Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.2007, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.2007, Blaðsíða 1
Laugardagur 3. 11. 2007 81. árg. lesbók SAFNAR LEYNDARMÁLUM HREINN FRIÐFINNSSON HELDUR SÝNINGU Í HAFNARHÚSINU OG SAFNAR PERSÓNULEGUM LEYNDARMÁLUM » 3 Fjöll eru til margs nýtileg, þau eru svo yfirgnæfandi » 11 Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Kristján Davíðsson „Hann er okkar abstrakt Kjarval. Þeir eru báðir feikilega miklir teiknarar og báðir miklir einfarar sem eiga sér engar beinar hliðstæður.“ » 8 Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is Það var algerlega ótíma-bært þetta tal um vondastöðu ljóðsins í vor. Þaðvar reyndar skrýtið að heyra það tal í ljósi mikillar og góðrar útgáfu ljóðabóka á síðasta ári en nú þegar haustútgáfan að þessu sinni liggur nokkurn veginn fyrir þá má öllum vera ljóst að ljóð- ið lifir enn mjög góðu lífi. Ég ætla að nefna nokkrar ljóða- bækur sem eru að koma út þessa dagana og allar fá mann til þess að trúa því að ljóðið eigi erindi við samtímann. Þegar hefur verið vakin athygli á Blótgælum Kristínar Svövu Tóm- asdóttur hér á þessum stað. Sú bók er eins og opið sár í samtímanum og hið sama má segja um bók Sig- urbjargar Þrastardóttur, Blysfarir, sem væntanleg er á næstu dögum. Um er að ræða prósaljóð um ást, í raun ljóðabálk sem segir sögu af sambandi. Þeir sem lesa þessar tvær bækur og segja svo að ljóðið sé dautt eru sálarlausir! Gerður Kristný sendir frá sér sína þriðju ljóðabók, Höggstað. Gerður er – ekki ólíkt Sigurbjörgu – með hefðina á sínu valdi. Fyrsta ljóð bókarinnar heitir Ættjarð- arljóð og endar svona: „Landið mitt/útbreidd banasæng/nafn mitt saumað/í hélað ver“. Nafn bók- arinnar minnir óneitanlega á nafn skáldsögunnar Hjartastaður eftir Steinunni Sigurðardóttur og í titill- jóðinu kemur það orð reyndar fyr- ir. Steinunn sendir einnig frá sér nýja ljóðabók um þessar mundir, Ástarljóð af landi. Efnislegir þræð- ir liggja á milli bóka Gerðar og Steinunnar því í báðum er ort um landið og þjóðina. Landið er líka umfjöllunarefnið í fallegri ljóðabók Sjón, Söngur steinasafnarans, þar sem náttúran og menningin ummyndast í leik- andi tungumáli skáldsins. Það sem við lærum loksins í sextíuogáttaára bekk er meðal annars þetta, segir Sjón: „þegar litirnir hverfa úr þjóð- fánanum/tekur jörðin að blakta“. Hægt væri að nefna fleiri ljóða- bækur sem vekja athygli í flóðinu. Til dæmis verðlaunabók Ara Jó- hannessonar, Öskudagar, og fyrsta bók Guðrúnar Hannesdóttur, Fléttur, sem hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör á árinu. Þórarinn Eldjárn sendir svo frá sér nýja ljóðabók, Fjöllin verða að duga, sem hann segir frá í viðtali á síðu 11 í Lesbók í dag. Sálarlausir segja ljóðið dautt MENNINGARVITINN MEISTARAVERK! ANTONY B E E V O R STALÍNGRAD Orrustan um Stalíngrad kostaði meira en milljón mannslíf. Hér lýsir Antony Beevor þessari grimmu orrustu og byggir hann frásögn sína að verulegu leyti á áður óbirtum gögnum í söfnum í Þýskalandi og Rússlandi. Orrustan um Stalíngrad var ekki einungis sálfræðilegur vendipunktur síðari heims- styrjaldarinnar – hún breytti einnig nútímahernaði. holar@simnet.is M bl 92 72 57

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.