Lesbók Morgunblaðsins - 18.08.2007, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 18.08.2007, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2007 15 Morgunblaðið/Ásdís Vilhjálmur „Mér finnst lög Vilhjálms einhvern veginn svo klassísk, þá á ég við að þau eru tímalaus og því endast þau um aldur og ævi,“ segir Viljálmur. Hlustarinn Ein af mínum uppáhaldsplötum er Sökn-uður eftir Vilhjálm Vilhjálmsson. Þetta uppáhald mitt hefur ekkert með nafnið á listamanninum að gera þó vissulega sé það ákveðinn bónus. Vilhjálmur var mikill tón- listamaður en þegar hann var ekki að semja eða spila opinberlega flaug hann um loftin blá en atvinnuflug var hans meginatvinna með söngnum. Mér finnst lög Vilhjálms ein- hvern veginn svo klassísk, þá á ég við að þau eru tímalaus og því endast þau um aldur og ævi. Á plötunni Söknuður er lagið Lítill drengur en það er í miklu uppáhaldi hjá mér og ég þori að fullyrða að flestir ef ekki allir pabbar á mínum aldri og jafnvel töluvert yngri en ég hafi raulað þetta lag þegar litli snáðinn manns skreið upp í til að kúra í koti hálsa. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri í Reykjavík. Lesarinn Eins og við er að búast tengist flest þaðsem ég les vinnunni minni á einn eða annan hátt. Þar af leiðandi lúra ófáar hálf- lesnar bækurnar á borðum og hillum, allt í kring. Ein er sú bók sem sannarlega er vert að minn- ast á en það er nýjasta skáldsaga bandaríska rithöfundarins Dave Eggers, What is the What – The Autobiography of Valentino Ac- hak Deng. Þar er fjallað um borgarastríðið í Súdan og göngu drengsins Valentino og hundruða annarra drengja undan stríði yfir í flóttamannabúðir í Eþíópíu og Kenýu – þar sem hann hafðist við í 13 ár – að komu og dvöl Valentinos í Bandaríkjunum. Bókin er byggð á samtölum við raunverulegan Valentino Achak Deng. Valentino skrifar formála að bókinni þar sem hann segir að allt það sem bókin segi frá hafi gerst eða gæti hafa gerst. Mögnuð bók og vel skrifuð, með fallegum hreinum tóni. Bókin kemur út hjá Bjarti í haust í þýðingu Rúnars Helga Vignissonar. Bækur úr allt annarri átt læðast til mín. Dæmi: Á flugvelli í útlandinu í sumar end- urnýjaði ég kynni mín af eilífðardrengnum Valla. Nældi mér í tvær bækur um strákinn, eina þar sem Valli er staddur í Hollívúdd og aðra þar sem hann er í Fantasíulandi. Eins og að skríða inni í hellisskúta eftir eril dagsins að sökkva sér í Vallabók, því fátt kemst að annað þegar fingurinn skimar eftir ekta-Valla innan um alla fals-Vallana. Þorgerður Agla Magnúsdóttir, starfsmaður hjá Bjarti bókaforlagi. Morgunblaðið/G.Rúnar Þorgerður Agla Hún segir vert að benda áhugasömum á nýja skáldsögu bandaríska rithöf- undarins Dave Eggers, What is the What – The Autobiography of Valentino Achak Deng. Í æsku fór það orð af mér að ódæll væri ég og þver, og enginn bar mér annað neitt en álas nepjukalt og beitt. Ég átti vísan villustig því satt var eflaust sagt um mig. Svo gerðist það einn góðan dag að lífið allt fékk annan brag. Ég heyrði glöggt í gegn um þil að gott var talað mér í vil. Ég lagðist annars ekki á hler en upp á tærnar lyfti mér og heyrði, sem ég sveif á brott: „Ég sagt get um hann fleira gott.“ Hve himinsæll minn hugur var að heyra það sem rætt var þar. Í felustað ég felldi tár með sól og vind um vanga og hár. Í hljóði vann mitt hugarþel það heit, fyrst mér var lýst svo vel, að gefinn skyldi gaumur nýr að góðum strák sem í mér býr. Mild orð um hug og hjartalag með hlýju breyttu nótt í dag. Jon Magnus Bruheim Helgi Hálfdánarson þýddi. Morgunblaðið/Jim Smart Lítill strákur Höfundur er norskt ljóðskáld.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.