Lesbók Morgunblaðsins - 04.08.2007, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 04.08.2007, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 2007 7 Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@gmail.com Það er til siðs í gítarsmíðabrans-anum að frægar gítarhetjur fái gripi, sérmerkta þeim. Iðulega er um að ræða gítarleikara sem þekkt- ir eru fyrir íþróttamannslega fimi á hljóðfærið, þar sem þeir renna upp og niður hálsinn á harðahlaupum. Listfræðilega vigtin er þar oftast í öðru sæti og í þessu ljósi því nokk- uð merkilegt að J. Mascis, leiðtogi hinnar surgandi nýbylgjurokks- veitar Dinosaur Jr, sé nú búinn að fá slíkan grip sér til handa, en það er sjálft Fender-fyrirtækið sem þykir hag sínum borgið í því að ánafna Mascis gítar. Kannski þetta sé tákn um ákveðna hugarfars- breytingu, þar sem snilld Mascis liggur ekki beint í fingrafiminni heldur því hvernig hann á ein- stakan hátt rífur bjagaðan hávaða og skerandi drunur út úr gítarnum. Stíll hans er einkar persónulegur og hefur mótað margan gítarleik- ann. Gítarinn er fjólublár að lit og glitrar á búkinn. Kallast hann fullu nafni „J Mascis Fender Jazz- master“, og botnar tónlistar- fréttadeildin lítið í því að hvað þessi djass er að gera þarna. Verð ku 800 dollarar. Dinosaur Jr., en sveitin kom saman á nýjan leik fyrir stuttu, er nú að túra um allar triss- ur en ný plata, Beyond, sem út kom á þessu ári hefur fengið fínustu dóma.    Hinn síðskeggjaði DevendraBanhart er loksins tilbúinn með nýjan ópus, og kallast hann hinu hrikalega nafni Smokey Rolls Down Thunder Canyon, nafn sem er nú nett á skjön við undirblíða tónlist mannsins. Tvö lög af plötunni streyma nú um myspace-setur Banharts en platan er áætluð til útgáfu þann 25 sept- ember næstkomandi, á XL.    Travis Morrison, sem eitt sinnvar í brúnni hjá gæðasveitinni Dismemberment Plan (sem sótti Ís- land heim fyrir nokkrum árum) er klár með nýja sólóplötu. Frægt er orðið þegar fyrsta verk hans sem einherja, Travistan, fékk 0% hjá hinum áhrifaríkia miðli Pitchfork, dómur sem drap plötuna með öllu en plötubúðir vestanhafs drógu pantanir til baka vegna þessa. En hvað um það, nýja platan kallast All Y’All og er ellefu laga og sveit Morrison, The Hellfighters, stendur þétt að baki honum á plötunni. Þá stýrði fyrrum félagi hans í Dism- emberment Plan, Jason Caddell, upptökum. The Dismemberment Plan (tékkið endilega á Emergency & I (’99) og Change (’01) ef þið vilj- ið kynnast þessari framúrskarandi sveit) hefur reyndar verið að koma saman aftur að undanförnu og lék hún á tvennum tónleikum í Wash- ington DC fyrir stuttu.    Og önnur stutt að lokum. AlexTurner úr Arctic Monkeys er að fara að hljóðrita plötu með Mile Kane úr hinni efnilegu The Rascals. Mögulega verður verkefnið kallað Turner & Kane en mestu máli skiptir hversu frábærar fréttir þetta eru, en plata Arctic Monkeys sem út kom í ár, Favourite Worst Nightmare, er hiklaust ein af plöt- um þessa árs. TÓNLIST Alex Turner Devendra Banhart J Mascis Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is Spice Girls-æðið sem brast á sumarið1996 kom flestum á óvart, enda höfðuallir verið uppteknir af britpoppinu ogglímu Oasis og Blur um rokkmeist- aratitilinn. Þá var það að froðukennt popplag, Wannabe, gerði allt vitlaust – víst var það illa sungið með óskiljanlegum texta, en líka ótrú- lega grípandi ferskt danspopp. Ekki skemmdi svo sagan sem soðin var saman um að hvernig stelpurnar hefðu hist í atvinnuleit og ákveðið að taka höndum saman. Stelpur um allan heim féllu fyrir fjörkálfunum fimm og fyrsta breið- skífan, Spice, sem kom út skömmu fyrir jól 1996, setti sölumet um allan heim. Þess má geta að hún sat í efsta sæti breska breiðskíful- istans í fimmtán vikur samfleytt. Wannabe var fyrsta smáskífan, eins og getið er, og í kjölfarið komu Say You’ll Be There, 2 Become 1 og Who Do You Think You Are / Mama. Lögin voru öll bráðvel heppnuð, víst iðnaðarframleiðsla, en handverkið var fyrsta flokks, svo gott reyndar að ekki skipti svo miklu að þær stöllur voru all- ar með takmarkaða sönghæfileika. Reyndar má halda því fram að það hve slakir söngvarar þær voru lyfti lögunum úr því að vera sálarlaus formúla í eitthvað annað og betra – maður heyrir alltaf í almúgastelpunum, búðarlokunum, og fyrir vikið öðlast lögin einlægni og hlýju. Sum laganna á plötunni eru framúrskarandi popplög, til að mynda Wannabe, Say You’ll Be There, 2 Become 1, en bestu lögin á skífunni eru öll úr smiðju þeirra Richard „Biff“ Stann- ard og Matt Rowe, sem unnið hafa fyrir svo ólíka listamenn sem Kylie, U2, David Gray og New Order. Markaðssetning á 2 Become 1 er gott dæmi um það hve naskur umboðsmaður sveitarinnar var, enda var lagið tekið upp tví- vegis, annars vegar fyrir unglingsstúlkur og hinsvegar fyrir homma, enda nutu Spice Girls mikillar hylli meðal breskra homma, og reyndar homma víða um heim. Í textanum fyrir stelp- urnar var sungið um það að stelpur og strákar ættu vel saman, en í hommaútgáfunni var það áherslan á að ástin myndi sameina elskendur. Sjá skemmtilega samantekt um þetta á wiki- pedia.org. Næsta skífa Spice Girls er fagmann- legri og jafnbetri hvað lagasmíðar varðar, en á henni er ekki sami galsi og almúgastelpurnar eru nánast horfnar, búið að slípa þær svo að persónueinkenni eru eiginlega horfin úr rödd- unum. Spice er þannig ekki endilega besta plata Spice Girls-stúlkna, en hún er sögulegasta platan og einlægasta, klassískt stelpupopp. Klassískt stelpupopp POPPKLASSÍK Eftir Atla Bollason bollason@gmail.com E inhvers staðar komst einhver hnyttinn blaðamaður svo að orði að þegar britpopp tímabil- ið stóð sem hæst hafi rétta svarið við spurningunni „Blur eða Oasis?“ verið „Pulp.“ Ef ég vildi nú gerast jafnhnyttinn mætti segja að í bílskúrsrokkbylgjunni sem hefur verið að ganga yfir síðasta hálfa áratug eða svo mætti segja að svarið við spurningunni „Strokes eða Franz Ferdinand“ sé „Art Brut“ (þótt bylgjan sú hafi að vísu einkennst af öllu meiri vinsemd heldur en hin). Eins og með Pulp hafa verið öllu minni læti í kringum Art Brut heldur en stærstu sveitirnar á svipaðri bylgjulengd. Að sama skapi eru töfrar sveitarinnar að mestu leyti bundnir við orðheppinn og heillandi aðalsöngvara með gríð- arlega sterka nærveru. Hann heitir hins vegar ekki Jarvis Cocker heldur Eddie Argos. Argos þessi hafði verið í ýmsum hljóm- sveitum í heimabæ sínum Bournemouth, meðal annars einni sem vakti athygli eftir að Argos tók upp á því að leika á ryksugu á tónleikum. Þegar hann fluttist til Lundúna var hann harð- ákveðinn í að halda uppteknum hætti. Þar sem hann var staddur í partíi við Mornington Cres- cent í Lundúnum hóf hann að smala fólki í sveitina. Gítarleikarinn Chris Chinchilla var til í slaginn og meðleigjandi hans, Frederica Feedback, var til í að leggja á sig að læra á bassa til að geta verið með. Hinn gítarleikarinn – Ian Catskilkin – hafði verið með Argos í hljómsveit í Bournemoth, og Þjóðverjinn Mi- key Breyer var síðastur til að ganga til liðs við Art Brut – sagan segir að einhver hafi heyrt hann segja frá því í strætó að hann kynni á trommur og ynni í fatabúð á Carnaby Street. Argos og félagar fóru í búðina, Mikey var ekki við svo þau skildu eftir miða, og stuttu síðar var Mikey genginn til liðs við sveitina. Þetta var snemma árs 2003 og í maí lék sveitin á sín- um fyrstu tónleikum. Skáldlegt innsæi Frásögn þessi er án allrar ábyrgðar – nöfnin eru vitaskuld dulnefni (hversu svalt væri ann- ars að vera kona og heita Freddy Feedback?) og undirrituðum kæmi ekki á óvart ef sagan væri öll uppspuni, hugarburður Eddie Argos; sannleiksgildið eflaust engu meira en í sög- unum sem hann er vanur að segja við undirleik hljómsveitarinnar. Hins vegar er ekkert ótrú- legt við þessa sögu, hún er hversdagsleg og rómantísk í sömu mund, alveg eins og bestu textar Argos. Eitt flottasta lag Art Brut, lagið „Emily Kane,“ nær að fanga söknuð (eða þráhyggju) eftir æskuást með mjög sannfærandi hætti. Orðfærið er einfalt, tilfinningin líka, en innsæið þeim mun magnaðra: I was your boyfriend when we were 15, it’s the happiest I’ve ever been. Even though we didn’t understand how to do much more than just hold hands. There’s so much about you I miss, the clumsy way we used to kiss. I wish I’d convinced you you’d made a mistake, if memory serves we’re still on a break. Other girls went and other girls came, I can’t get over my old flame. I’m still in love with Emily Kane. […] I’ve not seen her in 10 years, 9 months, 3 weeks, 4 days, 6 hours, 13 minutes, 5 seconds. […] All my friends think I’m insane, I’m still in love with Emily Kane. Þetta er kannski ekki áhrifamikið á pappír, en þegar Eddie Argos syngur sig gegnum þessi orð af krafti með þétta rokksveitina á bak við sig er erfitt að hrífast ekki með. Trúið mér. Utangarðsmenn „Emily Kane“ er á fyrstu breiðskífu Art Brut, plötunni Bang Bang Rock & Roll sem kom út sumarið 2005. Platan hefst á eins konar kynn- ingu, laginu „Formed a Band“ þar sem Argos upplýsir hlustandann um að hann hafi nú stofn- að hljómsveitina Art Brut, og sveitin ætli sér að semja lag sem verði til þess Ísrael og Pal- estínu komi saman og að stefnan sé tekin á Top of the Pops þar sem stendur til að leika sama lagið átta vikur í röð. En draumarnir rætast ekki alltaf og eftir slæma helgi getur þunglynd- ið skollið á. Í laginu „Bad Weekend“ segir Ar- gos „sometimes it’s hard to stop / when your heart is set on Top Of The Pops“ og þegar botninum er náð klykkir hann út með eftirfar- andi yfirlýsingu: „Popular culture no longer applies to me.“ Argos finnur sjálfan sig í hlut- verki utangarðsmannsins og allt kemur heim og saman: Art Brut er heitið sem franski listmál- arinn Jean Debuffet gaf list utangarðsfólks; geðveikra, fanga, og annarra sem lifa á jaðr- inum. Á nýrri plötu Art Brut, It’s a Bit Complica- ted, eru tilfinningaflækjur persónanna sem Ar- gos segir frá (iðulega í fyrstu persónu) engu minni eins og titillinn gefur til kynna. „To every girl that’s ever been with me / I got over you – eventually“ segir í „People in Love“ og eftir aðra slæma helgi segir Argos: „Everyt- hing’s going to be alright / I’m going to find it hard to sleep tonight“ (úr „Late Sunday Even- ing“). Ástæðan fyrir einstefnunni í textagerð- inni er tínd til í „Sound of Summer“: „All the best pop songs are girl meets boy.“ Tónlistin er annars svipuð, gítarleikarinn Ja- sper Future sem kom í stað Chris Chinchilla breytir hljómnum ekki tilfinnanlega. Lögin eru poppaðri ef eitthvað – blásturssveit í „Late Sunday Evening“ er í öllu falli ansi britpoppuð. It’s a Bit Complicated er ekki jafngrípandi og fyrri platan, og nýjabrumið er vitaskuld á brott, en skífan vinnur á og mun eflaust koma til með að rata oft undir nálina næstu mánuði, svona þegar ég er í stuði til að vorkenna hnyttnum en vesælum töffara. Hversdagsleg rómantík Svarið við spurningunni „Strokes eða Franz Ferdinand“ er „Art Brut“. Art Brut hefur sent frá sér nýja plötu, It’s a Bit Complicated. Art Brut Töfrar sveitarinnar að mestu leyti bundnir við orðheppinn og heillandi aðalsöngvara með gríðarlega sterka nærveru en ný plata hennar heitir It’s a Bit Complicated og vinnur á við hlustun.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.