Lesbók Morgunblaðsins - 21.07.2007, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 21.07.2007, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2007 7 Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@gmail.com Íbígerð er heimildarmynd um„shoegazing“-tónlistarstefnuna svokölluðu, sem reis hvað hæst í Bretlandi um 1990. Helstu postul- arnir voru My Bloody Valentine, Ride og Slowdive og áherslan var á mel- ódískan gítarhávaða og dreymnar raddir. Hvort sem það var ófram- færni um að kenna eða einbeitni við að hitta á réttan bjögunarfetil þá stóðu hljómsveitirnar jafnan á sviðinu eins og þær væru hengdar upp á þráð og störðu ofan í gólf. Skýrir það furðulegt heiti stefnunnar, sem hefur verið kölluð skógláp upp á hið ylhýra. Höfundur téðrar myndar, sem mun kallast Beautiful Noise, heitir Eric Green og starfar í Los Angeles. Hann segir myndina munu snúast í kring- um þrjár mikilvægar sveitir hvað stefnuna varðar, þ.e. Cocteau Twins, The Jesus and Mary Chain og My Bloody Valentine og áhrif þessara hljómsveita á tónlist samtímans. Með þetta að markmiði ræddi Green við nánast alla þá sem settu mark sitt á þetta tímabil, þ.e. liðsmenn úr um- ræddum sveitum en einnig meðlimi úr m.a. Ride, Slowdive, Lush, Swer- vedriver og Pale Saints. Auk þess var spjallað við útgáfumógúlinn Alan McGee hjá Creation og upptökustjór- ann Alan Moulder sem átti mikinn þátt í að móta einkennishljóm stefn- unnar.    ÍSan Francisco þrífst litrík utan-garðstónlistarsena og í farar- broddi lengi vel hefur verið hin ágæta sveit Xiu Xiu, sem stýrt er af Jamie Stewart. Deerhoof er annað nafn sem kemur óhjá- kvæmilega upp líka í þessu til- liti en sú sveit siglir reyndar um á nokkuð melódískari miðum en Xiu Xiu, sem býður upp á afar sýrðan og skemmtilegan hristing af pönki, óhljóðalist, nútíma- tónlist, sveimi og þjóðlagatónlist. Breiðskífurnar eru nú orðnar fimm en sú fyrsta, Knife Play, kom út árið 2002. Næsta plata er sett á ársbyrjun 2008 og kemur út á Kill Rock Stars- merkinu. Við sögu á henni koma m.a. John Dieterich og Greg Saunier úr Deerhoof, Michael Gira og saxófón- leikarinn Howard Wiley.    Við enda þessa mánaðar kemur útfyrsta safnplata rokksveit- arinnar Garbage, og ber hún hinn hnyttna titil Absolute Garbage. Hljómsveitin hefur verið í hléi síðan 2005 en nú eru að berast fréttir um að sveitin hyggist koma saman að nýju til plötugerðar, og er talað um nýja breið- skífu um mitt ár 2008. Butch Vig, trymbill sveit- arinnar, segir að ef áfram verði haldið muni fereykið líklega stíga út úr því rokki sem það er þekkt fyrir, og gera eitthvað berstrípaðra og einfaldara. Ásamt Vig skipa Garbage þau Steve Marker, Duke Erikson og Shirley Manson. Kvartettinn, sem var nærri hættur árið 2003, lék fyrir stuttu á órafmögnuðum tónleikum ásamt strengjasveit og Vig gefur til kynna að þeir tónleikar gætu gefið vísbend- ingar um hvernig framtíðarhljómnum verður háttað. Upptökur á vænt- anlegri plötu myndu samt ekki byrja fyrr en eftir um ár. Þannig vinnur Manson nú að sólóplötu, Erikson og Marker eru sömuleiðis uppteknir við önnur verkefni og Vig sjálfur hefur nóg að gera í upptökustjórnun. TÓNLIST My Bloody Valentine Xiu Xiu Shirley Manson Nýlega fór greinarhöfundur hamförum ítakmarkalausu lofhjali um eftirlætis-konsertplötu sína, hina hrífandiframmistöðu Bruce Springsteen og E-götubandsins í Hammersmith Odeon árið 1975. Og þá var sko allt látið flakka! Já, því þegar skrí- bent fær lausan tauminn er voðinn sko vís! Nú sætir hann aftur færis á að skvetta úr skálum aðdáunar sinnar framan í lesendur, reka kúf- fullan hrifningardallinn að nösum lesenda og hvolfa dísætum sælu-elixír ofan í skraufþurr göngin. Snertir gusan eina af völundarsmíðum poppsögunnar, og raunar hljóðversplötu að þessu sinni. Skífa slitin og velkt Sumum músíkgrúskurum þykir ofboðslega hipp og kúl að skrifa um fölleitar neðanjarðarspírur, óþekktar og artí smágrúppur; feimna söngvara með komplexa; baslandi söngdívur sem fá ekki útgáfusamning. Ég held mig hins vegar á beinu brautinni og tek fyrir meistaraverk kristilegu of- urrokkaranna í strákabandinu U2 – plötuna Act- hung Baby! frá árinu 1991. Mér finnst býsna erfitt að skrifa á hlutlausan og yfirvegaðan hátt um þessa plötu. Enda hef ég ekkert slíkt í hyggju. Acthung Baby! er sennilega slitnasta skífan í plötusafni mínu. Hún er velkt og hrakin. Raunar á ég tvær. Held þær séu báðar að skemmast. Nánast hvert einasta lag Acthung Baby! hefur á einhverjum tímapunkti lífs míns verið í uppá- haldi. Hljómur plötunnar þótti byltingarkenndur á sínum tíma – U2 innleiðir seiðandi danstakta og framandleg „bít“ í tiltölulega hefðbundin rokk- og popplög – útkoman er glænýr og spennandi hljóðheimur sem fær hlustendur til að kútveltast af gáska og fiðringi. Greinarhöfundur gæti predikað fjálglega um hvert og eitt einasta lag hljóðskífunnar. Opn- unarlagið „Zoo Station“ er bráðskemmtilegt – furðuleg og exótísk byrjun sem grípur hlustanda strax traustataki; þungbjagaðir gítarar og ráð- villulegir textar herja á hlustir; síðan fylgja meistaraverkin hvert á fætur öðru, stórballaðan „One“, rokkarinn klassíski „Until the End of the World“,„The Fly“, „Myserious Ways“ ... Nafngreindur hefur sérstakt dálæti á tveimur rólegum lögum á plötunni: annars vegar drama- ballöðunni „So Cruel“, en hins vegar á fylliríis- óðnum einfalda, „Tryin’ to Throw Your Arms Around the World“, en það er besta tveggja- hljómalag sem ég hef heyrt (ásamt bítlabomb- unni „Paperback Writer“). Misjafn skáldskapur Eftir því sem greinarhöfundur stálpast, og áhugi hans á lýrik og textaskrifum eykst, breytist þó óðfluga sú mynd sem hann hefur af U2. Þrátt fyr- ir að góðvinur minn nokkur hefji söngtexta Bonos (söngvara U2) á stall með ódauðlegum skáldskap meistara á borð við John Milton, Jónas Hall- grímsson, Bob Dylan og Megas, þá rennur smám saman upp fyrir blaðamanni óþægilegur sann- leikurinn. Textar rokktenórsins eru afskaplega misjafnir að gæðum: Who’s gonna ride your wild horses? Who’s gonna drown in your blue sea? Who’s gonna ride your wild horses? Who’s gonna fall at the foot of thee? Lausleg snörun blaðamanns: Hver hyggst ríða þínum villihestum? Hver ætlar að drukkna í þínum bláa sjó? Hver hyggst ríða þínum villihestum? Ætlar að hníga við fótskör þér eitthvert hró? Annað sérkennilegt dæmi: Yeah, I dreamed that I saw Dali with a supermarket trolley. He was trying to throw his arms around a girl. Blaðamaður þýðir: Já, mig dreymdi ég sæi Dalí með innkaupakerru. Hann kostaði kapps um að faðma stúlku. (Síðara dæmið er þó sennilega snilld.) Gef mér gaum, beibí! POPPKLASSÍK Sverrir Norland sverrirn@mbl.is Ó , ROCK ’n’ roll ég gefið hef þér öll mín bestu ár/allt það besta er þú bauðst upp á ég kunni upp á hár“. Svo kyrjaði Brimkló árið 1976 í tit- illagi plötunnar Rock ’n’ roll, öll mín bestu ár og komst glettilega nálægt kjarnanum hvað þetta elskaða tónlistar- form varðar. Annaðhvort ferðu alla leið eða ekki. Annaðhvort ertu rokkari … eða ekki. Þetta á vel við um með- limi Velvet Revolver, en flestir eru þeir þrælvön rokkstríðshross. Bassaleikarinn er Duff McKag- an, um trommuleik sér Matt Sorum og gít- arhetjuskapurinn er í höndum Slash, en allir eru þeir fyrrum meðlimir Guns’n’Roses, sem er í huga margra ein algerasta rokk og ról sveit sem fram hefur komið. Söngvarinn, Scott Weiland, fór þá fyrir hinni ágætu (og að mínu mati vanmetnu) gruggsveit Stone Temple Pilots á sínum tíma. Fimmti meðlimurinn, Dave Kushner, hringir minnstu bjöllunum en er þekktastur fyrir að hafa verið í pönksveitinni Wasted Youth á níunda ára- tugnum en auk þess lék hann með grínsveitinni Infectious Grooves sem er leidd af Mike Muir úr Suicidal Tendencies. Þegar Velvet Revolver var stofnsett voru meðlimir hennar álitnir úrvinda. Þannig hafði Slash strita við það í mörg ár að finna sér vettvang en daufheyrst var við sveit hans, Slash’s Snakepit. Fram að Velvet Revolver var hann ráfandi á milli hinna og þessa verkefna og gekk meira að segja svo langt að spila gítar inn á plötu með Insane Clown Posse. Scott Weiland hefur átt í svipuðum vandræðum, en eyðimerk- urganga hans hefur að mestu tengst eitur- lyfjamisnotkun. Velvet Revolver hefur hins vegar veitt þessum mönnum „fast starf“ f svo mætti segja og upphaflegt markmið var einfalt. Að koma alvöru rokki og róli inn í meginstrauminn á nýjan leik, nema hvað. Lenska Upphaf sveitarinnar má rekja til ársins 2002, en þá tóku Guns’n’Roses-meðlimirnir þrír þátt í styrktartónleikum til handa trommarans Randy Castillo, sem er hvað kunnastur fyrir að hafa leik- ið með Ozzy Osbourne. Hann stríddi þá við krabbamein og dó af þeim veikindum stuttu síðar. Eins manns dauði er annars brauð, því að tríóið ákvað að halda áfram störfum í kjölfarið. Á tíma- bili stóð til að lóðsa Izzy Stradlin inn, og þá hefði bandið, sem gekk nú undir vinnsluheitinu The Project, haft á að skipa fjórum fyrrum Guns’n’Ro- ses-meðlimum. Stradlin fílaði sig hins vegar ekki og kvaddi fljótlega með kurt. Kushner gekk þá til liðs við sveitina, en hann er bæði fyrrum skóla- félagi Slash og hafði spilað með McKagan í hljóm- sveitinni Loaded. McKagan hefur eðlilega sopið marga rokkfjöruna eins og félagar hans en hann er skraufþurr í dag. Læknar tilkynntu honum árið 1994 að ef hann legði ekki flöskunni yrði hann dauður eftir nokkra mánuði. McKagan er í dag heilsuræktarfrík og hefur m.a. hlaupið maraþon. Annaðhvort ferðu alla leið eða ekki. Og þá var bara að finna söngvara. Reynt var að ráða hann í gegnum sjónvarpsþátt eins og lenskan er orðinn í dag en eðlilega gera þessir Kaliforn- íubúar sér grein fyrir því að rokkið og rólið dugar ekki eitt og sér, skemmtiiðnaðarvinkillinn þarf að fylgja með. Þessi tilraun mistókst hins vegar, slatti af óþekktum, annars flokks söngvurum reyndi fyrir sér með litlum árangri. Sebastian Bach (úr Skid Row) var þó þarna, og hann kann svo sem að klifra upp tónstigann en það sem vakti mesta furðu var að Kelly Shaefer reyndi líka fyrir sér en hann er þekktastur fyrir að hafa verið söngvari og gítarleikari í framsæknu dauðarokks- sveitinni Atheist. Eftir þessar þreifingar leituðu Revolver-liðar á náðir Mike Patton sem afþakkaði og það var ekki fyrr en Scott Weiland bauðst til að taka starfið að sér að það var hægt að fara að taka til höndunum yrsta breiðskífan, Contraband, kom svo út í júní 2004. Það var við ramman reip að draga í upp- tökuferlinu þar sem Weiland var í dópveseni að vanda en uppskeran reyndist á endanum ríkuleg. Nú fengu meðlimir loksins aftur snert af fyrri frægð en platan hefur í dag selst í yfir fjórum milljónum eintaka. Umfangsmikil tónleika- ferðalög innsigluðu svo stöðuna. En þrátt fyrir velgengnina voru draugar og skrímsli enn á sveimi í kringum sveitina. Þannig aflýsti hún tón- leikum hérlendis sumarið 2005, en ástæðan var … jú alveg rétt … Weiland og endalaus bar- átta hans við fíknina. Nýja platan, Libertad, kom svo út í upphafi þessa mánaðar. Upphaflega var Rick Rubin við takkana en sú samvinna gekk ekki þannig að Brendan O’Brien var ráðinn til starfa. O’Brien er mikill spútnikupptökustjóri og tók upp margar gruggplöturnar, þar á meðal plötur Stone Temple Pilots en það var einmitt Weiland sem hafði sam- band við O’Brien. Bestu fréttirnar eru þó kannski þær að Weiland, sem er hæfileikaríkur en auð- sýnilega afskaplega breyskur maður, virðist halda nokkuð góðum dampi um þessar mundir. Hann vinnur nú að annarri sólóplötu (sú fyrsta, 12 Bar Blues, kom út 1998), er að skrifa sjálfsævi- sögulega skáldsögu, er búinn að stofna útgáfufyr- irtæki og er að hanna eigin fatalínu. Jamm, börnin góð. Þessi saga kennir okkur því að aldrei ætti maður að afskrifa gamla og gegna rokkara fyrir fullt og fast. Köttur úti í mýri, sett- ’upp á sig stýri … en ei er úti ævintýri. „… öll mín bestu ár" HRAKYRÐUM hefur verið hreytt í bandarísku rokkhljómsveitina Velvet Revolver frá stofnun og hefur hún m.a. verið kölluð elliheimili fyrir útbrunna rokkara. Ef raunin er slík er a.m.k ær- ið fjör á heimilinu og hefur gengið á með slíku brauki og bramli að það má kallast ótrúlegt að önnur plata sveitarinnar, Libertad, sé orðin að veruleika. Velvet Revolver Þessari sögu er ekki lokið. Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.