Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.2007, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.2007, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur sith@mbl.is K atrín Hall stingur upp á því að við hittumst á sunnudegi klukkan fimm í Borgarleikhús- inu, enda sé sýning hjá Ís- lenska dansflokknum um kvöldið og hún eigi því hvort sem er leið í húsið. Hva, mætirðu í alvörunni á allar sýningar? spyr þá grandalaus blaðamaður – sem einhvern veginn hafði gert ráð fyrir því að aðrir væru í kvöldvafstrinu. Listrænn stjórn- andi hlyti að vera meira í því að draga upp stóru línurnar, funda og fylgjast með alþjóðlegum straumum. Í ljós kemur að Katrín Hall gerir reyndar einmitt það, skrifstofan hennar er full af dansmyndböndum, bréfum og tímaritum úr alþjóðlega dansheiminum, auk kraumandi tölvu sem hýsir samskipti við listamenn um víða ver- öld. Næstu skrifborð tilheyra framkvæmda- stjóra, æfingastjóra, tæknistjóra og kynning- arfulltrúanum en þá eru daglegir stjórnendur Íslenska dansflokksins líka upptaldir. Engin deild sem sér um kvöldvafstrið. „Ég held ég geti talið á fingrum annarrar handar sýningarnar sem ég hef ekki mætt á,“ segir Katrín hlæjandi og býður til sætis á skrif- stofunni. Hún sér til þess að allur undirbún- ingur gangi snurðulaust fyrir sig, greiðir jafnvel einum og einum dansara ef þarf og moppar gólf- ið í hléi ef svo ber undir. „Hjá svona lítilli stofn- un er það bara þannig að allir ganga í öll störf ef á þarf að halda. Og ég geri það með glöðu geði. Hins vegar er til þess að taka að við sýnum ekki vikulega allt árið, þetta eru tarnir á meðan hvert verk er í sýningu.“ En ekki horfirðu á allar sýningarnar líka? Blaðamaður er enn pínulítið undrandi. „Jú, hverja einustu sýningu frá a til ö. Ég tek nótur í glósubókina mína sem svo er farið yfir á næstu æfingu, því það er alltaf eitthvað hægt að betr- umbæta. Oft vinnum við líka með erlendum danshöfundum sem fara af landi brott eftir frumsýningu og þá verður þekkingin á verkinu eftir hjá mér og æfingastjóranum. Það er í okk- ar verkahring að sjá til þess að sýningin haldi sér,“ segir Katrín og sækir kaffi. Hugsaði sig vandlega um Hún hefur verið listrænn stjórnandi Íslenska dansflokksins frá árinu 1996 og dansaði þar áð- ur um árabil með flokknum, áður en hún hóf sólódansferil hjá Tanzforum í Köln. Í kjallara Borgarleikhússins – eða á hæð númer 0 eins og stendur á hurðum – er hún því hagvön. Eig- inlega eins og heima hjá sér, því þótt olnboga- rýmið á hæð 0 sé ekki mikið er það hlýlegt og heimilislegt. Nú hefur menntamálaráðherra nýlega skipað þig listdansstjóra til næstu fimm ára í viðbót. Er engin hætta á valdþreytu í listum, eins og í stjórnmálum? Eða réttara sagt, hvað geturðu gert meira fyrir flokkinn en þú hefur þegar áorkað? Katrín kinkar kolli. „Það er alveg réttmætt að velta fyrir sér þessum spurningum – og auðvit- að þurfti ég sjálf að hugsa þær mjög djúpt á meðan ég var að ákveða hvort ég ætti að sækj- ast eftir áframhaldi. En í hjarta mínu finnst mér vera búið að sá svo mörgum fræjum í starfinu á undanförnum misserum að mér finnst mik- ilvægt að vera til staðar þegar blómin byrja að spretta, eins og nú er að gerast. Meðbyrinn er þannig, og margt á teikniborðinu, að mér finnst ég geta leitt flokkinn til enn frekari árangurs. Það vó líka þungt við þessa ákvarðanatöku að hafa fullan stuðning stjórnar og allra dans- aranna. Ég hefði aldrei gert þetta annars,“ seg- ir hún og bætir við: „Auk þess finnst mér að tal um þak á stöðum og hámarkslengd tímabila hljóti að vera afstætt. Það fer eftir aðstæðum. Af hverju að hætta því sem gengur vel? Það á ekki bara við um þennan flokk, heldur víða. Mér finnst synd þegar áralöngum árangri eða árang- ursríkum aðferðum er ýtt út af borðinu, bara til þess að byrja upp á nýtt. Við þurfum ekki alltaf að vera að finna upp hjólið.“ Eru einhver brýn verkefni sem liggja fyrir núna, viðmið eða markmið? „Við höfum alltaf sett okkur markmið og for- gangsraðað þeim vandlega. Mitt markmið í upp- hafi var að gera flokkinn sýnilegri og hækka „standardinn“, gera hann samkeppnishæfan á alþjóðavettvangi. Það hefur tekist, finnst mér. Eitt af því sem ég hef beitt mér fyrir á und- anförnum árum er að efla okkar ungu, íslensku danshöfunda. Það gerum við til dæmis með danssmiðjuverkefninu okkar, þar fá höfundar tækifæri til að þróa sig í samvinnu við okkar dansara og líka dansara úr lausamennskugeir- anum. Að sama marki vinnur dansleikhúss- amkeppnin sem haldin er árlega í samstarfi við Leikfélag Reykjavíkur. Einnig nýstofnað dans- leikhús LR og Íd sem var starfrækt á síðast- liðnu leikári og samanstendur af hópi dansara og leikara sem þróa dansleikhúsverk og sýna í lok hvers leikárs. Svo viljum við auðvitað alltaf auka áhorfendafjöldann, það hefur verið mark- mið númer eitt, tvö og þrjú og við munum halda því áfram.“ Katrín nefnir einnig að Íd sé skylt að auka al- menna þekkingu í samfélaginu á listforminu. Að því hafi verið unnið með fjölskyldusýningum – uppsetningu verka sem höfði til breiðs aldurs- hóps – og ekki síður Strákaverkefninu svokall- aða, en þar er áhugasömum strákum úr efstu bekkjum grunnskóla boðið að sækja dans- námskeið hjá karldönsurum Íd. „Við höfum hingað til unnið það út fyrir okkar ramma, ef svo má segja, en nú höfum við fengið styrk frá Reykjavíkurborg og getum þannig gert þetta bæði markvisst og samfleytt og ég er sannfærð um að það mun skila árangri. Við viljum kveikja og efla dansáhuga íslenskra stráka.“ Samhentur og sterkur flokkur En heyrðu, allt þetta sem þú telur upp virðist geta nægt fyrir skrifstofu af þessari stærð. Svo er allt hitt eftir? „Já, við erum ekki einu sinni farnar að tala um stærri sýningarnar, alþjóðlega samstarfið og allt. Þetta eru bara hliðarverkefnin okkar, gælu- verkefnin sem eru samt svo mikilvæg,“ segir Katrín brosandi. Hér gefst ekki færi á að rekja verkefnalistann, aðeins skulu nefnd alþjóðlega verkefnið Trans Dance og nýtt norrænt/ baltneskt samvinnuverkefni, Keðja, sem les- endur munu án efa heyra meira af síðar, en bæði verkefni teygja sig yfir nokkur ár. „Ég verð líka að fá að nefna samruna tveggja norrænna dans- flokka á sviði, Íslenska dansflokksins og Carte Blanche-flokksins frá Noregi, verkefni sem er búið að vera í undirbúningi lengi og verður tekið til sýninga á þessu leikári, nánar tiltekið 23. maí hér á Íslandi og 2. júní í Bergen í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík og Listahátíðina í Berg- en.“ Segðu mér aðeins frá dönsurunum tólf sem eru núna í Íd. Er samkeppni milli þeirra eða samkennd? „Það ríkir jákvæð samkeppni innan flokksins. Dansararnir hafa mikinn metnað til að gera betur en þeir styðja líka hver annan. Það er Blómin eru að sprett „Af hverju að hætta því sem vel gengur?“ spyr Katrín Hall, sem skipuð hefur verið listdans- stjóri til næstu fimm ára, eftir ellefu ára far- sælt starf sem listrænn stjórnandi Íslenska dansflokksins. Hún segir flokkinn, sem er eini ríkisstyrkti dansflokkurinn hér á landi, loksins kominn á þann stað sem hún hafi stefnt að frá upphafi, í spennandi sóknarfæri og sam- anburðarhæfan á alþjóðavettvangi. Morgunblaðið/Golli Katrín Hall „En í hjarta mínu finnst mér vera búið að sá svo mörgum fræjum í starfinu á undanförnum misserum að mér finnst mikilvægt að vera til staðar þegar blómin byrja að spretta, eins og nú er að gerast. Meðbyrinn er þannig, og margt á teikniborðinu, að mér finnst ég geta leitt flokkinn til enn frekari árangurs.“ Í HNOTSKURN »Katrín Hall hóf snemma dansferil hjáÍslenska dansflokknum og tók þátt í langflestum uppfærslum flokksins á ár- unum 1981-8. »Var sólódansari hjá Tanzforum, dans-flokki óperuhússins í Köln, 1988-96. »Tók við listrænni stjórn Íd árið 1996og síðan hefur flokkurinn sýnt verk eftir marga af fremstu danshöfundum Evrópu og ferðast víða. »Katrín var sæmd Fálkaorðunni árið2000 fyrir störf í þágu listdans á Ís- landi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.