Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.2007, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.2007, Blaðsíða 12
Maó Warhols Kona skoðar myndir Andy Warhols af Maó Zedong á sýningu í Singapore 18. nóvember. Og enn er hann uppspretta umræðu. Eftir Ólaf Teit Guðnason oliteitur@gmail.com B ókin Maó – sagan sem aldrei var sögð hefur verið býsna umdeild frá því hún kom út fyrir liðlega tveimur árum og viðbúið að svipað yrði upp á teningnum hér á landi þegar hún kæmi út á íslensku. Sverrir Jakobsson fór ákaflega hörð- um orðum um bókina í opnugrein hér í Lesbók á dögunum. Að sumu leyti er dálítið broslegt hve hart hann gengur fram í gagnrýni sinni, svo sem þegar hann lætur kné fylgja kviði undir lokin með því að vara þá sem enn kynnu að hafa snefil af áhuga á bókinni við því að „skemmti- gildi ritsins fyrir almenning [sé] tak- markað“. Verra er hins vegar að hann fer víða með staðlausa stafi. Svo augljósar hefðu rangfærslurnar átt að vera hverjum sanngjörnum manni að nærtækt virðist að álykta að Sverrir hafi ekki fyrst og fremst ver- ið knúinn áfram af einlægum, fræði- legum áhuga. Uppleggið: Vitaómerkilegt rit Sverrir segir framarlega í grein sinni: „Miðað við þá kynningu sem bókin hefur fengið víða á Vest- urlöndum hefði mátt búast við grundvallarnýjungum í bókinni sem byggðar væru á viðamiklum rann- sóknum.“ Í orðunum liggur að sú sé ekki raunin. Sverrir hnykkir á því með athugasemd um að formið á bókinni („hefðbundin frásagnar- og atburðasaga sem rakin er í tímaröð“) henti ekki vel til að setja fram fræði- legar nýjungar. Það sem „kalla mætti nýjungar“ sé þess eðlis að höf- undar leitist við að „endurtúlka ein- staka atburði, oftast nær með vísun í viðtöl sem þau hafi tekið og eru heim- ildarmennirnir þá iðulega nafn- lausir“. Lesendum er bent á orðalag- ið „hafi tekið“, en með því er gefið í skyn að höfundar bókarinnar hafi hreinlega búið heimildarmenn sína til. Það er aldeilis fráleitt að halda því fram að í bókinni sé ekki að finna nýj- ungar byggðar á viðamiklum rann- sóknum. Meira að segja stjórnmála- fræðingurinn Andrew Nathan, sem hefur gagnrýnt bókina hvað harka- legast, tekur ekki svo djúpt í árinni í bókardómi sínum í London Review of Books, sem Sverri Jakobssyni þykir þó svo áreiðanlegur að öðru leyti að hann vitnar í hann þrisvar sinnum máli sínu til stuðnings. Nathan segir í dómi sínum að höf- undarnir, Jung Chang og Jon Hal- liday, hafi ráðist í hreint ótrúlega rannsóknarvinnu með viðtölum við á fjórða hundrað einstaklinga sem höfðu tengsl við Maó eða kynni af honum. Enginn hafi heldur sótt eins mikinn efnivið og þau í ævisögur kínverskra samstarfsmanna Maós og fórnarlamba hans, sem skrifaðar hafa verið á kínversku. Þá hafi þau aflað upplýsinga á skjalasöfnum í Rússlandi, Albaníu, Búlgaríu og víð- ar sem aðrir fræðimenn hafi sér vit- anlega ekki notað fyrr. Með þessum rannsóknum hafi höfundarnir kom- ist að niðurstöðum sem feli í sér „stórtíðindi fyrir sagnfræðinga“ reynist þær réttar. Og öfugt við Sverri gengur hann ekki út frá því að þær séu rangar, enda væri það fáránlegt. Hins vegar finnur hann að því að „margar uppgötvanir“ höf- undanna sé erfitt að sannreyna og „sumar“ eigi beinlínis ekki við rök að styðjast. Nathan hefur dregið sumt í bók- ardómi sínum í London Review of Books til baka eftir að Chang og Hal- liday svöruðu honum á sama vett- vangi, eins og Sverri er væntanlega kunnugt. Hér er hins vegar fyrst og fremst vakin athygli á því að Sverrir fellir miklu harðari dóm um bókina en þessi heimildarmaður hans og hefur reyndar bókstaflega ekkert gott um hana að segja. Nafnlausir heimildarmenn Það væri sök sér að einblína á galla bókarinnar ef rétt væri farið með. En það gerir Sverrir ekki. Til dæmis er það alrangt sem hann heldur fram að flest af því sem telja megi nýmæli í bókinni sé byggt á viðtölum við nafn- lausa heimildarmenn. Við þá gagnrýni hans er þó fleira að athuga. Því að auðvitað er nokkuð um að nöfn heimildarmanna séu ekki gefin upp í bókinni. Það gefur auga- leið. Hvað skyldi Andrew Nathan segja um það atriði í bókardóminum góða sem Sverrir studdist sjálfur við? Nathan segir: „Vitaskuld styðjast viðurkennd fræðileg skrif um Kína oft við nafnlausa heimildarmenn og óútgefin handrit. Hjá því verður ekki komist vegna leyndarinnar sem kín- versk stjórnvöld hafa séð til að ríki um sögu sína og starfsemi. Ég hef sjálfur byggt rannsóknir á slíkum heimildum.“ Það sem Nathan finnst gagn- rýnivert er aðeins að höfundarnir gefi ekki nægilega góðar upplýsingar um hvernig þeir höfðu uppi á viðmæl- endum sínum, hvernig viðtölin voru tekin, hvers vegna viðmælendurnir kusu að tjá sig og svo framvegis. Sverrir tekur undir þessa gagnrýni og leggur á hana þunga áherslu – sem verður enn þyngri fyrir þá sök að hann fullyrðir ranglega að nær eingöngu sé byggt á nafnlausum heimildarmönnum um allt sem tíð- indum sætir í bókinni – en hins vegar lætur hann alveg hjá líða að við- urkenna og minna lesendur á, eins og Andrew Nathan gerir réttilega, að auðvitað er fyrirfram vitað og borð- leggjandi að margir viðmælendur í Kína vilja ekki láta nafn síns getið. Þess má geta að Jung Chang sagði í viðtali við Viðskiptablaðið í haust að stjórnvöld í Kína hefðu ráð- ið sumum viðmælendum hennar ein- dregið frá því að tala við hana. Engu að síður hefðu margir viljað tjá sig, sumir þó með því skilyrði að þeim yrðu ekki eignuð einstök ummæli þótt nafn þeirra mætti koma fram í lista yfir viðmælendur sem birtur er aftast í bókinni. Þá hefur Chang greint frá því að flest viðtölin hafi verið hljóðrituð. Þeir sem gruna höf- undana um græsku ættu því að geta huggað sig við að upptökurnar verði hugsanlega gerðar aðgengilegar í fyllingu tímans. Nær að glugga í bókina Mörg dæmi mætti taka af ósann- gjörnum málflutningi í grein Sverris. Hann nefnir til dæmis að meðal rót- tækari fullyrðinga höfunda sé að gangan langa hafi hafist vegna þess að Chiang Kai-shek hafi leyft göngu- Maó – sagan sem sumir Sverrir Jakobsson fór víða með staðlausa stafi í gagnrýni sinni á ævisögu Maós eftir Jung Chang og Jon Halliday í Lesbók fyrir skömmu, að mati greinarhöf- undar. „Svo augljósar hefðu rang- færslurnar átt að vera hverjum sanngjörnum manni að nærtækt virðist að álykta að Sverrir hafi ekki fyrst og fremst verið knúinn áfram af einlægum, fræðilegum áhuga.“ »Rétt er að vekja athygli á því að þótt sumir hafi gagnrýnt bók þeirra Chang og Hallidays harka- lega hafa margir fræðimenn hrósað henni, til dæmis Michael Yahuda við London School of Economics, Richard Baum við Kaliforníuháskóla, Perry Link við Princeton-háskóla og Stuart Schram, sem um ára- tugaskeið hefur verið einn helsti sérfræðingur Vest- urlanda um Maó, svo að fáeinir séu nefndir. 12 LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.