Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.2007, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.2007, Blaðsíða 4
Eftir Pétur Má Ólafsson pmo@verold.is L augardaginn 24. ágúst árið 2002 klukkan 16.00 fór að venju í loftið þátt- urinn Úrvalssöngv- arar eða Singers of Renown á ABC útvarpsstöðinni í Ástralíu. Þátturinn hóf göngu sína árið 1966 og hefur verið á dagskrá vikulega allar götur síðan í umsjá Johns Cargher. Í þættinum gat að heyra aríur með heimskunnum söngvurum á borð við José Carre- ras, Birgit Nilsson, og Boris Chri- stoff en að þessu sinni lék hann einn- ig upptöku með Stefáni Íslandi. Er það í eina skiptið sem íslenskur söngvari hefur heyrst í þessum þætti. Óhætt er að segja að það sé lang- ur vegur frá því að Stefán Guð- mundsson vann venjuleg sveitastörf í Skagafirði í upphafi 20. aldar og þar til tenórrödd hans heyrðist í út- varpsþætti hinum megin á hnett- inum í upphafi nýrrar aldar þar sem einungis eru spilaðar upptökur með söngvurum í fremstu röð. Saga Stef- áns Íslandi er eins og ævintýrið um kotstrákinn sem fer út í heim og snýr aftur með hálft konungsríkið í farteskinu. Ekki dónalegur söngur Í dag, 6. október, er öld liðin frá því að Stefán Íslandi fæddist í Krossa- nesi í Vallhólma í Skagafirði. For- eldrar hans voru Guðmundur Jóns- son og Guðrún Stefánsdóttir, vinnuhjú á bænum. Fjórum árum síð- ar fluttust þau frá Krossanesi að Vallanesi í Seyluhreppi og ári síðar til Sauðárkróks. Heimilið sundraðist þegar faðir Stefáns fórst af slysförum frá þremur ungum börnum. Stefáni var komið í fóstur hjá heiðurshjón- unum Gunnari Gunnarssyni og Ingi- björgu Ólafsdóttur í Syðra-Vallholti og var pilturinn þá á tíunda ári. Engar sögur fara af söng Stefáns fyrr en hann kemur í Syðra-Vallholt en þar tóku menn fljótt eftir því að pilturinn var með óvenjufallega rödd – en til þess að átta sig á því þurfa menn eiginlega að hafa á því vit. Sönglíf stóð í miklum blóma í Skaga- firði á þessum árum – eins og raunar alla tíð. Segja má að listamaðurinn Stefán spretti upp úr frjóum jarð- vegi þar sem söngur var í hávegum hafður. Sem dæmi um það má nefna að í Víðimýrarkirkju, sem var sókn- arkirkja Syðra-Vallholts, söng fyrst opinberlega Bændakórinn svokall- aði árið 1916. Þetta var tvöfaldur kvartett skipaður innansveitar- mönnum, meðal annarra söng þar Sigurður Skagfield er síðar átti eftir að gera garðinn frægan í óp- eruhúsum Evrópu. Stefán fer afar fögrum orðum um söngmennina í kórnum í stórskemmtilegri ævisögu sinni eftir Indriða G. Þorsteinsson. Hann segir til dæmis að Benedikt á Fjalli hafi haft ógnardjúpa bassa- rödd og þegar Skagfield og Þor- björn á Heiði, sem var með rödd eins og Caruso, hafi sett í þá hafi það ekki verið dónalegur söngur. Heyrðu, dengi minn Eftir því sem tímar liðu var Stefán beðinn að syngja á dansleikjum í héraðinu og um fermingu má segja að hann hafi verið orðinn frægur í Skagafirði. Vorið 1923 réðst Stefán í vinnumennsku að Garði í Hegranesi, síðan að Ási og loks Vatnskoti í sömu sveit og var ár á hverjum stað. Vorið 1926 var Stefán aftur kominn að Garði í Hegranesi, ekki þó sem fastur vinnumaður, heldur hafði þar skjól og athvarf en vann á bænum eftir þörfum. Frægðarsól Stefáns innan héraðsins hafði þá risið enn hærra, meðal annars hafði Kristján Gíslason kaupmaður á Króknum boðið piltinum að dvelja á heimili sínu um jólaleytið árið áður. Þegar komið var fram að slætti var Stefán kvaddur með hraði í símann í Garði. Kristján kaupmaður bað Stefán að skjótast til sín án tafar. Stefán fékk lánaðan hest og reið í einum spretti út á Krók. Honum var boðið til stofu en þar sátu Kristján og Eldeyjar- Hjalti. Erindið við Stefán var að fá hann til að syngja. Þórunn, dóttir kaupmannsins, lék undir og söng kóngsins lausamaður eins og hann frekast mátti. Indriði og Stefán lýsa því svo í fyrrnefndri ævisögu að Hjalti hafi sagt að konsertinum loknum: „Heyrðu, dengi minn. Ef þú kemur til Reykjavíkur, en það þarftu endilega að gera, þá láttu það verða þitt fyrsta verk að koma til mín.“ Ég átti ekki neitt Um sumarið hleypti Stefán heim- draganum en ekki til Reykjavíkur heldur Akureyrar. Til stóð að hann hæfi þar trésmíðanám. Meðlimir söngfélagsins Geysis hugðust koma því í kring að Stefán syngi í staðinn með kórnum. Jafnframt skyldi hann læra til söngs hjá Geir Sæmunds- syni vígslubiskupi. Minna varð þó úr þessum áætlunum en ætlað var. Geir gaf Skagfirðingnum þá umsögn að rödd hans væri bæði lítil og ljót. Yfirgaf Stefán þá Akureyri og hélt til Reykjavíkur. Við komuna þangað fór Stefán þegar upp á Vesturgötu og bankaði upp á hjá Eldeyjar- Hjalta. Hjalti var heima en mundi ekki glöggt eftir pilti. Þó rifjaðist söngurinn upp fyrir honum og sagði hann Stefáni að koma daglega og borða hjá sér. Hann leigði einnig fyrir hann herbergi. Hjalti kom Stefáni síðan í kynni við Pál Ísólfs- son. Þegar þeir hittust settist Páll við hljóðfærið og Stefán hóf að syngja. Páll hreifst mjög af rödd Stefáns og kom honum í nám til Sig- urðar Birkis. Þar með voru örlögin ráðin. Á annan í páskum árið 1928 efndi Sigurður Birkis til tónleika í Gamla Bíói með nemendum sínum og var Stefán þar á meðal. Sigurður sendi Richard Thors boðsmiða á tón- leikana en hann var sonur Thors Jensen og í forsvari útgerðarfyr- irtækisins Kveldúlfs. Nokkru síðar gerði Richard boð fyrir Stefán og sagðist vilja styrkja hann til söng- náms á Ítalíu. „Það eina sem ég bið um er sanngjarn tími og góður ár- angur. Hvað átti ég að gera? Ég hafði allt að vinna og engu að tapa. Ég átti ekki neitt, hérumbil ekki föt- in sem ég stóð í, hvað þá annað.“ Kenndi eiginlega hæsi Þegar leið að áramótum 1929 hélt Stefán til fundar við Richard Thors og kvaðst ferðbúinn. Velgjörð- armaður hans vildi senda hann með norsku skipi, Áslaugu, sem væri á förum á vegum Kveldúlfs með salt- fiskfarm til Genova. Stefán færðist undan, sagðist heldur vilja fara með íslenskri áhöfn svo hann gæti talað við hana á móðurmáli sínu. Það varð úr að hann biði næstu ferðar. Það var eins gott því Áslaug sökk í þess- ari ferð með manni og mús í Bisk- ajaflóanum. Stefán kom til Genova á Ítalíu þann 16. janúar árið 1930. Þar tók á móti honum fulltrúi Kveldúlfs, Hálf- dán Bjarnason. Hann byrjaði á því að fara með söngnemann til klæð- skera og lét sauma á piltinn föt en þá var hann 22 ára að aldri. Stefán flutti til Mílanó í maí þetta ár og hóf söngnám. Hann sagði þó skilið við fyrstu tvo kennara sína, annar „kenndi eiginlega hæsi,“ sagði Stefán síðar, galdur hins fólst í því að anda að sér ammoníaki. Eftir þetta var Stefán orðinn áhyggju- fullur um sín mál. Hann óttaðist að hann væri mislukkaður söngvari og það væri eitt aumasta hlutskipti mannsins hér á jörðinni. Hann deildi þessum hugrenningum sínum með ungu fólki í Mílanó sem hann komst í kynni við og heyrði þar af sikil- eyskum baritonsöngvara sem væri óvitlaus kennari. Þetta var Ernesto Caronna og hjá honum lærði Stefán í þrjú ár, klukkutíma á dag. Stefán hafði ekki lengið numið hjá Caronna þegar hann komst að því að hann var breyttur maður. Röddin var nú hrein og tær og hálsinn mjúkur. En fyrsta árið fékk hann ekki að syngja eina einustu laglínu, aðeins raddæf- ingar. Eftir það fóru þeir í óp- erurnar. Það er athyglisvert hvað Stefán hefur verið kröfuharður á kennara sína á Ítalíu og verið viss um hvað hann vildi. Þarna stendur hann liðlega tvítugur að aldri í höf- uðvígi óperulistarinnar, nýsloppinn úr vinnumennsku í Skagafirði, og þykist vita hvernig kennari hentar honum best. Stefán Guðmundsson lifði og hrærðist í ítölskum óperuheimi á þessum tíma. Sat kvöld eftir kvöld í Scalaóperunni með nótur og fylgdist með fremstu söngvurum heims og drakk þannig í sig þessa merku hefð. Snafs af koníaki Sjálfur þreytti hann frumraun sína á ítölsku óperusviði í Flórens þann 12. febrúar árið 1933. Það var í hlut- verki Cavaradossi í Toscu eftir Puccini. Ekki var laust við að Stefán væri með nokkurn sviðsskrekk en þannig lýsa þeir Indriði þessu í ævi- sögu hans: „Svo rann upp ægilegasta stund, sem ég hef lifað. Áður en mig varði var ég kominn inn í búnings- herbergið, og þar var ég málaður í skyndi. Ég vil helst orða þetta þann- ig, að ég hafi verið krítaður eins og sláturfé. Meðan þessu fór fram greip mig gífurlegur kvíði. Mér fannst ég vera að líða burt úr þessari tilveru, sem ég lifði í dags daglega, inn í nýjan annarlegan heim. Um leið og andlitsfarðinn lagðist á kinn- ar mér, saup ég hveljur, eða réttara Draumur eða fyrirheit um íslenska stærð Aldarafmæli eins mesta söngvara þjóðarinnar fyrr og síðar er í dag. Stefán Íslandi fæddist í Krossanesi í Vallhólma í Skagafirði 6. október 1907 en þaðan átti leiðin eftir að liggja upp á stjörnuhimin óp- eruheimsins. 4 LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Stefán Íslandi kynntist Jóhannesi Kjarval listmál-ara þegar hann starfaði hjá Pétri Guðmunds-syni í Málaranum eftir að hann flutti úr Skaga- firði til Reykjavíkur með von í brjósti um að geta ræktað sönghæfileika sína. Stefán sat þá niðri í kjall- ara Málarans og reif liti eins og þá tíðkaðist sem síðan voru hrærðir út. Á þessum tíma kom Kjarval gjarnan til hans og passaði upp á að pilturinn rifi litina niður í nógu fínt duft fyrir sig. Þetta varð upphaf að löngum kynnum Stefáns og Kjarvals sem söngvarinn sagði síðar að hefðu verið hin „alkostulegustu“. Nokkru áður en Stefán sigldi utan til söngnáms í lok árs 1929 rakst hann á listmálarann úti á götu sem kvaðst þurfa að tala við hann á morgun. „Ég spurði hvar, og hann sagði: Hér á Strauinu, en svo kallaði hann Austurstræti. Daginn eftir var ég til taks á Strauinu og hitti Kjarval. Hann var með pakka undir hendinni, sem bundið var um með sveru seglgarni. Stefán Íslandi og Jóhannes Kjarval „Þeir skiptust á bréfum á ýmsum tímum en raunar má segja það liggja kraftaverki næst að bréf Kjarvals skyldu komast til skila því að utanáskriftin var sjaldnast greinarbetri en „Söng- jöfurinn mikli, Stefán í Danmörku“.“ „Söngjöfurinn mikli“ Hann rétti mér pakkann og sagði: Ég veit þú ert að sigla. Svo leit hann á mig alvarlegur í bragði og sagði: Hvert sem þú ferð, þá skaltu ekki gleyma Íslandi. Það er stórt atriði. Í þessum pakka var olíumálverk af Esj- unni í glampandi sólskini. Og þessa mynd hafði ég uppi öll mín námsár. Maður gleymdi ekki Íslandi á meðan,“ sagði Stefán síðar í ævisögu sinni. Því miður var málverkið meðal þeirra hluta sem Stefán kom í geymslu á Ítalíu að námi loknu og sá aldrei meir. Þetta var þó ekki eina myndin sem Kjar- val skenkti Stefáni – þær urðu nokkrar. Þeir héldu sambandi alla tíð; Stefán endurgalt Kjar- val örlætið til dæmis með því að senda ævinlega tvo boðsmiða á tónleika sem hann hélt í Reykjavík. Þeir skiptust á bréfum á ýmsum tímum en raunar má segja það liggja kraftaverki næst að bréf Kjarvals skyldu komast til skila því að utanáskriftin var sjaldnast greinarbetri en „Söngjöfurinn mikli, Stefán í Dan- mörku“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.