Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.2007, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.2007, Blaðsíða 1
Laugardagur 6. 10. 2007 81. árg. Ráðgátan um Olgu Tsékovu Hin unga og fagra Olga Tsékova átti ekkert nema demantshring þegar hún fór frá Moskvu 1920. Leið hennar lá til Þýskalands og þar sló hún í gegn á hvíta tjald- inu og varð uppáhalds- leikkona Hitlers – en um leið starfaði hún fyrir leyniþjónustu Sovétríkjanna Mögnuð bók eftir hinn geysivinsæla Antony Beevor holar@simnet.is lesbók UM GÓÐA MENN OG VONDA FLOSI Á SVÍNAFELLI VAR MIKILMENNI OG DRENGSKAPARMAÐUR SEGIR GUÐNI ÁGÚSTSSON >> 12 Imagine Peace Tower Friðarsúla Yoko Ono verður afhjúpuð í Viðey 9. október en það er afmælisdagur bítilsins og eiginmanns hennar Johns Lennon en honum er verkið tileinkað. »3 Eftir Þröst Helgason vitinn.blog.is Hljómsveitin Of Montrealer ein þeirra sem komaá Iceland Airwaves enhún hefur nýlega sent frá sér plötuna Hissing Faune, Are You the Destroyer. Höfuð og hjarta sveitarinnar heitir Kevin Barnes en hann semur öll lögin á plötunni sem er satt að segja áhugaverð blanda af indípoppi og áttunda og níunda áratugar nost- algíu. Barnes mun hafa samið plötuna í Noregi en í einu besta laginu segist hann hafa eytt vetrinum þar á barmi taugaáfalls. Kannski vegna þess að hann hafði skilið við eiginkonu sína en lagið sem vakið hefur mesta athygli á plötunni er einmitt byggt á löngu bréfi sem Barnes skrifaði til konu sinnar eftir skilnaðinn. Í byrjun lagsins, sem heitir The Past is a Grotes- que Animal, segist hann hafa fallið fyrir fyrstu sætu stelpunni sem kunni að meta George Bataille. Lagið er ellefu mínútur, eins kon- ar örvæntingarsöngur en er líka mjög ágengt. Sækist lesendur eft- ir vellíðan skyldu þeir frekar hlusta á önnur lög disksins sem eru léttari á bárunni, mörg með vísunum í Bowie og jafnvel Prince, til dæmis Labyrinthian Pomp sem er tvímælalaust meðal bestu laga disksins ásamt Cato as a Pun, Gronlandic Edit og A Sentence of Sorts in Kongsvinger þar sem sungið er um Noregsdvölina í diskótakti. Það er óhætt að mæla með því að lesendur sæki tónleika Of Montreal (nafn hljómsveitarinnar mun vísa til ástarsambands sem Barnes átti við konu frá Montreal) en sem fyrr verður úr nógu að velja á Iceland Airwaves. Á Airwaves MENNINGARVITINN Jafnskjótt og lýst hefur verið yfir falli hans grípur hann til sexhleypunnar á ný » 6

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.