Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.2007, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.2007, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Íslensku sjónli Íslensku sjónlistaverðlaunin verða afhent á föstudaginn í Flugsafni Íslands á Akureyri. Sex listamenn v annar á sviði myndlistar en hinn á sviði hönnunar. Tvær milljónir króna koma í hlut hvors listamanns se hönnunar hér á landi. Hinir tilnefndu eru í ár Birgir Andrésson, Hekla Dögg Jónsdóttir, Hrafnkell Sigu ardóttir skrifar um myndlistarmennina Birgi, Heklu Dögg og Hrafnkel og Elísabet V. Ingvarsdóttir um Hekla Dögg Jónsdóttir vinnur verk sín í fjölbreytta miðla í anda samtímalistar þar sem listamenn hika ekki við að ganga í efnivið og stíltegundir eftir því sem þarf. Hún er tilnefnd fyrir verk sitt Fossinn sem sýndur var á Kjarvalsstöðum, röð verka í skammdegissýningunni Ljósaskipti og innsetninguna Fire, Fire, Fire. Hér mætast tækni, leikur og rómantík, gjarn- an með beinni eða óbeinni þátttöku áhorfenda. Hekla Dögg er yngst listamannanna þriggja en hefur engu að síður sýnt verk sín víða erlendis og hér heima á ýmsum stöðum eins og t.d. Kling og Bang og á samsýningu í Listasafni Íslands. Hekla Dögg hefur einnig unnið sem sýningarstjóri og er einn af stofnendum Kling og Bang- sýningarsalsins. Hekla Dögg spilar saman tækni og náttúru sem húnsviðsetur á ýmsan máta í verkum sínum. Til dæmisfrysti hún poll í einu þeirra, í heitu loftslagi Banda-ríkjanna en hún var í framhaldsnámi við Cal Art í Los Angeles. Þar notaði hún heimagerða tækni við að kalla fram bernskuminningu um frosna polla á Íslandi. Önnur svið- setning náttúrunnar var að hengja upp eins konar leiktjöld í skógi og gera þannig skóginn sjálfan að leiksviði um leið og verkið minnir á hvernig sjónarhorn okkar er alltaf háð menn- ingarlegum bakgrunni. Sviðsetning náttúrunnar heldur áfram í verki Heklu, Foss, skúlptúr sem sýndur var á Kjarvalsstöðum, sem samsettur er úr plastslöngum og ljósleiðurum eins og fleiri verk hennar. Skúlptúrinn byggist á samspili hljóðs og ljóss og kallar fram tengsl við náttúrurómantík og náttúruvernd. Viðkvæm bygging hans og gerð eru eins og barnsleg tilraun til að endurskapa náttúruna en tæknileg hlið verksins er mun þróaðri. Ekki óá- þekkt samspil tækni og náttúru á sér stað í innsetningunni Fire, fire, fire þar sem ljósleiðarar og myndbirting af eldtung- um á vegg skapa saman hugleiðingu um upplifun og birting- armyndir náttúru í tæknivæddu samfélagi auk þess sem áhorf- andinn er leiddur inn í heim sem minnir á sjónarspil skemmtanahalla eða tívolís þar sem hrein, sjónræn upplifun er í brennidepli. Hekla er alls óhrædd við að nota fundna hluti í innsetningar sínar, bæði hljóð og stærri hluti á borð við bíl, aðaluppistöðu verksins Art really makes my day sem hún sýndi á bílastæði Kringlunnar 2003. Í nýrri verkum treystir hún á einfaldari og viðkvæmari efni til að skapa innsetningar sínar. Eins og segja má um fleiri af hennar kynslóð einkennist list hennar af leik- andi léttu samspili brotakenndra, sjónrænna þátta. Spilar saman tækni og náttúru Morgunblaðið/Sverrir Hekla „Í nýrri verkum treystir hún á einfaldari og viðkvæmari efni til að skapa innsetningar sínar.“ Birgir Andrésson hefur fyrir löngu markað sér sérstöðu innan íslenskrar myndlistar, annars vegar vegna ein- stakrar sýnar sinnar á og vinnu með íslenska menningu fyrr og nú, hins vegar vegna stöðugrar rannsóknar á sam- spili orða og mynda. Verk hans eru aðgengileg, þjóðleg á persónulegan hátt og hafa undirtóna íslenskrar fyndni. Birgir Andrésson hefur sýnt verk sín víða um heim og hér heima, 1995 var hann fulltrúi Íslands á Tvíæringnum í Feneyjum, á síðasta ári var haldin yfirlitssýning á verkum hans í Listasafni Íslands, en Birgir er tilnefndur fyrir verk sín á henni. Birgir varð sér snemma meðvitaður um eðli sjón-rænnar skynjunar og möguleika tungumálsins áað miðla mynd af heiminum en hann ólst upp hjáblindum foreldrum. Snemma á ferli sínum tók hann meðvitað þá afstöðu að leita í verkum sínum gagngert til íslenskrar hefðar og menningar. List hans, efniviður og framsetning verka einkennist þó af alþjóðlegum straumum og stefnum á borð við hugmyndalist og naumhyggju. Meðal verka sem vakið hafa sérstaka athygli eru texta- portrett hans sem sýna mannlýsingar í orðum. Þar kallar textinn fram mynd í huga áhorfandans og birtir um leið hugsunarhátt þeirrar menningar sem ritaði hann, en text- ana fann Birgir meðal annars í gömlum íslenskum dóms- málum. Íslenski fáninn í sauðalitunum, prjónaður úr lopa, segir allt sem segja þarf um þjóð sem telur sig standa framarlega á alþjóðlegan mælikvarða, en skynjar kannski bæði sjálfa sig og umheiminn enn með augum fortíðar. Samtímamál á borð við innflytjendur á Íslandi er við- fangsefni Birgis þegar hann setur gróðursetur ávaxtasteina í alíslenskum jarðvegi í Ora-niðursuðudósum. Hér koma líka saman hin séríslenska fagurfræði sem birtist í hönnun dós- arinnar og samspil hennar við fíngerð lauf framandi gróð- urs. Áherslan á rannsókn á íslenskri fagurfræði er einnig meginþemað í verkum sem leitast við að birta íslenskt litróf í húsamálningu og birtist enn og aftur í uppstækkuðum myndum hans af íslenskum frímerkjum. Þrívíðu verkin „Build“ byggjast á pappakössum þar sem letur hefur verið klippt burt, eftir standa kassar sem minna á líkön úr byggingarlist en hér er það hið fjarlægða letur sem skapar nýja mynd. Samspil heimspekilegra og málvís- indalegra vangaveltna í bland við persónulega reynsla og liðna tíð einkenna þetta verk eins og fleiri verk eftir Birgi, en hér byggir hann á persónulegri reynslu úr bernsku þegar hann skar út stafi úr pappakössum fyrir sjóndapran vin. Endurvinnsla á borð við þessa, á eigin sögu og sögu þjóð- arinnar í bland einkennir gjarnan list Birgis. Eðli sjónrænnar skynjunar og möguleikar tungumálsins Morgunblaðið/Jim Smart Birgir „Hefur fyrir löngu markað sér sérstöðu innan íslenskr- ar myndlistar, annars vegar vegna einstakrar sýnar sinnar á og vinnu með íslenska menningu fyrr og nú, hins vegar vegna stöðugrar rannsóknar á samspili orða og mynda.“ Hrafnkell Sigurðsson er tilnefndur fyrir ljósmyndaröð sína Áhöfn, ljósmyndir af sjóstökkum samtímans og olíuverkin Athafnasvæði, verk unnin með olíu á pappír, hvort tveggja innsetningar á mörkum abstraktsins en með samfélagslegu ívafi. Hrafnkell hefur sýnt verk sín reglulega og á fjölbreyttum stöðum á síðustu árum, hér heima bæði í framsæknum list- rýmum á borð við Bananananas en einnig hjá viðurkennd- ari sýningarsölum eins og i8. Hann hefur sýnt víða erlendis, á síðasta ári meðal annars á sýningunni Statements Paris Photo í Louvre-safninu í París. Eitt helsta einkennið á list Hrafnkels er óvænt sjón-arhorn á samspil menningar og náttúru. Hanndregur fram sjónræna þætti hversdagslegra hlutaá nýstárlegan hátt. Vísun í abstrakt hefð og strangflatarmálverk er sterk, einnig tilhneiging til tvíhyggju þar sem verkin innifela andstæður í sjálfu sér eða byggjast upp á mótspili andstæðna. Speglun og samhverfur eru af svipuðum meiði og einkenna sum verka hans. Íslensk náttúra hefur birst í verkum hans allt frá því hann á skólaárunum vann með hraunyfirborð í ljósmyndum. Hann skapaði óvænta skúlptúra á ljósmyndum af speglun hrauns í vatni, þar birtust fyrstu samhverfurnar og minntu á kjar- valska hausa nema hér var það tæknin sem skapaði furðu- myndir. Íslensk náttúra er sömuleiðis viðfangsefni Hrafnkels í ljósmyndaröð af tjöldum í náttúru Íslands, en ein þeirra prýddi forsíðu símaskrárinnar 2004. Hér eru tjöldin í samspili við náttúruna, einföld form þeirra minna á fjöll í lögun og undirstrika þátt formsins í landslagsmyndum, en ljósmynd- irnar má einnig sjá sem innlegg í sögu og þróun íslenskra landslagsmálverka og nálgun Hrafnkels við ljósmyndina minnir oft á vinnuaðferðir málara. Maður og menning er gegnumgangandi þema í verkum hans sem búa gjarnan yfir ríkari skírskotunum en virðist við fyrstu sýn. Myndraðir hans af rusli, bæði ruslapokum og lit- ríkar samhverfur byggðar upp á rusli á sorphaugum vísa til hverfulleika og varpa fram spurningum um neyslusamfélagið. Samfélagslega vísunin er sterk í nýjustu verkum hans, safa- ríkir litir og áferð ókræsilegra sjóstakkanna segja meira en mörg orð um sjómannslífið í dag og áður. Olíumáluð vegg- verk Athafnasvæðisins fela sömuleiðis í sér lunkna vísun til listasögunnar og karlmannsímyndarinnar, Hrafnkell forðast jafnan að vera upphafinn í verkum sínum og húmorinn er sjaldan langt undan. Óvænt sjónar- horn á samspil menningar og náttúru Morgunblaðið/Þorkell Hrafnkell „Maður og menning er gegnumgangandi þema í verkum hans sem búa gjarnan yfir ríkari skírskotunum en virðist við fyrstu sýn.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.