Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.2007, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
lesbók
Eftir Ásgeir H Ingólfsson
asgeirhi@mbl.is
Flestir tengja Edgar Rice Burro-ughs fyrst og fremst við sjálfan
konung frumskógarins, enda voru
það Tarzan-
bækurnar sem
gerðu hann fræg-
an – og eru svo
miklu betri en all-
ar teiknimynda-
sögurnar og bíó-
myndirnar sem á
eftir fylgdu. En
raunverulegir
aðdáendur vita að
sögurnar um æv-
intýri Johns Carter á Mars eru engu
síðri, en því miður voru einungis
fyrstu tvær bækurnar (Prinsessan á
Mars – sem var frumraun Burro-
ughs á ritvellinum – og Stríðsherr-
ann á Mars) þýddar á íslensku – og
það var fyrir sextíu árum. En nú eru
teiknijöfrarnir hjá Pixar að fara að
gera þríleik eftir sögunum og verða
myndirnar einhvers konar blanda af
teiknimynd og leikinni mynd.
Umræddur John Carter er
nítjándu aldar Virginíumaður en
þegar hann heldur sig deyja í borg-
arastyrjöld Bandaríkjanna fer hann
þess í stað til rauðu plánetunnar,
sem við köllum Mars en íbúarnir þar
Barsoom. Þar er ástandið ekki mikið
skárra en Carter fellur kylliflatur
fyrir rauðu prinsessunni Dejah
Thoris og verður að sjálfsögðu að
sanna sig sem alvöru hetja til þess
að vinna ástir prinsessunnar. Vænt-
anlega hefur Burroughs haft í huga
einhvers konar dæmisögu um hvít-
nefja og innfædda íbúa Ameríku,
enda bókin upphaflega skrifuð þeg-
ar Vestrið var ennþá villt. Þá er þess
ógetið að á Mars ganga allir um
naktir. Það verður gaman að sjá
hvernig Pixar-menn koma því fram
hjá kvikmyndaeftirlitum heimsins.
Líf hins goðsagnakennda for-sprakka Nirvana, Kurt Cobain,
virðist sannarlega nógu dramatískt
fyrir kvikmyndaútgáfu af sögunni
en hingað til höfum við aðeins fengið
að sjá heimild-
armynd Nicks
Broomfield, Kurt
and Courtney,
þar sem ýjað er
að því að Cobain
hafi ekki framið
sjálfsmorð, og
Last Days, mynd
Gus Van Sant,
þar sem við fylgj-
umst með dauða rokkstjörnu sem
augljóslega er byggð á Cobain.
En nú mun fjöldi Cobain-mynd-
anna fljótlega tvöfaldast. Um þessar
mundir er verið að frumsýna ytra
Kurt Cobain: About a Son, þar sem
notað er stórt safn segulbands-
upptaka af viðtölum rokkarans við
blaðamanninn Michael Azerrad og
klippt þannig til að Cobain sjálfur
segir söguna á meðan við sjáum
svipmyndir frá Aberdeen í Wash-
ington-fylki, Olympiu og Seattle –
en á þessum þremur stöðum eyddi
Cobain ævinni. Við sjáum svipmynd-
ir af fólkinu sem býr þar í dag, hvað
hefur orðið um helstu áningarstaði
Cobains – en við sjáum þó ekki and-
lit Cobain sjálfs fyrr en undir lokin,
en við fáum að hafa rödd hans hand-
an grafarinnar með okkur allan tím-
ann. Þetta hljómar kannski ekki
mjög myndrænt en kvikmyndaskrí-
bentar fullyrða að leikstjórinn A.J.
Schnack hafi tekið magnaðar mynd-
ir til þess að spila rödd Cobain yfir –
og rokkgoðið hafi heilmikið for-
vitnilegt að segja okkur ennþá.
Til viðbótar er svo fyrsta eig-
inlega ævisagan í bígerð. David
Benioff, sem hefur skrifað handrit
mynda á borð við The 25th Hour,
Troy og Flugdrekahlauparann, sem
er væntanleg, er um þessar mundir
við tölvuna að skrifa handrit upp úr
ævisögu Charles Cross um rokk-
arann, Heavier Than Heaven. Sumir
hafa þó áhyggjur af þátttöku ekkj-
unnar, Courtney Love, sem fram-
leiðir og sumir óttast að það þýði að
hennar þáttur verði fegraður ótæpi-
lega.
KVIKMYNDIR
John Carter á
Mars.
Kurt Cobain
Eftir Björn Norðfjörð
bn@hi.is
Ídægurefni um hin sígildu ár Hollywood erukvikmyndastjörnur jafnan í brennidepli;Greta Garbo, Humphrey Bogart, Kat-harine Hepburn, Cary Grant, Marilyn
Monroe, John Wayne o.s.frv. Þær eru helsta að-
dráttarafl sígildra Hollywood-mynda í dag ekki
síður en þá. Og þótt umfjallanir fræðimanna um
tímabilið einkennist lítt af slíkri stjörnudýrkun er
fyrirbærið sem slíkt afar miðlægt í skrifum
þeirra enda var stjarnan helsta markaðstól
Hollywood-myndanna og hverfðist kvikmynda-
gerð tímabilsins um hana. Ég hafði því alveg sér-
staka ánægju af nýlegri bók Alexanders Neme-
rovs, Icons of Grief, þar sem hann skoðar
mikilvægan þátt aukaleikara í kvikmyndum Vals
Lewtons.
Lewtons er fyrst og fremst minnst fyrir hryll-
ingsmyndir sem hann framleiddi fyrir RKO-
kvikmyndaverið á árunum 1942-1946. Frægust
þeirra er Cat People (1942, Jacques Tourneur) en
einnig mætti tína til I Walked with a Zombie
(1943, Jacques Tourneur), The Ghost Ship (1943,
Mark Robson) og The Body Snatcher (1945, Ro-
bert Wise). Þótt margar myndanna þyki sígildar í
dag voru þetta b-myndir síns tíma sem RKO
hafði ráðið Lewton sérstaklega til að framleiða.
Það er til marks um hversu mikil áhrif framleið-
andinn hafði á afraksturinn að myndirnar eru
undantekningalaust kenndar við Lewton fremur
en leikstjórana – og engin smánöfn þar á ferðinni.
Áhugasömum er bent á að allar níu hryllings-
myndir Lewtons fyrir RKO eru fáanlegar í vönd-
uðum útgáfum á mynddiskum og eftir áramót er
væntanleg mynd eftir Kent Jones þar sem Mart-
in Scorsese kynnir Lewton fyrir áhorfendum.
Bók Nemerovs er þó allt annað en hefðbundið
yfirlitsrit um feril Lewton. Fjórir kaflar taka fyr-
ir hver um sig staka mynd og skoða raunar fyrst
og fremst aðeins þátt ákveðins aukaleikara
(Glenn Vernon, Skelton Knaggs, Darby Jones og
Simone Simon). Samfara er þó ofin miklu víð-
feðmari saga, bæði saga Lewtons sem rússnesks
innflytjanda jafnframt því sem bókin er nokkurs
konar stúdía um stríðsárin í Bandaríkjunum. Líkt
og áður segir voru þessar myndir RKO-
kvikmyndaversins b-myndir og skörtuðu því ekki
helstu stjörnum kvikmyndaversins, sem jöfn-
uðust reyndar hvort eð er lítt á við stjörnur
MGM, Paramount og Warner að frægð. Engu að
síður er til staðar í þessum myndum sem öðrum
Hollywood-myndum stigskipt kerfi þar sem vægi
hlutverka fer eftir stöðu leikaranna innan
stjörnukerfisins. Nemerov tekur sér til fyr-
irmyndar umfjöllun bókmenntafræðingsins Alex
Wolochs um átök aðalpersóna og aukapersóna í
skáldsögum og greinir á sannferðugan máta
hvernig frásagnir myndanna hverfast um þessa
aukaleikara (og auðvitað bætist hér við vídd
raunverulegrar persónu sem hefur augljósan hag
af sýnileika sínum).
Því fer þó fjarri að um sé að ræða almenna til-
gátu um þátt aukaleikara sem hægt sé að færa
með einföldum hætti yfir á aðrar kvikmyndir. Það
er nefnilega rússneskur bakgrunnur Lewtons
sem liggur að baki mikilvægi leikaranna. Neme-
rov lýsir því á heillandi máta hvernig aukaleik-
ararnir sem um ræðir líkjast í lykilsenum rúss-
neskum íkonum. Dýpt myndarinnar flest út,
frásögnin er rofin, og leikarinn stendur hreyfing-
arlaus sem stytta – eða íkon öllu heldur. Það eru
þessi íkon sem miðla þeirri hryggð sem fylgdi
styrjaldarárunum vestra og Hollywood gat
hvorki tjáð með gerðum né orðum. Hryggð sem
aðeins aukaleikarar en ekki stjörnur gátu miðlað.
Val Lewton og aukaleikarinn
SJÓNARHORN »Dýpt myndarinnar flest út, frásögnin er rofin, og leikarinn stend-
ur hreyfingarlaus sem stytta – eða íkon öllu heldur. Það eru þessi
íkon sem miðla þeirri hryggð sem fylgdi styrjaldarárunum vestra og
Hollywood gat hvorki tjáð með gerðum né orðum.
Eftir Sæbjörn Valdimarsson
saebjorn@heimsnet.is
K
rossferðin beindist sérstaklega
gegn listamönnum og var kvik-
myndaheimurinn varasamasta
gróðrarstía „Rauðu hættunnar“,
að mati mannsins sem ofsóknir
gegn pólitískum andstæðingum
eru kenndar við æ síðan. Frægustu fórnarlömb
„mccarthyismans“ er „Hollywood-tían“, handrits-
höfundar, leikstjórar og framleiðendur sem
dæmdir voru ærulausir af óamerísku nefndinni.
Enn eru skiptar skoðanir á hvort þeir hafi til
saka unnið, verið hetjur eða landráðamenn. Mis-
jöfn viðbrögð gesta þegar Elia Kazan var veittur
heiðurs-Óskar árið 1999, eru minnisstæð, en þessi
mikilhæfi leikstjóri var einn þeirra sem „nefndi
nöfn“, frammi fyrir þingnefndinni. Fyrir fáeinum
árum barðist ekkja Stanleys Kramers fyrir því að
bann yrði sett á sjónvarpsfréttaþátt þar sem
greint var frá því að maður hennar hefði á sínum
tíma tekið nafn fyrrum félaga síns, hins útskúfaða
framleiðanda Carls Foreman, af kreditlista High
Noon.
Rokkarnir eru því engan veginn þagnaðir og á
kvikmyndahátíðinni í Toronto í haust var frum-
sýnd heimildarmyndin Trumbo sem, eins og nafn-
ið bendir til, fjallar um eitt þekktasta nafnið í
Hollywood-tíunni. Dalton Trumbo (1905-1976),
var einn hæst launaði, beittasti, virtasti og stirð-
lyndasti handritshöfundur Bandaríkjanna frá því
snemma á fjórða áratugnum uns hann varð eitt
fyrsta fórnarlamb nefndarinnar um 1947. Hand-
ritshöfundur heimildarmyndarinnar er Chri-
stopher, sonur Trumbos, en leikstjórn er í hönd-
um Peters Askin.
Ásakanir og skoðanir Trumbos koma fram í
myndinni, sem inniheldur m.a. ræðu sem hann
hélt árið 1970, og er endurflutt af leikaranum Dav-
id Strathairn. Þar er m.a. haft eftir Trumbo: „Það
eru til bæði góð trúarbrögð og vond, drengskapur
og óheiðarleiki, hugrekki og heigulsháttur, óeig-
ingirni og hentistefna, gáfur og grunnhyggni, illt
og gott. Nánast allir þeir einstaklingar sem komu
að málinu voru samansettir úr þessum and-
stæðum að meira eða minna leyti.“
Kvikmyndahandritið er byggt á samnefndu
leikriti Christophers, sem sett var upp á Broad-
way árið 2003. Það innhélt ræðustúfinn góða sem
var fluttur af Ed Harris, Nathan Lane, Chris Coo-
per, Michael Douglas, Tim Robbins og fleiri gæða-
leikurum sem skiptust á að fara með hlutverk Dal-
tons. Handritið er að mestu óbreyttur texti
sendibréfa og minnisblaða sem Trumbo skrifaði
og reyndist ótrúlega „sviðsvænn“.
Fleiri upplesarar koma við sögu, m.a. Joan Al-
len, Liam Neeson og Paul Giamatti, en leikstjóri
og handritshöfundur Trumbo, lýsa yfir friði og
vilja greiða leiðina til að skoða atburðina í ljósi
breyskleika mannkynsins.
Christopher Trumbo hefur látið hafa eftir sér
að útskúfunin sé ennþá of mikið í umræðunni, okk-
ur hætti við að persónugera hlutina, ræðum frek-
ar um Hitler en einræði. Faðir hans var og er per-
sónugervingur Hollywood-tíunnar, sem var
fangelsuð fyrir að neita að svara spurningum óam-
erísku nefndarinnar fyrir öllum þessum áratug-
um. Tugurinn, auk hundraða annarra, var op-
inberlega útilokaður frá vinnu í
kvikmyndaborginni í meira en áratug. Á því tíma-
bili yfirgaf Trumbo sinn hjartkæra búgarð í Suð-
ur-Kaliforníu og dvaldist í útlegð í Mexíkó. Þar
hélt hann áfram að skrifa kvikmyndahandrit undir
ýmsum nöfnum og ekki nóg með það, hann vann
til tvennra Óskarsverðlauna; fyrir Roman Holiday
(’53), sem „Ian McLellan Hunter“ og gabbaði síð-
an akademíuna í annað skipti fjórum árum síðar
með The Brave One, og notaði þá dulnefnið „Ro-
bert Rich“. 1973 viðurkenndi akademían mistök
sín og veitti Trumbo verðlaunagripinn fyrir The
Brave One, með viðeigandi afsökunum. Hún steig
skrefið til fulls 1993, þegar ekkja Trumbos tók við
Óskarnum sem manni hennar bar fyrir Roman
Holiday.
Varðveist hefur fjöldi bréfa frá þessum tíma,
þar sem Trumbo þakkar þeim sem þorðu að styðja
hann á meðan á útlegðinni stóð, s.s. framleiðand-
anum Sam Zimbalist (Thirty Seconds Over Tokyo
44), og úthúðar þeim vægðarlaust sem sneru við
honum bakinu. Í hópi þeirra sem fengu það óþveg-
ið var stjórnarmaður símafyrirtækis. Hann fékk
þessi skilaboð: „Þegar við Rauðliðarnir náum
völdum munum við skjóta mangarana í eftirfar-
andi röð: (1) þá sem eru gráðugir og (2) þá sem eru
skynsamir. Þar sem þú fellur undir báða flokkana,
verður það dapurleg saga þegar við gómum þig.“
Eftir því sem tíminn leið segir Christopher að
faðir sinn hefði sæst á þá skoðun að illska nefnd-
arinnar væri einfaldlega skuggsjá veikleika þeirra
sem umgengust hann.
Úrval bréfa Trumbos, Additional Dialogue:
Letters of Dalton Trumbo, 1942-1962, var gefið út
á 8. áratugnum og lýsa þau linnulausri baráttu
mannsins fyrir frelsi úr útlegðinni og tilkalli til
fyrri lifnaðarhátta, sem hann endurheimti loksins
eftir 1960. Það var ekki síst fyrir hugrekki og
viljafestu Kirks Douglas að Trumbo var end-
anlega tekinn af svarta listanum en þessi galvaski
aðalleikari og framleiðandi Spartacusar, fékk
hann samþykktan sem handritshöfund mynd-
arinnar. Skömmu síðar skrifaði Trumbo handrit
Preminger-myndarinnar Exodus, og hjólin fóru
að snúast að nýju.
Ef eftirsjá dýrðardaga vellystinga sem einn
hæst launaði penni Hollywoodborgar virkar sem
mótsögn við félagsbundinn kommúnistann, þá er
það enn meiri ráðgáta í augum Christophers að
svo virðist sem faðir hans hafi ekki verið í minnsta
vafa um að gerast flokksmeðlimur. Hann hefur
sagt að þátttaka Trumbos í flokknum hafi komið
móður hans mjög á óvart, þau hjónin hafi rætt inn-
gönguna og ákveðið að láta kyrrt liggja.
Hollywood hefur löngum haldið á lofti um-
ræðunni um Trumbo, ástæðuna segir Christopher
þann mikla fjölda sem var samsekur í að bannfæra
þá tiltölulega fáu sem voru í raun útilokaðir frá
vinnu vegna stjórnmálaskoðana sinna. Kvik-
myndasamfélagið finni enn til sektar því óhjá-
kvæmilega geri það sér grein fyrir að hlutirnir
þurftu ekki að fara svona, en það lét þá gerast.
60 ár frá svörtum lista
Í heimildarmyndinni Trumbo er varpað nýju
ljósi á höfundinn og nornaveiðarnar á tímum
kommúnistabanans Josephs McCarthy.
Dalton Trumbo Einn hæst launaðasti, beittasti, virtasti og stirðlyndasti handritshöfundur Bandaríkj-
anna frá því á fjórða áratugnum uns hann varð eitt fyrsta fórnarlamb McCarthy-nefndarinnar 1947.