Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.2007, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.2007, Blaðsíða 4
Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is D aniel Kehlmann var mættur í móttökuna á Hótel Holti þegar ég kom þangað á tilsettum tíma kl. 10. Hann var að spyrja starfsmann hót- elsins um mig, blaða- manninn sem ætti að vera mættur að tala við hann. Ég var svo tím- anlega að ég heyrði spurninguna en þó aug- ljóslega ekki nógu tímanlega. Ég lagði hönd á öxl hans og spurði, Kehlmann? Já, sagði hann og brosti, það er ég. Ég kynnti mig og við gengum inn í koníaksstofuna á Holtinu sem mér hefur alltaf fundist vera eins konar nítjándu aldar fyrirbæri, það er einhver róm- antískur þungi í leðursófunum og massífum mahónískápunum og svo gera hálfkæfð ljósin sitt. Þetta var tilvalið lókal fyrir spjall okkar. Kehlmann hefur skrifað skáldsögu um það Svona er sagan ósa Ég er ekki hrifinn af sögulegum skáldsögum, segir þýski rithöfundurinn Daniel Kehlmann sem er gestur Bókmenntahátíðar í Reykjavík en hann hefur skrifað sögulega skáldsögu sem var næstmest selda skáldsaga heims á síðasta ári. Þessi velgengni virðist stangast á við viðhorf hans til bókmenntategundarinnar en hún kemur engum á óvart sem lesið hefur bókina. Hún dregur upp bráðfyndna og snjalla mynd af þýsku þjóðarsálinni. hvernig er að vera Þjóðverji. Hún heitir Mæl- ing heimsins og kom út í bráðgóðri íslenskri þýðingu Elísu Bjargar Þorsteinsdóttur í vik- unni. Mæling heimsins segir frá tveimur þekktustu sonum þýskrar nákvæmni, Carls Freidrichs Gauss og og Alexanders von Hum- boldt en þeir rannsökuðu heiminn hvor á sinn hátt á átjándu og nítjándu öld. Þetta er bók sem sprettur upp úr áhuga mínum á vísindum sem hefur verið viðvarandi alveg frá því ég var í barnaskóla, segir Ke- hlmann. Síðan fór ég til Mexíkó fyrir stuttu og kynntist sögu Humboldts. Hann kannaði lönd og mældi um alla Mið-Ameríku en það sem vakti sérstaka athygli mína var hvað hann var ótrúlega fyndinn maður án þess að ætla sér að vera fyndinn. Hann lenti svo oft í skrýtnum að- stæðum sem leiddu til misskilnings. Hann skildi ekki menningu heimamanna og þeir ekki hann. Þegar hann gróf upp líkamsleifar ind- jána skildi hann ekki af hverju heimamönnum bauð við því. Á siglingu sinni yfir Atlantshafið fór hann með skipi sem mjög reyndur spænsk- ur sæfari stýrði. Humboldt þótti ástæða til að upplýsa manninn um það hvernig ætti að stýra skipinu í höfn, ekki vegna þess að hann óttaðist að þeir kæmust ekki á leiðarenda heldur til þess að svala fullkomnunaráráttu sinni. Þetta er augljóslega efni í fyndna skáldsögu, hugsaði ég. Síðan segist Kehlmann hafa komist að því að Gauss fór í heimsókn til Humboldt árið 1828 en um Gauss hafði hann heyrt fjölda fyndinna sagna í barnaskóla. Gauss var undrabarn, stærðfræðiséní, leiðrétti bókhald föður síns þegar hann var þriggja og leysti reikniþrautir barnaskólakennara síns á augabragði. Þegar ég komst að því að þessir tveir helstu vísindamenn Weimar-tímans hefðu í raun og veru búið saman í tvær vikur sá ég fyrir mér skáldsögu um líf þeirra, heldur Ke- hlmann áfram, samhliða ævisögur um tvo menn sem vildu skilja allan heiminn en voru gjörólíkir að öllu öðru leyti. Annar þeirra fór út um allar koppagrundir að mæla heiminn en hinn fór hvergi en mældi líka heiminn á sinn hátt eða skapaði grundvöll fyrir þá sem vildu mæla heiminn. Um mikilleik og geggjun hinnar þýsku hámenningar Þetta er bók um það hvernig Þjóðverjar hugsa, segi ég. Já, þetta er bók um það hvernig er að vera Þjóðverji, segir Kehlmann og hlær. En þetta er nokkuð sem erlendir lesendur mínir hafa orð á en Þjóðverjar nefna aldrei. Bókin fjallar um bæði mikilleik og geggjun hinnar þýsku hámenningar. Í Humboldt birtist Weimar- klassíkin í sinni tærustu mynd, áherslan á frelsi, á virði mannsins og skilningin en á sama tíma er svo margt sem hann skilur ekki sjálfur og hann býr yfir þeim eiginleika að sjá einfaldlega ekki það sem hann vill ekki sjá. Sagan gerist einmitt þegar þessi húmaníska afstaða til lífsins, sem má rekja til Goethes og Schillers, fór úr tísku og þýsk þjóðern- ishyggja varð til, þegar hlutirnir tóku að breytast til hins verra í þýskri menning- arsögu. Bókin er full af skáldskap Mæling heimsins er gríðarlega vinsæl bók. Hún var næstmest selda skáldsaga heims á síðasta ári. Hefur verið þýdd á 37 tungumál. Er ástæðan fyrir þessum vinsældum hugs- anlega sú að Kehlmann hæðist að löndum sín- um í bókinni. Hann er efins um það. Ég held að ástæðan fyrir því að bókin er vin- sæl í Þýskalandi sé sú að öll bókaheimili þar verði að eiga eintak vegna allrar umræðunnar um verkið. En þegar bók verður svona vinsæl verður óhjákvæmilega til einhver misskiln- ingur um innihald hennar og þessi misskiln- ingur er oft skapandi. Ég held til dæmis að margir áhugamenn um sögu og vísindasögu kaupi bókina. Fólk vill vita hvernig hlutirnir voru í raun og veru. En hvað eftir annað læt ég persónur sögunnar segja að svona hafi hlut- irnir ekki gerst. Fólk ætti ekki að lesa þessa bók ef það fýsir að vita hvernig hlutirnir gerð- ust í raun og veru. Bókin er full af skáldskap. Hún segir kannski frekar frá því hvernig hlut- irnir hefðu getað gerst. Ekki hrifinn af sögulegum skáldsögum Það eru til ýmsar hugmyndir um það hvernig eigi að skrifa sögulega skáldsögu og hvaða hlutverki þær eigi að gegna. Sumir segja að þær eigi ekki síður að endurspegla eða fjalla um ritunartímann en sögutímann. Hvaða aug- um lítur þú þessa bókmenntagrein? Ég leit á ritun þessarar skáldsögu sem til- 4 LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.