Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.2007, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2007 7
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnareggert@gmail.com
Hin glæpsamlega gleymda sveit,American Music Club, er klár
með nýja skífu. Sveitin, sem á
heimahaga í San Francisco, er rekin
af hinu dæmda örlagaskáldi Mark
Eitzel sem reif sveitina í gang á nýj-
an leik eftir árþúsundamót en sveit-
in var upphaflega stofnuð árið 1982
og á að baki klassískar plötur á borð
við California, United Kingdom og
Everclear. Síðasta plata hinnar upp-
runalegu sveitar kom út 1994 og var
skírð í höfuðið á heimabænum, San
Francicso.
Eftir að hafa raknað úr tíu ára roti
gáfu Eitzel og félagar út plötuna
Love Songs for Patriots árið 2004 og
stóðst hún væntingar kröfuharðra
aðdáenda og vel það. Sveitin hefur
verið virk síðan, túrað reglubundið,
og í vikunni var tilkynnt um næstu
breiðskífu. Hún mun kallast the Gol-
den Age og kemur út hjá hinu virta
útgáfufyrirtæki Merge í febrúar
2008. American Music Club, eða
AMC eins og hún er gjarnan
skammstöfuð, er nú skipuð Eitzel og
Vudi, sem eru upprunalegir með-
limir en nýliðar eru þeir Sean Hoff-
man og Steve Didelot. Fjórmenning-
arnir byrjuðu að spila saman sem
MacArthur Park Music Club en það
þróaðist síðan út í nýja útgáfu af
AMC. Lagt verður í umfangsmikið
tónleikaferðalag á næsta ári um ger-
valla Evrópu.
Það á ekki af æringjunum í VanHalen að ganga. Eddie Van Ha-
len, gítarguðinn sjálfur, hefur verið
duglegur að gæla við stút í gegnum
árin en fór í meðferð í mars síðast-
liðnum og „ku“ þurr í dag. Hann rak
hins vegar bassaleikara sinn, Mich-
ael Anthony, á einhverju fylleríi síð-
asta haust en Anthony hefur verið í
Van Halen frá upphafi. Réð svo son
sinn Wolfgang í staðinn, en stráksi
er ekki nema sextán ára. Þá hafa
þeir söngvarar, David Lee Roth og
Sammy Hagar skipst á að fara inn
og út úr bandinu með æ hækkandi
tíðni hin síðustu ár. Sá fyrrnefndi
sér um að syngja nú, en hann er upp-
runalegi söngvarinn. Það eru þó
glettilega skiptar skoðanir um
mennina tvo, sem eru báðir prýðis
söngvarar og skiptast Van Halen
aðdáendur í Roth-fólk og Hagar-
fólk. En á meðan Van Halen þeysist
um sléttur Ameríku, en hún er á túr
þar í þessum töluðu orðum, starfa
þeir Hagar og Anthony saman sem
The Other Half en auk þess eru þeir
að setja band í gang með Chad
Smith, trommara Red Hot Chili
Peppers. Það á að kallast hinu fróma
nafni Chickenfoot. Fleira var ekki í
Van Halen fréttum ... að sinni.
Ný plata með Mars Volta kemurút 29. janúar næstkomandi.
The Bedlam in
Goliath er nafnið
og var það gít-
arleikarinn Omar
Rodriguez Lopez
sem stjórnaði
upptökum. Kem-
ur hún í kjölfar
Amputechture
(2006) sem fékk
blendnar viðtökur. John Frusciante
úr Chili Peppers gestar en hann hef-
ur unnið nokkuð mikið með sveitinni
undanfarin ár.
TÓNLIST
American Music Club
Van Halen
Mars Volta
Eftir Davíð Loga Sigurðsson
david@mbl.is
Fyrst þetta: ég kynntist Pink Floyd meðeilítið óvenjulegum hætti, eða það gætieitilhörðum aðdáendum hljómsveit-arinnar fundist. Þannig háttar nefni-
lega til að ég fór að hlusta á bandið eftir að hafa
fyrir hálfgerða tilviljun keypt The Division Bell,
aðra plötu Pink Floyd sem kom út (1994) eftir að
David Gilmour og félagar eignuðust nafn bands-
ins eftir langvinnar lagadeilur við Roger Waters.
Og mér fannst The Division Bell nægilega góð
til að fara, næstu árin á eftir, að fjárfesta í plöt-
um eins og Meddle frá 1971, Dark Side of the
Moon frá 1973 og Wish You Were Here frá 1975.
Svo á ég eintak af The Wall sem ég keypti af
götusala í Pristina í Kosovo á slikk (enda eintak-
ið ábyggilega ólöglega tilkomið) og sitthvað
fleira.
Það þykir, að ég held, ekki fínt í poppkreðs-
unum að viðurkenna að manni hafi líkað vel við
The Division Bell. Þegar hér var komið sögu
voru Gilmour og félagar orðnir gamlir fauskar,
formfastir í lagagerð sinni. Ég hef samt tekið
þann pól í hæðina að úr því að ég gat ratað í
eldra efni Pink Floyd í gegnum The Division
Bell þá geti henni ekki hafa verið alls varnað.
Wish You Were Here hefur verið í uppáhaldi
hjá mér þessi tæpu fimmtán ár sem liðin eru síð-
an ég tók að hlusta markvisst á Pink Floyd (auð-
vitað þekkti ég bandið áður – frændi minn átti
þetta allt saman á vínýl). Dark Side of the Moon
er auðvitað líka frábær plata og raunar finnst
mér Meddle það líka.
Ég viðurkenni aftur á móti að ég hef aldrei
farið lengra aftur, aldrei hlustað af neinu viti á
efnið sem Pink Floyd gaf út á meðan Syd Bar-
rett var í sveitinni. Og niðurstaða mín er sú, eftir
að hafa hlustað allnokkuð á poppklassík vik-
unnar, The Piper at the Gates of Dawn, að á því
verði engin breyting. Vissulega má heyra af
þessari merku plötu – þeirri fyrstu sem Pink
Floyd gaf út, fyrir alls fjörutíu árum (þetta er
viðhafnarútgáfa í tilefni tímamótanna, ein í ste-
reó en önnur í mónó) – að hljómsveitin var að
gera ýmislegt nýtt, að hér var komin fram á
sjónarsviðið hljómsveit sem rétt var að fylgjast
með.
Allt verður jú að metast með hliðsjón af því
hvað almennt var að gerast í rokkinu á þessum
tíma (1967). „Sándið“ á The Piper at the Gates
of Dawn er samt nægilega „gamalt“ til að það
hrífi mig ekki og þó að spuninn í þeirri tónlist
sem Barrett var að semja á þessum tíma hafi
vissulega gert Pink Floyd að eftirtektarverðri
hljómsveit á sínum tíma verð ég að játa að það
er einmitt „sándið“ sem seinna kom, öllu hefð-
bundnara og þunglamalegra (prog rock, eins og
það var kallað), sem yfirhöfuð höfðar til mín.
Eftir sem áður má hafa gaman af lögum eins og
„Interstellar Overdrive“, „See Emily Play“ og
„Arnold Layne“. Þetta er klassík – popp-klassík
– en ekki öll klassík er mikið á spilaranum.
Þannig er það nú bara.
Pink Floyd í fjörutíu ár
POPPKLASSÍK
Eftir Atla Bollason
bollason@gmail.com
Þ
á eru þeir teknir við, tónlistarlegu
timburmennirnir sem fylgja
óneitanlega annarri eins veislu og
Iceland Airwaves. Nú stóð hátíðin
yfir í fimm heila daga og þótt eig-
inleg dagskrá hafi einungis farið
fram á kvöldin þá var nóg um að vera í bóka-
búðum, plötubúðum og fatabúðum bæjarins,
auk þess sem dag-dagskrá í Norræna húsinu
var kærkomin viðbót við stemmninguna.
Ég átti áhugavert samtal við einlægan tón-
listaráhugamann í borginni sem hafði þó
nokkrar áhyggjur af þróun hátíðarinnar. Hugs-
unin var á þá leið að Iceland Airwaves væri
farin að snúast um allt annað en tónlist – hér
væri tónlistin aukaatriði sem myndaði einungis
eins konar ramma, eða afsökun, utan um brjál-
uðustu (og lengstu) djammhelgi ársins. Airwa-
ves væri orðin að verslunarmannahelgi flotta
fólksins, útilega elítunnar.
Ekki nógu hressir
Tónleikar hljómsveitarinnar Grizzly Bear í
Listasafni Reykjavíkur kveiktu þessar vanga-
veltur hjá honum. Tónlist sveitarinnar er frem-
ur lágstemmd. Hún er brothætt og má því ekki
við miklu hnjaski, en að sama skapi nokkuð
áhrifamikil þegar bældur krafturinn brýst út.
Tónlistin náði hins vegar aldrei að yfirgnæfa
skvaldrið í viðstöddum og meðlimir hljómsveit-
arinnar sem höfðu hafið leikinn af mikilli
ástríðu gáfust að lokum upp þegar þeir sáu að
fólkið var komið til „að skemmta sér“ en ekki
til að njóta tónlistarinnar. „Við ætlum að spila
tvö lög í viðbót, og svo tökum við „Knife"
[stærsta smell sveitarinnar], ókei?“ Grizzly Be-
ar voru ekki „hressir“ og áttu þess vegna lítið
erindi við fólkið sem var samankomið í Hafn-
arhúsinu þetta fimmtudagskvöld. (Það er ein-
mitt rétt að benda á að þetta var fimmtudags-
kvöld, og því mætti ætla að ölvun meðal gesta
hafi í öllu falli verið minni en á helgi.) Hér er
ekki um tæknileg mistök að ræða, of lágan
hljóðstyrk eða neitt slíkt, heldur virtist einfald-
lega sem lágstemmd hljómsveitin næði engu
sambandi við hressa áheyrendur.
Kannski stóðu Grizzly Bear sig einfaldlega
ekki nógu vel til að fanga athygli gesta – sjálf-
ur var ég fjarstaddur og hef lýsinguna einungis
eftir kunningja mínum – en einhvernveginn
kemur þetta mér ekkert á óvart. Langflestar
erlendu sveitanna sem tróðu upp á hátíðinni
eru vel þekktar og kraftmiklar danssveitir (!!!,
Chromeo, Trentemøller), hávær rokkbönd
(Bloc Party, Deerhoof) eða eitthvað þar á milli
(of Montreal). Sveitirnar sem eru minna þekkt-
ar og bar fyrir eyru mín voru flestar gríðarlega
hressar og fyndnar, eða mjög svalar meðan
þær þeyttust gegnum poppað pönk. Nú hefur
þetta eflaust alltaf verið svona – en þó minnist
ég frábærra tónleika Jens Lekman í Þjóðleik-
húskjallaranum í fyrra og mörgum þótti trú-
badúrinn José Gonzáles standa upp úr árið þar
á undan.
Reykjavíkurborg™
Hátíðir eins og All Tomorrow’s Parties og
meira að segja útihátíð á borð við Hróarskeldu
samanstanda mestmegnis af fólki sem er komið
í þeim eina tilgangi að sjá og heyra góða tónlist
(allavega meðan verið er á tónleikasvæðinu
sjálfu), og þá gildir einu hvort músíkin fær
hjartsláttinn á sitt band, kemur brosi á andlit
viðstaddra, eða hrærir í tilfinningum á borð við
sorg og reiði. Árni Matthíasson segir í lista-
pistli á miðvikudag að Airwaves hafi „að
nokkru á sér blæ kaupstefnu“ og mögulega
helgast þessar vangaveltur af því – styrktarað-
ilarnir eru í leit að jákvæðri ímynd og auglýs-
ingum, böndin sem koma fram eru mörg hver í
leit að frægð og frama, og kaupmenn í mið-
bænum sjá evrumerki þegar túristarnir koma
arkandi eftir Sóleyjargötunni. Tónlistin er
kannski fyrst og síðast auglýsing fyrir Reykja-
víkurborg, eða öllu heldur þær vörur sem þar
er að finna.
Ætlunin með þessum vangaveltum er þó ekki
að kasta rýrð á Iceland Airwaves, enda fer þar
frábær tónlistarhátíð sem gefur íslenskum
hljómsveitum mark til að stefna að, og gestum
tækifæri til að kynnast gróskunni sem sífellt er
klifað á í fjölmiðlum hér heima og ytra, af eigin
raun. Til að hátíðin geti haldið áfram á þessari
braut er hins vegar mikilvægt að minna sig í
sífellu á að góð tónlist þarf ekki endilega að
vera skemmtileg og að á endanum er það listin
og gæði hennar sem drífur efnahag þessarar
löngu helgar áfram. Án listamannanna seljast
engir hamborgarar, engir bjórar, engir flug-
miðar, engar gistinætur. Iceland Airwaves
stendur í huga margra fyrir framsækni og
óvæntar upplifanir, og því orðspori má ekki
glutra niður á skemmtilegu fylleríi.
Tónlistarlegir timburmenn
Er Iceland Airwaves farin að snúast um allt ann-
að en tónlist – er tónlistin aukaatriði sem mynd-
ar einungis eins konar ramma, eða afsökun, utan
um brjáluðustu (og lengstu) djammhelgi ársins?
Er Airwaves orðin að verslunarmannahelgi
flotta fólksins, útilegu elítunnar?
Grizzly Bear Lágstemmd tónlist sveitarinnar náði aldrei að yfirgnæfa skvaldrið í viðstöddum og
meðlimir hennar gáfust að lokum upp þegar þeir sáu að fólkið var komið til „að skemmta sér“.