Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.2007, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.2007, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Guðna Ágústsson N ú hverfum við eitt þúsund ár aftur í tímann. Rang- árþing skartaði þá fegurð sem nú og þá bjuggu hér hetjur sem riðu um héruð og glímdu við mörg stór pólitísk verkefni. Héraðið fagra Rangárþing. Hér er við hæfi að grípa niður í ljóð ljóðanna, Gunnarshólma: En hinum megin föstum standa fótum, blásvörtum feldi búin Tindafjöll og grænu belti gyrð á dalamótum. Með hjálminn skyggnda, hvítri líkan mjöll, horfa þau yfir heiðavötnin bláu, sem falla niður fagran Rangárvöll, þar sem að una byggðarbýlin smáu, dreifð yfir blómguð tún og grænar grundir. Við norður rísa Heklu tindar háu. Svell er á gnípu, eldur geisar undir. Í ógnar djúpi, hörðum vafin dróma, skelfing og dauði dvelja langar stundir. En spegilskyggnd í háu lofti ljóma hrafntinnuþökin yfir svörtum sal. Þaðan má líta sælan sveitarblóma, því Markarfljót í fögrum skógardal dunar á eyrum. Breiða þekur bakka fullgróinn akur, fagurst engjaval. (Úr Gunnarshólma.) Inni í Fljótshlíð að Grjótá er ung- ur föðurlaus drengur, Höskuldur að nafni, umvafinn ást móður sinnar Þorgerðar, ekkju Þráins Sigfússon- ar, en Þorgerður var dóttir hinnar skapríku Hallgerðar langbrókar og var Höskuldur Dala-Kollsson á Höskuldsstöðum í Laxárdal því móðurafi drengsins. Föðurafi Hösk- ulds Þráinssonar var Sigfús – faðir Þráins, Ketils í Mörk og Rann- veigar, móður Gunnars á Hlíð- arenda. Skarphéðinn Njálsson vó Þráin á Markarfljóti sem kunnugt er. Ketill í Mörk, bróðir Þráins, sem var einn mætasti maður í Njálu, bauð Höskuldi til fósturs. Þorgerð- ur féllst á það með skilyrðum því Ketill var tengdasonur Njáls, átti Þorgerði Njálsdóttur. Skilyrðin voru skýr, Ketill skyldi veita Hösk- uldi þá er hann yrði roskinn allt það sem hann mætti og hefna hans ef hann yrði með vopnum veginn. Því var Ketill síðar í liði Flosa þá Njáll og Bergþóra voru brennd inni ásamt sonum sínum og Þórði litla Kárasyni. Óskiljanleg atburðarás nútímafólki. Ekki var Höskuldur lengi hjá Katli í Mörk. Skömmu síðar tók Njáll Höskuld til sín og unni honum sem syni sínum og gerði honum allt til sóma. Höskuldur varð bæði mikill og sterkur, manna fríðastur sýnum og hærður vel, blíðmæltur og örlátur, góðorður til allra manna enda var hann vinsæll og dáður í Rang- árþingi. Höskuldur var einstakur maður og upprennandi forystumað- ur í héraðinu. Það var því ekki að undra þótt Njáll vildi finna brúði sem væri þessum uppeldissyni samboðin. Njáll þekkti allar helstu ættir lands- ins og hafði heyrt að austur í Öræf- um væri ung stúlka sem þætti álit- leg og héti Hildigunnur Starkaðardóttir en Starkaður var samfeðra Flosa Þórðarsyni á Svína- felli. Hildigunni er svo lýst í Njálu: „Hún var skörungur mikill og kvenna fríðust sýnum. Hún var svo hög, að fáar konur voru þær er hag- ari voru. Hún var allra kvenna grimmust og skaphörðust og dreng- ur mikill þar sem vel skyldi vera.“ Nú sjáum við í anda þegar Njáll ásamt föruneyti ríður austur í Öræfi að Svínafelli til ættarhöfðingjans Flosa í bónorðsför við þessa glæsi- legu stúlku. Flosa finnst ráðahag- urinn góður en kallar frænku sína til og segir henni frá bónorðinu. Hildigunnur hefur enga minnimátt- arkennd og skýrir strax frá því að hún sé kona skapstór og líst ekkert á að Höskuldur hafi engin manna- forráð og minnir Flosa frænda sinn á að hann hafi því heitið sér að gifta hana ekki goðorðslausum manni. Njáll er þrár eins og Rangæingar og biður um að Hildigunnur bíði í þrjá vetur, á það er fallist. Hófst nú mikið valdatafl sem Njáll kláraði og var nýtt dómstig, fimmtardómur, lögtekið. Síðan bað Njáll um að fá að taka upp nýtt goðorð á Hvítanesi til handa Höskuldi. Njáll keypti Os- sabæ undir hin ungu brúðhjón. Gæfa og gjörvileiki fara ekki allt- af saman. Öfundin og hatrið, þær grimmu systur, finna sér leiðir til að sundra vináttu og bræðraböndum. Valgarður hinn grái var faðir Marðar Valgarðssonar. Mörður var slóttugastur allra manna og mál- snjall. Valgarður grái kom að utan eftir að Rangæingar höfðu gerst kristnir að ráði Njáls. Valgarður sér að allt er breytt. Hann kemur í Hvítanes og Þingskálaþing. Þar eru búðartóftir og umbrot mikil. Mörð- ur skýrir föður sínum frá þeirri nið- urlægingu að ný goðorð og fimmt- ardómslög hafi valdið því að menn hafi sagt sig úr þingi frá sér í þing með Höskuldi Hvítanesgoða. Valgarður leggur nú á ráðin um hvernig Mörður eigi að koma því í kring að allir Njálssynir og sjálfsagt Njáll einnig verði drepnir. Mörður skal rægja Njálssyni og Höskuld saman þar til Njálssynir drepi Höskuld. Hann telur syni sínum trú um að hann muni aldrei taka höfð- ingsskap fyrr en allir þessir menn séu dauðir. Hefst nú einn allra örlagaríkasti kafli Íslendingasagnanna. Njáls- synir trúa loks Merði sem jafnan hvetur þá til að vera fyrri til, annars drepi Höskuldur þá. Einhver efi sækir að Skarphéðni sem játast undir aðför að Höskuldi en því að- eins að Mörður verði með og vinni á honum. „Það vil ég vinna,“ segir Mörður og þar með var það fast- mælum bundið. Við skulum hugsa okkur bjarta vornótt, Rangárþing skartar sínu fegursta, vorstörf eru á fullu. Undir garði við bæinn Ossabæ bíða menn alvopnaðir eftir því að bóndinn og göfugmennið Höskuldur vakni og gangi út. Þess er skammt að bíða. Hin fagra Hildigunnur ýtir við bónda sínum og spyr hvort hann ætli ekki að sá korni í dag. Hurð er upplokið í Ossabæ, út gengur Hösk- uldur, hefur sett yfir sig skikkjuna Flosanaut, hann tók kornkippu og sverð í aðra hönd, gengur til gerðis síns og sáir niður korninu. Hösk- uldur á sér ekki ills von þegar Skarphéðinn sprettur upp undan garðinum. Höskuldur vildi undan snúa. Skarphéðinn kallar með mik- illi röddu: „Hirð eigi þú að hopa á hæl, Hvítanesgoðinn“ og heggur hann í höfuðið og féll Höskuldur á knén eins og í bæn og segir með sínum fallega málróm: „Guð hjálpi mér en fyrirgefi ykkur.“ Þeir allir vinna á honum, Mörður einnig. Hörmuleg tíðindi, segir Njáll og hefði fremur kosið að missa tvo syni sína en Höskuldur væri á lífi. Njáll spáir að þetta kosti hann og Berg- þóru og syni þeirra alla lífið en erf- itt muni að ganga gegn giftu Kára Sölmundarsonar. Nú er ég kominn að þeim kafla sem snýr að Flosa á Svínafelli. Þeg- ar ég var drengur að lesa Njálu hat- aði ég Flosa og taldi hann hinn versta mann. Þá skildi ég ekki þann þátt sem sneri að drengskap forn- aldarsagnanna, að sæmdin var fólg- in í að vera maður orða sinna ella dauður liggja. Flosi er stórmannlegur þegar hann kemur í Rangárþing, hann vill vita alla málavöxtu og ríður því í Dal og hittir Runólf son Úlfs aur- goða sem hann treystir vel. Flosi mælti til Runólfs: „Hér munum vér hafa sannar sögur um víg Höskulds. Ert þú maður sannorður og kominn nær frétt og mun ég því trúa öllu er þú segir mér, hvað til saka hefur orðið með þeim.“ Runólfur svarar: „Ekki þarf það orðum að fegra, hann hefur meir en saklaus veginn verið og er hann öllum harmdauði og þykir engum jafnmikið um sem Njáli fóstra hans.“ Flosi spyr um þátt Marðar og framgöngu. Run- ólfur dregur ekkert undan og segir: „Skyldur er hann mér en þó mun ég satt frá segja að fleiri hljóta af hon- um illt en gott.“ Síðan mælir Run- ólfur þessi viturlegu orð til Flosa: „Þess vil ég biðja þig að þú gefir ró reiði og takir það upp, að minnst vandræði hljótist af, því Njáll mun góð boð bjóða og aðrir hinir bestu menn.“ Flosi er vel undirbúinn og trúlega í sáttarhug þegar hann kemur í Os- sabæ og hittir hina skapríku frænku sína Hildigunni. Hildigunnur er harmi lostin og á eitt erindi við Flosa, að særa hann til blóðhefnda. Hver og einn getur sett sig í spor Flosa þegar þessi glæsilega kona gengur í stofuna, greiðir hárið frá augunum og græt- ur. „Skapþungt er þér nú frænd- kona“ mælir Flosi af hægð „… að þú grætur góðan mann.“ Hildigunni er ekki rótt, hún ætlar að særa frænda sinn og brýna til hefnda. Hvenær í Íslandssögunni hafa svo áhrifarík orð fallið og nú verður sagt frá og hver hefði verið samur á eftir? Hildigunnur sem nú er lýst gengur snúðugt fram þar sem Flosi situr í ró eftir máltíðina. Hún er með skikkjuna Flosanaut sem Höskuldur var veginn í. Hún leggur skikkjuna yfir Flosa, dundi þá blóðið um hann allan. Hún ávarpar Flosa með skærum og til- finningaríkum róm: „Þessa skikkju gafst þú, Flosi, Höskuldi og gef ég þér aftur, var hann í þessari veginn, skýt ég því til guðs og góðra manna, að ég særi þig fyrir alla krafta Krists þíns og fyrir manndóm og karlmennsku þína að þú hefnir allra sára þeirra er hann hafði á sér dauðum eða heit hvers manns níð- ingur ella.“ Þarna kemur fram að trúlega er Hildigunnur heiðinnar trúar, „fyrir alla krafta Krists þíns“ segir hún. Takið eftir að Flosi í reiði sinni kall- ar hana forað. Viðbrögð Flosa við þessari hastarlegu árás benda til að hann vilji sættir og forðast vígaferli. Hann kastar af sér skikkjunni og vandar Hildigunni ekki kveðjurnar: „Þú ert hið mesta forað og vilt að vér tækjum það upp er öllum oss gegnir verst“, og hann bætir við „köld eru kvennaráð.“ Flosa líður illa eftir átökin, hann var stundum rauður sem blóð, stundum fölur sem gras en stundum blár sem hel. Ég dreg þá ályktun af þessum átökum að Flosi hafi gert sér grein fyrir að hann ætti engan annan kost en að ganga alla leið ella heita hvers manns níðingur. Hins vegar virðist FLOSI er ein af umdeildustu per- sónum Njálssögu. Hann brennir inni Njál og Bergþóru. Strax og brennan á Bergþórshvoli er um garð gengin segir Flosi: „Bæði munu menn þetta kalla stór- virki og illvirki.“ Hvort var Flosi Þórðarson á Svínafelli mikilmenni eða illmenni? sem Flosi reyni aftur og aftur að forðast átökin en örlögin og ógæfa Njáls og Skarphéðins grípa aftur og aftur í taumana. Við skulum í stutta stund bregða okkur til Þingvalla. Þingheimi er létt, það hafa náðst sættir fyrir orð vitrustu manna milli Flosa og Njáls. Allir ganga í lögréttu og féð eða bætur vegna vígs Höskulds, þrenn manngjöld hafa verið greidd. Flosi hugði að fénu en undraðist slæður sem lagðar voru yfir peningana og vildi vita hver gefið hefði og marg- spyr en enginn svarar. Þá sér hann að Skarphéðinn, sem hafði lítið lagt til mála og glott við tönn, stendur einn og hefur farið inn á meðalpallinn þar sem ein- göngu goðorðsmenn eiga að vera. Skarphéðinn er að ögra þingheimi og minna á að þar telji hann sig eiga að vera. Segir þetta kannski eitt- hvað um víg Höskulds sem Njáll veitti meir en sonum sínum. Flosi reiðist og svarar Skarp- héðni strax í hæðnistón og lítils- Flosi Þórðarson á Svínafelli – mikilmenni og drengskaparmaður?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.