Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.2007, Blaðsíða 13
virðir Njál, allt nötrar á þinginu.
Skarphéðinn tekur til sín slæðurnar
en kastar bláum brókum til Flosa
og kvað „hann þeirra meir þurfa.“
Hvers vegna bar hann þessar bræk-
ur með sér, var allt þaulhugsað?
Flosi er nú bæði reiður og undrandi
og spyr: „Hví mun ég þeirra meir
þurfa?“ Þá kemur hið eitraða svar
frá Skarphéðni sem niðurlægir
Flosa frammi fyrir þingheimi, „því
þá ef þú ert brúður Svínafellsáss,
sem sagt er, hverja hina níundu
nótt og geri hann þig að konu.“
Flosi hefði verið gunga og ekki
átt sér viðreisnar von hefði hann
látið þetta yfir sig ganga. Hann átti
aðeins einn kost til að verja sæmd
sína, að fara að Njálssonum með
járni eða eldi. „Hér eiga miklir
ógæfumenn hlut að“ sagði hinn vitri
Hallur á Síðu, tengdafaðir Flosa, og
má sannarlega taka undir það.
Þetta sama segir Njáll einnig við
þessi endalok. Hvers vegna tek ég
Flosa í sátt? Hann sýnir á öllum
stigum að sátt er honum efst í huga
eftir Höskuld. Atvik og atburðir
breyta hins vegar góðum ásetningi
hans hvað eftir annað.
Hann veit að líf þeirra allra liggur
við ef honum mistekst. Skarphéðinn
og Kári eru í raun ósigrandi. Njáls-
synir eru vinasnauðir eftir víg
Höskulds. Þess vegna er eldurinn
efst í huga Flosa til að forðast
mannfall, þetta gerir hann upp við
sig áður en til orrustu er lagt enda
fer hann til kirkju á Svínafelli áður
en hann leggur upp í förina og talar
við guð sinn.
Öll framganga Flosa er í raun, sé
hún skoðuð í ljósi staðreynda,
drengileg. Hann vill forða Njáli og
Bergþóru úr eldhafinu. Hann virðir
Kára og veit að hann harmar son
sinn sem ómaklega brann inni.
Strax og brennan er um garð geng-
in segir Flosi: „Bæði munu menn
þetta kalla stórvirki og illvirki.“
Ennfremur segir hann, þegar menn
hans fara að hæla sér af brennunni,
„öðru munum vér hælast mega en
því er Njáll og Bergþóra hafa inni
brunnið því að það er enginn frami.“
Hann veit sem er að tilneyddur hef-
ur hann vegna eigin sæmdar framið
glæp. Eftir lokaorrustuna við
Skarphéðin á Þingvöllum segir
Flosi við sína menn: „Nú verða aðr-
ir hvorir að hníga fyrir öðrum.“
Hann varð nauðugur í raun, gegn
vilja sínum, að drepa Njálssyni –
það er sæmdin sem knýr hann
áfram.
Flosi og Kári skilja hvor annan
og sýna hvor öðrum í raun vináttu.
Frægasta dæmi þess er þegar Kári
á jólum kemur í Hrossey, Gunnar
Lambason er að segja brennusög-
una og Kári hlýðir á. Sigtryggur
konungur spurði: „Hversu þoldi
Skarphéðinn í brennunni?“ „Vel
fyrst“ segir Gunnar, „en þó lauk svo
að hann grét.“ Þá hljóp Kári inn eft-
ir höllinni og hjó á hálsinn á Gunn-
ari og tók af svo snöggt höfuðið, að
það fauk upp á borðið. Sigurður jarl
hrópar: „Takið Kára og drepið
hann.“ Kári svarar um hæl: „Það
munu margir mæla, herra, að ég
hafi þetta verk fyrir yður unnið að
hefna hirðmanns þíns.“ Nú er það
Flosi sem stöðvar það að Kári sé
tekinn og segir: „Gerði hann það að
sem hann átti.“ Flosi sagði síðan
brennusöguna og bar öllum mönn-
um vel og var því trúað.
Fegurstur er þó lokaþáttur sög-
unnar þegar Kári hefur í raun kálað
eða komið í kring að um helmingur
brennumanna er fallinn. Kári brýt-
ur skip sitt við Ingólfshöfða í vondu
veðri. Hann á engan kost annan en
að ganga til Svínafells og reyna
þegnskap Flosa. Flosi þekkir höf-
uðandstæðing sinn, sprettur upp og
kyssir Kára og bauð honum þegar
vetursetu. Þarna sættast þeir heil-
um sáttum. Kári, þessi glæsihetja,
gengur að eiga Hildigunni ekkju
Höskulds sem Kári vó með Njáls-
sonum. Er af þeim Kára og Hildi-
gunni kominn mikill ættbogi og göf-
ugur sem enn einkennir Öræfinga.
Það er vandi að velja sér hetjur í
Njálu, þar ber hver af öðrum. Þegar
Matthías Johannessen ritstjóri
spurði forðum Jakob Jóhannesson
Smára ljóðskáld hver væri hans
hetja í Njálu svaraði hann að það
væri Flosi. Undraðist Matthías val-
ið. Enda var það svo að um aldir
voru fáir drengir skírðir þessu fal-
lega nafni, Flosi. Árið 1910 báru að-
eins 5 nafnið en þeim fer nú fjölg-
andi. Sem annað dæmi um áhrif
Njálu á nafngiftir má nefna að eng-
inn var skírður nafninu Mörður fyrr
en Mörður Árnason, fyrrverandi al-
þingismaður, var skírður því seint á
sjötta áratugnum. Mörður ætti að
vera jafngilt nöfnunum Hörður og
Njörður. Lyga-Mörður og fláræðið
allt í Njálu vann og vinnur gegn
þessu nafni, Mörður.
Að lokum vil ég lýsa þeirri nið-
urstöðu minni að Flosi Þórðarson á
Svínafelli var bæði mikilmenni og
drengskaparmaður sem átti í raun
engan annan kost í þeirri illvígu
deilu sem hlaust af vígi þess manns,
sem um margt hefur verið búinn
mestum mannkostum og glæsileika
allra Rangæinga fyrr og síðar.
Höskuldur Þráinsson Hvítanesgoði
var engum líkur sakir mannkosta.
Hitt skal svo upplýst að enginn ís-
lenskur stjórnmálamaður er mér
jafnmikil ráðgáta og Mörður Val-
garðsson, í honum hefur verið bæði
gull og grjót. Flosi Þórðarson hlýt-
ur því heitið sæmdarhöfðingi, þrátt
fyrir að vera jafnframt brennuvarg-
ur.
Ljósmynd/Einar Falur Ingólfsson
Höfundur er formaður Framsóknarflokks-
ins og fyrrverandi landbúnaðarráðherra.
Greinin er byggð á erindi sem hann flutti í
Sögusetrinu á Hvolsvelli 14. júlí sl.
»Hann veit að líf þeirra allra liggur við
ef honum mistekst. Skarphéðinn og
Kári eru í raun ósigrandi.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2007 13
Lestu mig!
Ég er með
stór brjóst
Eftir Lars Skinnebach
þú ert auðveldur
minn kæri
vinur
ég get látið þig
drekka
þegar ég
pissa á þig
ef ég bara stilli
litlu
blautu
fallegu
tussunni
til sýnis
hugmynd þín
um tómlæti
konunnar
veitir mér
stöðugt
frelsi
til frumleika
þegar ég
pissa á þig
eru sjö lönd
undirlögð
reglugerðir
væntinga þinna
en ég brýt
allar reglur
með dropum
í einni (í
prinsip
pinu)
óendanlegri
skiptingu
góðæris
og loforða
velferðar
ég, óskráða
reiðkonan!
ég, félags
veran!
Þegar ég stilli
tussunni
til sýnis
muntu slefa
vanrækja starf þitt
auðmýkja sjálfan þig
betla
afsaka
þefa
af handakrikum mínum
og ýkja
tilfinningar þínar
(heldur þú
að það virki
hálfviti
heldur þú virkilega
að það virki?)
Kallar þú á mig?
ég vil vita það
áður en ég
stend á fætur
heldur þú
að ég nenni
að standa á fætur
fyrir aumingja
einsog þig?
þetta var reyndar
ekki nein
spurning
kallar þú á mig?
ef það er ekki
mjög mjög
mikilvægt
sprengríð ég þér
ég veit ekki hvort
mér finnst betra
þegar þú færð það
og verður vandræðalegur
afsakandi
meðfærilegur
eða rétt á undan
þegar ég hef þig
í munninum
og get rifið þig
alveg
út úr sjálfum þér
hversvegna á ég að hlusta
á karlsvín?
segðu mér
hversvegna á ég að hlusta
á karlsvín?
vegna þess að ég nýt
fallega dýrsins
þegar ég geri mig heimska
og dofna
samviska þeirra vex
meðan sæðið
volga
volga
lekur niður bak mitt
konurnar þrjár
sem þú bauðst til veislu
um nóttina
voru konurnar þrjár
sem þú þráðir mest
af öllum
sú fyrsta var líf þitt
önnur ást þín
og ég var sú þriðja
sú sem þú þekktir aldrei
ég er brjáluð út í þig
og bíð
í laufskálanum
við litlu tjörnina
tvö hvít folöld
dúa við brjóst mitt
eitt hangir svolítið
og er fullt af steinum
hitt gefur mjólk
eitraða af kókaíni
og áfengi
mig dreymir engi
og fjöll
og snöggan dauða
og börn sem líkjast
ósnertanlegum guðum
ef þú vilt þekkja mig
þarftu að senda mér
rifbein úr þinni heittelskuðu
og tryggingu
fyrir löngun þinni
til að verða faðir
Um mig segja þeir
að ég komi
úr fjöllunum
að ég sé góð
í að sjúga typpi
og að ég hafi aldrei
lokið viðskiptum
með orðinu takk
En það er ekki satt
ég kem ekki úr fjöllunum
og á flatlendinu
seldi ég úrið
sem var það eina
sem faðir minn eftirlét mér
og ég sagði takk. Gerðu svo vel
Ég kem aftur
með breytt hugarfar
eftir margra ára menntun
og mann einsog þig
Kristín Eiríksdóttir þýddi
Höfundur er danskt ljóðskáld og verður gestur á Alþjóðlegri
ljóðahátíð Nýhils sem hefst 12. október.