Lesbók Morgunblaðsins - 21.07.2007, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 21.07.2007, Blaðsíða 12
Eftir Ingvar Jón Bates-Gíslason igracekick@gmail.com Á vallt er vafa- samt að draga upp einfaldar útlínur hinna miklu umbrota- tíma nútíma- byggingarlistar Evrópu, sér- ílagi Þýskalands og þýska málsvæð- inu sem var hinn eiginlegi stóri víg- völlur módernismans. Á engan er samt hallað þó nafn Þjóðverjans Mies van der Rohe sé dregið fram sem eins áhrifaríkasta einstaka arkitekts tuttugustu ald- arinnar. Ferill hans var óvenju- glæstur og heilsteyptur, fyrst innan Evrópu og seinna í Norður- Ameríku í kjölfar heimsstyrjald- arinnar síðari. Sérílagi hafa bygg- ingar upphafsáranna yfir sér áru frumleikans og er ein þeirra villa Tugendhat í Brno. Brno millistríðsáranna Brno varð önnur stærsta borg Tékkóslóvakíu árið 1918 og mót- uðust millistríðsárin af einu alls- herjaruppvaxtarskeiði þar sem borgin bauð upp á forskot fyrir hina kraumandi athafnaþrá milli- stéttarinnar, enda staðsett á lang- stærsta iðnaðarsvæði fyrrum ung- versk-austurríska keisaradæmisins. Þar að auki var mannauðurinn sér- lega margslunginn og samanrekinn því auk Tékka sem voru raunar í minnihluta, talaði vel yfir helm- ingur borgarbúa þýsku sem fyrsta tungumál. Að endingu mannaði fyr- irferðamikill minnihluti gyðinga all- ar meiriháttar stöður einkageirans í samfélaginu og voru í meira lagi at- hafnasamir. Þessu er auðvitað öllu þveröfugt farið í dag. Borg- arstjórnin var í senn framfarasinn- uð, kappsfull og opin fyrir hinum nýja stíl fúnksjónalismans. Þannig leystu allar aðstæður uppsafnaða spennu úr læðingi í ótrúlegri at- hafnagleði sem borgin ber enn greinileg merki um í dag. Upphaf Fritz Tugendhat og Grete Löw- Beer fengu að gjöf rúmlega sex þúsund fermetra lóð í miðborginni við brúðkaup þeirra frá foreldrum brúðarinnar en hinn mikli auður þeirra byggðist á textíliðnaði. Leið- ir þeirra hjóna og Mies lágu saman árið 1928 gegnum sameiginlegan vin í Berlín, listsögufræðinginn og safnarann Eduard Fuchs, sem hafði frá árinu 1911 búið í Pearles- villunni svonefndri hannaðri af Mies en þá var hann undir sterkum áhrifum nýklassíkur. Við þennan fyrsta fund hafði byggingin einmitt verið útvíkkuð til muna eftir ný- móðins teikningu, einnig eftir Mies. Byggingin höfðaði mjög til hjónanna. Grete hafði einnig að eig- in sögn hrifist af blokkarbyggingu hans frá Weissenhof híbýla og ný- lendusýningunni frá árinu 1927 svo án vafa skynjaði hún að Mies var boðinn á grynningum þessara miklu umbrotatíma. Svo fór að þau hjónin tóku hönn- un eigin híbýlis úr höndum sjálfs Arnost Wiesners sem þá hafði um- boðið og var yfirburðararkitekt í Brno og fólu Mies, en auk þess að biðja um teikningu veittu þau hon- um óheft listrænt leyfi til athafna á opinn reikning þeirra. Útkoman er án efa ein magnað- asta bygging vestrænnar bygging- arlistasögu; sannkölluð táknmynd og samnefnari alls þess sem koma skyldi innan ramma fúnksjónalism- ans í byggingarlist og fleytti jafn- framt Mies fram úr hópi jafningja sinna og samlanda eins og Gropius og Bruno Taut. Samkvæmt munnlegum heim- ildum safnstýrunnar, Ivetu Cerna*, stóð Mies á sjálfri lóðinni og hug- leiddi fyrstu drætti hússins þegar honum barst skeyti þess efnis að honum hafi verið falinn hönnun þýska sýningarskálans fyrir heim- sýninguna í Barcelona árið 1929. Sú bygging, líkt og sýningarskáli Le Corbusiers frá Parísar-sýningunni árið 1925, gekk fram af allflestum sökum hins nýja tóns er var sleg- inn, sem kvað á um endurmat á upplagi og hlutverki bygginga í nú- tímanum. Saga bæði Barcelona- skálans og Túngandhat-híbýlisins er því samtvinnuð og notaði Mies skálann sem tilraunarfyrirmynd, ekki síst hvað varðar krosssúlurnar sem voru alger nýjung og því viss áhætta. Framvinda Tugendhat- verkefnisins dróst þess vegna. Einkenni Fyrst og fremst vildi Mies ná fram samsuðu formfræði og notagildis og það vandlega útfærðu til hins ýtr- asta. Einnig kom þar fram samsuða hins ytra og innra sem gekk seinna sem rauður þráður gegnum höfund- arferil hans í svokölluðu „curtain- wall“ – skipan sem þýðir að sam- felldar gluggahliðar bygginga hans líða umhverfis í nöktum einfaldleika sínum með burðarvirkið aðskilið (þ.e. dregið inn frá jaðrinum) en á sama hátt einfalt og taktfast spunn- ið úr stálsúlum. Þarna var Mies greinilega að styðjast við persónu- færða útfærslu á fimm punkta kerfi kollega síns Corbusiers sem þá var splunkunýtt. Eftir að hafa heimsótt helstu hí- býli hönnuð af þessum tveimur yf- irburða húsameisturum 20. ald- arinnar, skynjar maður hversu nærvera Mies er allt önnur en Le Corbusiers. Hin kalda nekt sem umlykur allt verk Mies þolir nefni- lega enga uppgerð eða áreynslu. Skilyrðislaus undirgefni arkitekts- ins Mies gagnvart verki eins og Tu- gendhat-húsinu skín í geng. Það er skoðun mín að verk Mies séu laus við það sem ég freistast til að kalla „rúnk ń role“ sem stundum blundar baka til í annars smart híbýlum teiknuðum af Le Corbusier. Lóð og umhverfi Mies fleygaði sjálfan bygging- armassann, 1.211 fm að grunnfleti, í stall efst á hlíðartopp Svartaakurs (Cerna pole) með fögru útsýni yfir miðborgina í suður. Hér er margt frábrugðið því sem menn eiga að venjast frá hvunndagshíbýlum, því hér er hefðbundnu upplagi hinnar klassísku villu frá tímum Pallaudio snúið á höfuð á stásslegan hátt. Tveir láréttir byggingarhlutar blasa við frá götu; bílageymsla með áfastri þjónustuíbúð húsvarðar/ bílstjóra suðvestantil en anddyri auk salernis, svefnherbergja fjöl- skyldu og fóstru suðaustantil. Þessi rými snúa baki í götuna en tróna annars í makindum ofan á þaki eða öllu heldur dekki sjálfrar bygging- arinnar því þetta er í raun ein risa- vaxin verönd. Þaðan birtist heildar- ásjóna byggingarinnar og umhverfisins í öllu sínu veldi sem fagurmótað klif er stallast niður á við í garðinn líkt og flúðir með mið- borg Brno og Spilberg kastala í baksýn. Híbýlin Sá er stígur inn í anddyrið alsett ítölsku travertine á gólfi og pal- isander viðarpanel á veggjum, les sig þaðan niður einfaldan og þröng- an tröppugang er tekur 180 gráðu beygju án áningar niður á aðra hæð sem er jafnframt aðalhæð hússins. Óvíða finnst jafnglæsilega stílfærð innganga; hálf tilfallandi ef ekki hikandi við fyrstu sýn og einhvern veginn út úr kortinu fyrir aðra eins glæsibyggingu því andstætt t.d. Villa Savoie Le Corbusiers hefja tröppurnar sig niður á við, án fyr- irheita að því virðist, úr horni and- dyrisins en allt stílfært í þaula auð- vitað því rýmið og útsýnið sem opinberast niðri er engu líkt. Við fyrstu sýn blasir við risavaxin stofa, sem við nánari athugun er deilt niður í bóka-, íveruherbergi og borðstofu. Hér á þessu 223 fer- metra aðalsviði villunnar spila ein- ungis tvö skilrúm aðalhlutverkið með einföldum og skýrum hætti. Annað að öllu úr onyx frá Marokkó (kvarsi, sem er annars nær ein- göngu notað í skartgripi) er verður hálfgegnsætt og nánast glóir gegnt suðursólinni. Hitt skilrúmið stingur í stúf við allan léttleikann; dökkur hálfhringlaga veggur úr zebrano eða sebravið frá hitabeltinu sem að hálfu umlykur kringlótt 6 manna fjölskylduborðstofuborð sem má út- víkka í áföngum út frá miðju líkt og gárur á vatni svo allt að 24 gestir komist að. Annars flæða rýmin svo til óhindrað saman um leið og þau keppast um að freista manns; bóka- skotið með hillur og þiljur úr ma- sakar-íbenholti ýtir undir tóm- stundaiðju heimilisfólks, tónlistariðkun og lesgrúsk. Eða stássstofan þar sem hala má með öllu niður í kjallara, tvær af fjórum framrúðunum og faðma umheim- inn, en ef það gefur um of í, má draga fyrir silki og flauels- gluggatjöld. Öll þessi heild dafnar undir taktföstu slagi krosssúln- anna, afskermaðra í sanseruðu stáli er speglar, og stækkar ef eitthvað er, umhverfið. Hér er ekkert naglfast uppfært af tilviljun. Húsgögnin voru öll hönnuð af Mies, auðvitað í yf- irstærð, þ.e.a.s. áberandi breið svo ekki kæmist upp um hin voldugu hlutföll aðalhæðarinnar. Garðskál- inn, að efni til nær eingöngu úr gleri, rammar inn framandi plöntur úr öllum heimshornum þ.á m. brön- ugras (orkideur) og lótusblóm enda uppáhalds íverustaður húsmóð- urinnar. Auk þess að vera fagur rammi utan um gróður, dregur hann fram arkitektónískan lið, þ.e. ísíar sem garður milli granna um leið og hann dregur úr verstu sól- argeislunum er smjúga inn frá suðsuðaustri. Garðsýn Byggingin séð frá garðflötinni. Efst til vinstri eru hjónaherbergin.. Villa Tugendhat og Mies Umfang og saga Tugendhat- hússins verður að teljast eitt mesta drama nútímabyggingarlistasögu Mið-Evrópu. Hér fer samantekt á sögu helstu táknmyndar módern- ismans eftir meistara Mies. Tugendhat villan Eitt glæsilegasta hús módernismans, skapað af Mies van der Rohe. »Rússneskir her- menn, eins og sú þjóð virðist oft vera furðu- lega samsett af hámenn- ingu og ósiðmenningu, riðu inn í villuna við lok seinna stríðs á hestbaki og tóku hinn fagra hálf- hringlaga borðkrók fyr- ir eldstæði og kveiktu bál. Skeifulaga hófas- pörk mátti finna upp um alla veggi. Eftir hild- arleikinn voru hin sér- hönnuðu viðar- og stál- húsgögn Mies annaðhvort horfin með öllu eða höggvin í spað sem eldsmatur. Seinna fór þar fram ballett- kennsla og á 6. áratugn- um hýsti villan end- urhæfingarmiðstöð fyrir fötluð börn. Hinum voldugu stofurúðum var deilt niður í smærri reiti með listum og silíkoni svo úr varð einn risavax- in „franskur“ gluggi. Útsýni Frá inngangsveröndinni blasir Brnoborg. Dyrnar sjást vinstra megin. 12 LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.