Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.2007, Side 15

Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.2007, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2007 15 Sögulegar skáldsögur geta verið heillandi, ekki síst þegar í þeim leynast átök við fortíðina og hefð- bundinn skilning okkar á henni, ég tala nú ekki um þegar velt er upp spurningum um merkingu þess að skrifa um fortíðina frá sjónarhorni nútímamanns. Þetta er það sem Robert Löhr tekst að mörgu leyti að framkvæma í snjallri skáldsögu sinni, Skákt- yrkjanum, sem nýverið kom út í þýðingu Guðmundar Viðars Karls- sonar, en þar er á athyglisverðan máta brugðið á leik með tvöfalda söguvitund og hún sviðsett í fram- rás sögunnar. Í grunnatriðum eru atburðir bókarinnar byggðir á sögulegum heimildum. Athafnaskáld við hirð Austurrísk-ungverska keis- aradæmisins á átjándu öld finnur upp fyrstu skáktölvuna, gervi- menni í mannslíki sem teflir líkt og hugsandi vera og reynist ósigr- andi. Uppfinningamaðurinn og skáktyrkinn hans verða aðalnúm- erið í skemmtanalífi keisaradæm- isins, tækniundur sem þó þjónar engum sérstökum tilgangi. Undir yfirborðinu reynast þó brögð vera í tafli. Gervimennið er aðeins líf- laus brúða, falinn inni í gangverk- inu er dvergur, hinn raunverulegi skáksnillingur, en sögu þessa spinnur Löhr áfram í ýmsar áttir, morð og ástir blandast bak- tjaldamakki hirðlífsins svo úr verður spennandi frásögn. Til hliðar við skemmtilega fléttu gera þó ýmsar vangaveltur vart við sig sem rétt er að staldra við þar sem þar er söguleg vídd skáldsögunnar gædd ákveðinni dýpt, jafnvel samsvörun við sam- tímann. Löhr fjallar um veröld þar sem tæknin hefur í raun glatað notagildi sínu í huga almennings, tækniframfarir eru mældar á stiku skemmtanagildis, veruleikinn vík- ur fyrir fegurð tálsýnarinnar og ímyndarinnar. Hjáveruleiki skákt- yrkjans er svo gott sem raunveru- legur vegna þess að fólk kýs að falla í stafi og trúa því sem fyrir augu ber, ekki vegna þess að það sé frumstætt eða einfeldningslegt heldur, þvert á móti, vegna þess að það er svo þróað, fágað og nú- tímalegt. Skákvélin er eins konar falsmynd upplýsingarinnar, birt- ing þess sem koma skal þegar tæknin verður sjálfri sér næg og óskiljanleg í mikilfengleika og til- gangsleysi sínu. Brögð í tafli Robert Löhr Bregður á athyglisverðan máta á leik með tvöfalda söguvit- und og sviðsetur hana í framrás sögunnar. Björn Þór Vilhjálmsson BÆKUR Þýdd skáldsaga Eftir Robert Löhr. Guðmundur Viðar Karls- son þýddi. Mál og menning. Reykjavik. 2007. 368 bls. Skáktyrkinn Morgunblaðið/Ásdís Gerður „Og jú, þetta reyndist frábær mynd, örugglega sú besta sem ég hef augum litið. Samt hef ég oft séð eftir því að hafa farið á hana,“ segir Gerður um Lilju að eilífu eftir Moodyson. Gláparinn Svíinn Lukas Moodyson hefur gert nokkrarafbragðs kvikmyndir. Fyrst sá ég Fucking Åmål (1998) sem fjallar um engar venjulegar unglingsástir, heldur þau undur og stórmerki þegar Agnes, einmana unglingsstelpa, verður hrifin af töffaranum Elínu. Tillsammans (2000) fannst mér enn betri en rétt eins og í Fucking Åmål er þar fjallað um grafalvarlega atburði en þó af húmor og hlýju. Þegar fréttist af nýrri mynd, Lilju að eilífu, eftir Moodyson tveimur árum síðar var ég því ekki í vafa um að von væri á góðu. Ég las mér til um að myndin fjallaði um mansal en þar sem Moodyson var leikstjórinn var ég viss um að aldrei yrði gengið of langt og myndin endaði örugglega með því að allir færu saman í fótbolta undir dynjandi ABBA-tónlist. Og jú, þetta reyndist frábær mynd, örugglega sú besta sem ég hef augum litið. Samt hef ég oft séð eftir því að hafa farið á hana. Enn finn ég nefnilega fyrir ónotum þegar ég hugsa um líf Lilju, enda er myndin byggð á ævi Dangoule Rasalaite, 16 ára gamallar litháískrar stúlku, sem göbbuð var til Svíþjóðar af vondum mönn- um og neydd út í vændi. Dangoule þraukaði í fjóra mánuði en svipti sig loks lífi með því að fleygja sér fram af brúarhandriði í Malmö heimaborg Moodyson. Fræg fréttamynd er til af fótspori stúlkunnar á snævidrifnu handrið- inu. Og auðvitað er Lilja 4-ever heldur ekki bara saga Dangoule, heldur milljóna fullorð- inna og barna út um allan heim. Fæst þeirra ná einu sinni að skilja eftir sig fótspor áður en þau eru látin hverfa. Gerður Kristný rithöfundur. Hlustarinn Tæplega níu ára sonur minn er í sínu prívatBítlaæði þessa mánuðina, við dælum lög- um þeirra inn á ipodinn, hann hefur jafnvel smitað fjögurra ára systur sína, þau syngja saman hástöfum Ím the eggman, they are the eggmen, Ím the walrus, googoogoo! The wal- rus was Paul, söng Lennon á Hvíta albúminu. Ég var McCartney maður hér í den en hef ekki þorað að hlusta á hann í ein tuttugu ár, óhemju snjall lagasmiður en grátlegur skort- ur af sjálfsgagnrýni hefur skemmt fyrir hon- um. Vinur minn lánaði mér á dögunum plötu hans frá 2005, Chaos and Creation in the Backyard, og þar blómstrar McCartney, How Kind of You, At the Mercy, English Tea, Certain Softness, þetta eru andskoti góð lög. En er ipodinn kannski að breyta því hvernig maður hlustar, eða þá hvar; ég er með ipodinn þegar ég fer út að hlaupa, læt hann oft velja fyrir mig og það er eitthvað í ætt við forrétt- indi að draga að sér ferskt loftið, horfa á Esj- una og heyra Möggu Stínu syngja Megas, Chet Baker muldra og blása, Nick Cave syngja um hina hægu nótt og Tom Waits um nóvember og dautt tré, en Giuliano Carmig- nola fær mann til að trúa á eitthvað göfugt þegar hann spilar Vivaldi á fiðluna. Jón Kalmann Stefánsson rithöfundur. Morgunblaðið/Kristinn Jón „Er ipodinn kannski að breyta því hvernig maður hlustar, eða þá hvar; ég er með ipodinn þegar ég fer út að hlaupa, læt hann oft velja fyrir mig,“ segir Jón Kalman. ÚT er komin bókin Síðasta þorska- stríðið eftir Guðmund J. Guð- mundsson. Eins og nafnið gefur til kynna fjallar bókin um útfærslu fiskveiði- lögsögu Íslands í 200 mílur 1975 og barátt- unni við Breta í kjölfar- ið. Höfundur leitast við að segja frá lokaþætti málsins og svara ýms- um brennandi spurn- ingum eins og hvers vegna deilan hafi hlaupið í eins harðan hnút og raunin varð og hvernig aðkoma NATO og Bandaríkjanna að málinu hafi verið. Mik- ið af þessum upplýs- ingum hefur reyndar legið fyrir um tíma en á þessu ári og því síðasta voru flest opinber gögn brezkra stjórnvalda vegna málsins opnuð al- menningi og „því ekki eftir neinu að bíða að hefja rannsóknir á þeim og reyna að draga upp heildarmynd af því sem gerðist,“ eins og höf- undur segir í aðfaraorðum bók- arinnar Ekki er að sjá annað við lestur bókarinnar en að höfundi hafi tek- izt vel upp. Hann skýrir vel frá gangi mála, baráttunni á miðunum, á Alþingi og á alþjóðavettvangi. Honum tekst vel að koma til skila mikilvægi fiskveiða við Ísland fyrir Breta, en segja má að tilvera Grimsby, Hull og Fleetwood hafi grundvallazt á þessum veiðum. Verkamannaflokkurinn var við völd í Bretlandi og stóð höllum fæti í þessum bæjum. Þess vegna var það mikilvægt fyrir hann að halda uppi baráttunni. Það kemur svo reyndar í ljós að líklega hafi barátta Breta í máli sem var fyrirsjáanlega tapað kostað þá mun meira en þeir höfðu upp úr krafsinu. Það er líka athyglisvert að lesa um hina pólitísku baráttu sem átti sér stað hér heima og hvernig NATO og Varnarliðið fléttuðust inn í hana. Bókin er þægileg af- lestrar og skýrir margt sem var í gangi á þess- um tíma. Það er holl lesning að rifja upp þessa atburði úr sjálf- stæðisbaráttu Íslend- inga. Mönnum er hollt að rifja það upp hve verðmæt fiskimiðin eru okkur og hve mikið við vorum tilbúin að leggja á okkur til að öðlast yf- irráðin yfir þeim. En höfundurinn er reyndar ekki alls kost- ar ánægður með það sem á eftir kom, ofveiði og tap- rekstur útgerðarinnar „Afleiðing- arnar þekkja allir; nýtt tímabil hófst í fiskveiðisögu landsins, tíma- bil kvótakerfis, sægreifa, töskuút- gerðar og byggðaröskunar. Í þorskastríðunum hafði almenningur barist fyrir óskoruðum yfirráðum þjóðarinnar yfir fiskimiðunum. Nú máttu menn hins vegar sjá á eftir fiskistofnunum í hendur auðmanna, sem fóru með þá eins og sína einka- eign þótt svo væri látið heita á há- tíðarstundum að auðæfi sjávar væru sameign landsmanna.“ Var þá kannski til einskis barizt? Var kannski til einskis barizt BÆKUR Sagnfræði Eftir Guðmund J. Guðmundsson. Bókaútgáfan Hólar Reykjavík 2007 164 blaðsíður. Síðasta þorskastríðið Hjötur Gíslason Guðmundur J. Guðmundsson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.