Lesbók Morgunblaðsins - 21.07.2007, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 21.07.2007, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2007 11 Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is Bækur sem fjalla um uppvaxt-arárin byggjast margar hverj- ar á sögupersónum sem upplifa sig sem utangarðs í þjóðfélaginu og svo er einnig um söguhetjur nýjustu bókar Maxine Swann, Flower Children. En börnin fjögur sem þar segir af hafa öll áhyggjur af því að óhefð- bundinn lífsstíll hippanna, for- eldra þeirra, hafi gert þau óvel- komin í hefð- bundnu samfélagi manna. Frjáls- legar uppeldisaðferðir foreldranna hafa þá sömuleiðis í för með sér að börnin taka regluverki skólagöng- unnar fagnandi og verða ábyrgi að- ilinn heimafyrir.    Uppvaxtarárin koma líka viðsögu í skáldsögu David Flusfeder, The Pagan House. En þessi nýjasta bók hans er einkar skemmtileg lesning, jafnvel þó að höfundurinn haldi ritstílnum víða svo lágstemmdum og laumi brönd- urunum svo hljóðlega inn að það sé hætta á að bókin verði ekki metin til fulls. The Pagan House segir frá hinum 12 ára gamla Edgar sem er að uppgötva kynhvötina, en þessi breski unglingur flytur ásamt móð- ur sinni til bandaríska smábæjarins Onyataka í þeim tilgangi að ná að mynda tengsl við föður sinn og fjöl- skyldu hans. Hann kynnist þó ekki síður sérkennilega smábæjarlífinu í Onyataka sem jafnvel ofvirkt ímyndunarafl hans gat ekki séð fyr- ir.    Ruth Rendell fer vel með efniviðsinn í spennusögunni The Wa- ter’s Lovely. Sagan hefst í parhúsi í London sem tvö pör af systrum – sem báðar koma úr sömu fjölskyldu – deila með sér. Nýlega er búið að taka baðher- bergið á efri hæðinni í gegn, en þær breytingar blekkja engan – konurnar muna all- ar fjórar eftir glæpnum sem þar var framinn fyrir 12 árum. Kurt- eislega útgáfan er sú að slys hafi átt sér stað en morðið sem þar var framið gleymist ekki svo auðveld- lega.    Morð koma líka við sögu í TheFalconer’s Knot eftir Mary Hoffman og Osc- ar Wilde and the Candelight Mur- ders eftir Gyles Brandreth, þó að sögusvið bókanna sé nokkuð fjær okkur í tíma en hjá Rendell. Þannig er The Falconer’s Knot látin gerast á 14. öld í ítalska bæn- um Assisi þar sem fjárbóndi með einkar fagra eiginkonu finnst óvænt myrtur, meðal vonbiðla hennar voru tveir ungir aðalsmenn og spjótin beinast að öðrum þeirra. Ekki er þó allt sem sýnist og Hoff- man nær að vefa spennandi sögu launráða, lista og kristilegra trúar- bragða. Í Oscar Wilde and the Candelight Murders lætur Brand- reth svo þennan skrautlega lista- mann snúa sér að spæjarastörfum eftir að hafa vingast við Conan Doyle, höfund Sherlock Holmes- bókanna. Ritstíll þessarar skáld- sögu Brandreths er e.t.v. ekki án hnökra, en hún er engu að síður skemmtileg lesning á léttu nót- unum þrátt fyrir blóði drifið við- fangsefni og minnir um margt á góða sjónvarpsmynd. BÆKUR Maxine Swann Oscar Wilde Ruth Rendell Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is Ádögunum eignaðist ykkar einlægur rétt-nefnt „galdratæki af góðri sort, semgerir fagurt lífið vort,“ svo vísað sé í þaðgóða skáld Þórarin Eldjárn, sem hlýtur að vera við hæfi á þessum virðulega vettvangi mannvits og fræða. Þar ræðir um svonefndan „iPod“, undraverða smásmíði, sem hýst getur urmul laga og annað efni á stafrænu formi. Tæki þetta mun hafa verið nefnt „spilastokkur“ á ís- lensku og ég minnist þess einnig að hafa rekist á orðið „tónhlaða“. Algengast virðist þó að menn nefni græju þessa „podd“ en sjálfur kalla ég þetta pródúkt dverga hins stafræna veruleika „pöddu“. Góður vinur, glöggur og prýðilega nútímalegur í hugsun og háttum, kynnti mig fyrir undrum pödd- unnar og nú er svo komið að ég flokka hana til nauðsynja á borð við strengjavindil fyrir gítara, nákvæmt kort af Spáni og myndskreytta handbók um gereyðingarvopn. Í fyrstu hvarflaði að mér að gripinn bæri mér einkum að nota til að hýsa gömlu uppáhaldsplöturnar en frá því hvarf ég skjótt enda teldist slíkt safn í besta falli dapurleg kraftbirting- armynd stöðnunar miðaldra skrifstofulúða. Þess í stað ákvað ég að kanna hvernig nýta mætti gripinn til að bæta örlítið tengslin við heimsmenninguna. Og ekki verður annað sagt en paddan hafi skilað því sem henni er – næstum því ábyggilega – áskap- að. Ykkar einlægur hefur sumsé gerst áskrifandi að sannkölluðu fóðri andans, sem berst fyrir undur tækni og vísinda, inn á eins konar „bókasafn“ á netinu. Paddan er tengd tölvuflyðrunni og sýgur í sig stafrænar sendingar á örskotsstundu. Í viku hverri meðtek ég nú úrvalsefni, sem megnar að hrekja svarta seppa, þennan „Lúkas“ sálarlífsins, til fjalla. Þarna ræðir um yfirtak vandaða þætti um m.a. sagnfræði, heimspeki, vísindi og listir. Í sér- stöku uppáhaldi er þátturinn „In Our Time“ frá BBC þar sem yfirgengilega gáfað, orðheppið og stórmenntað fólk ræðir tiltekið sagnfræðilegt efni. Ágæta útvarpsþætti um heimspeki fæ ég í viku hverri senda frá Ástralíu, fróðleik um Rómönsku Ameríku get ég nálgast hjá spænska ríkisútvarp- inu og þannig mætti áfram telja. Paddan er jafnframt öflugt kennslutæki og fall- in til að breyta ef ekki sjálfu „hegðunarmynstrinu“ þá hið minnsta „fjölmiðlaneyslu“ þeirra, sem eru svo undarlega innréttaðir að hafa áhuga á öðrum þjóðum og menningu þess umtalsverða hluta heimsbyggðarinnar, sem nýtur ekki þeirrar gæfu að búa á Íslandi. Hér í lýðveldinu verða fjölmiðlar sífellt „staðbundnari“ enda alkunna að Íslendingar eru veitendur en ekki þiggjendur á flestöllum svið- um jarðlífs og tjáningar. Saman mynda padda og net stafrænan kögunarhól þess, sem telur um- heiminn áhugaverðan. Athyglisvert og næstum því merkilegt þykir þeim sem þetta skrifar að vönduð dagblöð á borð við The New York Times, The Washington Post, Guardian, El País o.fl. bjóða nú fram þætti í þessu formi, sem á ensku nefnist „podcast“ og ég kýs að kalla „örvarp“ (hver „sending“ er „örverpi“). Mér er ekki kunnugt um að erlend auglýsingablöð bjóði slíkt efni en það kann að vera. Forráðamenn er- lendra „stórblaða“ eins og það hét í eina tíð telja á hinn bóginn sýnilega að örvarpið sé mikilvægur liður í þróun netmiðlunar. Og ekki er að efa að markaðsvísindamenn hafa lagt blessun sína yfir þessa þjónustu og telja hana því styrkja ímynd og stöðu dagblaðanna. Paddan mín er þess einnig megnug að geyma heilu hljóðbækurnar. Í fágætri sumarblíðu síðustu vikur hlýddi ég í garðinum á Ríki Platóns. Fyrir skemmstu áskotnaðist mér afar áhugaverð bók um sögu gítarsins í Bandaríkjunum. Næst verður meðtekinn fróðleikur um fornar leirtöflur Súmera, sem geyma munu botnlausa visku og andagift. Liðin er sú tíð að bækur fylli ferðatöskuna þegar haldið er í sumarfríið. Paddan er góður ferðafélagi. Ekki skal því fram haldið að hljóðbókin geti leyst hina hefðbundnu af hólmi. Svo er ekki, ég hefi tekið eftir því að athyglin á það til að riðlast en þetta form á geymslu texta er engu að síður stór- brotið. Og undursamlegt er að hlýða á lestur fólks, sem býr yfir náðargáfu á því sviði. Hljóðbók hýst á pöddu hlýtur því að vera viðbót í þessu efni eða á þessu „neyslusviði“ eins og það heitir vísast á nú- tímamáli. Heimurinn hýstur á pöddu » Paddan er tengd tölvu- flyðrunni og líkt og hún sé slegin galdri sýgur hún í sig staf- rænar sendingar á örskots- stundu. Í viku hverri meðtek ég nú úrvalsefni, sem megnar að hrekja svarta seppa, þennan „Lúkas“ sálarlífsins, til fjalla. ERINDI Eftir Björn Þór Vilhjálmsson vilhjalmsson@wisc.edu Í House of Meetings kveður að mörgu leyti við nýjan tón í skáldsagnagerð Martin Amis en hann hefur aðeins einu sinni áður reynt sig við form sögulegu skáldsögunnar, en það var Time’s Ar- row, afar sérstök og tilraunakennd skáldsaga um útrýmingarbúðir nasista. Þá er skáldsagan að sumu leyti hefðbundnari en önnur verk höfundar, hann notast við gamaldags frá- sagnarformgerð (bréfaskáldsöguna) og söguþráð- urinn miðast að sumu leyti við hinn hefðbundna ástarþríhyrning. Hvort hér megi greina viðbrögð við gagnrýnum viðtökum síðustu skáldsögu höf- undar, Yellow Dog, sem sumir litu á sem eins- konar stælingu á Amis-bók, skal látið ósagt. Ekki er þó ósennilegt að lesendur Amis sjái hér merki um efnivið sem hefur verið höfundi hugleikinn undanfarin ár, en þar á ég við Sovétríki Stalín- tímabilsins. Árið 2002 gaf Amis út bókina Koba the Dread: Laughter and the Twenty Million sem hæglega getur talist einkennilegasta bók ferilsins, en bæði þessvegna og þrátt fyrir það reyndist hún skrambi athyglisverð. Hér er um að ræða æði sér- staka samblöndu ævisöguformsins (bókin var upp- haflega markaðssett sem sjálfstætt framhald sjálfsævisögu Amis, Experience, en því var fljót- lega hætt), skáldlegrar framsetningar og endur- skoðunar á sögulegum rannsóknum er við koma Sovétríkjunum (Amis studdist fyrst og fremst við skrif Roberts Conquests en fjölmargir aðrir sagn- fræðingar koma við sögu), og róttæks uppgjörs við vinstri hreyfingu breskra menntamanna og lista- manna á árunum milli 1955 og 1989. Fyrst og fremst ber verkið merki um þrákenndan áhuga höfundar á persónu Stalíns (en gælunafn hans var víst Koba), en sá áhugi samanstendur af hryggð, andstyggð og ofsafenginni forvitni um þær sögu- legu kringumstæður sem leyfðu slíku fyrirbrigði að blómstra, sem og innra gangverk mannsins sjálfs. En það er einmitt þessi bók, Koba the Dread, sem skapar samhengið í kringum nýju skáldsög- una, House of Meetings, þar sem þá síðarnefndu má sjá sem nokkuð beina afleiðingu rannsókn- arvinnunar sem Amis lagðist í þegar hann ritaði hina fyrri. Um er að ræða skáldleg og innblásin til- brigði við ýmis stef eldri bókarinnar, en skáldsag- an gerist einmitt í sovésku gúlagi á Stalín- tímanum. Nafnið dregur hún af kofaskrifli því sem heppnir fangar gátu, furðulega nokk, átt nætur- langa fundi í við maka sína, sem þá höfðu í mörg- um tilvikum ferðast vikum saman til að komast á leiðarenda. Þessir fundir, í stað þess að endurnæra og endurnýja, voru frægir fyrir að brjóta fangana endanlega niður (sem þó var ekki tilgangur þeirra þótt afleiðingin hefði e.t.v. átt að vera fyr- irsjáanleg), en einn slíkur fundur er einmitt þungamiðja bókarinnar, atburður sem reynist ör- lagavaldur í lífi aðalpersónanna næstu áratugi. Ástarþríhyrningur Hér segir af tveimur mönnum, sögumanninum og bróður hans Lev. Fyrir einskæra tilviljun eru þeir sendir í sömu fangabúðir og dvelja þar í hartnær áratug, eða frá því á ofanverðum fimmta áratugn- um og langt fram á þann sjötta. Báðir teljast þeir „pólitískir andstæðingar“ ríkisins þótt forsend- urnar fyrir þeim dómi séu hæpnar. Bræðurnir eru afar ólíkir: sögumaður var í Rauða hernum í stríðinu, kynntist því versta sem það hafði upp á að bjóða (eða eins og segir á einum stað, hann „nauðgaði sér leið í gegnum það sem síðar varð Austur-Þýskaland“) og kemur því harð naður inn í umhverfi búðanna, hann veit hvað þarf að gera til að lifa af. Lev er á hinn bóginn frið- arsinni og ljóðskáld, aumur á yfirborðinu en reyn- ist búa yfir járnvilja þótt ekki geti hann bjargað sér upp á eigin spýtur. Sögumaður þarf að kenna Lev að finna „morðingjann í sjálfum sér“ því lífið í búðunum er grimmilegt en í þessum köflum þar sem Amis dregur upp mynd af daglegum veruleika firrtum öllum mannúðarsjónarmiðum nær hann að feta einstigið milli stíltilþrifa og harmræns einfald- leika. Og þótt bræðurnir lifi báðir af vistina yf- irgefa þeir aldrei búðirnar að fullu. Þegar hann lít- ur um öxl, segir sögumaður, kenndi veran í gúlaginu honum tvennt, annars vegar að „enginn jafnar sig nokkurn tíma á neinu“, og hins vegar að „það sem ekki drepur mann gerir mann ekki sterkari. Það veikir mann, og drepur mann síðar“. Búðirnar vaka með öðrum orðum yfir lífi bræðr- anna til söguloka, en bókin nær fram yfir árþús- undamótin og er sögð í endurliti. Aðferð þessi leyf- ir Amis að innlima seinni tíma sögu Sovétríkjanna og Rússlands inn í frásögnina, nokkuð sem hann gerir listilega. Þar kemur hann einnig á framfæri þeirri kenningu að ýmislegt misjafnt í sam- tímasögu Rússlands megi rekja til þess að þjóðin hafi aldrei fyllilega gert upp áratugalanga sögu þrælabúðanna. Á einum stað lýsir sögumaður frá- sögn sinni sem ástarsögu og á sú lýsing að mörgu leyti rétt á sér. Bræðurnir voru báðir ástfangnir af sömu konu, Zoya (en nafnið er tilvísun til Solzhe- nitsyn) en sögumaður taldi bróður sinn þó ekki verulegan keppinaut. Það kemur honum því mikið á óvart að frétta, þegar Lev kemur í fangabúð- irnar, að hann og Zoya eru nýgift. Það er svo með Zoyu sem Lev á endurfund í húsi titilsins árið 1956 en fundur sá á einmitt eftir að draga dilk á eftir sér. Amis nálgast sögulegan veruleika með umtals- verðri nærgætni í þessari skáldsögu og það sem hann öðrum þræði reynir að sýna fram á er hvern- ig líf þeirra einstaklinga sem lentu í tannhjólum hinnar ofsafengnu sovésku framfaravélar stóðu í raun í stað ævilangt. En þótt Amis segi söguna í gegnum einstaklinga, eins og skáldsöguformið krefst, þá er honum einnig umhugað um „stóru myndina“, ef svo má að orði komast, og hvernig hann tekst á við flóknar sögulegar spurningar og sviptingar gerir þessa bók, sem annars er lítil að umfangi, að ansi miklu verki. Í gúlaginu Breski rithöfundurinn Martin Amis hefur sent frá sér nýja skáldsögu, House of Meetings, en bók þessari hefur verið afar vel tekið, einkum þó í Bandaríkjunum. Bæði New York Times og New York Review of Books hafa farið lofsamlegum orðum um verkið og gengu þau svo langt, bæði tvö, að halda því fram að hér væri á ferðinni besta bók höfundar frá upphafi. Gagnrýnendur í heimalandi höfundar, Bretlandi, voru að vísu sparari á lofsyrðin, hinir venjubundnu flokka- drættir sem þar í landi einkenna viðtökur á öll- um bókum Amis núorðið voru auðsjáanlegir. Skáldið Martin Amis.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.