Lesbók Morgunblaðsins - 18.08.2007, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 18.08.2007, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Steinunni Jóhannesdóttur steinjoh@akademia.is Þ egar séra Ólafur Egilsson rit- aði „reisukver“ sitt eftir að hafa lent í miklum mann- raunum frá því honum var rænt með fjölskyldu sinni um miðjan júlí 1627 og þar til hann kom aftur heim til Vest- mannaeyja réttu ári síðar, vann hann afrek á sviði sagnaritunar og heim- ildaskráningar sem Íslendingum samtímans er flestum hulið. Í formála að útgáfu Almenna bókafélagsins á Reisubók séra Ólafs 1969 segir Sverrir Krist- jánsson sagnfræðingur að séra Ólafur muni „vera fyrstur norrænna manna sem skráð hefur frá- sögn af lífi og háttum fólks í ríki sjóræningja í Al- gier, Barbaríinu, svo sem það var kallað á Evr- ópumálum“. Til grundvallar útgáfu AB var eldri útgáfa úr hinu mikla safni dr. Jóns Þorkelssonar þjóð- skjalavarðar, Tyrkjaránið á Íslandi 1627, sem kom út á vegum Sögufélagsins 1906-1909. Nokkuð samtak af reisukveri síra Ólafs Egils- sonar, sem með öðrum ræntur var úr Vestmanna- eyjum af Tyrkjum á því ári frá Christi fæðing 1627, en kom aftur hingað 1628 nokkr- um dögum fyrri að jafnlengd til að telja. Sjálfur hafði Ólafur gert „merkilegan formála um kross og mótgang yfir sitt reisukver, um hvert sitt ferðalag hann kveðst beðinn hafa verið saman að taka, frá þeim 16. Julii og til þess hann koma aftur í Vestmannaeyjar þann 6. Julii ári síð- ar“. Fræðafrömuður á biskupsstóli Guðbrandur Þorláksson, biskup á Hólum, lést 20. júlí 1627, daginn eftir að Tyrkir lögðu úr höfn frá Vestmannaeyjum með hátt í fjögur hundruð fanga innanborðs, Eyjafólk og Austfirðinga, en Landakirkju og Dönsku hús höfðu ránsmennirnir áður brennt til grunna. Eftirmaður Guðbrands á stólnum, Þorlákur Skúlason, tók biskupsvígslu í Danmörku vorið 1628 og þann 5. apríl hittust þeir í gestaboði hinn þrítugi biskup og Eyjaklerkurinn ferðamóði, séra Ólafur Egilsson. Prestur var þá nýkominn til Kaupmannahafnar úr sinni háska- fullu reisu norður um Evrópu frá Algeirsborg í þeim tilgangi að greina konunginum, Kristjáni IV., frá ráninu og fara fram á lausnargjald fyrir konu sína og börn. Í boðinu voru garnirnar raktar úr ferðalangnum og það er freistandi að álykta að Þorlákur biskup hafi þá þegar hvatt séra Ólaf til þess að skrifa ferðasögu sína. Þorlákur var háskólamenntaður og gerðist fljótt hvatamaður þess að lærðir menn hæfu á ný að rita annála eftir aldalangt hlé. Hann réði fyrst- an til verksins fræðabóndann Björn Jónsson á Skarðsá sem síðar ritaði sögu Tyrkjaránsins, einnig að undirlagi biskups. Þá varð reisukver séra Ólafs ein mikilvægasta heimildin. Ritfærir ættingjar Séra Ólafur Egilsson var ekki einn um að valda penna af sínu ættfólki. Bróðir hans var séra Jón Egilsson í Hrepphólum, höfundur Biskupaannála og fyrirrennari Björns á Skarðsá í sagnaritun. Kláus Eyjólfsson, lögréttumaður og bóndi á Hólmum í Landeyjum og um tíma sýslumaður í Vestmannaeyjum, var bróðursonur séra Ólafs Egilssonar og systursonur séra Jóns Þorsteins- sonar, sálmaskálds í Kirkjubæ, sem myrtur var í ráninu. Kláus tók á móti flóttafólki, kannaði val- inn í Eyjum, taldi líkin sem voru grafin og skrif- aði fyrstur manna lýsingu á því hvernig umhorfs var eftir árásina í júlí 1627. Honum blöskraði að- koman: „því eg meina ei muni slíkt hafa, hvorki utan lands né innan, mótstöðulausu fólki og mein- lausu gert verið …“ Guðríður Símonardóttir var systurdóttir Kláusar ef hún er rétt ættfærð, eina konan sem skrifaði bréf frá Alsír sem varðveist hefur. Vestmannaeyjar reistar úr rústum Eftirmál Tyrkjaránsins komu mjög til kasta Kláusar eins og sést í grein eftir Guðrúnu Ásu Grímsdóttur, Úr Tyrkjaveldi, og bréfabókum í Griplu 1995. Það heyrði undir sýslumanninn, prestana og kaupmennina að hafa forystu um endurreisn byggðarinnar. Nákvæmar tölur um mannfjölda í Eyjum eru ekki til fyrir tíma mann- talsins 1703, en líklegt að þar hafi búið um 400- 450 manns. Hitt er ljóst að íbúatalan hefur hrunið í einu vetfangi í ráninu. Ólafur Egilsson telur að 242 hafi verið numdir brott en 34 myrtir sem mun nærri sanni. Þetta voru sóknarbörnin hans. Séra Ólafur lifði það að fá konu sína, Ástu Þor- steinsdóttur, leysta úr herleiðingunni, hún kom aftur til Eyja 1637. En ekkert barna þeirra sem rænt var átti afturkvæmt. Ólafur lést 1639 og hafði þá ásamt Kláusi leitað lausna á flóknum sið- ferðismálum sem hlutust af ráninu. Báðir lögðu drjúga fjármuni til að reisa nýja Landakirkju en Kláus lét ekki þar við sitja. Árið 1650 gaf hann Krosskirkju í Vestur-Landeyjum altaristöflu í fé- lagi við kaupmanninn í Eyjum, Niels Clements- son, sem túlka má sem vísun til Tyrkjaránsins. Þorsteinn Helgason sagnfræðingur hefur fjallað um töfluna í Árbók Hins íslenska fornleifafélags og greint myndefni hennar sem ættað er úr dómsdagsspádómum Opinberunarbókarinnar. Hann telur boðskapinn vera viðvörun til Íslend- inga. Láti þeir ekki af syndugu líferni muni þeir kalla yfir sig nýjar hörmungar. Altaristaflan í Krosskirkju á sér enga hliðstæðu í öðrum kirkjum á Íslandi, hún er lítt þekktur dýrgripur í kirkjusögunni sem hefur í 357 ár prýtt lítið guðs- hús fjarri alfaraleið. Töflunni eru gerð skil í sýn- ingu um Tyrkjaránið sem sett var upp í Vest- mannaeyjum sl. vor í samvinnu við Listahátíð. Cervantes, Mascarenas, d́Aranda Ránsferð Tyrkjanna frá Algeirsborg til Íslands reiknast afrek af þeirra hálfu og fékk því sinn sess í erlendum ritum. Siglingin var löng og ströng norður Atlantshaf og herfangið umtals- vert. Hertaka kristinna manna, sem hófst í byrj- un 16. aldar á Miðjarðarhafinu og strandhéruðum Suður-Evrópu í hefndarskyni fyrir brottrekstur Mára (múslíma) frá Spáni til Norður-Afríku, þró- aðist með tímanum í mikilvæga atvinnugrein. Al- geirsborg varð voldugasta vígið, íbúatalan um 100 þúsund á seinni hluta 16. og á 17. aldar. Talið er að þá hafi að jafnaði verið þar 20-25 þúsund kristnir þrælar. Meðal þeirra leyndust stundum ritfærir menn, þar á meðal höfundur Don Kíkóta, Cervantes. Vitnisburður hans er meðal hinna fyrstu þekktu um kjör þrælanna í borginni. En aðrir höfundar áttu eftir að gera þrælavist- inni nákvæmari skil og tveir þeirra komu und- irritaðri að miklum notum sem heimildamenn við ritun Reisubókar Guðríðar Símonardóttur. Ann- ar var Portúgalinn Joao Mascarenas, þræll 1621- 1626, hinn spænskættaður aðalsmaður frá Bru- ges, Emanuel d́Aranda, þræll 1640-1642. Einn kafli í bók d́Aranda er birtur í heimildasafninu mikla, Tyrkjaránið á Íslandi 1627. Þar segir af ís- lenskum trúskiptingi sem gekk á fund höfundar skömmu áður en hann yfirgaf Alsír á leið til Madríd og bað hann fyrir bænarskjal til sendi- herra Danmerkur sem myndi koma því áfram til Kristjáns IV. Erindið var að fá móður Íslendings- ins leysta úr ánauð. Seinna frétti D́Aranda að bænarskjalið hefði borið árangur, sem getur staðist því síðasta tilraun til þess að leysa út ís- lenska þræla átti sér stað 1645 eins og Þorsteinn Helgason greindi frá á Íslenska söguþinginu 1997. D́Aranda segir m.a. frá því hve illa Íslendingar þoldu umskiptin: „Margir dóu af loftslagsbreyt- ingunni og aðrir köstuðu trúnni, því þeir örvæntu um það að þeir yrðu keyptir lausir …“ Til sam- anburðar skrifar séra Ólafur Egilsson, sem yf- irgaf Algeirsborg eftir aðeins mánaðardvöl, „að íslenzka fólkið dæi niður og lægi þá sjúkt um all- an staðinn, […] og að í legstaðargarðinn þeirra kristnu væru komnir 31, því að þetta fólk þolir ekki þann hræðilega hita, sem að þar er“. Lýsing á trúvíkingum (corsairs) Lýsingar Ólafs eru glöggar og ýkjulausar þrátt fyrir hörmungarnar sem yfir hann og fjölskyldu hans dundu. Það sýna mörg dæmi. Hann lýsir um 300 manna innrásarliði sem skipað er mönnum af ólíkum uppruna, sumir eru dökkir yfirlitum en aðrir Evrópumenn af ýmsu þjóðerni, enskir, danskir, þýskir og norskir, og sér á klæðnaði þeirra, hverjir eru kristnir þrælar og hverjir trúskiptingar. Trúskiptingarnir klæð- ast eins og Tyrkirnir og það eru þeir sem ganga Grafinn sjóður í sögu Að morgni 17. júlí 1627 Tyrkjaránsmenn herjuðu á Vestmannaeyinga í þrjá daga, myrtu 34 en höfð Ránsferð Tyrkjanna frá Algeirsborg til Íslands reiknast afrek af þeirra hálfu og fékk því sinn sess í erlendum ritum. Siglingin var löng og ströng norður Atlantshaf og herfangið umtalsvert. Reisubók séra Ólafs Egilssonar er merkileg heimild um ránið en hann telur að 242 hafi verið numdir á brott og 34 hafi látist. Sjálfur átti hann afturkvæmt ásamt eiginkonu sinni en börn sín sá hann aldrei aftur. Hér er bók Ólafs skoðuð ásamt fleiri heimildum um Tyrkjaránin. Á þrælatorginu í Algeirsborg Hér fóru viðskiptin fram með þrælana. Kongurinn fékk áttunda hver

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.