Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.2007, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.2007, Blaðsíða 15
Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús Til 21. október 2007. Opið alla daga kl. 10–17. Aðgangur kr. 500. Eldri borgarar og öryrkjar kr. 250. Hópar (10+) kr. 250. Yngri en 18 ára: ókeypis. Ókeypis á fimmtudögum. Gjörningaklúbburinn – yfirlitssýning GJÖRNINGAKLÚBBURINN – samstarf þeirra Eirúnar Sigurð- ardóttur, Jóníar Jónsdóttur, Sigrún- ar Ingu Hrólfsdóttur (og Dóru Ís- leifsdóttur til ársins 2001) – hefur átt ævintýralegan feril, gert víðreist og skapað sér alþjóðlegt nafn undir heit- inu The Icelandic Love Corporation (ILC). Klúbbnum hefur nú verið boð- ið að halda yfirlitssýningu í Lista- safni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, eftir einungis 11 ára starfsemi. Sýningin er í sölum A, B og C og byggist á völdum verkum – en á um- fangi þeirra sést að klúbbfélagar hafa ekki setið auðum höndum. Þarna eru til sýnis myndbands- upptökur af gjörningum, „eft- irstöðvar“ eða sviðsett ummerki eftir þá, ljósmyndir, teikningar, textar og hljóð, og hlutir/munir af ýmsu tagi og úr ólíkum efnivið. Hér er raunar um einstakt tækifæri að ræða til að kynna sér feril Gjörningaklúbbsins og átta sig á heildarmyndinni í list- rænni starfsemi hans. Líkt og heiti klúbbsins gefur til kynna, þá hverfist starfsemin að miklu leyti um gjörningaformið. Gjörningarnir byggjast gjarnan á táknrænum „seremóníum“ lista- mannanna og fela oftar en ekki í sér paródíu eða skopstælingu á ýmsum þáttum tilverunnar. Ádeilan beinist t.d. að sýndarmennsku og firringu, græðgi, landkynningarklisjum, kven- ímyndum eða ágangi á náttúruna. Mikill metnaður er jafnan lagður í hönnun leikmuna og búninga, sem minna oft á hami eða grímubúninga. Á efri hæð safnsins, í sölum B og C, eru einstök verk rýmislega vel að- greind. Þar gefst tækifæri til að velta vöngum yfir virkni ólíkra frásagn- arforma (sem vissulega eru mis- skilvirk) sem leidd eru af gjörning- unum sjálfum og standa sem sjálfstæð verk með nýja merkingu – þ.á m. upptökur gjörninga sem sýnd- ar eru á sjónvarpsskjá eða varpað er á vegg/veggi sem innsetning, eða ljósmyndaseríur (jafnvel ásamt hljóðverki) af gjörningum. Á veggj- um salanna sjást einnig sviðsmunir úr gjörningunum og ýmis önnur verk sem sum hafa verið sýnd án þess að gjörningar komi við sögu – en vísa gjarnan í þann táknmyndaheim sem klúbburinn hefur skapað. Raunar má segja að sýningin varpi ljósi á mið- lægni „performansins“ í myndlist samtímans (myndlistarmenn „per- formera“ semsagt líka í myndbands- og ljósmyndaverkum), ekki síst vegna skörunar við sviðslistir og önn- ur menningarform, svo sem kvik- myndir, tónlist og sjónvarp. Ein af áskorunum sýningarinnar felst í að miðla tilfinningu fyrir „hér og núi“ gjörningsins – hins lifandi forms. Þetta hefur tekist einkar vel í sal A á neðri hæð safnsins. Þar hefur rými salarins verið gjörbreytt með metnaðarfullum strúktúr, eða grind sem hlykkjast um salinn og bindur saman einstaka hluta í „lífræna“ heild. Úr verður fantasíukennd stemning þar sem eitt „atriði“ tekur við af öðru, svo að minnir á fjölleika- hús – og þar sem allt getur gerst. Strúktúrinn (sem getur staðið sem sjálfstætt rýmisverk) leiðir gestina áfram og hverfist um miðju salarins: nokkurs konar „íbúð“ þar sem býr „andi“ – væntanlega sköpunarand- inn, sem er auðvitað kjarninn í öllu saman. Íverustaðurinn skírskotar til vinnustofu Gjörningaklúbbsins á Hverfisgötunni. Þarna eru geymdir ýmsir munir sem notaðir hafa verið í gjörningum en grípa má til – þ.á m. kampavínsflaska í kæli. Gjörningaklúbburinn finnur ávallt tilefni til að skála í kampavíni því þar ræður gleði og húmor ríkjum, þótt vissulega taki þær á hinum „þyngri“ þáttum tilverunnar. Hinn glaðværi, skapandi andi smýgur um króka og kima salarins og smitar sýning- argesti. Nokkurs konar endursköpun á flissandi klúbbfélögunum í gínu- formi, þar sem þær snúa afturend- anum að áhorfandanum, íklæddar rauðgulum síðkjólum og háum hæl- um, undirstrikar kærleiks-„trúboð“ klúbbsins jafnframt því að fjalla um viðskiptavæðingu og auglýsinga- mennsku (líkt og enskt heiti klúbbs- ins gerir líka). Ádeilan einkennist af fáránleika og kæti líkt og þær vilji segja: lífið er kabarett – en því ekki að njóta þess og láta gott af sér leiða. Verkið í anddyri safnsins, „Hótel Paradís“ (1998), býður gestum þegar í upphafi að verða fyrir ákveðinni uppljómun og gefur tóninn fyrir áherslu listamannanna á (kær) leikinn. Bylgjótt form strúktúrsins í sal A skírskotar til ofskynjunarkenndrar vímu lífsgleðinnar, þar sem háskinn býr undir niðri. Fantasían og ann- arleikinn eru sterk þemu í verkum Gjörningaklúbbsins, í takt við mynd- list samtímans. Sérstaða klúbbsins er hins vegar einkum fólgin í hinum ferska andblæ gleðinnar – joie de vivre – sem einkennir tjáningu þeirra og þar sem kampavín, silki og sætindi eru sjaldnast langt undan. Í upptöku af gjörningnum „Intimacy, Circus“ (2004), á efri hæð safnsins, er fjallað með átakanlegum hætti um glatað sakleysi en hópurinn tekur gleði sína á ný – og skálar í kampa- víni. Þar er kannski oftast hátíð í bæ hjá Gjörningaklúbbnum en jafn- framt taka listamennirnir sig mátu- lega hátíðlega. Grínaktuglega greypa þær léttúðuga ímynd sína í lakkrís í verkinu „Starry Night“ (2004). Þær eru óhræddar við að vera fínar og kvenlegar. Í þeim til- gangi sækja þær til kvenfyrirmynda í tísku og afþreyingarmenningu (ekki síst glæsikvendisins). Meðferð þeirra á slíkum fyrirmyndum, stund- um með skírskotunum til handverks- hefðar kvenna og þjóðlegra hefða, er skapandi og oft ótrúlega hug- myndarík. Vel hefur tekist til við að varpa ljósi á ólíka þætti, þróun og þroska- feril í víðfeðmri listsköpun hópsins, með markvissri rýmisnotkun og upp- setningu verka sem og með bók sem safnið gefur út af þessu tilefni. Sýn- ingin er vitnisburður um hið frjóa samstarf listamannanna í Gjörn- ingaklúbbnum – einmitt þar býr galdurinn. Galdraklúbburinn MYNDLIST Morgunblaðið/G.Rúnar Dynasty „Vel hefur tekist til við að varpa ljósi á ólíka þætti, þróun og þroskaferil í víðfemri listsköpun hópsins.“ Anna Jóa MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2007 15 lesbók Ása Helga Hún horfði nýlega á Fontane Effi Briest en hún er byggð á samnefndri skáldsögu Theodor Fontane, „en sjaldan hefur skáldverk verið kvikmyndað á jafn áhrifaríkan hátt“. Gláparinn Nýlega horfði ég á mynd Rainers WernersFassbinders Fontane Effi Briest. Hún er byggð á samnefndri skáldsögu Theodors Fontanes, en sjaldan hefur skáldverk verið kvikmyndað á jafn áhrifaríkan hátt. Löng, ljóðræn og magnþrungin textabrot eru lesin af sögumanni á meðan persónurnar nánast frjósa á skjánum, en á sama tíma verður kvik- myndin að annarri, mun nálægari reynslu. Hanna Schygulla leikur Effi Briest sem er dóttir aðalsmanns í Norður-Þýskalandi 19. aldarinnar. 17 ára er hún gefin hinum mun eldri Innstetten greifa, en sá hafði áður sóst eftir hönd móður hennar, en var hafnað. Effi flyst með honum í lítinn bæ þar sem henni leiðist óumflýjanlega; greifinn er í burtu vik- um saman og það er ekki fyrr en Crampas hershöfðingi kemur í bæinn sem hún tekur gleði sína á ný. Effi upplifir sig ástfangna, en þetta samband leiðir hægt en örugglega til hennar eigin glötunar en um leið endurfæð- ingar; og kallast saga hennar þannig á við sögu Emmu Bovary og Önnu Kareninu. Myndin verður sýnd á Alþjóðlegri kvik- myndahátíð í Reykjavík og verður aðalleik- onan viðstödd sýninguna. Ása Helga Hjörleifsdóttir, starfsmaður Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík Morgunblaðið/G.Rúnar Lesarinn Að liggja heima undir teppi með nýjastahefti New Left Review er góð aðferð við að sitja af sér þá „reaksjóneru“ kaupstefnu sem Bókmenntahátíð í Reykjavík er að þessu sinni. Heftinu ritstýrir hinn gamli jálkur Régis Debray, sem var sendisveinn ’68-kynslóð- arinnar hjá þeim Castro, Che og Salvador Al- lende. Debrey hefur ekki endilega þótt fínn pappír sem fræðimaður þrátt fyrir rétta skól- un hjá „menntamanna-marxistum“ Parísar, einkum sökum stuðnings hans við Mitterand Frakklandsforseta á 9. áratugnum. Inngangur Debrays að heftinu fjallar um söguleg tengsl sósíalismans og prentvél- arinnar, það er að segja dreifingar hins skrif- aða orðs til upplýsingarfúss almennings. Text- inn er heimsósómalesning um að sósíalistar dagsins í dag séu fávísir, kampavínsdrekkandi og hafi misst sjónar af hlutverki sínu sem al- þýðufræðarar. Þetta á vafalítið við um þá sósí- alista sem Debrey umgengst. Viðar Þorsteinsson blaðamaður og heimspekingur. Viðar „Að liggja heima undir teppi með nýjasta hefti New Left Review er góð aðferð við að sitja af sér þá reaksjóneru kaupstefnu sem Bókmenntahátíð í Reykjavík er að þessu sinni.“ Ljósmynd/Steinar Hugi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.