Lesbók Morgunblaðsins - 18.08.2007, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 18.08.2007, Blaðsíða 1
Laugardagur 18. 8. 2007 81. árg. lesbók WAITS TIL DÝRÐAR ÍSLENSKIR TÓNLISTARMENN KOMA SAMAN Í GAMLA BÍÓI TIL AÐ FLYTJA LÖG MEISTARANS MIKLA » 3 Woody Allen og nýja konan, Scarlett Johansson » 10 Eftir Þröst Helgason vitinn.blog.is Nýjasta heimildarmynd MichaelsMoores, Sicko, er sláandi úttekt ábandarísku heilbrigðiskerfi. Einsog Moore lýsir því er maður hissa á því að yfirleitt nokkur maður skuli lifa það af að fá pest í því landi og hvað þá alvarlegri sjúk- dóma. Moore er við sama heygarðshornið og í fyrri myndum sínum, gefur þeim sem hann fjallar um engin grið, svælir þá út úr fylgsnum sínum, dritar á þá skömmum og skætingi en gefur þeim aldrei raunverulegt tækifæri á að svara fyrir sig. Fyrir vikið er Sicko sama marki brennd og fyrri myndir Moores, hún líkist frekar áróðursmynd en heimildarmynd og áhorfandinn fyllist fljótt ákveðnum efasemd- um, setur varnagla við annað hvert orð. En það er svo aftur annað mál að upplýsing- arnar sem Moore dregur fram í dagsljósið í Sicko um bandarískt heilbrigðiskerfi eru margar hverjar svakalegar. Maður sagar af sér tvo putta. Hann er ekki tryggður, fer á spítala þar sem læknirinn segir honum að það kosti 60.000 dollara að sauma annan þeirra á en hinn 12.000. Maðurinn velur ódýrari putt- ann og situr uppi með stubb á hinum. Læknir sem starfaði hjá einu stærsta trygg- ingafyrirtæki Bandaríkjanna upplýsir að hann hafi fengið því hærri bónus eftir því sem hann hafnaði fleiri bótaskyldum aðgerðum og spar- aði þar með fyrirtækinu pening. Moore kemst að því til samanburðar að læknar í Englandi fá hærri laun eftir því sem þeim tekst að lækna fleiri, fá fleiri til þess að hætta að reykja, lækka blóðþrýsting hjá sjúklingum o.s.frv. Myndin er því þrátt fyrir allt dágóð lexía fyrir þá sem vilja færa íslenskt heilbrigðiskerfi í átt til þess bandaríska. Eða eru þeir kannski ekki til lengur? Sláandi Sicko MENNINGARVITINN Michael Moore Býr til áróðursmyndir fremur en heimildamyndir. Nú þegar sagan um Harry Potter er öll er vert að rýna í handverk J. K. Rowling » 4 Harry Potter allur Reuters

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.