Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.2007, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.2007, Side 2
2 LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Eystein Björnsson eystb@ismennt .is ! Mér fannst dálítið skondið að lesa eftirfarandi frétt í Morg- unblaðinu fyrir skemmstu, með fyrirsögninni: Húðkrabbamein til bóta. „Vísindamenn hafa komist að þeirri óvæntu niðurstöðu að húðkrabbamein geti verið til marks um heilbrigði, að sögn Jyllands- Posten. Húðkrabbamein er auð- meðhöndlað og dregur sjúklinga sjaldan til dauða. Raunar eru líkurnar á því að sjúklingar lifi sjúkdóminn af ríflega 100%, þ. e. þeir sem hafa greinst með húðkrabbamein lifa að meðaltali heldur lengur en hinir.“ Svo mörg voru þau orð. Sá hræðsluáróður sem rekinn hefur verið í fjölmiðlum undanfarin ár um þá gífurlegu hættu sem fylgi sólböðum hef- ur örugglega ekki farið framhjá neinum. Hver sérfræðingurinn eftir annan hefur látið móðan mása um þessa ógn sem að mannfólkinu steðji, einkum þó bleiknefj- unum sem byggja norðurhjarann. Varla sé óhætt fyrir þá að vera á ferli í sól- skini hvað þá heldur að þeir beri hörund sitt fyrir þessum lífshættulegu geislum. Láti þeir samt sem áður ekki segjast eru þeim lagðar lífsreglurnar svo um munar. Það gildi líf og dauða að maka sig allan í lútsterkum sólarvarn- arkremum. Brýnt sé að gera það að minnsta kosti tveimur tímum áður en holdið er berað fyrir sólinni og svo á klukkutíma fresti upp frá því. Alltaf er endað á að taka fram að best sé auðvit- að að láta þetta hættuspil eiga sig. Halda sig einlægt fjarri sólu og eiga þar af leiðandi góða daga. Margir svokallaðir sérfræðingar vinna að sjálfsögðu ómetanlegt starf, og þá ekki hvað síst á sviði læknavísindanna. En þessu ágæta fólki, körlum og konum, er um leið viss hætta búin. Eftirsótt, elskað og dáð, á svimandi háum launum, fer það ef til vill að trúa að það geti læknað alla kvilla með sérfræðikunnáttu sinni. Ýmis gamanmál eru höfð uppi um þessa tilhneigingu sérfræðinganna. Að ýmsir þeirra séu snöggir að greina sjúk- linginn inn á sitt svið og óðar í bili komnir með hann í þá meðferð sem sér- þekking þeirra segir til um. Að þeir standi svo dyggan vörð um sína kenn- ingu að þeir verði súrir ef ekki er farið að þeirra ráðum og fussi jafnvel og sveii ef sjúklingurinn fær bót meina sinna eftir öðrum aðferðum en þeir mæltu fyr- ir um. Þetta viðhorf er stundum kallað rörsýn og ef henni er beitt í greiningu og meðhöndlun er hætt við að menn þurfi stundum að grípa til frasans: Að- gerðin heppnaðist fullkomlega en sjúk- lingurinn dó. En svo ég snúi mér aftur að hinni merkilegu niðurstöðu vísindamanna að húðkrabbamein geti verið til marks um heilbrigði þá blasir hættan við sem steðjar að blessuðum sérfræðingunum. Nefnilega að þeir viti alltaf meira og meira um minna og minna. Verði svo uppteknir af sínu sviði að þeir gleymi að líta á heildarmyndina. Í tilviki sóldýrk- endanna læðist strax að manni sá grun- ur að sérfræðingarnir hafi ekki séð til sólar í þessu efni. Eða öllu heldur ekki séð sólina fyrir húðinni. Og gleymt því í svipinn að blessuð sólin elskar allt/allt með kossi vekur. Að vera úti við, draga djúpt andann og njóta sólargeislanna hefur löngum verið talin mesta heilsubót. Birta, súr- efni, vítamín. Bjartsýni, lífsgleði, vellíð- an. Þakklæti til lífgjafans. Allir þessir þættir stuðla að heilbrigði og auka lífs- gæði. Lífsgleði njóttu. Lífið er ekki sjúkdómur sem á að taka meðal við. Og þótt vissulega sé hægt að fara offari í sólböðum þá er það ábyrgðarhluti að koma óorði á blessaða sólina fyrir þær sakir. Hin hliðin Eftir Guðna Elísson gudnieli@hi.is Í upphafi skapaði Guð himin og jörð“ segir í yfirlýstu vísindariti. Sköp- unarsaga Biblíunnar lýsir af smá- smugulegri nákvæmni tilurð him- inhvolfsins og jarðarinnar, því hvernig festingin skilur í sundur vötnin yfir okkur og þau sem undir henni eru, en þeim hið neðra safnaði Drottinn saman og gerði úr höfin. Við það reis þurrlendið og jarð- sögulegur tími hófst með gróðurmyndun. Vera má að það komi einhverjum á óvart að rekja megi sögu gróðurfars á jörðinni sólarhring lengra aftur en ljósgjafanna tveggja, sólar og tungls, en þau hengdi drottinn á fjórða degi á festinguna. Degi síðar skapaði Drottinn fuglana og fiskana, og á hinum sjötta fénaðinn, hvern eftir sinni tegund, og síðast manninn sem hann setti ofar öðru. „Verið frjósöm“ sagði Drottinn við karlinn og konuna, „margfaldist og uppfyllið jörðina, og gjörið ykkur hana undirgefna, og drottnið yfir fiskum sjávarins og yfir fuglum loftsins og yfir öllum dýrum, sem hrærast á jörðunni!“ (1M: 28). Og allt gekk eftir sem hann sagði. Hvað veit sá vísindamaður sem kennir sig við Gamlatestamentissannleik? Hann veit að jörðin er fjórum dögum eldri en sólin og að fyrstu plönturnar hófu sig til himins í algjöru myrkri. Hann veit að maðurinn er tveimur dögum yngri en himintunglin, og að hátt yfir okkur, handan festingarinnar eru þau vötn sem flóðgáttir him- insins halda í skefjum, þó að stundum rigni hressilega. Hann veit þannig séð alveg nóg, en rétt eins og aðrir unnendur sannleikans hefur honum þó lengi þótt sköpunarsagan láta ýmsum veigamiklum spurningum ósvarað. Þó að sjálfri sköpuninni sé fylgt eftir dag frá degi í fyrstu Mósebók kemur til dæmis hvergi fram hvenær sköpun heimsins átti sér stað og hafa ýmsir rannsakendur hennar birt skýrslur um efnið, þar sem þeir leitast við að rekja sig aftur á bak frá þekktum dagsetningum í Gamla testamentinu, eins og byggingu musterisins. Tvær sjálfstæðar rannsóknir gefa til kynna að heimurinn hafi verið skapaður um 4000 fyrir Krist. Sá fyrsti sem taldi sig færa fyrir því óyggjandi rök var dr. John Lightfoot sem birti niðurstöður sínar í tveimur skýrslum á árunum 1642 og 1644, en frægari er eflaust írski erki- biskupinn James Ussher sem gaf út ritgerð um efnið sex árum síðar, eða 1650. Í ritum dr. Lig- htfoot kemur fram sú vel rökstudda skoðun að maðurinn hafi verið skapaður klukkan níu á sunnudagsmorgni 12. september 3928 fyrir Krist, en af því má ráða (samkvæmt mínum eig- in útreikningum) að himintunglin hafi verið sköpuð á föstudegi 10. september og jörðin þriðjudaginn á undan. Það flækir málin nokkuð að Ussher erkibiskup segir sköpunina hafa átt sér stað 76 árum fyrr, eða 23. október árið 4004 fyrir Krist, sem þýðir að 6011 ára afmæli jarð- arinnar var síðasta þriðjudag. Engum hefur tekist að tímasetja sköpun jarðarinnar með jafn nákvæmum hætti og dr. Lightfoot og Ussher erkibiskup gerðu fyrir rúmum 360 árum. Aðeins einn sýnilegur galli er á vísindalegu gildi sköpunarsögunnar í fyrstu Mósebók. Sköpunarsaga Biblíunnar er líklega „afsann- aðasta“ kenning sem sett hefur verið fram í sögu mannsandans. Jörðin var hvorki sköpuð árið 3928 eða 4004 fyrir Krist, eða einhvers staðar þar á milli. Himinninn er ekki festing og sólin er ekki degi yngri en gróður jarðar. Síðast en ekki síst bendir fátt til þess að karlynjan Eva hafi verið sköpuð úr rifi Adams eins og þessi annars ágæta frásögn vill vera láta. Sé aðferð- um raunvísindanna beitt á sköpunarsögu Bibl- íunnar er hætt við að menn missi sjónar á þess- ari skemmtilegu tilraun til að skýra upphaf mannsins með ímyndunaraflið eitt að vopni. Því vaknar sú spurning hvaða greiði kristn- um mönnum sé gerður með því að kenna Biblíu- fræðin við raunvísindi. Verður sá sannleikur sem menn vilja draga af lestri þessa forvitnilega rits ekki að liggja handan vísindanna, tilheyra táknrænum veruleika goðsögunnar, eða búa í þeim sannindum sem trúin getur fært fólki? Verðum við ekki að skilja sannleika Biblíunnar frá þeim sannindum sem raunvísindin færa okk- ur eigi hún að halda velli sem merkingarbært rit í nútímasamfélögum? Biblían er einfaldlega ónothæf sem undirstaða í raunvísindum. Þrátt fyrir þetta hafa ýmsir þrýstihópar kristinna bókstafstrúarmanna krafist þess að sköpunarsögu Biblíunnar sé gert jafnhátt undir höfði og þróunarkenningunni í vísinda- námskeiðum. Svipuð hreyfing hefur risið upp meðal múslima og nú er svo komið að þing Evr- ópuráðsins taldi nauðsynlegt að samþykkja ályktun þar sem aðildarríki ráðsins „eru ein- dregið hvött til þess að sköpunarkenning Bibl- íunnar verði ekki kennd í skólum nema með skýrum fyrirvara um að vísindalegt gildi henn- ar sé nákvæmlega ekkert“ (Fréttablaðið, 17. október 2007). Skýrsla ráðsins frá 17. sept- ember (skjal #11375) er upp á nítján síður og þar er rakið í löngu máli hvernig trúarlegir þrýstihópar hafa í sívaxandi mæli beint augum að menntastofnunum og reynt að gera trúar- skoðanir sínar að viðurkenndu námsefni í raun- vísindanámskeiðum, jafnvel þótt ekkert í hug- myndum þeirra standist vísindalegar prófanir eða sé yfirhöfuð prófanlegt. Það er kannski eng- in furða þótt Evrópuráðið telji vá fyrir dyrum. Í Bandaríkjunum hafa hugmyndir sem þessar náð fótfestu eins og kemur fram í skýrslu ráðs- ins, en í könnun frá 2005 voru 65% Bandaríkja- manna á þeirri skoðun að auk þróunarkenning- arinnar ætti að kenna „kenninguna um vitræna hönnun“ sem er tilraun til þess að laga nýjar uppgötvanir í raunvísindum að sköpunarkenn- ingum Biblíunnar. Forseti Bandaríkjanna, George W. Bush, er einn þeirra sem eru á þess- ari skoðun. Jafnframt töldu 38% aðspurðra að ekki ætti að kenna þróunarkenninguna í rík- isreknum skólum. Í skýrslunni kemur einnig fram að í 20 af 50 ríkjum Bandaríkjanna séu lík- ur á að breyta þurfi námsskrá í samræmi við þessar kröfur. Í skýrslu Evrópuráðsins er fjallað um fjölda- margar tilraunir til þess að festa trúarkreddur sem þessar í sessi í vísindanámi, jafnt í Tyrk- landi, Frakklandi, Sviss, Belgíu, Rússlandi, Grikklandi, Hollandi, Svíþjóð, Þýskalandi og á Spáni. Í Póllandi, Ítalíu, Serbíu og Hollandi hafa valdamiklir stjórnmálamenn (í þremur tilvikum menntamálaráðherrar) reynt að koma í veg fyr- ir að þróunarkenningin væri kennd í skólum, nema þá ásamt sköpunarkenningum, eða kenn- ingunni um vitræna hönnun. Niðurstaða skýrsl- unnar er sú að baráttan gegn þróunarkenning- unni stofni menntun barna í hættu, jafnframt því sem hún gæti ógnað rannsóknum í lækn- isfræði og á öðrum sviðum vísinda. Í fyrstu grein sjálfrar ályktunarinnar frá 4. október (#1580) er lögð rík áhersla á að mark- miðið með henni sé ekki að ráðast gegn trúarlífi fólks eða grafa undan trúfrelsi, heldur sé henni fremur ætlað að vara við þeirri tilhneigingu að setja trú fram í nafni vísinda. Ályktun ráðsins var samþykkt með 48 atkvæðum gegn 25, en þrír þingmenn sátu hjá. Guðfinna S. Bjarna- dóttir, fyrrverandi rektor Háskólans í Reykja- vík og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var einn þeirra þingmanna sem greiddu atkvæði gegn ályktuninni og skýrði þá ákvörðun sem svo að hún sæi það ekki „af skýrslunni hve útbreidd sköpunarhyggja [væri] í ríkjum Evrópuráðs- ins“. Hún bætti þó við: „ef sköpunarhyggja hef- ur í raun vaxandi áhrif í Evrópu, og ef mann- réttindum stafar raunveruleg ógn af henni, þá eiga varnaðarorðin sem sett eru fram í skýrsl- unni rétt á sér“ (Fréttablaðið, 17. október). Nú ættu þau varnaðarorð að tveir af hverjum þremur Bandaríkjamönnum séu á þeirri skoðun að kenna eigi „kenninguna um vitræna hönnun“ í skólum að vera rík ástæða til þess að gamli há- skólarektorinn styddi mikilsverða ályktun Evr- ópuráðsins um aðgreiningu trúar og vísinda. Guðfinna hefði einnig getað haft í huga að skýrslan nefnir hvorki meira né minna en þrjá evrópska menntamálaráðherra sem á árunum 2004 og 2005 drógu þróunarkenninguna í efa á trúarlegum forsendum. Guðfinna kaus engu að síður að greiða atkvæði gegn tillögunni. Þessi merkilega ákvörðun Guðfinnu hefði lík- lega farið framhjá flestum hér á landi hefði líf- fræðiskor raunvísindadeildar Háskóla Íslands ekki sent frá sér harðorða ályktun sem sam- þykkt var einróma á fundi hennar 12. október síðastliðinn. Þar segir: „Líffræðiskor raunvís- indadeildar Háskóla Íslands harmar þá afstöðu fulltrúa Íslands í Evrópuráðinu, Guðfinnu Bjarnadóttur, að greiða atkvæði gegn ályktun ráðsins sem varar við því að sköpunarkenningin verði kennd sem vísindagrein í hinu opinbera menntakerfi Evrópulanda. Líffræðiskor beinir þeim tilmælum til ríkisstjórnar Íslands að fulltrúi Íslands í Evrópuráðinu verði kallaður heim og að skipt verði um fulltrúa í ráðinu.“ Kennarar líffræðiskorar benda síðan á að þró- unarkenningin sé „yfirgripsmesta útskýring vísinda á fyrirbærum lífsins“, hún hafi staðist strangar prófanir og sé „grundvallarkenning líffræði, raunvísinda og læknisfræði“, en stór hluti þekkingar og „lykilframfarir í líffræði og læknisfræði“ byggist á kenningunni. Sköp- unarkenningin og kenningin um vitræna hönn- un eigi aftur á móti „ekkert erindi í umræðu og kennslu í vísindum.“ Guðfinna Bjarnadóttir var um árabil rektor í íslenskri háskólastofnun. Það gerir ábyrgð hennar meiri og þá ákvörðun hennar að greiða atkvæði gegn ályktun Evrópuráðsins nær óskiljanlega. Vísindin efla alla trú Guðfinna Bjarnadóttir Trúir hún að sköpunarkenning Biblíunnar hafi vísindalegt gildi? FJÖLMIÐLAR » Verðum við ekki að skilja sannleika Biblíunnar frá þeim sannindum sem raunvís- indin færa okkur eigi hún að halda velli sem merkingarbært rit í nútímasamfélögum? Lesbók Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Ritstjórnarfulltrúi Þröstur Helgason, throstur@mbl.is Auglýs- ingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.