Lesbók Morgunblaðsins - 21.07.2007, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 21.07.2007, Blaðsíða 13
Garðþrepin voldugu Hér er komið að einum af þeim þáttum er skilja Tugnedhat-húsið frá þeim byggingum sem flokka má undir kollsteypur funksjónalismans; Tugendhat-húsið er þrátt fyrir allar sínar nýmóðins öfgar töluvert klassískt að upplagi þegar betur er að gáð. Mies leggur nefnilega út af garðþrepunum, sem með viðhöfn og mætti, tekur þann sem gengur úr stofu niður í garðinn í u-beygju og kallar fram stílfærð, ef ekki leikræn tilþrif söguhetjunnar er gengur um gangane. Þess háttar dramatík eða sveifla er nefnilega jafnnauðsynleg og þögnin í tónverki eða komman í bókmenntum, því hún jafnframt bætir í og dregur úr spennu. Þrátt fyrir ósamhverfu byggingarinnar endurvekja garðþrepin volduga angan af hinu eina sanna klassíska grunnmótífi, samhverfu og stig- skipun rýmanna er hefur legið óslit- inn frá örófi klassískur; gegnum ed- urreisn, barrokk og loks nýklassík, ekki síst Schinkel. Hér liggja ekki steinsteypurampar út og suður. Einnig er teikningin verulega íhaldssöm ef ekki kaþólsk að því leyti að húsinu er stranglega kynja- og stéttarskipt að hætti þýskra stórburgeisa (bourgeoisie) frá því fyrir aldamótin 1900. Hjónin deildu ekki sameiginlegu svefnherbergi heldur sváfu sér og þjónustufólk fékk vesturhlutann með öllu undir eigin þarfir og skylduverk. Jafnvel eigin næturgestir máttu dvelja með öllu afsíðis, því Tugendhat-hjónin reistu stóreflis gestavillu í fúnkisstíl í félagi við vinahjón sín í „Masaryk“ einbýlishúsahverfinu, u.þ.b. þrjá kílómetra í burtu. Það er sama hvar borið er niður; allt er varðar gerð og upplag Tu- gendhat-hússins er úr tengslum við hvunndagsleikann árið 1928. þannig var flogið sérstaklega með tonn af múrsteinum Brno frá Hollandi, á tímum þegar flugferðir mannfólks töldust til forréttinda. Byggingin var sérútbúin risavöxnu loftræsti- kerfi löngu áður en þau urðu stöðl- uð og sjálfsögð meðal stórbygginga. Tugendhat-húsið kostaði einnig á sínum tíma 6 miljónir tékkneskar kórónur á sama tíma og lúxusvilla bankastjórans í sömu götu kostaði einungis 200 þúsund kórónur. Eftirmáli Í aðdraganda seinna stríðs, árið 1938, flúði Tugendhat-fjölskyldan til Caracas í Venezuela og reisti sér seinna minni útgáfu af upprunalega húsinu. Þýska leynilögreglan SS tók sér ból í húsinu eftir yfirtöku á Tékkóslóvakíu í mars 1939. Rússneskir hermenn, eins og sú þjóð virðist oft vera furðulega sam- sett af hámenningu og ósiðmenn- ingu, riðu inn í villuna við lok seinna stríðs á hestbaki og tóku hinn fagra hálfhringlaga borðkrók fyrir eldstæði og kveiktu bál. Skeifulaga hófaspörk mátti finna upp um alla veggi. Eftir hildarleik- inn voru hin sérhönnuðu viðar- og stálhúsgögn Mies annaðhvort horf- in með öllu eða höggvin í spað sem eldsmatur. Seinna fór þar fram ballettkennsla og á 6. áratugnum hýsti villan endurhæfingarmiðstöð fyrir fötluð börn. Hinum voldugu stofurúðum var deilt niður í smærri reiti með listum og silíkoni svo úr varð einn risavaxin „franskur“ gluggi. Loks varð villan að VIP bú- stað ríkisstjórnarinnar og hýsti m.a. Andropov og Gorbatsjov. Í tímans rás bentu sérfræðingar á þessa dæmalausu misnotkun og vildu fara í viðgerðir en eftir að Normaliseringin svokallaða hafði tekið við Vorinu í Prag árið 1968 lágu öll plön niðri enda þjóðin í þunglyndi. Endurnýjun Tugendhat Húsið hefur allt frá árinu 1963 ver- ið friðað og var nú síðast árið 2001 bætt á heimsminjaskrá UNESCO. Í maí 2004 fór fram rannsókn þýskra vísindamanna á upp- runalegri áferð útveggjanna. Beitt var sömu ultra-sound tækni (Strati Graphy) og þeirri við greiningu á lofmálverki Michelangelos í Sixt- ínsku Kapellunni í Róm. Nið- urstöður urðu óvæntar því að vegg- ir hússins voru upprunalega ekki hvítir eins og talið var, heldur í lit lindakalks (travertine). Endursköpun hússins er ná- kvæmnisaðgerð af óvenjumiklu um- fangi þar sem hver fersentimetri fær sérmeðferð, líkt og um viðgerð málverks eða lágmyndar væri að ræða. Raunar er stórmál og marg- falt dýrara að endurgera byggingar módernismans en t.d. meðalkirkju frá barroktímanum. Ástæðan eru hin fjölbreyttu og flóknu deili sem þarf bókstaflega að endurteikna og sérsmíða. Valið hefur verið fjöl- mennt teymi sérfræðinga er mun takast á við þessa flóknu aðgerð og ekki er laust við að beyg leggi að mönnum því hér er um að ræða einn allsherjar uppskurð eins og í þoturekstri þar sem sérhverjum stöðluðum hlut er skipt út eftir ákveðinn flugtíma, nema hér liggja hlutir ekki á lager. Onyx-vegginn sérstaklega þorir enginn að snerta, hvað þá færa úr stað. Hússtýran Iveta tjáði mér sumarið 2004 að Tu- gendhat-húsið, sem kom þá óvenju- illa undan vetri, þyldi enga frekari bið á allsherjarendurnýjun. Þungi jarðvegsins ofan frá er endanlega að sliga bygginguna og hótar ryðja henni um koll. Nú í janúar þegar her forvarða átti að hefja störf, lögðu erfingjar Tugendhat-hjónanna skyndilega fram kröfu um full yfirráð á eign- inni í krafti nýrra laga frá 27. des- ember síðastliðnum sem kveða á um skil á eignum er tilheyrðu fórn- arlömbum helfararinnar. Löngu tímabærri endurnýjun var slegið undir eins á frest um ókomin ár. Enginn efast um rétt erfingjanna, sem hafa að sögn ráðið hina hæf- ustu lögfræðinga. Erfingjarnir hafa samt greinilega skipt um skoðun því þeir höfðu fram til þessa ekki viljað endurheimta húsið og töldu málin alltént í góðum farvegi. Brno- borg hefur nú afhent allt forræði til tékkneska ríkisins sem þegar stendur í ströngu vegna óteljandi kastala og halla sem fyrrum eig- endur, oftast aðalsættir, sækjast eftir. Málaflækur fyrir dómstólum gætu tekið allt að sjö ár og má gott heita ef Tugendhat-húsið stendur upprétt að þeim tíma liðnum. Málið er allt hið neyðarlegasta fyrir Brno- borg sem hefur lagt út 11 milljónir tékkneskar kóróna í rannsóknir og skýrsluvinnu án þess að hafa haft fullt lagalegt umboð. Af framangreindu að ráða, er saga Tungendhat-hússins ekki öll, en eftir allt sem á undan er gengið hefur það fleiri en níu líf. *Iveta Cerna er bæði arkitekt og listasögufræðingur sem hefur stýrt Tugendhat-safninu frá árinu 2002. Hún stýrði jafnframt teymi sér- fræðinga er vann að endurnýjun byggingarinnar. Aðrar heimildir: Ýmsir upplýs- ingapésar gefnir út af Listasafni Brnoborgar og „Mies in Berlin“. Borðkrókur Stofa og garðskáli í baksýn. Opnanlegu fögin til hægri. Teikning Skilrúmin tvö skera sig greinilega úr á aðalhæðinni. Borðkrók- urinn er neðarlega fyrir miðju. Hann var síðar gjöreyðilagður. Teikning Efst í vinstra horni er bílageymsla, en hægra megin við hana inn- gangur á sjálfa veröndina. Veröndin er gríðarlega stór. van der Rohe Eðalgrjót Ónyxveggurinn og garðskálinn í baksýn. Höfundur er arkitekt í Prag og vinnur að doktorsritgerð um byggingarlist Arnošt Wisners í Brno á millistríðsárunum. Í dag Enn er óvíst hvenær hægt verður að hefjast handa við að gera húsið upp í upprunalegu gerð. Mörg húsgagna Mies hafa skemmst. Anddyri Einungis birtan fær að smjúga gegnum glerið. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2007 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.