Lesbók Morgunblaðsins - 04.08.2007, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 04.08.2007, Blaðsíða 13
leigja sali þess, enda er tónleikahald sjaldnast mjög arðbært. Það má því ætla að húsið verði mun meira notað sem ráðstefnuhús og því eðli- legra að húsið sé kallað ráðstefnu- og tónlistar- hús frekar en tónlistar- og ráðstefnuhús. Þrátt fyrir að fjölbreytt nýting á rýmum hússins sé rekstrarleg nauðsyn þarf þó að horf- ast í augu við vankanta þess. Alþjóðleg reynsla hefur sýnt að fjölnota hús sem þetta verða gjarnan sviplaus og sálarlaus og eiga í erf- iðleikum með að mótast af þeirri meginstofnun sem þau hýsa, sem í tilfelli TRH er Sinfón- íuhljómsveit Íslands. Það er því nauðsynlegt að húsið nái að öðlast sál, andrúmsloft og ímynd sem tónlistarhús en ekki fjölnotahús. Osmo Vänskä, fyrrum stjórnandi Sinfóníuhljómsveit- arinnar, sagði á sínum tíma að fjölnotahús væri alltaf versti kosturinn þegar kæmi að hönnun tónlistarhúss og benti á að hægt væri að flytja fyrirlestur í tónlistarhúsi en ekki væri hægt að flytja tónlist í ráðstefnusal. Samanburður á Háskólabíói og tónlistar- og ráðstefnuhúsi Það getur verið nauðsynlegt að líta til fortíðar þegar kemur að því að byggja fyrir framtíðina. Það er því athyglisvert að bera saman Há- skólabíó og TRH, enda eiga byggingarnar margt sameiginlegt. Forsendur fyrir byggingu beggja húsanna voru fjölbreyttir notk- unarmöguleikar þeirra, það er sambland af tónleikahaldi, fyrirlestrum, kvikmyndasýn- ingum og ráðstefnuhaldi auk ýmissa annarra viðburða. Það þarf jú mikla fjármuni til að reisa svo stórar byggingar og ekki virðist tónlistar- lífið ráða við það eitt og sér hér á landi. Báðar byggingarnar munu hafa stór hótel við hlið sér. Þó svo Hótel Saga hafi ekki verið byggt í beinu samstarfi við Háskólabíó var það þó byggt á sama tíma og aðeins nokkrum metr- um frá bíóinu. Ráðstefnur hafa auk þess oft verið haldnar í Háskólabíói og þá gjarnan í tengingu við Hótel Sögu enda stutt fyrir ráð- stefnugesti að hlaupa milli ráðstefnusalar og hótelsins. Ein af lykilhugmyndum að baki TRH er einmitt að byggja stórt fimm stjörnu hótel við hlið þess og að innangengt sé þar á milli. Báðar byggingar eru nokkuð tilrauna- kenndar á sviði arkitektúrs, að minnsta kosti í ljósi íslenskrar byggingarlistasögu. Báðar hafa þær sérstæðan þrívíðan „hjúp“, þar sem tveir mótstæðir útveggir og slétt þak á milli þeirra er allt úr sama þrívíða forminu. Aðrir útveggir eru hins vegar nánast alveg tvívíðir og allt aðrir hlutir að „gerast“ í þeim. Engin eiginleg gluggasetning er á þessum þrívíðu hjúpum. Að- almunurinn á þeim liggur þó í því að í Há- skólabíói er hjúpurinn gerður úr steinsteypu en í TRH er hann úr gleri, þó að í báðum tilfellum þurfi járn eða stál til að halda efnunum saman. Í báðum tilfellum voru þessar tilraunir gerð- ar af þó nokkru þekkingarleysi á þeim aðferð- um sem beita þyrfti til að leysa þessi sérstæðu verkefni, en búist var við að tæknilegu við- fangsefnin myndu leysast síðar í hönnunarferl- inu. Það kom svo á daginn að ekki var hægt að steypa þak Háskólabíós og var því notuð stál- grind klædd þunnu lagi af steypu að utan og as- bestplötum að innan og gekk erfiðlega að koma þakinu upp. Í tilfelli TRH reyndist glerhjúpur Ólafs svo flókinn og dýr að hætt var við meg- inhluta hans og þess í stað verður stærstur hluti hans með mun einfaldara og flatara lagi. Einn helsti munur á tónlistarsölum bygging- anna tveggja er sá að þegar TRH var boðið út var í raun gróflega búið að hanna salina þrjá af ráðgjafarfyrirtækinu Artec sem sérhæfir sig í hönnun og ráðgjöf á tónleikasölum, svo var það arkitektanna að byggja utan um þessa sali. Í Háskólabíói var þessu öfugt farið og virðist margt þar hreinlega hafa ráðist af tilviljun einni. Hinn þrívíði hjúpur í Háskólabíói er í raun byggður utan um tónlistarrýmið sjálft á meðan hjúpurinn í TRH er utan um forhannaða tónlistarsali, sem eru tæknilega séð stakstæðar byggingar undir hjúpi Ólafs. Þannig mætti því frekar réttlæta tilraunamennsku í hjúp Ólafs þar sem hann hefur ekki áhrif á hljómburð í tónlistarsölunum. Tilraunamennskan í hönnun Háskólabíós var á köflum þannig að ein lausn skapaði gjarnan annað vandamál. Til þess að hægt væri að koma sinfóníuhljómsveit fyrir á sviði bíósins varð að vera hægt að fjarlæga sýningartjaldið, sem var mjög stórt og dýrt, og var því teikn- aður stór turn sunnan við aðalsal bygging- arinnar, sem hægt var að hífa tjaldið upp í. Það kom svo síðar í ljós að þessi mikla opnun fyrir ofan sviðið hafði mjög slæm áhrif á hljómburð- inn. Leystu arkitektarnir málið með því að út- búa færanlega fleka fyrir ofan sviðið sem vörp- uðu hljóðinu fram í salinn og voru þeir svo dregnir upp við kvikmyndasýningar. Það er því ef til vill ekkert skrítið að Háskólabíó skuli ekki hafa góðan hljómburð enda oft mikið um tilvilj- anir, skyndilausnir og tilraunamennsku þegar kom að hönnun á hljómburði hússins. Hver er niðurstaðan? Ástæða þess að ekki hefur enn risið fullkomið tónlistarhús í Reykjavík er að mestu leyti pen- ingaskortur. Lengst af hafði Tónlistarfélagið og þeir aðilar sem hugðust reisa tónlistarhús á hverjum tíma hugsað sér að byggja húsið sjálf- ir. Safna til þess fé og hugsanlega fjármagna reksturinn með kvikmyndasýningum. Sá draumur rættist þó aldrei og var það ekki fyrr en ríki og borg komu að málinu með beinum hætti að til framkvæmda kom. Það endaði með ákvörðun um byggingu gríðarlega stórs og dýrs tónlistar- og ráðstefnuhúss. Svo stórt og dýrt að tónlistarfólk gæti hugsanlega ekki haft efni á að leigja þar. Það eru peningar sem virð- ast vera vandamálið, bæði nú og áður. Hver er þá niðurstaðan? Er sagan að end- urtaka sig? Já, hún er það að ýmsu leyti. Tón- listarmenn fá nýja leiguaðstöðu í nýju fjölnota- húsi þar sem tónlistin er sett í annað sætið. Í þetta skiptið fá þeir þó margfalt betri leiguað- stöðu, en þurfa væntanlega að borga í takt við það.  – Austurhöfn – Fróðleikur um tónlistarhús, http:// austurhofn.is, sótt 7. janúar 2007 – Bergþóra Jónsdóttir: „Tónlistarhús í tæpa öld.“ Morg- unblaðið, Sunnudagsblað. 6. apríl 2003. – Bjarki Bjarnason: Sinfóníuhljómsveit Íslands. Sögusteinn. 2000. – Egill Ólafsson: „Af holum hljómi.“ Morgunblaðið. 16. des- ember 2006. – Hávar Sigurjónsson: „Óttast að Tónlistarhúsið verði ekki miðpunktur tónlistarlífsins.“ Morgunblaðið. 23. mars 2005. – Kjartan Ólafsson: „Þögnin (hlj)ómar.“ Morgunblaðið. 21. september 2005, bls. 21. – Páll Sigurðsson: Úr húsnæðis- og byggingarsögu Háskóla Ís- lands. 2.b. Draumsýnir, framkvæmdir og svipmyndir af há- skólasamfélaginu 1940-1990. Háskólaútgáfan. 1991. – Pétur H. Ármannsson: „Tónlistarhús í Reykjavík. Staðarval opinberra bygginga.“ Lesbók Morgunblaðsins. 16. maí 1998. – Svava Jakobsdóttir: „Arkitektúr, skipulag, hönnun og ým- islegt fleira.“ Lesbók Morgunblaðsins. 5. október 1969. – Morgunblaðið. 21. desember 1944. – Morgunblaðið. 11. desember 1958. – Morgunblaðið. 18. október 1961. – Sverrir Vilhelmsson: „Leitin að tónlistarhúsinu.“ Morg- unblaðið. 9. júní 1995. – Tónlistarhús, ráðstefnumiðstöð og hótel, http:// www.tonlistarhusid.is, sótt 7. janúar 2007. – Viðtal greinarhöfundar við Þröst Ólafsson. 5. janúar 2007. – Viðtal greinarhöfundar við Arnór Skúlason arkitekt á Batt- eríinu, 18. janúar 2007. Tónlistarhúsið Glerhjúpur sem Ólafur Elías- son myndlistarmaður hannaði á Tónlistar- húsið reyndist svo flókinn og dýr að hætt var við meginhluta hans og þess í stað verður stærstur hluti hans með mun einfaldara og flatara lagi. Háskólabíó Ekki var hægt að steypa þak Háskólabíós eins og ætlunin var og því notuð stálgrind klædd þunnu lagi af steypu að utan og as- bestplötum að innan og gekk erfiðlega að koma þakinu upp. Höfundur útskrifaðist með BA-gráðu í arkitektúr frá hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands í júní 2007. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 2007 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.