Lesbók Morgunblaðsins - 18.08.2007, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 18.08.2007, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Ian Watson www.ianwatson.org ! Mér hefur fundist dálítið súrt að fylgjast með umræðunni um lækk- anir á sköttum og gjöldum und- anfarna daga. Ég gæti vel hugsað mér að styðja lækkun áfengisgjalda og gæða mér á ítölskum kinda- mjólkurosti öðru hverju. Mér finnst líka skynsamlegt að tekjuskatts- prósentan verði ekki hærri en svo að hún hamli frumkvöðlastarfsemi. En mér finnst samt annað verkefni hafa forgang - aðgengi Íslendinga að þekkingu í gegnum bækur. Notuð bók, sem seld er fyrir 100 kr. í Bandaríkjunum kostar 1183 kr. um leið og hún kemst í hendur neytenda á Ís- landi. Sendingarkostnaður nemur 585 kr., ís- lenskur virðisaukaskattur 48 kr., og toll- meðferðargjald Íslandspósts 450 kr. Við þetta bætist það að þurfa að gera sér ferð í pósthúsið. Tollmeðferðargjaldið er innheimt eingöngu til þess að dekka kostnað þess að innheimta hverfandi lítinn virðisaukaskatt. Ef neytandinn er svo óheppinn að bókin komi með DHL (og stundum fær hann ekki að velja), þá borgar hann 980 kr. tollmeðferð- argjald; hjá UPS 1200 kr. Í Noregi eru allir pakkar, þar sem verð- mæti pakkans án sendingarkostnaðar er minna en NOK 200 (2.150 kr.), undanþegnir tollum og virðisaukaskatti. Þar bera bækur engan virðisaukaskatt og koma gjaldfrjálst inn í landið óháð verðmæti. Í Sviss er kerfið þannig byggt upp að sé samanlagður tollur og virðisaukaskattur á innfluttum pakka lægri en CHF 5 (260 kr.) þá er hann ekki inn- heimtur. Virðisaukaskattur á bókum í Sviss er aðeins 2,4% þannig að bækur sem kosta allt að 10.800 kr. eru gjaldfrjálsar. Í öðrum Evrópulöndum gilda reglur Evrópusam- bandsins og samkvæmt þeim eru pakkar sem innihalda verðmæti undir 22 evrum (1.870 kr.) undanþegnir virðisaukaskatti, og í sum- um löndum (Bretlandi, Írlandi, og Póllandi) bera bækur engan virðisaukaskatt, hvað sem þær kosta. Ísland er eina landið í Evrópu sem inn- heimtir virðisaukaskatt á litlum bókasend- ingum frá útlöndum. Hugsaðu aðeins um þetta. Þetta er ótrúleg staðreynd. Stjórnvöld á þessari eyju, sem er langt frá öðrum lönd- um, eru þau einu sem ekki greiða leið þeirra íbúa sem vilja panta þekkingu frá útlöndum. Undanþága á virðisaukaskatti á litlum pökkum (hugtakið heitir „low value consign- ment relief“ á ensku), svipuð og í Noregi eða Sviss, myndi hafa hverfandi lítil áhrif á tekjur íslenska ríkisins. Hún gæti jafnvel sparað peninga - það getur ekki verið svo mikill samfélagslegur gróði sem fylgir inn- heimtu þessara 48 króna. Það eru líka aðrar mögulegar lausnir sem gætu haft jákvæðari áhrif. Annað sem þarf að skoða betur eru toll- meðferðargjöldin. Fram til ársins 2001 var alþjóðlegt verðþak á þeim (ca. 260 kr.) en nú má miða þau við kostnað. Það er spurning hvort það er gert hér. Mjög athyglisvert er að á Bretlandi er tollmeðferðargjald DHL til einstaklinga aðeins 160 kr. Íslensk toll- meðferðargjöld hafa hækkað gríðarlega síð- an 2001 og það skýrir að hluta til hvers vegna fólk kvartar sífellt meira undan þeim kostn- aði við bókapantanir. Gjöldin er hins vegar ekki hægt að finna á vefsíðum DHL eða UPS, eins og ætti að vera, en þær upplýs- ingar er hins vegar hægt að fá hjá starfsfólki fyrirtækjanna. Ég hef fjallað um þetta mál annars staðar á ítarlegan hátt. Af reynslu minni úr háskóla- starfi þá vil ég ítreka að það er mikil sam- keppni í þekkingariðnaði og öflun í öllum löndum í kringum okkur. Það er mikilvægt að Íslendingar fylgi þeim fremstu á því sviði. Til þess að laða að nemendur, kennara, vís- indamenn, fyrirtæki og stuðla að nýsköpun að Íslandi þá er betra aðgengi að þekkingu í formi bóka eitt af grundvallaratriðunum. Er það ekki mikilvægara en að auðvelda fólki að fara á fyllerí? Frelsum bækurnar fyrst UPPHRÓPUN Eftir Kristján B. Jónasson kbjonasson@gmail.com Ý mis teikn eru um að „hið svo- nefnda blogg“ sem Morg- unblaðið rekur og blandar við fréttaveitu sína á Netinu sé í nokkru afhaldi hjá forvíg- ismönnum blaðsins. Þannig hefur mbl.is verið mikið í mun að halda sæti sínu sem vinsælasti fréttavefur landsins í mæl- ingum og nú hafa með stuttu millibili birst tveir leiðarar í Morgunblaðinu sem draga fram kosti netvæðingar fyrir samfélagið allt, hins „opna samfélags.“ Það má lengi rekja sundur hvað býr í orðinu „opið“ og þeim draumalands- tón sem það inniber, sú var tíðin að „opin verk“ (í merkingunni listaverk) áttu að hrista heim- inn til nýs skilnings á sjálfum sér; meira að segja Umberto Eco komst fyrst til frægðar fyrir bók sína um „opna verkið.“ En nú um stundir er „opnunin“ stafræn. Hún er í fyrsta lagi pólitísk draumsýn um óheftan aðgang að upplýsingum sem hvort eð er má finna á staf- rænu sniði en aðeins á lokuðum kerfum. Eins og leiðarahöfundur Morgunblaðisins reifar í erindi sínu hinn 13. ágúst síðastliðinn, er kom- inn tími til að íslenskar sveitastjórnir nýti sér netið í meira mæli. Tæknin er til staðar. Nú er að hleypa almenningi í bókhaldið. Í öðru lagi þýðir „opnunin“ að hvers konar stífni við að miðla höfundarréttarvörðu efni með stafræn- um leiðum verði afnumin, gáttirnar verði „opn- aðar.“ Sterk undiralda er meðal netverja í þessa átt og jafnvel innan Evrópusambandsins eru að verki kraftar sem virðast ætla að knýja fram að öll hugverk sem sambandið styrkir verði „opin,“ æði oft í fullkomnu trássi við höf- unda og útgefendur. Við sem erum sannfærð um að framtíð frjálsrar tjáningar í markaðs- samfélagi felist í því að áfram verði eign- arréttur á hugverkum, erum skeptísk á þessa þróun, en það breytir því ekki að þarna er þrýstingurinn. Þeir sem nú fást við fjölmiðlun og útgáfu verða að lesa í þessi kort. Morg- unblaðið eyddi gríðarlegum fjármunum, kröft- um og tíma í að netvæðast. Nú telja margir að verið sé að uppskera. Þarna sé starfandi sterk fréttaveita með víðlendu umræðukerfi sem jafnframt er mikilvægur auglýsingamiðill. Og nú er verið að taka frekari skref í átt að því að tengja þá sem fréttirnar skrifa á mbl.is (og mættu hugsa oftar: „hvernig segir maður þetta á íslensku?“) við notendur og bloggara. Nú getur maður prjónað við fréttir og sent inn eigin myndir af atburðum. Svo sía þeir á rit- stjórninni úr það sem vert er að birtast. Á þetta er ekki komin mikil reynsla en Morg- unblaðið kynnti hugmyndafræðina í leiðara hinn 9. ágúst og þar var tæpt á því að góð reynsla hefði hlotist af „hinu svonefnda bloggi“ á blog.is. Einn traustasti bloggari þessa lands, Salvör Gissurardóttir, hristi haus- inn á bloggi sínu yfir þessu hátimbraða orða- lagi og benti á hið augljósa. Þrátt fyrir að mbl.is hafi veðjað á stafræna framtíð miðlunar virðist sjálfsmyndin enn prentsvört. Þetta sést raunar ekki aðeins á orðalagi eins og þessu, heldur líka á því hvernig Morgunblaðið tekur á sjálfsmyndarspursmálinu mikla. Þar er alls ekki átt við sjálfsmynd blaðsins. Þar er átt við hinar margbreytilegu sjálfsmyndir blogg- aranna, ekki síst þær sem eru „ekki raunveru- legar,“ hvað sem orðið „raunverulegur“ þýðir nú í hinum stafræna heimi. Nú er nýafstaðinn mikill stormur á blog.is sem þegar þetta er ritað hefur verið þagað um í prentheimum. Bolur nokkur Bolsson, sem var augljóslega flippbloggari, stormaði inn á Moggabloggið, teikaði hverja einustu frétt á mbl.is (algerlega kerfisbundið, hann sagði skoðun sína á ÖLLUM fréttum) þusaði þar einhverja innantóma vitleysu og tókst á viku að verða að vinsælasta bloggara þessa „um- ræðuvettvangs þjóðarinnar,“ eins og Morg- unblaðið kýs sjálft að kalla blog.is. Þá afhjúp- aði dengsi sig, í ljós kom að kjötveran átti sér annað greni í stafræna skóginum, bloggaði líka hjá samkeppnisaðilanum visir.is, var auk þess blaðamaður á Fréttablaðinu og raunar til- nefndur til Blaðamannaverðlauna Íslands nú í vetur fyrir skrif sín um mismunun í fjár- framlagi til kvenna- og karladeilda í fótbolta. Afleiðingin var að ójöfnuðurinn var leiðréttur. Maðurinn heitir Henry Birgir Gunnarsson og hann settist óðar upp í stríðsvagn sinn, ók með herfangið um aðalgötur netsins og undir sig- urboga Baugsmiðlanna, hæðandi Mogga- bloggið og fréttakommentin. Hann hafði eins og hann segir sjálfur (http://blogg.visir.is/ henry - sótt 14.08.2007) gert tilraun og hún heppnast betur en hann hafði nokkurn tíma þorað að vona: „Ég hef sýnt vel fram á fáran- leika Moggabloggsins. Fréttatengdu bloggin eru óþolandi, of áberandi í fréttunum en virka og skila heimsóknum. Einhverra hluta vegna sækir Bolurinn í þessi blogg og það er ljóst að engu breytir hversu ómerkilegt bloggið er. Fólk vill augljóslega alltaf lesa þó svo viðkom- andi fari í taugarnar á þeim [sic].“ Hvernig bregst mbl.is eða blog.is við þessu? Eins og Henry rekur sjálfur voru viðbrögðin taugaveiklunarleg og fálmkennd. At- hugasemdir teknar út af síðunni og henni lok- að, að minnsta kosti tímabundið. Álíka atburð- ir urðu reyndar í vor þegar Hrólfur nokkur Guðmundsson, sem lengi hafði rifið kjaft á blogginu, reyndist vera „and-sjálf“ kjötvera sem hafði annað sjálf heima við. Utan á hann hengdist undarleg rödd Emils nokkurs sem blog.is lokaði á og varð tilefni mikilla skrifa meðal bloggara um hvort slíkt mætti eða ei: Það varð smá lokun í „opna samfélaginu.“ Raunar má Bolur eiga það að skoðanir hans voru á engan hátt særandi eða dónalegar, raunar öfugt við það sem margt fólk lætur sér um munn fara þegar það bregst við fréttum á mbl.is. Þar er stundum svo mikill kjaftháttur að mann rekur í rogastans. En við erum jú í „opnu“ umhverfi. Þegar Morgunblaðið rekur þessa þróun í sínum flaggdálkum er ætíð gert ráð fyrir sam- fellu sjálfsverunnar. Að fólk hafi ekki áhuga á að skipta sér upp í deildir og vera með búktal. Fyrir fram er gert ráð fyrir því að þeir sem ræða saman séu upplýstar skynsemisverur sem vilja taka þátt í málefnalegri samræðu um hag þjóðfélagsins. En eins og dæmin sanna þá er þetta ekki svona. Takmarkanir „opna“ sam- félagsins virðast mestar þegar því lýstur sam- an við trúðana, bullarana, klikkhausana, öfga- fólkið og brjálæðingana. Hvar eiga vondir að vera í „opna samfélaginu?“ Þegar Bolurinn fær mál Morgunblaðið/ÞÖK Bolurinn og bloggið „Ég hef sýnt vel fram á fáranleika Moggabloggsins. Fréttatengdu bloggin eru óþolandi, of áberandi í fréttunum en virka og skila heimsóknum. Einhverra hluta vegna sækir Bolurinn í þessi blogg og það er ljóst að engu breytir hversu ómerkilegt bloggið er. Fólk vill augljóslega alltaf lesa þó svo viðkomandi fari í taugarnar á þeim [sic].“ FJÖLMIÐLAR » Þegar Morgunblaðið rekur þessa þróun í sínum flagg- dálkum er ætíð gert ráð fyrir samfellu sjálfsverunnar. Að fólk hafi ekki áhuga á að skipta sér upp í deildir og vera með búktal. Fyrir fram er gert ráð fyrir því að þeir sem ræða saman séu upplýstar skynsem- isverur sem vilja taka þátt í málefnalegri samræðu um hag þjóðfélagsins. En eins og dæmin sanna þá er þetta ekki svona. Lesbók Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Ritstjórnarfulltrúi Þröstur Helgason, throstur@mbl.is Auglýs- ingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.