Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.2007, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.2007, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Svein Ólafsson sveinn@hi.is B ókaútgáfa er lífleg hér á landi og við getum borið okkur saman við öflugustu löndin á þessu sviði, Svíþjóð og Bretland, sé miðað við höfðatöluna. Fréttir af samruna eldri forlaga og uppgangi nýrra berast nú í aðdraganda jóla- vertíðar. Þetta er gömul saga og ný. Eins og á Vesturlöndum er útgáfan líflegust fyrir jólin og annasömustu mánuðirnir í útgáfu sept- ember til desember. Á þeim tíma er hægt að heimsækja bókamessur í öllum nágrannalönd- um okkar. Sumar þeirra, eins og bókamessan í Frankfurt og Bok & bibliotek í Gautaborg eru þekktar um allan heim. Aðrar þeirra eru minna þekktar en allar eiga þær sameiginlegt að hafa byrjað smátt. Hvers vegna er ekki nein slík messa á Íslandi? Bókamessa er samkoma þar sem útgef- endur bóka og annars útgáfuefnis kynna vænt- anlegar útgáfur sínar fyrir viðskiptavinum. Það eru bóksölur, bókasöfn, miðlarar og al- mennir kaupendur sem sjá hvað er að gerast í útgáfu á svona messum. Það er metnaðarmál útgefenda hvar sem er að þessir viðskiptavinir hafi sem besta sýn yfir það sem gerist hjá þeim. Það er ekki vanþörf á því þegar stöðugt meira framboð er á alls kyns útgáfuefni. Sumir þessar messur binda sig fyrst og fremst við prentað efni, en aðrar kynna einnig tónlist, myndefni, margmiðlunarefni og annað útgáfu- efni. Þarna gilda sömu lögmál og annars staðar á markaði, að þeir sem koma sínu efni best á framfæri eiga betri möguleika en aðrir að eftir þeim verði tekið. Á Íslandi hafa útgefendur viljað fara aðra leið. Þeir vilja að kaupendur frétti af útgefnum bókum annað hvort aðeins gegnum auglýs- ingar, eða það sem fremur hefur verið, að þröngur hópur fólks kringum útgefandann veit hvað stendur til. Að ýmsu leyti er þetta vegna þess að útgefandi veit oft ekki fyrir víst hve- nær tekst að koma bók út og það veltur á vinnuhraða margs kyns fólks sem kemur að út- gáfunni. Að öðru leyti virðist þetta vera vegna smæðar markaðarins, eða öllu heldur, ímynd- aðrar smæðar hans. Fyrir fimmtíu árum var það þannig að fólk sem fylgdist vel með gat náð að lesa nokkurn veginn allt það sem kom út á íslensku á prenti. Eini miðillinn sem keppti við þann prentaða um tíma fólks var útvarpið. Margir búa að einhverju leyti enn við aðferðir sem mótuðust þá. Margir þaullesa Bókatíðindi og reyna þannig að ná utan um efnið. Íslenski útgáfuheimurinn er gerbreyttur hvað þetta varðar. Um þessar mundir koma um 1500 prentaðar bækur út á Íslandi á hverju ári auk alls annars útgefins efnis eins og sjá má í Íslenskri útgáfuskrá, www.utgafuskra.is. Þetta efni er svo í samkeppni við alls kyns ann- að útgáfuefni eins og fyrr var talið upp. Í þess- um heimi er sífellt mikilvægara að hafa upplýs- ingar handhægar og að útgáfur kynni vel efni sitt fyrir almennum kaupendum og lykilfólki. Hvaða hópar eru í lykilaðstöðu? Starfsfólk bóksala er augljóst lykilfólk en þetta á einnig við um starfsfólk bókasafna. Það er lykilfólk í tvennum skilningi. Annars vegar er það spurt mikið um efni allra bóka sem út koma. Til hag- ræðingar hafa almenningsbókasöfnin þess vegna tekið upp þá þjónustu að hafa umsagnir um bækur á bókmenntavef sínum, www.bok- menntir.is. Þess utan eru bókasöfn landsins stórkaupandi á íslenskum bókum af hvaða tagi sem þær eru. Það er hægt að gera einfalda stikkprufu í Gegni og sjá að hvort sem um er að ræða metsölubækur eða minna seldar bæk- ur eru bókasöfn að kaupa milli 5–10% af upp- lagi hverrar bókar og munar um minna. Margir kunna að standa í þeirri trú að meg- inhluti íslenskrar bókasölu snúist um útgáfu skáldsagna og ævisagna fyrir jólin. Þetta er sá tími sem forlögin kosta öllu til í samkeppni sem sést ekki aðra mánuði ársins. Það sést á yf- irdrifnum lýsingum á bókum nýrra höfunda fyrir jólin sem eru kynntir fyrir þjóðinni sem krónprinsar hinna og þessara bókmenntateg- unda eða jafnokar mest seldu erlendu höfund- anna. Þegar bókmenntahátíð er haldin, þá er hún haldin á þessum tíma. Þó eru skáldsögur minna en fimmtungur útgefinna bóka. Aðrar bækur fylla fjóra fimmtu hluta og gott betur. Á hverju ári fer fjölgandi þeim bókum sem eru gefnar út á öðrum tímum en hefðbundinni jóla- vertíð. Þannig er orðinn til mikilvægur mark- aður fræðibóka og bóka annarra en skáldsagna utan jólavertíðar sem fellur enn í skuggann af hefðbundnu skáldsagnakapphlaupi fyrir jólin. Menntamálaráðuneyti tekur núna þátt með því að keppa að heiðurssæti á bókamessu í Frank- furt, enda hefur uppgangur íslenskra skáld- sagnahöfunda verið mikill í Þýskalandi und- anfarin ár. Meðan engin bókamessa er á landinu notar fólk að sjálfsögðu aðeins aðrar leiðir til að ná í þær upplýsingar sem það annars fengi þar. Bókmenntahátíðin kemur að einhverju leyti í staðinn, vika bókarinnar í lok apríl, vefir for- laganna og nú ekki síst blogg þekktra höfunda og fólks sem vinnur í útgáfuheiminum. Margir kynnu að spyrja hvort nauðsyn sé á bóka- messu á þessum tæknivæddu tímum. Eitthvað er það sem dregur fólk saman til að hittast. Bókamessur eins og í Frankfurt og Gautaborg eru öfundarefni fyrir aðrar borgir. Allar bóka- messur eiga það sammerkt að hafa byrjað smátt. Samkeppni mun knýja á að einhvers konar vettvangur eins og bókamessa verði á Íslandi í nánustu framtíð. Markaðurinn er ein- faldlega orðinn af þeirri stærð að þau sem kynna sig á þann hátt munu hafa forskot á aðra. Það er einungis spurningin hver munu eiga frumkvæðið að messunni og þar með ráða ferðinni, hvernig hún verður. Er þörf á íslenskri bókamessu? HVERS vegna er ekki bókamessa á Íslandi? Bókamessa er samkoma þar sem útgefendur bóka og annars útgáfuefnis kynna vænt- anlegar útgáfur sínar fyrir viðskiptavinum. Samkeppni mun knýja á að einhvers konar vettvangur eins og bókamessa verði á Íslandi í nánustu framtíð, að mati greinarhöfundar. Höfundur er bókasafns- og upplýsingafræðingur og starfar sem umsjónarmaður landsaðgangs að gagnasöfnum og rafrænum tímaritum, hvar.is.                               Þrettándi leikurinn Slitróttur hópur heldur á sér hita í tröppunum. Þegar geislaflóð sólarinnar – ómælt – fellur bakvið hús kviknar á vellinum aðkenning að nótt. Treyjurnar æða fram og aftur, rauðar og hvítar, í undarlegum litbrigðum gagnsærrar skímu. Vindurinn flytur boltann af leið. Gæfan bindur lindann aftur fyrir augun. Gott að vera svona fá saman og dofin, líkt og síðustu manneskjurnar á fjalli að fylgjast með síðasta leiknum. Umberto Saba Sigurbjörg Þrastardóttir þýddi Ljóðið Þrettándi leikurinn er eftir Ítalann Um- berto Saba, ort árið 1933. Það tilheyrir litlum ljóða- bálki, Fimm ljóð um knattspyrnu, sem Saba birti í safninu Parole (Orð). Þar tókst hann á við vinsæla íþrótt af kunnri einlægni, sem þó var slungin ext- ístensíalískum spurningum. Um knattspyrnu skrif- aði Saba m.a: „Hún er vinsælasta íþrótt dagsins og þar birtast hvað ljósast ástríður lýðsins. Stemmningin sem myndast í kringum hina ellefu bræður sem verja móðurina er oftar en ekki svo rafmögnuð að hún skilur eftir óafmáanlegt mark á þeim sem taka þátt. Gleymum þá ekki sjónrænni fegurð leiksins í sér- hverri, táknþrunginni hreyfingu. Og hvað er hægt að segja um tengslin sem myndast milli áhorfenda og leikmanna þegar sveitaliði tekst að skora mark gegn stærra liði (oft felast yfirburðirnir í peningum) og nýju lífi er blásið í kraftaverkasigur Davíðs yfir risanum Golíat fyrir augliti tárvotra bæjarbúa… ASSOCIATED PRESS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.