Lesbók Morgunblaðsins - 18.08.2007, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 18.08.2007, Blaðsíða 5
ilvægasta. Harry, ásamt Hermione og Ron, hefur ákveðið að hætta í skóla til þess að ráða niðurlögum Voldemort. Til þess að geta það verða þau að finna og eyða svokölluðum horcruxes. Hápunktur bókarinnar er bar- daginn við Voldemort, þar sem nánast allar persónur bókanna taka þátt. Bardaginn á sér stað að mestu leyti í Hogwartsskóla, en að hluta til í hinum forboðna skógi. Á end- anum deyr Voldemort í einvígi við Harry. Það mátti búast við þessum endi en sárast var þó hversu margar hjartfólgnar persónur dóu til þess að hægt væri að sigrast á hinu illa. Harry og Voldemort spegilmyndir Þegar litið er yfir bókaflokkinn er ljóst að aðalefni bókanna er baráttan á milli góðs og ills, þar sem Harry Potter er fulltrúi hins góða og Voldemort hins illa. Þetta er barátta sem birst hefur í ýmsum myndum í mörgum bókum. Hér höfum við tvær persónur sem eru sem spegilmynd hvor af annarri, bæði Voldemort og Harry eru munaðarleysingjar, báðir tala þeir við snáka og báðir eiga töfra- sprota með fönixfjöður. Það sem aðgreinir þá hvorn frá öðrum er vilji þeirra til að gera það sem þeir telja rétt. Voldemort hefur engar mannlegar tilfinningar eftir að hafa bútað sál sína niður til að öðlast eilíft líf og eru ákvarðanir hans, réttar eða rangar, ein- göngu byggðar á því sem hann vill. Að end- ingu verður það honum að falli, hann getur ekki sýnt þeim sem eru honum hliðhollir hollustu, vináttu og hann skortir vilja til að hlusta á góð ráð. En þetta hefur Harry um- fram Voldemort. Harry á vini, sem standa með honum, ekki vegna þess að þeir hafa ekkert annað val, heldur vegna þess að þeir eru vinir hans. Það má því segja að bóka- flokkurinn sé um vináttu, að nauðsynlegt sé að hlusta á vini sína. Skilaboð bókanna eru falleg og augljós þó eflaust sé hægt að finna dýpri merkinu í textanum en þessa. Lof og last Bækurnar um Harry hafa ekki eingöngu verið lofaðar, höfundurinn hefur verið mikið gagnrýndur, meðal annars fyrir að hafa töfra og ýmsar ímyndaðar verur í bókum sem eru að mestu skrifaðar fyrir börn. Gagnrýn- endur telja að börn fari að trúa því sem fyrir þeim er haft í bókunum. Að álfar og tröll séu til og að töfrasprotar virki. Rowling sjálf hef- ur einnig verið gagnrýnd fyrir lélegan prósa, að bækurnar séu illa skrifaðar. Flestar gagn- rýnisraddirnar hafa nú þagnað með ótrúlegri velgengni bókanna. En af hverju les fólk þessar bækur? Fyrir það fyrsta eru þær, að mínu mati, mjög vel skrifaðar, þær halda athygli lesandans og þær brúa kynslóðabil, því þessar bækur eru ekki eingöngu fyrir börn. Þar liggur senni- lega lykillinn að velgengni Harry Potter. Bæði fullorðnir og börn geta fundið eitthvað í þessum bókum sem dregur þau inn í heim ævintýra þar sem hægt er að gleyma raun- heimum um stund. En hvert verður næsta skref höfundarins? Eins og Rowling sagði í upphafi þá áttu bækurnar að verða sjö, og eins og sú síðasta endar er mjög ólíklegt að við munum fá fleiri bækur með Harry Potter sem aðalpersónu. Margir rithöfundar, sem hafa skrifað flokk sem þennan, hafa skrifað aðrar bækur um annaðhvort forsögu atburðanna sem gerast í flokknum eða um aðrar persónur innan sama heims. Ég tel ólíklegt að Rowling eigi eftir að yfirgefa þennan heim og hugsanlega eig- um við eftir að sjá frá henni bækur sem ger- ast innan hans, en fjalla ekki um þær per- sónur sem hún hefur skapað í bókaflokknum um Harry Potter. Að þessu sögðu verð ég að játa að hafa fundið til vissrar sorgar þegar ég opnaði síð- ustu bókina um galdrastrákinn Harry Potter og félaga hans. Ég varð ekki fyrir neinum vonbrigðum með síðustu bókina en það er erfitt að kveðja og tilhlökkunin eftir næstu bók var góð tilfinning. Því ætla ég að lesa síðustu bókina aftur við fyrsta tækifæri – þegar aðrir á heimilinu eru búnir að lesa hana. uppgjörið mikla »Eins og Rowling sagði í upphafi þá áttu bækurnar að verða sjö, og eins og sú síð- asta endar er mjög ólíklegt að við munum fá fleiri bækur með Harry Potter sem aðal- persónu. Höfundur er nemi í enskum bókmenntum við Háskóla Íslands. Eftir Ingunni Snædal iks1@hi.is Sagan um hinn hjarta-hreina og hugprúðaHarry Potter hreifmig með sér frá byrjun. Hjá þeim sem taka næturvökur og ævintýra- heima framyfir þennan sem við vöknum í á hverjum morgni var Potter afar vel- kominn. Hann hefur slegið öll met, orðið nýtt viðmið. Harry Potter og visk- usteinninn kom út á frum- málinu 1997 og er sam- kvæmt vinsældalista á Wikipedia í 9. sæti yfir mest seldu bækur allra tíma, seld eintök yfir 114 milljónir tals- ins. Síðasta bókin, The Deathly Hallows, er sú bók sem selst hefur mest á ein- um sólarhring, í yfir 11 milljónum eintaka í Banda- ríkjunum og Bretlandi ein- vörðungu. Hvað sem er að marka alla lista er ljóst að Harry hefur lagt heiminn að fótum sér. Og nú er sagan öll. Við lestur síðustu bókarinnar læddist reyndar á köflum að mér grunur um að höfundurinn hefði augastað á einhverjum aukapersónum hennar til að byggja nýjan bókaflokk á en ég vona að svo verði ekki. Það er einhver Matrix-lykt af slíku, að geta ekki hætt – að græða peninga. Sjálfri fannst mér bækurnar betri fram- anaf. Meðan Harry var enn krakki, allt hið töfrandi og furðulega sem einkenndi heim hans enn ferskt. Með árunum kom kynþrosk- inn, unglingaástir og – fyrirsjáanlega – fleiri og meiri bardagaatriði. Með hverri bók fjölgar þeim síð- um þar sem barist er með alls kyns bölvunum og göldr- um og fólk flýgur þvert yfir herbergi og skellur á veggj- um á ýmsum stigum líkams- meiðinga. Ég tek persónu- sköpun framyfir bardaga og brellur í bíó, og hið sama gildir um bókmenntir. Kannski geldur sagan fyrir það að reynt er að ná til allra aldurshópa? Þetta er þó aðeins nöldur. Bækurnar eru vel skrifaðar, persónur skýrar og standa fyrir sínu. Að einhverju leyti má segja að um staðal- ímyndir sé að ræða, bóka- béusinn, öskubuskan, klaufa- bárðurinn, utan-við-sig-prófessorinn, sæta stelpan, sá kvikind- islegi og svo mætti lengi telja. Þetta segir þó aðeins örlítið brot af sögunni. Hún er miklu meira en bara snyrtilega samansp- læstar klisjur. Fyrst og fremst er sagan þó skrifuð fyrir börn og unglinga og því eðlilegt að margt sé dregið einföldum dráttum. Næstsíðustu bókina las ég á Stansted- flugvelli yfir nótt daginn sem hún kom út. Ég beið líka með óþreyju eftir síðustu bókinni og las hana í einni lotu. Ekki kom til greina að fara að sinna öðru, hvorki barni mínu né heimili, fyrr en örlög þessara kunnugu fé- laga væru ráðin. Og þegar upp er staðið seg- ir það miklu meira um hvað mér finnst en þessi pistill. Hreif mig frá byrjun Ingunn Snædal „Næstsíðustu bókina las ég á Stansted flug- velli yfir nótt daginn sem hún kom út. Ég beið líka með óþreyju eftir síðustu bókinni og las hana í einni lotu.“ Höfundur er rithöfundur. Hinn forboðni skógur „Strax í fystu bókinni kemur fram að þessi skógur er hættulegur og börnunum er stranglega bannað að fara þangað inn, samt virðast ævintýri Harry alltaf draga hann inn í skóginn þar sem skrýtnar skepnur eru á baka við hvert tré.“ er þarf að eiga við. Drekar hafa stórt hlut- verk í mörgum goðsögnum og þjóðsögum. Og líkt og hetjur þessara sagna þarf Harry Potter að leggja til atlögu við dreka til að ná frá honum fjársjóði, en ólíkt fornum hetjum þarf Harry ekki að deyða drekann til að sigra. Gríska hetjan Herkúles drap þó nokkra dreka, þrumuguðinn Þór drap Mið- garsorminn, þó ekki fyrr en ormurinn hafði sært Þór banasári. Bjólfur, ein fyrsta hetja enskra bókmennta (Bjólfskviða), dó einnig er hann reyndi að drepa dreka. Drekum er yfirleitt lýst sem hreistruðum stórum slöng- um, annaðhvort með tvo eða fjóra fætur og stóra leðurblökulega vængi. Margir drekar höfðu einnig horn, eitt eða tvö, stórar klær á fótum og langan hala. Drekar Rowlings eru ekki ósvipaðir. Hippogriffar, samkvæmt hefðinni, eru afsprengi karlkyns griffins og hryssu. Hinn mikli konungur Karlamagnús, átti að hafa haft einn slíkan sem faraskjóta. En tryggust af öllum dýrum er Hedwig, uglan sem að Harry Potter fær að gjöf frá Hagrid. Hedwig virðist skilja að einhverju leyti hvað Harry segir. Trúin á greind uglna má rekja til Forn-Grikkja. Aþena, gyðja þekkingar og visku, var oft sýnd með uglu á öxlinni, einnig trúðu Grikkir því að hún gæti breytt sér í uglu að vild. Annars staðar hefur uglan oftast verið tengd við ill öfl og dauðann, mjög líklega vegna þess að uglur vaka og veiða á næturnar. Það er því fremur nýstárlegt hvernig Rowling notar uglur í bókum sínum. Aðrar furðuverur sem má nefna eru t.d. veela, sem fyrst eru nefndar í Harry Potter og Eldbikarnum. Þar kemur fram að amma Fleur Delacour var svokölluð veela og því ekki gott að reita hana til reiði. Veelur eru kvenkyns andar í austurevrópskri þjóðsagnahefð. Þær dvelja í vötnum, fjöllum, skógum og skýjum. Oft birtast þær sem dýr og geta þá verið svan- ir, snákar, úlfar og margt fleira. Það er þó algengast að þær birtist sem ungar gull- fallegar stúlkur með sítt hár sem dansa undir tunglinu. Ungir menn sem falla undir álög þeirra missa allan hæfileika til að hugsa, og gleyma að borða, drekka og sofa, oft í marga daga. Veelur eru skapstyggar og því ekki gott að gera eitthvað á hlut þeirra. En þær geta líka verið mjög auð- lyndar og margar sögur eru af veelum sem hafa gifst mennskum mönnum og átt með þeim börn, án þess að nokkur skaði hljótist af. Hinn forboðni skógur Það sem hér hefur farið á undan er bara brot af þeim vísunum sem finnast í bóka- flokknum um Harry Potter og þegar maður byrjar að skoða þetta er nánast ómögulegt að hætta. Við skulum ljúka þessari yfirferð á hinum forboðna skógi. Strax í fyrstu bók- inni kemur fram að þessi skógur er hættu- legur og börnunum er stranglega bannað að fara þangað inn, samt virðast ævintýri Har- rys alltaf draga hann inn í skóginn þar sem skrýtnar skepnur eru á bak við hvert tré. Í gegnum tíðina hefur skógurinn alltaf verið tákn fyrir hið óþekkta, staður þar sem hættur eru á hverju strái. Í Evrópu fyrr á öldum dvöldu ýmsir útlagar og þorparar í skógum, tilbúnir að ráðast á óvarða ferða- menn. Því stærri og þykkari sem skógurinn var því auðveldara var að fela sig þar fyrir yfirvöldum. Innan bókmennta gerast yf- irleitt verstu atburðirnir í skógum að nóttu til og er skemmst að nefna Bilbó í bókinni Hobbitanum sem hittir risakóngulærnar í skóginum en kemst í burtu með því að nota hring sem gerir hann ósýnilegan. Einnig má nefna ævintýrin um Hans og Grétu, og Rauðhettu og úlfinn. Það er því viðeigandi að mörg af þeim atvikum þar sem að Harry hittir Voldemort eiga sér stað í hinum for- boðna skógi. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2007 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.