Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.2007, Qupperneq 6

Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.2007, Qupperneq 6
6 LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Ásgeir H. Ingólfsson asgeirhi@mbl.is Hollywood er fljót að gleyma ogþví hefur Ben Affleck fundið fyrir. Fyrir áratug skrifaði hann ásamt Matt Damon handritið sem kom þeim í hóp stjarnanna, Good Will Hunting, og síðan þá hefur stjarna Damons skinið örlitlu skærar með hverju árinu sem líður á meðan draumaverksmiðjan virtist hafa spýtt Af- fleck út um leið og hún var búinn að kreista eins margar ómerkilegar hasar- myndir út úr honum og mögulegt var. En eftir handritið ósk- arsverðlaunaða virt- ist Affleck ætla að láta sér duga að leika í bíómyndum – þangað til um síðustu helgi en þá var frumsýnt fyrsta leikstjórastykki pilts í fullri lengd, Gone Baby Gone. Titil myndar- innar ber að skilja bókstaflega, hún fjallar um barnsrán og var raunar hætt við að sýna hana á kvikmyndahá- tíðinni í London sökum þess hve lík- indin þóttu mikil við alræmt hvarf Madeleine McCann. En í Bandaríkj- unum hafa fáar myndir á þessu hausti hlotið jafn mikið lof gagnrýnenda. Af- fleck leikur ekki sjálfur í myndinni en hins vegar er yngri bróðir hans, Ca- sey, í aðalhlutverki ásamt Morgan Freeman. Niðurstaða gagnrýnenda virðast vera nánast einróma; hér hafa báðir bræðurnir fundið fjölina sína, Ben sé vel geymdur bak við mynda- vélina en Casey sanni hins vegar að hann sé langbesti leikarinn í fjölskyld- unni. Eina umkvörtunarefnið er að tit- illinn á myndinni nær ekki sömu hæð- um listrænnar fullkomnunar og frumraun Bens á leikstjórasviðinu, stuttmyndin „I Killed My Lesbian Wife, Hung Her on a Meat Hook, and Now I Have a Three-Picture Deal at Disney“ sem fór því miður fram hjá flestum þegar hún var frumsýnd árið 1993 enda erfitt að fá góðar stutt- myndir sýndar eins og íslenskir kvik- myndagerðamenn vita manna best.    Talandi um bræður þá er verið aðendurgera hina dönsku Brødre sem Brothers og hvað sem mönnum annars mun finnast um endurgerðina er ekki hægt að neita því að vel virðist valið í hlutverk, bræðurna leika þeir Tobey Maguire og Jake Gyllenhaal, leikarar sem kemur alltaf jafnmikið á óvart að séu óskyldir. Svo líkir eru þeir að það olli jafnvel smámunasöm- ustu aðdáendum Köngulóarmannsins litlum áhyggjum þegar útlit var fyrir að Gyllenhaal tæki við vefaranum mikla af Maguire, þegar sá síðar- nefndi þjáðist af bakverkjum eftir allt vefspriklið í fyrstu myndinni. Annar bræðranna er sendur til friðargæslu- starfa í Afganistan og er talinn af, en þegar hann kemur heim hefur bróðir- inn tekið að sér að hugga hina meintu ekkju. Konan sem kemur upp á milli bræðranna er Natalie Portman, en í dönsku útgáfunni var raunar Holly- wood-smástirna í því hlutverki, Con- nie Nielsen sem margir muna úr Gla- diator. Annars virðist leikstýran danska Susanne Bier vera í miklum metum í vesturheimi um þessar mundir. Í vor var hún tilnefnd til ósk- arsverðlauna fyrir bestu erlendu mynd, Efter Brylluppet, og auk Brødre er einnig verið að endurgera Elsker dig for evigt uppá ensku sem Open Hearts – og ætti hún vera í öruggum höndum Zach Braff sem átti einhverja bestu leikstjórafrumraun síðari ára með Garden State. Loks er nýbúið að frumsýna frumraun Bier sjálfrar uppá engilsaxnesku, Things We Lost in the Fire, þar sem Halle Berry leikur unga ekkju sem leitar huggunar hjá besta vini hins látna eig- inmanns. KVIKMYNDIR Ben Affleck Jake Gyllenhaal Tobey Maguire Eftir Björn Norðfjörð bn@hi.is Íupphafssenu Tirez sur le pianiste hleyp-ur karl nokkur á flótta undan bifreið eft-ir myrkum strætum Parísarborgar.Götumyndin, rökkrið og örvilnunin kall- ast á við þær bandarísku glæpamyndir sem Frakkar sjálfir skírðu film noir. Myndin er jú að einhverju leyti óður leikstjórans François Truffaut til þessarar hefðar, en handritið skrif- aði hann (ásamt Marcel Moussy) eftir reyfara sem var gefinn út í Frakklandi sem hluti af Série noir ritröðinni sem lagði rökkurmynd- unum einmitt til nafn sitt. Þetta var bók David Goodis Down There sem í dag er reyndar alla- jafna nefnd eftir myndinni Skjóttu píanóleik- arann. Líkt og í skáldsögunni hleypur karlinn á ljósastaur og fellur vankaður í jörðina. Í frá- sögn Goodis tekst honum að hafa sig á lappir og flýja inn á knæpu píanóleikarans sem vísað er til í titlinum og reynist vera bróðir hans. Þetta gerist á aðeins fyrstu tveimur síðunum, en í mynd Truffaut sem annars fylgir eftir lýs- ingu Goodis af óvenjulegri nákvæmni á sér stað langur og merkilegur útúrdúr. Vegfarandi nokkur hjálpar manninum á fætur og þeir taka tal saman. Vegfarandinn er með stóran blóm- vönd handa eiginkonu sinni og þessir ókunnu menn ræða nú kosti og galla hjónabandsins og sá gifti lýsir því hvernig hann kynntist eig- inkonu sinni en varð ekki ástfanginn af henni fyrr en þau höfðu eignast saman barn tveimur árum eftir að hafa gift sig. Þetta er kostuleg sena í ljósi þess sem á undan er gengið – ein- kennist bæði af grallaraskap og einlægni. Jafn- skjótt og þeir hafa kvaðst heldur karlinn hlaupunum áfram þar til hann finnur knæpu bróður síns. Ég taldi þennan óvænta fund tvímenningana alltaf hreina og klára viðbót frá hendi Truf- faut. Það var svo fyrir skemmstu að ég las skáldsögu Goodis Nightfall og varð heldur bet- ur hissa þegar ég rakst þar á senuna því sem næst óbreytta – samræðurnar þær sömu að því frátöldu að þær voru á ensku í stað frönsku: „I think I really fell in love with her about two years after the marriage. She was in the ho- spital then.We were having our first kid. I remember standing there at the bed, and there she was, and there was a baby, and I got all choked up. That was it, I guess. That was the real beginning.“ Við fyrstu sýn virðist fundur tvímenning- anna líka jafn tilviljanakenndur og í Skjóttu píanóleikarann en brátt kemur í ljós að vegfarandinn er lögreglumaður að rannsaka glæp sem viðmælandi hans er grunaður um. Hvað varðar frásagnaruppbyggingu hefur senan því allt annað hlutverk í bók og mynd. Í Nightfall eiga tvímenningarnir eftir að verða lykilpersónur og ólíkar vitundamiðjur skáldsögunnar, en í Skjóttu píanóleikarann er þætti vegfarandans lokið er hann hverfur á vit ástkærrar eiginkonu sinnar. Þannig að þótt Truffaut endurskapi senuna nokkuð nákvæm- lega hefur þessi tilfærsla hennar yfir í frásagnarsamhengi Down There umbylt inn- taki hennar. Í stað þess að leggja grunn að frásögn brýtur hún upp hefðbundið frá- sagnamynstur, og skiptir þá minna flóttinn sem truflaður er í miðjum klíðum en hvernig grafið er undan væntingum áhorfenda um frekari kynni af vegfarandum sem hefur verið kynntur svo rækilega til sögunnar. Sem slíkt er atriðið í takt við sjálfhverfan leik Truffaut með hefðina í myndinni – samræða sem er ekki síður einlæg en tal tvímenning- anna. Goodis, Truffaut og píanóleikarinn SJÓNARHORN » Við fyrstu sýn virðist fundur tvímenninganna líka jafn tilvilj- anakenndur og í Skjóttu píanóleikarann en brátt kemur í ljós að vegfarandinn er lögreglumaður að rannsaka glæp sem viðmælandi hans er grunaður um. Hvað varðar frásagnaruppbyggingu hefur sen- an því allt annað hlutverk í bók og mynd. Eftir Sæbjörn Valdimarsson saebjorn@heimsnet.is Á meðan rithöfundurinn Philip K. Dick lifði hafði hann það skítt og hefði aldrei órað fyrir því að þungmeltar og illseljanlegar fantasíur hans um tortryggilega framtíðarveröld yrðu eftirsótt söluvara og nafn hans skráð stórum stöfum í vís- indabókmennta- og kvikmyndasöguna. Dick, sem átti erfitt einkalíf, stóð í áralangri baráttu við geðræn vandamál og eitur- lyfjaneyslu, lifði það ekki að vera viðstaddur frumsýningu Blade Runner, fyrstu bíómynd- arinnar sem byggð er á bókum hans. Hann féll frá aðeins fjórum mánuðum fyrir frumsýn- inguna árið 1982, dánarorsökin var heilablóðfall. Isolde Hackett, dóttir hans, hefur sagt að hún hafi farið á sýninguna með móður sinni í þeirri von að myndin gæti hugsanlega haldið nafni föð- ur hennar á lofti. Hún var aðeins 15 ára og voru sárafáir mættir á staðinn aðrir en þær mæðgur og ljósin í sýningarsalnum voru kveikt áður en kreditlistinn byrjaði að rúlla. Hún sá því aldrei nafnið hans á tjaldinu, í ofanálag kolféll myndin hvað aðsókn snerti. Blade Runner fékk lítil viðbrögð Eftir uppákomuna í bíóinu og daufar viðtökur almennings afskrifaði fjölskyldan möguleikann á að bækur Dicks ættu minnsta möguleika í kvikmyndaheiminum. Það hefði orðið enn ein viðbótin við raunasögu skáldsins, sem átti fimm mislukkuð hjónabönd að baki, skrifaði flestar bækurnar í amfetamínvímu og upplifði sjálfan sig jafnan sem utangarðsmann, í sínum myrka bölsýnisheimi, þar sem ofsóknaræði og trúar- kreddur réðu ríkjum. Þrátt fyrir að Philip Kindred Dick væri van- sæll einfari í lifanda lífi hafa hugmyndir hans reynst, að honum löngu látnum, sannkallaðir gullmolar á tímum stafrænna bíógaldra. Eftir allt varð Dick „eins manns verksmiðja“ í kvik- myndaiðnaðinum og hafa 8 myndir litið dagsins ljós eftir að Blade Runner skipti ekki sköpum fyrir aldarfjórðungi. Á meðal mynda byggðra á bókum Dicks má nefna Minority Report eftir Steven Spielberg; Total Recall, gerða af Paul Verhoeven og Paycheck, sem var stjórnað af John Woo. Fyrr á árinu var frumsýnd nýjasta Dick-myndin, Next, með Nicolas Cage, og er ný- komin út á mynddiski. Blade Runner frumsýnd í annað sinn Í millitíðinni hefur hagur Blade Runner vænkast heldur betur, hún flaug upp á frægðarhimininn, löngu komin í hóp bestu vísindaskáldsögulegra kvikmynda sögunnar, frá því að vera lítt kunn og vanmetin. Í mánuðinum verður Blade Runner „frumsýnd“ í annað skipti vestan hafs, að þessu sinni í tilefni aldarfjórðungsafmælisins. Í end- urvinnslunni, sem var viðruð á Feneyjahátíðinni fyrir skömmu, bætir leikstjórinn, Ridley Scott, við bútum og heilum atriðum sem voru felld niður á sínum tíma. Fyrir bragðið verður Blade Run- ner: The Final Cut, nokkru lengri en frum- útgáfan. Enginn vafi er á að fjölmargir aðdá- endur um allan heim, taka hátíðarútgáfunni fagnandi, hérlendis verður hún gefin út á mynd- diski og hugsamlega sýnd í Sambíóunum – ef að- sóknin verður umtalsverð vestan hafs. Viðbrigði fyrir fjölskylduna Umskiptin hafa breytt miklu fyrir fjölskyldu van- sæls höfundar, sem sá framtíðina fyrir sér eins og bíógestir vilja hafa hana. Dick er umdeildur sem fyrr, en farið að ræða hann í sömu andrá og penna á borð við Isaac Asimov, Robert Heinlein, Arthur C. Clarke og Ray Bradbury. Isa Hackett var viðstödd hátíðarsýninguna í Feneyjum sem var geysivel tekið og bætti upp grámyglulega minninguna um frumsýninguna sem fór fram aldarfjórðungi áður. Hackett er driffjöðrin, ásamt systur sinni Lauru Leslie, í Electric Shep- herd, kvikmyndaframleiðslufyrirtæki erfingja skáldsins. Það var stofnað árið 2005, að hluta til vegna vonbrigða með geldingslega Hollywood- meðhöndlun Screamers og Paycheck. Afkomend- urnir eru ekki í vafa um að styrkari hendur verða að koma að verkum Dicks í framtíðinni. Um þessar mundir eru í uppsiglingu kvik- myndagerðir sex bóka Dicks, af þeim er Ubik komin lengst á veg, en fróðir menn telja hana besta framlag höfundarins til vísindaskáldsög- unnar. Hollywood hefur daðrað meira við Ubik, frá því hún kom út árið 1969, en nokkurt annarra verka hans. Bókin, sem fjallar um átök milli manna gæddra fjarskynjunargáfu, sat á lista sem birtist í Time árið 2003, yfir 100 mikilvægustu skáldsögur á enskri tungu á öldinni sem leið. Í bí- gerð er framleiðsla á tölvuleikjum byggðum á hugmyndum Dicks, teiknimyndasögur og smá- sögur hans allar með tölu eru væntanlegar í hljóðbókarformi að ári. William Hyter (X-Men þrennan), er að vinna í handriti sjónvarpsþátta sem styðjast við nokkrar smásagnanna. Sjálfsævisöguleg mynd á leiðinni Kvikmyndagerðin sem tengist Dick og beðið er með hvað mestri eftirvæntingu, er ekki byggð á einhverju verka hans heldur mun hún fjalla um stórdularfullt lífshlaup skáldsins. Tony Grisoni (Fear and Loathing in Las Vegas), er að skrifa handritið og aðalhlutverkið er ekki í síður örugg- um höndum, það er sjálfur Paul Giamatti sem kemur til með að leika skáldið, en myndin er hug- arfóstur þessa sérstæða og mikilhæfa leikara sem sagður er dyggur aðdáandi Dicks. Grissoni fléttar óbirtu, síðasta verki höfundarins, The Owl in Daylight, í handritið, sem er um það bil fullbú- ið. Sem fyrr segir var Dick marggiftur er hann féll frá, aðeins 53 ára að aldri og skildi eftir sig þrjú börn með jafn mörgum konum. Isa (Isolde), var annað barnið í röðinni, Nancy móðir hennar, skildi við Dick árið 1972, eftir sex, stormasöm ár. Hún kynntist föður sínum hvað best allra, var í nánu sambandi við hann og hafði lag á að um- gangast hann í kvíðaköstum sem sóttu á hann og hömluðu því að hann gæti átt eðlileg samskipti við annað fólk. En verkin munu halda minningu hans á lofti. Vansæll en vinsæll Vísindaskáldsögur Philips K. Dick hafa aldrei verið eftirsóttari til kvikmyndagerðar en í dag, 25 árum eftir fráfall hans. Philip K. Dick Hann stóð í áralangri baráttu við geðræn vandamál og eiturlyfjaneyslu, lifði það ekki að vera viðstaddur frumsýningu Blade Runner.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.