrænu tímum og allt það – fyrir útgáfu í þessu formi, sem tekur almennilega á sjónlistum og það er gaman að geta nálgast flóruna á allt annan hátt en gert hefur verið. Það er í rauninni svolítið undarlegt að það skuli ekki vera meira til af þessu í heiminum. Rafskinna hefur þann augljósa kost að miðla sjónrænni list og sjónrænum þætti menning- ar okkar – á sjónrænan hátt. Það gefur augaleið að prentmiðlar geta ekki sinnt þessum stóra þætti menningarinnar á sama hátt. Rafskinna er tímanna tákn,“ útskýrir Sigurður. „Það er líka allt annað að horfa á viðtal við mann- eskju en að lesa það í blaði. Þannig geturðu t.d. séð líkamshreyfingar, kæki og umhverfi viðmælanda sem gerir þér kleift að kynnast manneskjunni á annan hátt en í gegnum blaðaviðtal eða í tímariti,“ bætir Þórunn við. Eftir að ritstjórnin byrjaði að vinna að Raf- skinnu fundu þau raunverulega fyrir hvað þörfin fyrir slíka útgáfu var mikil. „Mikið af listafólki hef- ur komið til okkar með verk sem það hefur setið á, og ekki farið lengra með, vegna þess að það hefur ekki fundið álitlegan vettvang til birtingar fram til þessa,“ segja þau. „Til dæmis íslensk tónlistar- myndbönd,“ heldur Sigurður áfram. „Ég veit ekki hvar á að nálgast þau í dag nema í litlum gæðum á Netinu. Það eru ekki lengur til þessir sjónvarps- þættir sem maður ólst upp með – poppkorn og svo- leiðis – þar sem birtingin var vikuleg og hún varð fyrir vikið töluverður viðburður. Síðan kom tímabil þar sem var í rauninni offlæði af myndböndum. Og núna eru þau í rauninni hvergi. Þá er gaman að geta nálgast útvalin myndbönd í hæstu gæðum á þann hátt sem Rafskinna býður upp á,“ segir Sig- urður. „Það er í rauninni mikil synd að það sé lögð svona mikil vinna í tónlistarmyndbönd sem fá svo hvergi almennilega birtingu,“ bætir Pétur við. „Það hlýtur að letja fólk við að fara út í slíka vinnu enda kostar hún heilmikinn tíma og pening,“ og Sig- urður heldur áfram: „Það er náttúrlega hægt að nálgast allt mögulegt á Netinu en útgáfa af þessu tagi þjónar einnig sem ákveðið sigti og býður um leið upp á að verkið fái birtingu í miklum gæðum.“ Unnið með fisk Mikið er lagt upp úr efnislegum þætti útgáfunnar og markmiðið að Rafskinna verði eigulegur gripur sem vert sé að safna. Umbúðir Rafskinnu eru mik- ilvægur hluti af heildarpakkanum sem mikið er lagt upp úr, en fyrir hvert tölublað er fenginn nýr hönn- uður í verkið. Auk DVD-disksins fylgir prentefni með ýmsum greinum, sögum, ljóðum, teiknimynda- sögum og fleiru sem tengist efni DVD-disksins. Þar að auki er ávallt annað fylgiefni, s.s. prentað verk eftir myndlistarmann blaðsins og fleira óvænt sem tengist þemanu hverju sinni. Hönnunarstjórn Raf- skinnu er í höndum Gunnars Þórs Vilhjálmssonar en hann ásamt Sigurði Eggertssyni hannaði útlit fyrsta tölublaðsins. Rafskinna mun koma út fjórum sinnum á ári og í hverju tölublaði er ákveðið þema. Í fyrstu útgáf- unni er þemað „fiskur“ og tengist því megnið af innihaldinu fiski á einhvern hátt. „Við nálgumst þemað frá ólíkum áttum og notum það sem eins konar útgangspunkt. Það getur líka verið skemmti- legt fyrir viðkomandi listamann sem er að vinna verk sérstaklega fyrir okkur að hafa eitthvert stik- korð til að vinna út frá. Þó er það alls ekkert skil- yrði heldur eingöngu gert til að skapa ákveðna stemningu og heildarmynd.“ Rafskinnu er ætlað að vera jafn áhugaverð fyrir Íslendinga og útlendinga. Allt íslenskt efni á disk- inum er með enskum texta svo það nái til sem flestra. Rafskinna sinnir bæði innlendri og erlendri listflóru en eins og gefur að skilja fer meira fyrir innlendri listsköpun, en þau segja að útgáfan sé ekki síst ætluð sem kynningarvettvangur á báða bóga. „Við fjöllum um svo vítt svið – tónlist, mynd- list og kvikmyndir – og því held ég að Rafskinna eigi eftir að höfða til mjög breiðs hóps. Við ein- blínum að vissu leyti á grasrótina en svo fjöllum við líka um stærri nöfn í listheiminum.“ Rafskinna ein- skorðar sig ekki við niðurnjörvaðar skilgreiningar á listgreinum heldur kemur víða við og gerir efnið mjög fjölbreytt. „Það virðist sem allir hafi hrein- lega verið að bíða eftir þessu, án þess kannski að vita það.“ Bland í poka Innihald fyrsta mynddisks Rafskinnu er litríkt og margþætt og eins og þau nefna sjálf er þar sérlega hugað að grasrótinni. En stóru nöfnin fá engu að síður umfjöllun og ber þar helst að nefna ítarlegt viðtal við Björk Guðmundsdóttur þar sem hún ræð- ir nýju plötuna sína Volta, túrinn sem nú er í al- gleymingi auk þess sem skyggnst er inn á æfingu með henni og hljómsveit hennar, á tónleika og í stúdíó þar sem hún er við upptökur á Volta. Þá mun Rafskinna frumsýna Hvalalíf, tíu mínútna stutt- mynd eftir Kristján Loðmfjörð, þar sem hann end- urklippir og hljóðblandar kvikmynd Þráins Bert- elssonar Nýtt líf. Ben Frost er með myndband við eigið lag og sömuleiðis Jimmy Tenor en hann stendur einnig fyrir leikinni stuttmynd sem ber tit- ilinn Dr. Abortenstein. Fjallar hún um brjálaðan vísindamann, finnskar vampírur og fasisma. Í Raf- skinnu má einnig sjá teiknimynd eftir Hugleik Dagsson, ný myndbönd með GusGus og Rass, myndband með Ghostigital og eins konar mat- reiðsluhorn með forsprökkum sveitarinnar, þeim Einari Erni og Curver, þar sem þeir leggja allt sitt traust á þorskinn. Liðsmenn Skakkamanage ræða málin og taka lagið heima í stofu og einnig sýnir Rafskinna fjögur vídeóverk eftir myndlistarkonuna Ingibjörgu Birgisdóttur sem er myndlistarmaður Rafskinnu í þessu tölublaði, en á meðal fylgiefnis er einnig að finna útprentaða mynd eftir hana. Í prentaða fylgiefninu verður að finna greinar sem tengjast þemanu á ólíkan hátt eftir ýmsa penna. Sjónritið Rafskinna Inn á íslenskan útgáfumarkað hefur bæst við nýtt tímarit og ber það heitið Rafskinna. Um er að ræða DVD-tímarit eða sjónrit, fyrsta sinnar tegundar á Íslandi, en það má segja að Raf- skinna feli í sér eiginleika tímarits, dvd- mynddisks og gallerís allt í senn. Með Rafskinnu er því orðinn til nýr vettvangur á Íslandi til miðl- unar á sjónrænum listum sem ekki er vanþörf á. Morgunblaðið/G.Rúnar Rafskinnungar Þórunn Hafstað, Sigurður Magnús Finnsson og Pétur Már Gunnarsson standa á bakvið útgáfu Rafskinnu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.