Lesbók Morgunblaðsins - 18.08.2007, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 18.08.2007, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2007 7 Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is Bandaríski rapparinn Jay-Z hefurverið útnefndur tekjuhæsti rappari heims af viðskiptatímaritinu Forbes. Jay-Z, sem heitir réttu nafni Shawn Carter, komst í efsta sæti listans með því að vinna sér inn 34 milljónir dala á síðasta ári en það nemur um 2,4 milljörðum ís- lenskra króna. Kingdom Come, ellefta hljóðversp- lata Jay-Z kom út á síðasta ári og seldist í um tveim- ur milljónum eintaka. Þá er Jay-Z forstjóri Def Jam plötuútgáfufyr- irtækisins og einn af eigendum New Jersey Nets körfuboltaliðsins en hann er þó trúlega einna þekktastur sem kærasti söngkonunnar þokka- fullu Beyoncé Knowles. Curtis Jackson, betur þekktur sem 50 Cent, er ekki langt undan í öðru sætinu en hann hafði um 32 milljónir dala upp úr krafsinu í fyrra. Í næstu sætum á eftir eru Diddy, Timbaland og Dr. Dre.    Robbie Williams og Gary Barlowhafa loksins grafið stríðsöxina. Söngvararnir hafa verið miklir óvinir frá því Williams hætti í stráka- sveitinni Take That fyrir rúmum ára- tug síðan. Þeir hittust hins vegar á sáttafundi í Los Angeles fyrir skömmu. „Við átt- um mjög gott spjall. Honum líð- ur mjög vel og við erum orðnir góðir vinir að nýju. Þetta var okkar besta sam- verustund frá árinu 1996,“ sagði Bar- low í viðtali. Aðspurður neitaði hann hins vegar orðrómi þess efnis að Williams ætli að ganga til liðs við Take That að nýju. Endurkoma sveitarinnar hefur gengið framar björtustu vonum og var uppselt á alla tónleika hennar í fyrra. Talið var að Williams myndi jafnvel koma fram með Take That á tónleikaferðalaginu en af því varð ekki. Fréttir af sáttafundi hans og Barlows hafa hins vegar vakið von í hjörtum hörðustu aðdáenda þeirra.    Brian Ritchie, bassaleikari banda-rísku rokksveitarinnar Violent Femmes, hefur höfðað mál á hendur Gordon Gano, söngvara sveitarinnar. Ritchie sakar Gano um að hafa leyft notkun á þekktasta lagi sveitarinnar, „Blister In The Sun“, í auglýsingu fyrir Wendy’s skyndibitastaðina, án þess að bera það undir hina meðlimi sveitarinnar og án þess að hafa greitt þeim fyrir notkunina. Gano segir að fréttirnar hafi komið sér mjög á óvart, sérstaklega í ljósi þess að sveitin sé nýkomin úr vel heppnaðri tónleikaferð frá Suður- Afríku. Málið fer nú fyrir rétt í New York, en vafi leikur á hver eigi réttinn að lögum sveitarinnar. Talið er að málið muni ekki trufla tónleikahald þeirra félaga á næstunni. Violent Femmes slógu í gegn í upp- hafi níunda áratugarins með lögum á borð við „Add It Up“, „Gone Daddy Gone“, „Kiss Off“ og „Please Do Not Go“. Sveitin heimsótti Ísland og hélt tónleika á Broadway 22. apríl árið 2004. TÓNLIST Jay-Z Robbie Williams Violent Femmes Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is AÐDÁENDUR Elvis Presley eru margirá þeirri skoðun að sjöundi áratugurinnhafi nánast verið ónýtur þegar litið eryfir tónlistarferil hans, enda var hann önnum kafinn við að leika í hverri hörmung- armyndinni af annarri á þeim tíma og eina sem kom út með honum var plötur tengdar viðkom- andi myndum. Þetta er þó ekki alveg sannleik- anum samkvæmt, því Pot Luck kom út 1962, sál- maskífan How Great Thou Art kom 1967 og svo kom hans besta plata, From Elvis in Memphis, út 1969. Við þetta má svo bæta skífunni For the Asking, sem tekin var upp 1963 og ’64, en kom ekki út fyrr en 1990. Elvis fór í hljóðver með Scotty Moore og fé- lögum í maí 1963 að taka upp lög á plötu sem fylgja átti eftir Pot Luck. Frekari upptökur voru svo í janúar 1964, en þegar platan var tilbúin komst hún ekki að fyrir bíóplötum og endaði með því að lögin af henni voru notuð sem uppfylling á bíóskífurnar. Eftir lifði svo goðsögnin um „týndu“ Elvisskífuna. Um þetta leyti var orðið sífellt erfiðara fyrir Elvis að fá almennileg lög til að syngja, því allir almennilegir lagasmiðir sættu sig ekki við að þurfa að gefa eftir höfundarrétt af lögum sínum, en það var skilyrði sem umboðsmaður Elvis setti. Það skýrir að nokkru leyti hve bíóskífurnar eru almennt lélegar og rættist ekki úr fyrr en hann fór í hljóðverið hjá Chips Moman í Memp- his. Að þessu sögðu er For the Asking prýðis El- visskífa. Umslagið er skemmtileg gamaldags, eins og sjá má, sver sig í ætt við Pot Luck og fleiri Elvisplötur frá þessum tíma. Á skífunni eru fimmtán lög, þeirra þekktust „You’re The Devil In Disguise“ og „It Hurts Me“, en á skífunni eru fleir fín lög, til að mynda „Witchcraft“, „Echoes Of Love“, „Love Me Tonight“ og „Never End- ing“ sem hann syngur hreint frábærlega. Sveitin sem hann er með með sér stendur sig líka vel, Scotty Moore traustur á gítarinn að vanda, Bob Moore á bassa og D.J. Fontana á trommur og Floyd Cramer á frábæra spretti á píanó og orgel. Jordanaires syngja með í nokkr- um lögum og óaðfinnanlegt að vanda. Besta yfirlitið yfir hljóðversupptökur Elvis á sjöunda áratugnum er safnið From Nashville To Memphis, sem hefur að geyma fimm diska, 130 lög. Líklega er þó nóg fyrir flesta að komast yfir Pot Luck, For the Asking og From Elvis in Memphis. Eintök af For the Asking er þó vænt- anlega ekki hægt að finna nema í safnarabúðum núorðið, en sannir aðdáendur setja það ekki fyrir sig. Týnda Elvisskífan POPPKLASSÍK Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is N AUMHYGGJA er þekkt listform í klassískri tónlist sem náði hæð- um á sjöunda og áttunda ára- tugnum. Áþekk stefna hefur sótt í sig veðrið í danstónlist, þó óneitanlega sé verið að teygja merkimiðann ansi langt með að nota hann yfir slíka músík því fáir dansa við naumhyggjulegt techno. Naumhyggjulegt techno, minimal techno, er tíð- um laglínulaust og framvinda í viðkomandi lögum byggist oft á því að hljóðfæri eða hljóð síga smám saman inn í hljóðmyndina og hverfa síðan út aftur. Líkt og með aðra merkimiða í tónlist eru skiptar skoðanir um hvað sé naumhyggjulegt techno og hvað ekki og í seinni tíð má segja að þessi flokkun sé orðin svo löskuð að nýja merkimiða þarf til. Ljósmyndari, grafískur hönnuður og tónlistarmaður Það er alsiða með danstónlistarmenn að þeir vinna í ólíkum gerðum tónlistar og þá oftar en ekki undir ólíkum listamannsnöfnum. Bandaríski tónlist- armaðurinn Taylor Deupree er einmitt slíkur lista- maður og hefur sent frá sér fjölmargar skífur með ólíkum gerðum danstónlistar. Í seinni tíð hefur hann þó heillast hvað mest af naumhyggjunni og gengið svo langt í þá átt, til að mynda á skífunni frábæru Stil, að segja má að varla sé hægt að kalla það tónlist, eiginlega æfingar með hreinar hljóð- bylgjur. Fjölmargir listamenn aðrir hafa fengist við slíka músík, sjá til að mynda Multiples eftir Keith Fullerton Whitman, en Deupree hefur þróað formin lengra en flestir eins og heyrist til að mynda vel á nýlegum einkar skemmtilegum disk hans, 1 am, sem er 21:21 mínúta af mótuðu suði og braki. Taylor Deupree er hálffertugur Bandaríkjamað- ur, ljósmyndari, grafískur hönnuður og tónlist- armaður. Hann hóf tónlistarferil sinn sem einn liðsmanna techno-sveitarinnar Prototype 909 sem lék hratt og harkalegt techno, en Deupree fékk viðurnefnið Taylor 808. Samhliða þessu fékkst hann einnig við aðra gerð tónlistar, hægfara og innhverfa ambient-tónlist í tvíeykinu SETI með Savvas Ysatis. Hann lét það ekki nægja því hann gaf líka út tónlist undir nafninu Human Mesh Dance og var þá einhverstaðar á milli þessara tveggja póla í raftónlist. Prototype 909 sendi frá sér fjórar breiðskífur, Acid Technology, sem kom út 1993, Live 1993-1995 kom út 1995, Transistor Rhythm, 1995 og Joined at the Head sem kom út 1997. SETI hefur gefið út þrjár skífur, SETI kom út 1993, Pharos kom 1994 og Ciphers kom 1996. Þess má geta að SETI hefur nafn sitt frá SETI-stofnuninni sem leitar að lífi í al- heimnum utan jarðar og upptökur frá stofnuninni eru notaðar á Pharos. Human Mesh Dance sendi frá sér fyrstu breið- skífuna, Hyaline 1993. Mind Flower kom út 1994 og Theseceretnumbertwelve 1997, sú plata kom út á vegum útgáfunnar 12k, sem Deupree stofnaði 1. janúar 1997 og hefur gefið út plötur hans og fjöl- margra áþekkra listamanna. Deupree hefur þó haldið áfram að taka upp með öðrum, undir öðrum nöfnum og jafnvel fyrir önnur fyrirtæki. Þannig gaf hann út CD Arc vs. Tiny Objects in Space með Savvas Ysatis 1997, en þeir Ysatis störfuðu einnig saman undir nöfnunum Futique, Skai og Arc. 1998 kom út platan Alphabet Flasher sem hann gerði undir nafninu Drum Komputer (samstarf við forð- um félaga úr Prototype 909). Einfaldleikinn allsráðandi Sama ár kom út fyrsta platan sem hann gaf út und- ir eigin nafni, Comma. Spec, plata sem hann gerði með Richard Cartier, kom út ári síðar. .N kom út 2000 og sama ár gaf hann út Active/Freeze sem hann gerði með Tetsu Inoue. Skömmu síðar kom þriðja sólóskífan, Polr, sú fjórða Occur, kom 2001, og Stil 2002, en það er sú skífa sem borðið hefur hróður hans hvað víðast, enda frábær plata í ein- faldleik sínum. Hún er talsvert frábrugðin fyrri verkum Deuprees fram að því, sannkölluð naum- hyggja þar sem hljómar eru leystir upp í frum- eindir og skoðaðir frá ýmsum sjónarhornum, ein- faldleikinn allsráðandi. Invisible Architecture #8 og Post_Piano komu út 2003, January og Mujo 2004, Every Still Day, Live In Japan og Post_Piano 2 2005, 1AM, May 6, 2001, Northern og Specification.Fifteen 2006 og á þessu ári eru komnar tvær plötur, Landing og Lis- tening Garden. Ótaldar eru fjölmargar smáskífur, tólftommur og aðrar stærri skífur sem Deupree hefur gefið út á þessum árum, en þær eru á annan tug. Hann hefur líka gefið út átta plötur með end- urunninni tónlist, tekið þátt í að gera sextán skífur með öðrum og á lög á fjölmörgum safnplötum. Samhliða þessu hefur Deupree rekið útgáfufyr- irtæki sitt (tvö fyrirtæki reyndar því hann stofnaði útgáfuna Happy til að gefa út japanskt popp fyrir nokkrum árum), starfað við grafíska hönnun, með- al annars sem yfirhönnuður hjá Instinct Records- útgáfunni, unnið við kvikmyndir og ljósmyndun. Mótað suð og brak Það er alltaf áleitin spurning í tónlist hverju megi sleppa og sumir tónlistarmenn leita svars alla ævi. Í danstónlistinni hafa menn náð býsna langt í slíkum rannsóknum og gott dæmi þar um er bandaríski tónlistarmaðurinn Taylor Deup- ree. Naumhyggja Taylor Deupree er ótrúlega afkastamikill í öllu því sem hann tekur sér fyrir hendur, hvort sem um ræðir tónsmíðar, útgáfu eða grafíska hönnun.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.